Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 12
■ : , • • ■■■ Lyndon B. Johnson varaforseti í miðri mannþrönginni á Kefl avíkurflugvelli í gærmorgun. Hann þrýstir hendur manna á báða bóga og útbýtir spjöidum. '(Ljósm. Þjóðv. A.K.). Rúmrí stund á eítir áætlun Þeir sem viðstaddir voru komu varaforseta Banda- rík'janna til Keflavíkurflugvallar í gærmorgun fengu fullkomna staðfestingu á sögnum um einstakan dugnað Lyndons B. Johnsons við að taka í hönd á fólki. Gekk varaforsetinn til þessa verks þama á flugvellinum eins og væri hann í ákvæðisvinnu, en nokkur hundruð manna voru viðstödd komu hans og fylgdarliðs í her- stöðiná, landar hinna bandarísku gesta í miklum meiri- hluta: hernámsliðar, óeinkennisklæddir starfsmenn, mak- ar þeirra og böm. I>ota varaforsetans lenti liðlega klukkustund á eftir á- aetlun á Keflavíkurflugvelli. Fyrr um morguninn var veð- ur gott, bjart og þurrt og hægviðri, en hálfri stundu áður en hinir bandarisku gestir komu tók að rigna og gerði mikla dembu rétt áður en forsetaþotan, glæsileg vél afgerðinni Boeing-707, renndi upp að flugvallarhótelinu. Móttaka stöðinni her- Þama voru fyrir innlendir og erlendir fyrirmenn til að taka á móti gestunum, og inn í flugvél varaforsetans fóru eftir að hún var lent: Guð- mundur f. Guðmundsson ut- Samkvœmt áœtiun Þó að dagskrá heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna gengi úr upphaflegum skorð- um að meira eða minna leyti, stóðust ýmis atriði hennar á- ætlun og þarf ekki að fjöl- yrða um þau. Að loknum hádegisverði að Hótel Sögu, í boði forsetahjónanna, af- henti Lyndon B. Johnson Slysavarnafélaginu að gjöf þrjár færanlegar talstöðvar. Hann heimsótti Háskóla ís- Iands síðdegis og afhenti skólanum verðmæta bókagjöf og um kvöldið sat hann kvöldverðarboð forsætisráð- herra að Hótel Borg. Að kvöldverðinum loknum var haldið til Keflavíkurflugvall- ar og þaðan heim til Banda- ríkjanna. anríkisráðherra og frú. Pen- field ambassador Bandarikj- anna og frú, Thor Thors sendiherra og kona hans, bandaríski hernámsstjórinn Buie og Bjöm Ingvarsson lög- reglustjóri í herstöðinni. Hornaflokkur bandaríska hersins lék göngulög áður en þotan lenti og meðan hún renndi upp að flugstöðvar- byggingunni. Þrýsti höndí margra Að nokkurri stundu lið- inni komu hinir bandarísku gestir út úr þotunni; fyrst Lyndon B. Johnson varafor- seti, hávaxinn og þrekinn, kona hans miðlungi há og nett, og loks dóttir þeirra hjóna, Lynda Bird, há og fönguleg stúlka, dökk yfirlit- um. Síðan hver af öðrum þeirra sem farið höfðu inn í þotuna, til að heilsa gestun- um. Stefán Jónsson fréttamað- ur „gómaði“ varaforsetann strax og hann hafði gengið niður landgöngúbrúna og fékk hann til að sggja nokk- . ur orð í útvarpið, en síðan tók L.B.J. stefnu að mann- fjöldanum sem beið við 'jað- ar flugbrautarinnar. Gekk hann vestur með áhorfend- sem langflestir vofu krakkarnir og þeir stálpaðri reyndar líka voru frá sér numdir eftir á vegna þess að þau höfðu séð sjálfan varaforsetann rétt hjá sér, jafnvel snert klæði hans, svo ekki sé talað um þá sem gátu þrýst hönd hans eða fengið áritað nafnspjald hans. „I’m still shaking“ heyrðist segja einn þeirra sem tæki- færi fengu til að heilsa L.B.J. — Meðan á þessu stóð bar minna á þeim LBJ-mæðgum. I þyrlu til Bessa- staða Frá Keflavíkurflugv. flaug varaforsetinn, kona hans' og(» dóttir í þyrlum til Bessa- staða, þar sem íslenzku for- setahjónin, ásamt utanrikis- ráðherra, Penfield ambassa- dor og leynilögreglumanni, en í hinni þyrlunni voru þær Miss Lynda Bird og utan- ríkisráðherrafrúin, ásamt Thor Thors og konu hans, bandarískum ljósmyndara og fréttamanni. Lady Bird heimsóttí Hka fjósiB á Blikastöðum Meðan Lyndon B. Johnson sinnti erindum sínum í Reykjavík, talaði við ráð- herra og aðra fyrirmenn, brá frúin sér uppað Árbæ og þaðan að Blikastöðum i Mos- fdlssveit. A báðum þessum stöðum var hún leyst út með gjöfum. Hún sýndi cinkum á- huga fyrir búskaparháttum á Blikastöðum, en mestan þð fyrir hitaveitunni. Eftir að hafa skoðað bæinn og úti- húsin, drakk hún kaffi með heimilisfólki og gestum og á leiðinni til Reykjavíkur aftur var rennt í gegnum Álafoss- þorpið og þangað sem sást H/at/eysi! Ríkisútvarpið framkvæmdl —... --------- . „ enn hið alkunna hlutleysi sltt landar hans og fögnuðu hon- þegar það neitaði s.I. Iaug- ardag að segja frá þeirri á- kvörðun Samtaka hernáms- andstæðinga að afhenda vara- forseta Bandaríkjanna mót- mælaorðsendingu gegn her- náminu. Var neitað að birta tilkynningu samtakanna í fréttatíma; einnig var þver- neitað að birta auglýsingar um samkomu hernámsand- stæðinga við Háskólabíó, þótt auglýsingar Varðbergs væru margtuggnar. um vel, þar til hann stað- næmdist hjá konu einni sem stóð þar afsíðis með barn sitt, heilsaði þeim mæðgin- um, og dreif sig síðan inn í mannlþröngina að austan- verðu. Það var engu líkara en hann væri í stífri ákvæð- isvinnu og kappi um að þrýsta hendur sem flestra, — og þetta féll bersýnilega í góðan jarðveg hjá Banda- ríkjamönnunum. því að varaforsetans Tvívegis ávarpaði varafcwseti Bandaríkjanna mannfjöldann á Lækjartorgi í gær, fyrst áður en hann hélt inn í Stjómarráðshúsið til víðræðna við ríkisstjórnina, síðar þegar hann kom þaðan út aftur. heim að dælustöðinni á Reykjum. — Varaforsetafrúin fór meðal. annars í fjósið á Blikastöðum og er myndin, sem hér fylgir tekin, þegar hún kemur þaðan ásamt Helgu Magnúsdóttur hús- freyju (Ljósm. Þjóðv. G.O.). Varaforsetinn var miklu seinna á ferð við Stjómar- ráðið en óætlunin hafði gert rað fyrir ' vegna þess að komu til íslands var frestað um rúma klukkustund, eins og annarstaðar er greint frá, en strax um og upp úr kl. 11 hafði talsverður mannsafnað- ur hópast á Lækjartorg og nágrenni, þar sem búizt var við komu gestanna á þeim tíma. Flutti ávarpið af girðingarstöpli Og það drógst enn fram yfir klukkan tólf að þanda- ríski varaforsetinn kæmi, en á þeim tíma hafði enn drifið að fólk. Lyndon B. Johnson flutti stutt ávarp á gang- stéttinni framan við Stjómar- ráðshúsið, en gekk síðan á fund ríkisstjómarinnar og dvaldist þar nokkra stund. Er hann kom út aftur hafði fækkað til mikilla muna á Lækjartorgi. enda miður mat- artími, og ekki nema lítill hópur manna sem beið vara- forsetans framan við stjóm- arráðsgarðinn. Allt að einu gerðist nú það, að varafor- setinn steig upp á annan girðingarstöpulinn framan við stjómarráðsblettinn, bað menn fyrst um að þjappa sér betur saman og hlýða á mál sitt og flutti síðan nokkurra niín- útna ávarp. Ekki er ástæða til að rekja það hér, en í því lagði varaforsetinn áherzlu á friðarvilja Bandaríkjanna, — fagnaði Moskvusamkomulag- inu um takmarkað bann gegn kjamavopnatilraunum og kvaðst vonast til að það sam- komulag yrði staðfest af öld- ungadeild Bandaríkjaþings — innan fárra daga. Og hann sagði: i.Við Bandaríkjamenn viljum eignast bandamenn en ekki nýlendur. Við viljum hafa skipti við vini en ekki leppa“. I því bili gekk Bjami Benediktsson niður stiginn frá stjómarráðinu og slóst í hóp ráðherra sem hlýtt höfðu á ávarp varaforsetans við grind- verkið. Bæði þessi ávörp þýddi Ragnar Stefánsson, sem var fylgdarmaður hins banda- ríska gests, en sú þýðing var ekki tiógu góð. Skipfust á gjöfum að iessasföðum Forseti fslands, herra Xs- geir Asgeirsson og I.yndon B. Johnson varaforseti Banda- ríkjanna skiptust á gjöfum, er sá síðarnefndi heimsótti Bessastaði Iaust fyrir hádegi í gær. Forsetinn afihenti Lyndon B. Johnson og konu hans fagran grip til miniiingar um íslandsheimsóknina: á- letrað og skreytt hom úr silfri, á fótstalli. Varaforset- inn afhenti Ásgeiri Ásgeirs- syni vandað safn landahréfa. samskonar gjöf og fimm, aðr- ir þjóðhöfðingjar og kirkju- og þjóðarleiðtogar hafa þegið að gjöf: Rooswélt, Ghurc- hill, páfinn og konungar Nor- egs Qg Svíþjóðar. Einnig af- henti LBJ forsetahjónunum áletraða mynd af sjálfum sér. Þegar varaforsetinn sýndi forsetanum kortagjöfina, dró hann út eitt landabréfið — af Bandaríkjunum — og benti þegar á Texas og sagði: — Þarna bý ég nú! I I ! ! A hlaöinu að Bessastööum: Asgeir Asgeirsson forseti íslands, Mrs. Johnson, Dóra Þór- hallsdóttir forsetafrú og Lyndon B. Johnson. (Ljósm. Þjóðv. A.K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.