Þjóðviljinn - 19.09.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 19.09.1963, Page 1
Fimmtudagur 19. september 1963 — 28. árgangur — 200. tölublað. r Æm \ Orðsending frá Kvenfélagi sósíalista Vegna brottflutnings Birnu Lárus- dóttur, fyrrverandi formanns Kven- félags sósíalista í Reykjavík, hefur verið ákveðið að halda henni kveðju- samsæti í Tjarnargötu 20 sunnudags- kvöldið 22. september n.k. kl. 8 e.h. Öllum vinum og félögum Birnu er heimil þátttaka í samsætinu meðan húsrúm leyfir. Þátttaka óskast tilkynnt á fimmtu- dag og föstudag í þessum símum, og jafnframt veittar nánari upplýsingar: 35501, 20679, 17808, 32274, 33586, 32455 og 13081. Aríðandi íundur \ Sósíalistafélagi Reykjavíkur Sósíalistafélag Reykja- víkur heldur almennan fund í kvöld kl. 8.30 í Tjarnargötu 20. . Til umræðu verður: 1. Þjóðviljinn, — fram- sögu hefur Kjartan Ólafsson. 2. Önnur mál.' Félagar eru beðnir að mæta Stundvíslega og sýna skírteini við inn- ganginn. Stjórnin. ■ ■■■■■■■>■•!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ *■■■■■■■■■■■! Stjórn Lyngs í Noregi að falla Hernaðarástand í Malasíu sjá síðu @ Verðlagsgrundvöllur landbúnaðarvara ákveðinn: AFURÐAVERÐ TIL BÆNDA 20% HÆRRA EN I FYRRA Þjóðviljanutn barst í gær þessi^ frcttatilkynning frá yfirnefnd 6- manna nefndarinnar: Sexmannanefnd, sem skipuð er fulltrúum framleiðenda og neyt- enda og hefur það hlut- verk að ákveða verð á landbúnaðarvörum, náði að þessu sinni ekki sam- komulagi um verðlags- grundvöll landbúnaðar- vara fyrir verðlagsárið 1963—’64. Af þeim sök- um vísuðu fulltrúar framleiðenda, á fundi 14. september s.l., mál- inu til yfirnefndar, en hún fellir fullnaðarúr- / skurð um ágreiningsat- riði nefndarhlutanna. í Framhald á 2. síðu. Álif sérfrœSinga AlþióSaflugmálasfofnunarinnar: Fyllsta öryggis gætt í hvívetna í sambandi við Reykjavíkurflugvöll Núverandj starfræksla flugvéla Loftleiða og Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli veitir farþegum fullnægjandi öryggi og skapar íbúum næsta nágrennis flugvallarins enga sérstaka hættu, er megin-niðurstaða skýrslu sem sérfræð- ingur frá Alþjóðaflugmálastofnuninni hefur sam- ið og byggt á athugunum sem gerðar voru hér á síðastliðnu vori. huganimar, sem skýrslan er byggð á, voru gerðar dagana 17, til 22. apríl á liðnu vori, og tók þátt í þeim ekki einungis Shephard, sem áður var getið, heldur og annar sérfrseðingur Skýrsluna samdi J. S. Shep- hard, sem er tæknisérfræðing- ur flugrekstrar- Qg flugslysa- rannsóknadeildar Alþjóðaflug- málastofnunarinnar (ICAO). At- frá IACO, B. Héllman sem er sérfróður um flugvallarmál. Þeir félagar kynntu sér ræki- lega starfsemi beggja íslenzku flugfélaganna á Reykjavíkurflug- velli og gerðu ýmiskonar at- huganir á samvinnu við flug- deildarstjóra og flugumsjónar- manna félaganna. Niðurstöður rannsóknarinnar urðu þær sem áður var 'drepið á, að félögin bæði höguðu starfrækslu sinni á flugvellinum samkv. ströng- ustu reglum er uppfylltu nauð- synlegustu öryggisskilyrði. Far- þegum væri á þann hátt veitt fullnægjandi öryggi, svo og i- búurn næsta nágrennis flugvall- arins. Það álit kvaðst Shep- hard einnig hafa fengið við at- huganir þessar, að bæði íslenzka flugmálastjórnin og ráðamenn beggja flugfélaganna gengju ríkt eftir því að tryggt væri að öll starfræksla flugvéla færi fram í samræmi við ströngustu ör- yggiskröfur. Skýrsla Shephards er lengri en svo að unnt sé að birta hana í þessari frétt, en í blaðinu á morgun verða nánar rakin helztu atriði hennar. Öhæfuverkið í A/abama Mörg eru þau níðingsverk ■ sem unnin hafa verið í Banda- j ríkjunum á varnarlausum j blökkumönnum sem ekkert • höfðu til saka unnið, en fá ■ hafa vakið meiri hrylling og ■ viðbjóð en sprengingin í j kirkjunni i Birmingham í j : Alabama á messutima á ■ » sunnudaginn var, en í henni ■ | létu Iífið f jórar litlar blökku- j ; stúlkur á aldrinum 11-14 ára j j sem hlýddu kennslu i sunnu- ■ j dagaskóla kirkjunnar. Þau ■ ■ reynast vængbrotin hin há- ■ ■ fleygu orð sem höfð eru um j j frelsis- og mannhelgishugsjón : : þeirrar þjóðar sem Iætur slík : ■ Iaunmorð viðgangast i landi ■ ■ sínu. — Myndin: Móöir einn- ■ j ar stúlkunnar kemur út úr j j hinni eyðilögöu kirkju yfir- j j buguð af sorg yfir að hafa j j fcngið að vita að dóttir henn- • 1 ar hefði farizt í sprengingunni. : Alþingi kvatt saman 10. október Forseti íslands hefur, að til- lögu forsætisráðherra, kvatt Alþingi til fundar fimmtu- daginn 10. október 1963. Fer þingsetning fram að lokinni guðsþjónustu, er hefst í dómkirkjunni kl. 13.30. (Frá forsætisráðuneytinu)’. Kvöldsölumálið til afgreiðslu í borgarstjórn á fundi í dag 1 dag klukkan 17.00 verður haldinn fundur í borgarstjóm Reykjavíkur í borgarstjómar- salnum að Skúlatúni 2. Meðal þeirra mála sem þá eru á dag- skrá eru frumvarpið að samþykkt um afgreiðslutíma verzlana í Reykjavík og tiliaga að samokmu- lagi um laun fastra borgarstarfs- manna. Fyrr talda málið hefur verið allmikið hitamál að und- anfömu og munu margir fylgjast með afgreiðslu þess af athygli en þetta er siðari umræða um málið og verður það því væntanlega afgreitt á fundinum í dag. Búið er að segja upp öllum kvöldsölu- leyfum frá 1. okt. n.k. að telja en ólíklegt er þó talið að hægt verði að koma hinu nýja skipu- lagi kvöldsölumálanna á fyrr en um næstu áramót. Borgarráð og lögreglumenn semja um kjör Um miðnætti síðastliðna nótt náðu samminganefndir borgar- ráðs annarsvegar og Uögreglu- félags Reykjavíkur hinsvegar samkomulagi um kaup og kjör lögreglumanna. Samningar þess- ir verða lagðir fyrir borgarráð og borgarstjórn á fundum þeirra í dag. Samninganefnd Lögreglu- félagsins hafði fullt umboð til að ganga frá samningum fyrir hiind lögreglumanna. Þjóðviljtnn mun siðar skýra nánar frá hinum nýju samning- um. Nú er haft eftir Lyndon B. Johnson: , Við eigum vini hvarvetnu' og jufnve! lika á íslandi Bandaríska upplýsingaþjónust- an segir* að því fari fjarri að Lyndon B. Johnson varaforseti hafi gleymt vinum sínum á ís- landi á einnar nætur flugi. Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær sendi þjónustan skeyti til Washington í fyrradag til að spyrjast fyrir um hvað varafor- setinn hefði eiginlega sagt við heimkomuna. í gærkvöld barst loks svarið og er nú haft fyrir satt að varaforsetinn hafi mun- að eftir fslandi: ,,Ferð mín tii Norðurlanda, Svíþjóðar, Noregs Finnlands, Danmerkur og Islands var mjög árangursrík“. Ham: minntist á hlýjar viðtökur og gestrisni sem honum og fjöl- skyldu hans hefði verið sýnd hvar sem þau komú. Honum fannst hann ,eiga vini hvar- vetna“. 1 I \ \ \ \ I \ I Níu bandarískir blaðamenn fylgdust með Lyndon B. John- son, varaforseta Bandaríkj- anna, m.a. þann nauma tíma sem hann dvaldist hérlendis. Það hefur nú komið í ljós að þeim var neitað um alla fyrir- greiðslu tíl þess að ná tali af forustumönnum Samtaka her- námsandstæðinga. en blaða- mennirnir töldu mótmæli sam- takanna eina atburð ferðar- innar sem hefði nokkurt raun- verulegt fréttagildi. Þetta kom í ljós í bann mund sem veizlu forsætisráð- herra var að ljúka á Hótei Borg á mánudagskvöld. Nokk- ur hópur af fólki hafði safn- azt saman fyrir utan Borgina: komu þá bandarískir blaða- Neituðu að greiða götu bandurísku blaðamunnunna! menn út, gengu fyrir menn og spurðu spurhinga um Sam- tök hernámsandstæðinga. — Kvörtuðu þeir sáran undan því að þeir hefðu óskað eftir því klukkan sex um daginn að fá samband við einhverja forustumenn samtakanna. en cnginn hefði fengizt til að greiða götu þeirra. Hefði ósk- um þeirra ýinist vcrið svarað með fullkomnu fálæti, eða þeim hefði verið tjáð að eng- in leið væri að ná f forustu- menn samtakanna; til að mynda ætti Jónas Árnason heima „í annarri borg“! Þócti blaðamönnunum þetta furóu- leg afstaða gestgjafa sinna. því mótmæli Samtaka her- námsandstæðinga væri eini at- burðurinn í gervallri ferðinni um Norðurlönd sem hetði raunvcrulegt fréttagildi óg myndi vekja athygli I Banda- ríkjunum. Blaðamennimir reyndu síð- an að bæta úr þessu með þvi að spyrja fólk spjörunum úr fyrir utan Hótel Borg, en í þeim hópi vom ýmsir her- námsandstæðingar og svöruðu spurningunum greiðlega. i i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.