Þjóðviljinn - 18.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.09.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 18. september 1963 — 28. árgangur — 199. tölublað. I ! MarkmiS sósialisfa i Reykjavik: HÁLF MILLJÓN TIL ÞJÓÐVILJANS Á FLOKKSAFMÆLINU NÝ VIÐREISNARHÖFT: Vörukaupalán takmörkuð Á þessu hausti, 24. október, er liðinn aldarfjórðungur frá því að Sameiningarflokkur al- þýðu — Sósíalistaflokkurinn var stofnaður. Þessi flokkur hefur ekki ein- ungis verið sverð og skjöld- ur fólksins gegn arðránsöflun- um, heldur hvað eftir annað haft forustu um mikilvæg- ustu þjóðhagslegar framfarir á þessu tuttugu og fimm ára bili. Honum eigum við því mikið að þakka, og ekki eru minni þau verkefnin, sem úr- lausnar bíða en hin, sem lok- ið er. Þessa merkisafmælis telur Sósíalistafélag Reykjavíkur að ekki verði minnzt á verðugri hátt en þann að efla flokks- blaðið, Þjóðviljann, með efl- ingu þess styrktarmannakerf- is, sem nú er verið að mynda. Sósíalistar í Reykjavík, — flokksmenn og kjósendur! Færum Þjóðviljanum hálfa milljón króna á aldarfjórð- ungsafmæli flokksins, 24. október í haust. Stjórn* Sósíalistafélags Reykjavíkur. ! I ! Ákvörðun verðlagsgrund- vallar lögð fyrir yfirnefnd Ofan í 18% okurvextÉf Seölabankans kemur nú ný haftaákvörðun frá Við- skiptamálaráðuneytinu. Það var einn þáttur viðreisnar- innar að heildsalar hefðu heimilá til þess að taka að eigin ge'ðþótta vörukaupa- lán erlendis, og nema skyndilán þessi nú hundr- uðum milljóna króna. Við- skiptamálaráðuneytið hefur nú ákveðið að fella heim- ild þessa niður að því er varðar fólks- og sendiferða- bifreiðar fyrir aðra en at- vinnubílstj óra, j eppabifí'eið- ir og ýms heimilistæki. Jafnframt er boðað aö höft þessi verði aukin á næstunni. Fréttatilkynning ráðunejrtisins er birt á 2. síðu. Kjarasamningar borgarstarfsmanna: NÝI LAUNASTIG- INN 1. OKTÓBER Samkomulag náðist ekki í sexmannanefndinni um verðlagsgrundvöll landbúnaðarvara á þessu hausti og hefur nefndin nú vísað þessu atriði til yfimefndar til úrskurðar. í yfirnefndinni eiga sæti þrír menn, Sæmundur Ólafsson frá neytendum, Gunnar Guðbjartsson frá framleiðendum og Klem- enz Tryggvason hagstofustjóri sem oddamaður. Akvörðun verðlagsgrundvall-1 stöðu til í sambandi við verð- ar er fyrsta atriðið, sem sex- lagningu búvara. Fulltrúar neyt- mannanefndin þarf að taka af-1 enda í nefndinni lögðu fram ______________________£________________ 2 telpur slasast í umferðarslysi ★ Um klukkan 13.15 í gær varð það slys á Klepps- vegi á móts við húsið nr. 52 að tvær ungar telpur urðu fyrir bifreið og slösuðust báðar mikið. ★ Telpurnar, sem heita Anna Rósa Erlendsdóttir, þfiggja ára, og Ásta Halldórsdóttir, fjögurra ára, báðar til heimilis að Kleppsvegi 52, voru á leið norður yfir göt- una er þær urðu fyrir fólksbifreið er kom austán Klepps- veginn. Voru telpurnar nær komnar yfir götuna er þær urðu fyrir bifreiðinni. ★ Telpurnar voru fluttar í Slysavarðstofuna og síð- an í Landsspítalann. Var talið að þær væru báðar lær- brotnar og auk þess höfðu þær hlotið einhver höfuð- meiðsli. tillögur um nýjan grundvöll og töldu þeir, að þar væri tillit tekið til þeirra haakkana, sem orðið hafa á kaupgjaldi og verð- lagi frá því er síðast var tekin ákvörðun um verðgrundvöHinn. F'ulltrúar bænda í sexmanna- nefndinni höfðu lagt fram nýj- an grundvöll, þar sem krafizt var um 36% hækkunar frá fyrra grundvelli, en sem kunnugt er sasttu þessar tillögur fulltrúa bænda í nefndinni mikilli gagn- rýni á aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem nýlega er lokið hér í borg. Krafðist fundurinn allverulegrar hækkunar til við- bótar. Ekki náðist samkomulag um verðlagsgrundvöllinn sem fyrr segir, og héldu fulltrúar bænda fast við kröfur þær, sem áður höfðu verið lagðar fram af þeirra hálfu. Kemur því nú til kasta yfirnefndar- innar að fella úrskurð sinn en að því búnu tekur nefnd- in aftur til við verðlagningu • búvara á þeim grundveiii, sem yfiirnefndin úrskurðar. Verði ekki samkomulag í nefndinni um verðlagninguna fer það mál einnig tii yfir. nefndar til úrskurðar. Á vinnustofb Sarjans — Sjá 7. síðu. Þjóðviljinn átti í gær tal við Guðmund Vigfússon, borgarfulltnxa og spurði hann, hvað liði nýjum kjarasamningum borgar- starfsmanna. Guömundur kvað nú komið á samkomu- lag um meginþætti samn- inganna, en þó væri enn ósamið um kjör lögreglu- manna, brunaliðs -og stræt- isvagnastjóra. En stefnt er að því að ljúka samningun- um sem fyrst svo að unnt verði að greiöa laun sam- kvæmt þeim frá næstu mánaðamótum. Samninganefndir borgarinnar og starfsmanna hafa náð sam- komulagi um aðra þætti en þá, sem getið er hér að ofan, og hafa þessir samningar verið staðfestir af borgarráði og einnig af starfsmannafélagi borgarinn- ar. Fer þetta samkomulag fyrir borgarstjórnarfund n.k. fimmtu- dag til endanlegrar staðfesting- ar. Við samningana hefur verið fylgt í grundvallaratriðum úr- skurði Kjaradóms um kjör op- inberra starfsmanna hvað snert- Framhald á 2. síðu UNDANFARNA DAGA hafa myndarlegir vinnupallar risið við Skólavörðustíg 19, og Ijósmyndari Þjóðviljans Ari Kárason kann að hafa hald- ið að rétt væri að koma sér vel við þá sem sveifla eins rösklega hamri og trésmið- imir hér á myndinni, Gylfi Ingimundarson, Sigfús Sigur- geirsson og Kári Pálsson. EN HÆXT ER VIÐ að þeir haldi fast við þá ætlun að rífa ljósmyndastofu Ara á efsta loftinu einhvern dagiinn. K og RC hylltu ALGEIRSBORG 17/9 — Ben Bella hefur fengið ámaðaróskir víða að úr heiminum eftir hinn mikla sigur sinn í forsetakosnlng- unum í Alsír á sunnudag, en bá fékk hann hátt í 100 prósent þeirra sem atkvæði greiddu og um 90 prósent allra sem á kjör- skrá voru. Meðal fyrstu heilia- óskaskeytanna sem honum bár- ust voru tvö: annað frá Krú- stjoff, hitt frá Kennedy. Skeyti frá Washington um ferð varaf orsetans: Haft eftir honum að hann hafi alls staðar mætt skilningi nema á fslandi í gær barst skeyti frá norsku fréttastofunni NTB sem dagsett er í Washington og segir frá heimkomu Lyndons B. Johnson varaforseta úr ferðalagi hans um Norðurlönd og ummælum hans um ferðalagið þegar heim kom. Ef þau eru rétt eftir höfð, virðist varaforsetinn ann- aðhvort hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með dvöl sína hér eða þá hann telji svo litlu máli skip’t'a hverjar viðtökur hann fékk að honum finnist ekki ástæða til að nefna ísland með Norðurlöndum. Það skal tekið fram að móttökuskilyrði voru afleit mestan hluta dagsins í gær og var skeyti það sem um ræðir mjög brenglað. Engu að síður mátti Iesa þessi ummæli sem höfð \oru eftir varaforsetanum: „Johnson sagði að hon- um hefði verið mikil uppörvun hve mikium skílningi hann mætti í Svíþjóð, Finnlandi. Noregi og Danmörku" fyrir markmiðum Banda- ríkjanna. („Johnson sa at han var blitt megei opmuntret av den forstáelse han mötte i Sver- ige, Finnland, Norge og Danmark"). Af skeyt- inu varð ckki ráðið að Johnson varaforseti hefði komið til Islands. Þessi ummæli sem höfð voru eftir vara- forsctanum vöktu athygli víðar en á ritstjórn- arskrifstofum blaðanna og skýrði Stover, for- stjóri bandarisku upplýsingaþjónustunnar hér, Þjóðviljanum frá þvi að hann hefði simað til Washington eftir skýringu. Stover sagðist telja að nafn Islands hefði fallið niðuf úr skeytinu. Varaforsctinn hcfði farið frá Islandi himinlif- andi yfir þeim móttökum og viðurgerningi »em hann hcfði fengið meðan hann dvaldist hér. Hann hcfði leikið á als oddi í fyrrakvöld, þeg- ar hann fór héðan, sagði Stovcr, sem bjóst við að frctta nánar frá Washington í dag. (

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.