Þjóðviljinn - 18.09.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.09.1963, Blaðsíða 2
SlÐA ÞIÚÐVILIINN Miðvikudagur 18. september 1963 Athugasemdir vii blaia skril um kvöldsöluleyfi Ranglego dregnir inn í deilur matvörukaupmanna í gær áttn Páll Líndal og Sig- urður MagTiússon, höfundar til- Iagnanna um afgreiðslutíma verzlana í Reykjavík er nú Iiggja fyrir borgarstjórn til af- greiðslu, stutt tal við frétta- meín og afhentu eftirfarandi athugasemdir vegna blaðaskrifa að undanförnu um tillögurnar: „f ýmsum blaðagreinum und- anfama daga, þar sem gagn- rýndar eru tillögur þær um af- greiðslutíma verzlana í Reykja- vík o.fl., er nú liggja fyrir borg- arstjóm, hefur greinilega komið fram, að greinarhöfundar hafa annað hvort ekki kymnt sér til- lögurnar nægilega eða skýrt rangt frá af ásettu ráði. Þess vegna þykir tillögumönnum nauðsyrllegt, að þetta komi fram: 1. — Tillögumar fela í sér að þeirra dómi stóraukna þjónu^tu við neytendur í Reykjavík. Er það meðal annars fólgið í því, að heimilað er, að allar verzl- anir. sem þess óska, megi hafa opið án sérstaks leyfis til kl. 22.00 alla föstudaga; þá verði þeim og heimilað að hafa opið til kl. 14.00 á laugardögum að sumri, en kl. 16.00 að vetri. Gert er ráð fyrir þvi, að til- tekinn fjöldi verzlana megi vera opinn til kl. 22.00 alla daga ársins nema 6 tiltekna helgi- daga. Miðað er við, að slíkar verzlanir verði í helztu ibúð- arhverfum, og ákvarði borgar- ráð f jölda þeirra að fengnum til- lögum Kaupmannasamtakanna og K.R.O.N. Allar getsgkir um það, að tiltekin stórfyrirtæki eigi að sitja fyrir þessari verzl- un eru algjörlega tilefnislausar. Þvert á móti hefur verið reikn- að með þvi, að verzlanir skipt- ist á um þessa þjónustu. Þá má geta þess, að með til- Frétt dags jsms Sú var tíð að íslendingar hentu gaman að tildri ann- arra þjóða og hégómaskap í sambandi við konunga, þjóð- höfðingja og ríkisbubba. enda- lausum frásögnum af hvers- dagslegustu athöínum þeirra og. myndum af hverri :ffs- hræringu. Þetta var meðan landsmenn héldu fast við fomar hugmyndir sínar um að manngildið væri óháð fínum titlum og fjármunum. En okkur er sífellt að fara fram, nú þurfa íslendingar ekki lengur að henda gaman að tildri annarra. „Hann tók i hendina á mér og ég skelf ennþá“ er haft eftir konu í blöðimiun í gær, og við höfum orð sjálfs varaforseta Banda- ríkjanna fyrir því að „hann hafi aldrei „upplifað" annað eins“ og móttökumar á Is- landi, að því er Morgunblað- ið hefur eftir honum í gær. Og sjálft er blaðið til sann- indamerkja um þetta; það birtir um 54 dálka af lesmáli til heiðurs varaforsetanum og fylgdarliði hans þar sem hvert smáatriði er talið til stór- frétta; einnig 26 ljósmyndir þar sem lesendur fá meira að segja að kynnast sitjandanum á hinum tigna gesti þegar hann er að príla upp á grind- verkið fyrir framan stjórnar- ráðsblettinn. Auðsáett er að varaforsetinn hefur haft sérstæða skemmtun j af atferli gestgjafa sinna. Til j að mynda greinir Morgunblað- ■ ið svo frá því sem gerðist þeg- ■ ar hann kom í stjórnarráð- : ið á fund ríkisstjómarinnar j til þess að ræða heimsstjóm- ! málin: „Þá tók hann upp litla • öskju með sígarettukveikjara. j afhenti Ölafi Thors og sagði j að sig langaði til að gefa j honum kveikjarann. „Þið : hljótið að geta notað eld á Is- j landi“, bætti hann við. Síðan j spurðist hann fyrir um hverj- j ir aðrir hefðu verið inni í j fundarherberginu og útbýtti j sígarettukveikjurum til ráð- j herranna og íslenzka sendi- j herrans í Washington ......... j Síðan kveikti hann á kveikj- j ara Ölafs Thors. án þess að ! til frekari tíðinda drægi“. öll j er þessi frásögn hin merkasta, j þótt Morgunblaðinu láist að j geta þess að varaforsetinn : gleymdi Ingólfi Jónssyni sem j stóð stúrinn úti í homi eins * og bam sem sett hefur verið j hjá. Sendiherra Bandarikj- j anna leiðrétti þó þessi mistök j og fékk Ingólfur áður en lauk j leikfang eins og hver annar. j Svo er að sjá sem skopskyn j varaforsetans hafi að lokum 5 gersamlega yfirbugað hann í j veizlu forsætisráðherrans á j Hótel Borg. Um það er Al- j þýðublaðið til frásagnar. en | mynd af merkustu frétt bess j í gær fer hér á eftir. Hún : fymist ekki fyrsta kastið. — : Austrl. Xynðon Johnson léíljós mikla aðcláun á Ásgrelrl Ásgoirssyni for- isefa. Hann kallaðí liann hinn i„v!tra og; virðnlega forseta“ í ræðu sinnz að Hófei Borg os jsagðí frá Jþví, að Á'geijr hefðí jsagf ser frá spakmæTi um, að litl um í'uglum væri skynsamlegast að hreiðra nærri erhlnixm. t^Pess/ vegna et er álHaf að Ifæra míg nær yðaíir. herra forseti, u lögunum er farið inn á braut, sem ekki er leyfð nú, en það er sala á innpökkuðum mat fram eftir nóttu með sérstöku leyfi. Ýrnsar aðrar breytingar í hag neytenda mætti nefna. 2. — „Skerðing“ sú á hags- munum neytenda, sem mjög er á loft haldið, er í því fólgin, að' reynt er að hamla gegn hin- um svokölluðu sjoppum, sem allir, ef trúa má blaðaskrifum undanfarin ár, virðast sammála um. að séu til lítils mennjngar- ,auka. Þess vegna er lagt til, að all- ir söluturnar selji heint út um söluop og verði lokaðir kl. 22.00 í stað kl. 23.30, o.g verði sölu- varningur þeirra í meginatrið- um svo sem um ræðir í 5. gr. tillagnanna. Þeir, sem þurfa að skipta við þessi fyrirtæki, geta því náð til þeirra til kí. 22.00. Hins vegar er síður við því að búast, að þessir staðir verði bækistöðvar unglinga svo sem töluvert hefur kveðið Þá er jafnframt gert r ryr- ir, að sú almenna vörusala, sem viðgengizt hefur um söluop á allmörgum stöðum, hætti. Um þetta er það að segjá, að þessi vörusala er að verulegu óheimil, skv. gildandi reglum, þótt hún hafi viðgengizt. f hennar stað eiga að koma verzlanir í öllum hverfum, sem veitt geta langt- um betri þjónustu, enda mjög takmarkað hvað hægt er að selja um söluop. Við þetta bæt- ist heimildin til að hafa allar verzlanir opnar til kl. 22.00 alla föstudaga, en þar munu skap- ast algerlega nýir möguleikar til verzlunar fyrir allan almenn- ing. Að lokum er rétt að taka fram, að heimildir þessar eru að sjálfsögffu háðar því, að breytt verði mjög úreltum lög- um um bann við verzlun á helgi- dögum þjóðkirkjunnar. Framhald af 12. síðu. búðinni. Aðstöðumunur kaup- mannanna innbyrðis varð svo til þess að þessar deilur spunn- ust. — Að hvaða leyti eruð þið svo dregnir inní þessar deilur, ranglega að því er þú telur? — Við höfum einfaldlega enga möguleika til að vera þarna málsaðilar. Við gætum ekki þó við fegnir vildum haldið uppi fullkominni verzlun með allar vörutegundir. Því veldur hús- næðisleysi. Söluturnar eru yfir- leitt það litlir að mikil tak- mörkun á vörutegundafjölda er óhjákvæmileg. Aðaláherzlan er lögð á tóbak, sælgæti, öl og gos- drykki. Sumir hafa dálítið af ávöxtum og einstöku kaffi og- kannski kvensokka. . — Það er mikið talað um vandræði af unglingum í sam- bandi við söluturnana, eða sjpppumar. eins og sumir vilja kalla þessa staða. Hvert er þitt álit? — Ég hef aldrei lent í vand- ræðum vegna unglinganna, en þetta vandamál skapast held ég af því, að langt frameftir aldri ganga börnin á götunum fram- eftir öllu kvöldi og svo þegar þau komast á þann aldur að vilja sækja í turnana getur ver- ið erfitt að hafa hemil á þeim. Annars eru það þeir hortug- ustu sem mest ber á. Ég veit að hér áður fyrr var nokkuð um „sjoppuhangs“ en það var einkum á þeim stöðum sem voru með glymskrattana, eða ,.jukeboxin“. Þau eru nú úr sögunni hjá okkur og hangsið held ég víðasthvar líka. Eitt held ég væri rétt að taka fram í þessu sambandi. Meðal okkar er mjög á- kveðinn vilji þess efnis að bann- að verði að selja sLgarettur í lausu og jafnvel að bannað verði að selja unglingum inn- an viss aldurs þá vöru. T.d. veit ég að í biðskýlinu á Kópavogs- •hálsi hangir uþpi tilkýnnmg frá viðkomandi yfirvöldum, þar sem segir að bannað sé að selja ung- lingum innan 14 ára aldurs síg- arettur. Spurningin er bara þessi. Hver á að hafa forgöngu um það mál í Reykjavík. Sölu- turnaeigendur sjálfir, Tóbaks- einkasalan, eða heilbrigðisyfir- völdfn? Við teljum eðlilegt að slíkar reglur komi frá yfirvöld- unum og séu því bindandi. — Nokkuð sem þú vilt segja frekar? — Ég vil segja það, að ef við verðum skyldaðir til að loka og setja upp söluop á tumana og afgreiða út um það jafnt á dag- inn sem á kvöldin, og á sama tíma og verzlanir væru opnar í nágrenninu, þá er enginn grund- völlur lengur til að reka svona staði. Ef málum unglinga er á einhvem hátt betur borgið með því að við lokum fyrr á kvöld- in, segjum klukkan 10. þá er- um við fúsir til að koma til móts við yfirvöldin í því efni. Og loks vil ég enn legigja á það áherzlu, að við höldum okkur enn að mestu við upphaflega vörulistann, sem var í gildi á árunum 1954 til 1957 Qg því er ekki hægt að segja að við drög- um neina burst úr nefi mat- vörukaupmanna með tilveru okkar. — G.O. Kjarasamningar borgarstarfs- manna Framhald af 1. síðu. ir fjölda launaflokka og skipan í þá. Jafnhliða samningunum hefur svo verið unnið að nið- urröðun einstaklinga í launa- flokkana, en það er geysimik- ið verk og vandasamt. Scm fyrr segir er stefnt að þv£ að laun verði greidd sam- kvæmt þessum nýju samningum um næstu mánaðamót og þá verði greidd uppbót á laun, þar sam samningamir tcljast taka gildi 1. júlí á sama hátt og með ríkisstarfsmenn. Vörukaupalán takmörkuð Þjóðviljatium barst í gær svo- hljóðandi fréttatilkynningf frá Viðskiptamálaráðuneytinu: „Viðskiptamálaráðuneytið hef- ur í samráði við Seðlabankann og gjaldeyrisbankana endurskoð- að þær reglur, sem gilt hafa síðan 1960 um innflutning með greiðslufresti. Samkvæmt þeim hefur verið heimilt að flytja inn hvers konar vörur með allt að þriggja mánaða greiðslufresti. Erlendar vöruskuldir vegna stutts greiðslufrests hafa á fyrstu átta mánuðum þessa árs hækk- að samkvæmt bankaskýrslum um 163 milljónir króna, en á árinu 1962’ nam hækunin 110 milljónum króna. Hin vaxandi notkun greiðslufrests hefur átt nokkum þátt í hinni óhagstæðu þróun verzlunarjafnaðarins síð- ustu mánuðina. Hefur því verið talið nauðsynlegt að draga út notkun greiðslufrests með því að fella niður heimild til að flytja á þann hátt inn fólks- og sendiferðabifreiðir fyrir aðra en atvinnúbifreiðastjóra, jeppa- bifreiðir svo og bifhjól og ým- is tæki, sem einkum eru ætluð til heimilisnotkunar. Aðrar vör- ur má eftir sem áður flytja Inn með allt að þriggja mánaða greiðslufresti, sem hefjist eigi seinna en á komudegi varanna til landsins. Ef um er að ræða greiðslufrest umfram þrjá mán- uði, en innan ein,s árs, þarf hverju sinni sérstakt samþykki Maður með hriðskofabys$u handtekinn á Lœkjarforgi Við komu Lyndon B. Johnsons varaforseta í stjómarráðið í fyrradag bar það' til tíðinda að maður nokkur sem staddur var í mannþrönginni á torginu og bar poka undir hendinni snér- ist að bifreið forsetans og hrækti á fánann á henni. Lögreglunni þótti framkoma mannsins grunsamleg og greip hann höndum og kom þá í ljós að hann var með gamla hríð- skotabyssu í pokanum. Við yfirheyrslu hjá rannsókn- arlögreglunni gerði maðurinn sem er frá Akranesi þá grein fyrir byssunni að hann hefði fengið hana í hendiir hjá !ög- reglunni á Akranesi í vor en hann> var þá á vegum lögreg!- unnar ásamt öðrum manni við veiðibjöllusk'ytterií í Akrafjalli og átti að halda því áfram. Hafði Akranesslögreglan fengið byssuna úr flaki bandarískrar, flugvélar er fórst í AkraíjaJli. Maðurinn sagðist hafa komið með Akraborginni í fyrramorgun og ætlað að fá gert við byssuna þar eð hún flutti ekki rétt og þess vegna hefði hann verið staddur með hana þarna á torg- inu. Hann var hins vegar ekki með nein skot í byssuna á sér er hann var handtekinn. Átti hann þó skot í hana en hau voru geymd á bæ uppi í Hálsasveit bar sem hann hefur dvalið um "keið. Manninum var sleppt úr ha'di gær og fer mál hans til fó- getans á Akranesi. gjaldeyrisbankanna fyrir slí'kum innflutningi. Einnig er ætlunin að draga úr notkun slíks greiðslufrests, bæði með stytt- ingu hans og fæk,kun þeirra vörutegunda, sem heimilt verð- ur að flytja inn með slíkum greiðslufresti. Lántökur erlendis til lengri tíma en eins árs eru eins og undanfarið háðar sam- þvkkt ríkisstjómarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í auglýsingu Viðskiptamálaráðu- neytisins útgefinni í dag um er- lend lán og innflutning með greiðslufresti, er birtist í Stiórn- artíðindurn og Lögbírtingarblað- mmm LAUGAVEGI 18 SIMI 19113 TIL SÖLU: 2 HERBERGJA IBCÐIR VIHX: Mosgerði, útborgun 125 þúsund. Kleppsveg, ný og glæsileg. Asbraut, ný 78 ferm. 3 HERBERGJA ÍBOÐIR VIEh Mávahlíð. jarðhæð. Njálsgötu, risíbúð í timb- urhúsi. NjálSgötu, hæð í timbur- húsi. Miklubraut, ásamt 2 herb. í kjallara. 4 HERBERGJA ÍBCE5R VIÐ: Asvallagötu. Nýlendugötu. Flókagötu, sérinngangur og bílskúr. Suðurlandsbraut. með 40 ferm. útihúsi. Bergstaðstræti, nýstandsett. EINBÝLISHtJS VIÐ: Miðstræti, timburhús á eignarlóð, 3 hæðir. Arnargötu, timburhús. Skeiðavog, raðhús. Bjargarstíg, lítið hús. Langholtsveg, múrhúðað timburhús, steyptur bíl- skúr. Bragagötu, 3 herb. og eld- hús á hæð, 2 herb. í risi. Suðurlandsbraut, útborgun 135 þúsund. Breiðholtsveg, 5 herb. og eldhús, útb. 100 þús. KÓPAVOGUR VIÐ: Nýbýlaveg, 3 herb. hæðir í timburhúsL Lindarveg. 3 herb. hæð, á- samt góðri byggingarlóð. Digranesveg, parhús, 3 hæðir. Kópavogsbraut, einbýlishús með 3.300 ferm eignarlóð., 1 SMÍÐUM: Lúxushæð við Safamýri, 150 ferm., fullbúin undir tréverk og málningu. Glassileg innrétting get- ur fylgt. 4 herb. íbúðir við Háaleit- isbraut og^Holtsgötu. 6 herb. glæsilegar endai- búðir við Háaleitisbraut. Fokheld neðri hæð við Stóragerði, allt sér. Raðhús í Kópavogi, fok- held eða tilbúin undir tréverk og málningu. 6 herb. hæðir við Hlíðar- veg. 6 herb. glæsileg efri hæð við Nýbýlaveg. Einbýlishús í Garðahreppi, 120—160 ferm' Góð kjör. j Höfum kaupendur með miklar útborganlr, að öll- um tegundum fasteigna. Sendisveinn Raforkumálaskrifstofan óskar að ráða sendisvein strax. Upplýsingar á skrifstofunni, Laugav. 116. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HERDÍSAR JAKOBSDÓTTUR F.h. nánustu vina og ættingja Jakob Gíslason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.