Þjóðviljinn - 18.09.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.09.1963, Blaðsíða 8
3 SfÐA HÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. september 19S3 Fáein minningarorð HERDIS MKOBSDÓTTIR Annan þessa mánaðar lézt í elliheimilinu Grund i Reykja- vfk merkiskonan Herdis Jak- obsdóttir, fyrrum formaður Sambands sunnlenzkra kvenna. Með fáum orðum vildi ég minnast þessarar mannkosta- konu nú við burtför hennar af þessum heimL Okkar kynni hófust í sam- starfi í S.S.K. og héldust jafn- an síðan. Það var lærdóms- rákt að sitja fundi undir stjórn Herdísar. Gáfur henn- ar voru fjölþættar, framfara- hugurinn svo sannur, trú hennar á mátt hins góða svo örugg, ást hennar á fegurð 'landsi tes svo hrein og djúp, að manni * hlýnaði um hjartaræt- ur. umsissus siatmmanrcmsoTL Fásí í Bókabúð Máls og menningar Lauga- vegi 18, Tjarnargötu 20 og afgreiðslu Þjóð- viljans. Hain barðist fyrir mörgum málum, heimilunum og sýsl- unni til ihagsbóta, og gladdist innilega, þegar eitthvað mjak- aðist í rétta átt af öllum þeim vaildíimálum sem hún bar fyrir brjósti. Hún þráði það mjög að korrur í héraðinu nytu hagnýtrar fræðslu. Hún reyndi með lipwrð og festu að sameiná aila góðá krafta til samstarfs oim stofnnn kvenna- skóla innan sambandssvæðis- ins, og sái draimmr hennar varð um síðir að veruleika. ^ Annað etoórt menningarmál fyllti hug'íhennar og þreyttist hún aldrei á að brýna konur til baráttu í þvi máli, en það var sjúkrai'iúsmáiið. Er mér ekki grunlanst um, að oft hafi sunnlenkka seinlætið í fram- vindu þessarti mála sært hinn ötula áhuga hennar á þvi að þessi naaiðsynlegu mál yrðu afgreidd fljótt og vei. En þeg- ar hún lét af störfum var skólamálið komið á- góðan rekspöl. Og fyrir burtför sína úr hedminum sá hún hilla undir það sjúkrahús í Ámessýslu sem hún barðist fyrir í mörg ár. Sunnlenzku heimilin eiga henni margt að þakka. Hún var óþreytandi að hvetja kon- ur til að rækta fegurð utan húss og innan. Dugnaður hennar vð útvegun hæfra kennara ár hvert til að senda félögunum á sambandssvæð- inu, kennara í handavinnu, matreiðslu og garðyrkju sem kenndu á námskeiðum er ram- bandið styrkti, var alveg sér- stakur, og gleði hennar yfir góðum árangri af þessu fræðslu- og menningarstarfi var sönn. Herdís unni af alhug öllum sönnum félagslegum umbót- um. Kvenfélagasamtökin voru henni hjartfólgin, því að hún unni framförum og fegrun heimilanna. Ungmennasam- tökin og Góðtemplarareglan áttu lika hug hennar, því að þar gat blómstrað fagurt mannlíf. Einnig var hún virk- ur þátttakandi í Menningar- og friðarsamtökum íslenzkra kvenna, og hemámsandstæð- ingur vár hún, þvi að hún unni íslandi og öllum börnum þess. 8. september hagstæður til svifflugs VÖNDUÐ FALLEG ODYR Sjgurjyórjónsson &co Jkfmnsbwti 4- > Herdís sagði eitt sinn við mig, er við ræddum um Barnahjálp Sanaeinuðu þjóð- anna og allar konur á sam- bandssvæðinu kepptust við að útbúa föt til hinna klæðlausu og sveltandi barna í stníðs- þjáðum löndum: „Við Islend- ingar verðum að sýna mátt okkar í kærleika og góðum verkum, en ekki með því að geyma stórt og fjölskrúðugt vopnabúr fyrir stórþjóðimar." Herdis Jakobsdóttir var fædd að Grímsstöðum við Mývatn 5. október 1875 og alin upp á Húsavík. Komin var hún í báða.r ættir af merku gáfu- fólki. Eftir að hún fluttist til Suðurlands dvaldist hún hjá Aðalbjörgu systur sinni og manni hennar Gisla Péturs- syni héraðslækni á Eyrar- bakka. Það var mjög kært með þeim systrum, báðar vom þær gæddar f jölþættum jnann- kostum og Herdís var sem önnur móðir barna læknis- hjónanna. Þegar straumur tímans hafði borið flest böm Aðal- bjargar burt frá Eyrarbakka og hún húin að missa mann sinn fyrir mörgum ámm, fluttu þær systur til Reykja- víkur til að njóta nærveru baraanna, sem þar voru bú- sett og þeim svo sérlega góð og umhyggjusöm til síðustu stundar. Og saman dvöldu þær systur Aðalbjörg og Her- dís í nokkur ár einar í sól- ríkri íbúð við Skúlagötu, elsk- aðar og virtar af börnum, skyldmennum og gömlum vin- um. Var-ánægjulegt að heim- sækja þær og heyra þær lýsa margra ára reynslu sinni af hjálpræði trúa’rinnar á hið göfuga og góða, og hinn sterka mátt sem leiðir börn jarðarinnar heil í höfn í gegn um allar raunir, ef trú- lega er'unnið. Ekki var langt milli þeirra systranna, því að frú Aðalbjörg lézt á síðast- liðnu ári. 1 lok þessána fáu minning- arorða færi ég þakkir mínar og margra þeirra félags- kvenna er nutu fræðslu og handleiðslu Herdísar í þeim menningarfélögum sem hún starfaði í mörg heillarík ár. Minningin geymist þó maður- inn hverfi. y Viktoría Halldórsdóttir, Stokkseyri. Sunnudaginn þann 8 þ. m. kl. 17,50 hóf Leifur Magnússon verkfræðingur flug frá Sand- skeiði í svifflugunni TF SAM. Var hún dregin með vindu í um 985 feta (300 metra) hæð ^og sleppt þar dráttartauginni. Eftir það hækkaði Leifur flug- ið í bylgjuuppstreymi allt upp í 5600 metra (18.368 fet) sam- kvæmt hæðarmæli flugunnar. Við endurmælingu sjálfritandi þrýstingsmælis og samanburð á loftþyngd og hita í þessari hæð samkvæmt niðurstöðum háloftastöðvar Veðurstofu Is- lands, reyndist hæð Leifs yf- ir sjávarmál hafa verið mest 18.275 fet (5.570 m.) og hækk- unin eftir að dráttartaug var sleppt því 16.720 fet (5.096 metrar). Svifflugnefnd Flug- málafélags íslands hefur stað- festt þeta sem nýtt íslandsmet í hæðaraukningu þar sem uppfyllt voru öll skilyrði Ferd- ération Aeronautique Inter- nationale. Ennfremur hefur nefndin staðfest flugið sem hæft fyrir ,.Demant“, er það því fyrsta „Demant“ flug sem staðfest er á íslandi. íslenzkt ílugmet Fyrra fslandsmet í hæðar- aukningu setti Þórhallur Fil- ippusson íramkvæmdastjóri,^ hinn 1. ágúst 1961, og nam hæðaraukning hans 15.514 fet- um (4.730 metrum). íslenzkt hæðarmet (absolut) í svifflugi 5.650 metra (18.532 fet) var sett af Helga Filipp- ussyni forstjóra hinn 2. okt. 1948. búast við því, að þetta met stæði lengi, bæði væru fslend- ingar byrjendur í þessari í- þrótt og eins hefði Svifflug- félagi Reykjavíkur bætzt, ný og betri tæki, sem auðvelduðu góðan árangiur. Fjöldi manns biði nú bara eftir góðum skil- yrðum til þess að hnekkja metinu. 8' september heilladagur W Þjóðviljinn átti stutt sam- tal við Leif Magnússon, eftir að þessi fréttatilkynning barst blaðinu. Ekki kvaðst Leifur Aðspurður kvað Leifur svif- flug ekki vera dýra íþrótt, það væri margfalt ódýrara en vél- flug, svo ekki væri minnzt á sport á borð við stangarveiði. Milli 30 og 40 manns kvað hann nú stunda bessa íþrótt, en um 150 hefðu tekið svif- flugpróf. Svo einkennilega vildi til, að fyrir nákvæmlega ári, eða 8. sept. i fyrra, náði Leifur mjög góðum áringri í svifflugi. Flaug hann þá frá Sandskeiði til Keflavíkur, og tók Silfur C, sem er ákveðið stig í menntun svifflugmanna, og gerir þá kröfu að flogið sé 50 km í beina línu. Kvaðst Leif- ur hafa pántað fluguna 8. s'ept. riæsta ár, og verður fróðlegt að sjá, hvort gæfan fylgir þá enn deginum. Humarafli á Akranesi AKRANESI 16/9 — Til ’Akra- ness bárust 752 tonn og 380 kg. af humar af 11 bátum sem hér hafa lagt upp í sumar, þar aí voru þrír með yfir 100 tonn hver. Hæstur var Ásbjöm AK með 106,810 kg., skipstjóri Guðni Sigurðsson. Annars skipt- ist aflinn þannig. Ásbjörn AK 106,810 kg. Fram AK 105,030 — Ásmundur AK 101,030 — Svanur AK 96,030 — Ól. Magnússon AK 90,390 — Bjami J<}h. AK 82,380 Sæfaxi AK 60,910 — Ásbjöm ÍS 53,400 — Hrefna EA 49,480 — Auk þessara lönduðu hér tveir bátar úr einum róðri hvor. Vertíðinni lauk 15. september. GMJ. Herflugvél var neydd til að lenda á Kúbu HAVANA 16/9 — Plugvél úr flugher Nicaragua var neydd til að lenda á Kúbu í síðustu viku. Hún flaug inn í loft- helgi Kúbu og var skotið á hana úr loftvarnabyssum þar til hún lenti. Flugmaðurinn, Teodoro Picado höfuðsmaður, skýrði frá því að hann hefði villzt inn yfir Kúbu í óveðri, en þvá er ekki trúað í Havana. Þar er því haldið fram að flugvélin hafi átt að flytja gagnbyltingarmönnum vopn. ®oðin Klapparstíg 26. 4 4 1 t t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.