Þjóðviljinn - 18.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.09.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA Þ1ÓÐ¥IUIM Miðvikudagur 18. september 1963 Ctgeíandi: Sameiningarflokkur .alþýðu — Sósíalistaílokk- urinn. — Rltstjðrar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.). Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80,00 á mánuði. Koma varaforsetans A ðalfréttamynd Morgunblaðsins í gær sýnir Jón- ** as Árnasori rithöfund afhenda Lyndon B. Johiji- son, varaforseta Bandaríkjanna, orðsendingu Sam- taka hernámsandstæðinga, þar sem athygli gests- ins var vakin á 'því að íslendingar munu aldrei una hernáminu og að áformin um ný hernaðar- mannvirki á íslandi séu í fullkominni óþökk flestra landsmanna. Eflaust hafa ýmsir aðstand- endur blaðsins horft á þessa mynd með þungum huga, því það var keppikefli stjórnarvaldanna í sambandi við heimsókn varaforsetans að reyna að koma í veg fyrir að hann fengi vitneskju um það hvern hug menn bera til hernámsins. Samkvæm't fyrirmælum Morgunblaðsins braut lögreglustjór- inn í Reykjavík stjórnarskrána með því að banna samkomu hernámsandstæðinga. Þegar þeir héldu engu að síður fast við ákvörðun sína, var jafn- framt fréttastofu ríkisútvarpsins sem og auglýs- ingaskrifstofu lokað fyrir þeim. Varðbergsmenn breyttu áætlun sínni og slitu fundinum í Háskóla- bíói miklu fyrr en áformað var í þeim tilgangi að koma varaforsetanum inn á Hótel Sögu áður en hernámsandstæðingar hefðu safnazt saman! Þegar það mistóks'f var síðan reynt að beita of- beldi til þess að koma í veg fyrir að fulltrúar hernámsandstæðinga næðu. tali af yaraforsetan- um, og trúlega hafa sumir varðbergspiltanna hald- ið að þeir væru að vinna sig í álit hjá voldugum yfirboðara sínum með skrílslátum og æsingi. En allt kom fyrir ekki; heift hemámssinna varð til þess eins að gera afhendingu orðsendingarinnar að eina fréttnæma atburði hinnar stuttu heim- sóknar, eins og myndbirting Morgunblaðsins sann- ar bezf; og að því leyti sem ferðalag Lyndons B. Johnsons þykir tíðindum sæta í öðrum löndum mup þessa atburðar eins verða minnzt. I •' •- ‘ ; ; >" '; Fréttatilkynning Sjómannafélags Reykja víkur am farmannasamningana Hér fer á eftir orðrétt frétta- tilkynning Sjómannafélags Rvk. um nýju farmannasamningana: „1 blöðum og útvarpi hefur greinilega verið sagt frá því, hvað fólst í þeim samningum farmanna er undirritaðir voru 1. sept. sl., það er, samkomulag- ið sem var fellt við atkvæða- greiðslu hjá farmönnum er lauk 8. sept. sl. Kom þá til framkvæmda að nýju kl. 16.00 þann dag vinnustöðvun sú er frestað var 2. sept sl. meðan atkvæðagreiðsla færi fram. Samkomulag það er náðist loks. eftir langvarandi sátta- umleitanir að nýju var við at- kvæðagreiðslu á fundi far- manna í Sjómannafélagi Reykjavíkur þ. 16. þ.m, samþ. með yfirgnæfandi atkv. fund- armanna og var. vinnustöðvun- inni þá aflýst. ——--------------------------$> Leiðrétting á prentviilum Prentvillur slæddust inn í fyrirsögn og inngang fréttar í sunnudágsblaöi Þjóðviljans um góðaksturskeppni Bindindisfé- lags ökumanna í Reykjavík. Keppnin fer fram n.k. laugar- dag. 21. septémber, kl. 2 síðdeg- is. Eins og skýrt hefur verið frá, þurfa þeir sem hafa i hyggju að keppa að hafa látið skrá sig í síðasta lagi fyrir há- degi föstudaginn 20. sept. á skrifstofu Ábyrgðar hf. að Laugavegi 133. /\g raunar var þetta eini alvarlegi atburður- ” ur heímsóknarinnar. Eins og hin hömlulausa manndýrkun hernámsblaðanna í gær ber með sér höfðu valdhafarnir' aðeins upp á að bjóða hjóm og hégómaskap; raunar er Ijóst af frásögnunum, að af þeirra hálfu hefur ekki verið tékið á móti varaforsetanum sem jafnréttháum fulltrúa er- lends ríkis, heldur sem yfirboðara og leiðtoga sem hér væri staddur til þess eins að taka á móti holl- ustueiðum liðsmanna sinna. Einmitt þetta þýlynd- isviðhorf er versta meinsemdin í utanríkismála- stefnu stjórnarvaldanna, þau líta ekki á sig sem sjálfstæða fulltrúa íslendinga, heldur sem „hlekk í keðju“ eða peð sem Bandaríkin megi hagnýta að eigin geðþótta í skák alþjóðamála. Meðan svo er ástatt halda bandarísk stjórnarvöld áfram að koma öllu sínu fram hérlendis, einnig að magna hér hemám á sama tíma og aðrar þjóðir nota tækifærið jtil þess að létta af sér ógeðfelldum skuldbindingum. Framtíð íslendinga er háð því að þessari stefnu verði hnekkt, en að landsmenn láti hagsmuni sína og sjálfstæðar hugmyndir móta samskipti sín við aðrar þjóðir. Það var ánægjulegt að varaforseti Bandaríkjanna fékk að vita það, innan um allt hégómatildrið, að hér er barizt fyrir slíkri stefnu. — m. Hernámsand- stœðingar Samtök hernámsandstæðinga haía opna skrifstofu í Mjóstræt; 3 fyrst um sinn miili klukkan 3 og 7. — SÍMI 24701. Þær breytingar á sarrming- um farmaiina eru miðaðar við samkomulagið í heild, og þess- ar helztar: 1. Frá og með 1. júlí hækk- aði mánaðarkaup og hinn lægri yfirvinnutaxti um 7%°/c,- 2. Aukakaup vegna tvískiptra vakta hækkaði úr kr. 743.00 í kr. 960.00 á mám. og verkfæra- peningar timburmanna hækk- uðu úr kr. 270.00 á mán. í kr. 340.00. 3. Hærri yfirvinnutaxti hækk- aði úr kr. 42.50 á klst. upp það sem gildir í almemnum næturvinnutaxta Dagsbrúnar. 4. öll yfirvinna í vél í mil'li- landasiglingum skal nú greidd með hærri yfirvinnutaxta en áður voru 5 klst. í mánuði greiddar með lægri taxta. 5. Á strandferðaskipunum var fyrir samningana 35%) yör- vinnunnar greidd með lægri taxta og 65%,, með þeim hærri. Nú verður aðeins 20% greitt með þeim lægri og 80%i yfir- vinnunnar með þeim hærri taxta. 6. Samkomulag varð um ald- urshækkanir í starfi skipverja þeirra sem verið hafa saman- lagt hjá sama útgerðarfélagi í 2,4 eða 6 ár og gildir það fyrir 'alla þá er Sjómannafélagið á samningsaðild fyrir, nema við- vaningur fær nokkra fnánaðar- kaupshæfckun. þegar hann hef- ur verið sem viðvaningur í eitt ár, og héldur áfram starfi sem slíkur. 7. Fæðispeningar hækkuðu úr kr. 50.00 á dag í kr. 60.00 8. Útgerðirnar gengust inn á að greiða fyrir hvem skráðan mann í styrktar- og sjúkrasjóð: Sjómannafélags Reykjavíkur. 9. Nokkrar yfirlýsingar voru gefnar af hálfu útgerðarmanna varðandi ýmis atriði er sjó- menn telja sér nokkurs virði, þótt aðeins ein þeirra sé um beina peningagreiðslu, ef um skaða á fötum er að ræða vegna sýrubruna o.fl. 10. Samið var nú í fyrsta sinni fyrir svokallaða vika- drengi á skipunum og stóðu að I þeim samningum auk Sjó- mannafélagsins, Farmanna- og fiskimannasambands Islands og: Sámþand matreiðslu- og framreiðsliimanna. 11. Samkomulag varð um milli Sjómannafélags Reykja- vikur. Farmanna- og fiski- mannasambands Islands og Sambands matreiðslu- og fram- reiðslumanna annarsvegar og útgerðarmanna hinsvegar um að vinna að og koma á kerf- isbundnu starfsmati til ákvörð- unar launahlutfalla á verzlun- arflotanum. 12. Samningamir gilda aðeána til 1. marz 1964 og eru upp- segjanlegir með eins mánaðar fyrirvara. Á samningstímabilinu er ætiunin að vinna að samning- unum í nýju formi á grund- veili þess frumvarps til samn- inga er Sjómannafélagið lagði fram áður en samningsviðræð- ur hófusL Sjómannafélag Reykjavikur“. SDÍ vekur athygli á gildandi reglum um slátrun búf jár Samband Dýravemdunarfé- lagalslands hefur beðið Þjóð- viljann að birta eftirfarandi: I hönd fer nú slátrun bú- fjár. Samband Dýravemdunarfé- laga Islands (SDl) leyfir sér því að vekja athygli á nokkr- um meginatriðum reglugerðar um slátrun búf ján Þegar búféi er slátrað skal þess gætt, að eitt 'dýrið horfi ekki á slátrun annarra og að þau dýr, sem til slátrunar eru leidd, sjái ekki þau, sem þeg- ar hefur verið slátrað. I hverju sláturhúsi skal vera sérstakur banaklefi. Eigi mega aðrir deyða bú- fé en fullveðja og samvizku- samir menn, sem kunna að fara með þau áihöld sem heim- ilt er að nota við deyðíngu. Börn innan 14 ára aldurs tíiega ekki vera viðstödd eða aðstoða við deyðingu búfjár t. d. hræra í blóði, blóðga o. s. frv. Ekkert dýr má deyða með hálssburði, mænustungu né hjartastungu, hvorki við heimaslátrun eða í sláturhúsi. Hross, nautgripi og svín skal deyða með skotvopni, sauðfé og geitfé annað hvort með skotvopni eða helgrímu. Að marggefnu tilefni skal vakin athygli á því að brynna þarf og gefa fóður þeim slát- urdýmm, sem geyma verður á sláturstað yfir nótt eða helgi. Vegna stórgripa, sem geyma þarf, er til þess mælzt, að í sláturhúsum, þar sem stórgripaslátrun fer fram, séu básar búnir jötu og brynningartækjum. Skeifan er heillat ákn heimilisins íiírriiíimiiiiiiji i n 11111 iiii umjíi iiii i itti 11 eii m n m WHli:.. SKEIFAN selur húsgögn á 700 fermetra gólffleti, frá flestum húsgagnaframleiðendum landsins og eigin verkstæðum. SKEIFAN býður yður hagstætt verð og hagstæða greiðsluskilmála. SKEIFAN 9 9 SÍMI 16975 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.