Þjóðviljinn - 19.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.09.1963, Blaðsíða 3
í Fimmtudagur 19. september 1963 HðÐVILIINN SÍOA 3 Frá Birmingham í Alabama Myndiin er tekin í Birmingham í Alabama á sunnudaginn þegar verið er að bera út úr kirkjunni lík einnar blökkustúlknanna fjögurra sem fórust i sprengingunni. Þrjár þeirra voru lagðar til hinztu hvflu i gær (ein var jarðsett í fyrradag) og fylgdi gifurlegur mánnfjöldi þeim til grafar. Ný stjórnarkreppa í uppsiglingu í Noregi Nú talið nær víst að stjórn borgaraflokkanna fari frá OSLÓ 18/9 — Það er nú talið nær víst að samsteypu- stjórn borgaraflokkanna í Noregi sem mynduð var fyrir aðeins hálfum mánuði muni falla eftir atkvæðagreiðslu á Stórþinginu á föstudagskvöld. Þetta kom á daginn eftir að umræður hófust á þinginu í dag um stefnuskráryfir- lýsingu hinnar nýju stjórnar. Stjórn Verkamannaflokksins i undir forystu Einars Gerhardsen 1 sagði af sér eftir að meirihlati þingsins hafði samþykkt að lýsó vantrausti á þá ráðherra hennai sem afskipti höfðu haft af hinv svonefnda King’s Bay máli. Úi- slitum í þeirri atkvæðagreiðslu réðu tveir þingmenn Sósíalistíska alþýðuflokksins, en þeir lýstu þegar yfir að þeir myndu bera fram vantraust á hverja þá sam- steypustjóm borgaraflokkanna sem mynduð yrði. ! Yfirlýsing Verkamanna- flokksins Það hafði verið á huldu hvort Verkamannaflokkurinn myndi greiða slíkri vantrauststillögu at- kvæði og var helzt talið að hann myndi sitja hjá. Nú lítur hins vegar út fyrir að ekki þurfi til slíkrar atkvæðagreiðslu að koma lil að borgarastjórn Johns Lyng fari frá. Verkamannaflokkurinn hefpr lagt fram sína eigin yfirlýsingu um hver eigi að vera verkefni ríkisstjórnar í Noregi. Er hún allfrábrugðin stefnuyfirlýsingu ar, þótt þeir væru henni ekki að öllu leyti skmmála. Jákvæður eða neikvæður meirihluti / Það er þannig Ijóst að stefnu- skráryfirlýsing stjómarinnar mun aðeins fá 74 atkvæði, en yfirlýsing Verkamannaflokksins 76. Lyng forsætisráðherra sagði umræðunum i dag að stjórn ians myndi segja af sér hvort sem hún fengi „jákvæðan eða svonefndan neikvæðan“ meii hluta á móti sér og er það túlkað þannig að hann muni biðjast lausnar ef yfirlýsing stjórnarinnar fær ekki yfir helm- ing atkvæða, t en það má telj- ast vera útilókað. Métmælt mynd um ungfrú Keeler « C.AUPMANNAHÖFN 18/9 — Ians Hækkerúp dómsmálaráð- herra var í dag afhent skjal með allmörgum undirskriftum og var sar skorað á hann að banna töku stjómarinnar og foringi Sósíal- j kvikmyndar beirrar um líf ung- istíska alþýðuflokksins, Finn frú Christine Keeler sem nú er Gustavsen, sagði á þingi í dag ! verið að gera í Danmörku. Það að þingmenn flokksins myndu var fólk úr ..Siðvæðingunni" <em greiða henni atkvæði heiis hug- : gekkst fyrir mótmælunum. Ofsaleg heift í garð Breta í Djakarta * Lýst yfir hernaðarástamli í sambandsríkinu Malasíu DJAKARTA og KUALA LUMPUR 18/9 — Svo ofsaleg heift og hatur í garð Breta hefur gripið íbúa Djakarta, höfuðborgar Indónesíu, að lögreglan hefur ekki fengið við neitt ráðið. Brezka sendiráðið í borginni var ger- eyðilagt í dag og hvarvetna var ráðizt á brezkar eignir. Óeirðirnar stafa af stofnun hins nýja sambandsríkis, Malasíu, sem runnið er undan rifjum Breta, en í höfuð- borg sambandsríkisins, Kuala Lumpur, var í dag lýst yfir hemaðarástandi í ríkinu vegna óeirðanna í Djakarta. Þetta var þriðji dagurinn í röð sem gerður er aðsúgur að sendiráði Breta í Djakarta, en sendiherra þeirra þar er Andrew Gilchrist, áður brezkur sendi- herra á Islaedi. 1 þetta sinn ruddist múgur- inn inn í bygginguna og héldu honum engin bönd. Þegar inn var komið var farið hæð af haað. öllu lauslegu og innan- stokksimunum hent út um glugg- ana, en starfsfólki sendiráðsins smalað saman og það rekið í hnapp í einu homi garðsins um- hverfis húsið. ,,Drepið Bretana!" Bálköstur var hlaðinn úr bú- slóð sendiherrans og starfsmanna hans og kveikt í. Einnig var bor- inn eldur að niu bílum sendi- ráðsins. Tólf lögreglumenn, vopnaðir byssustingjum. komu á vettvang og slógu þeir hring um Gilchrist sendiherra og starfslið hans, en múgurinn lét ófriðlega, hafði í hótunum við sendiherrann og reyndi að kasta í hann grjóti. „Drepið Bretana", kvað við. Enginn BretS óhultur Um 1100 brezkir þegnar af evrópskum uppruna og 800 af öðrum kynstofnum eru búsettir í Djakarta og enginn þeirra var óhultur um líf og limi í óeirð- unum. Betur mun þó hafa farið en á horfðist, því að lögreglan ók á milli heimila Bretanna og tók þá undir sinn vemdarvæng. Hins vegar voru mörg heim- ilanna lögð í rúst, og kveikt í húsgögnum og bílum f brezkri eign. Það mátti heita að ekki stæði steinn yfir steini í helzta samkomustað Breta í borginni, hinum meira en aldar gamla cricket-klúbb í útjaðri borgar- innar. Það hefur þó ekki frétzt af því að nokkrir menn hafi hlot- ið teljandi áverka í öllum þess- um látum. Þegar leið á daginn dvínaði uppþotið.. Setulið hersins í borg- inni hafði fengið fyrirmæli um að koma aftur á röð og reglu og hindra ný uppþot. En um kvöldið bárust enn Klapparstíg 26. HBlJðl6€ÚS ðianRmasirauðím Fást í Bókabúð Máls og menningar Lauga- vegi 18, Tjarnargötu 20 og af^"°ið?lu Þjóð- viljans. fréttir af nýjum óeirðum í borg- inni. Samkvæmt þeim var haldið áfram að kveikja í bílum og gera usla á heimilum brezkra manna. Sprengidunur bárust frá úthverf- unum þar sem flestir Bretanna búa. Æskulýðssambtökin i Djakarta sem sögð eru vera undir stjóm kommúnista lýstu því yfir í gær um fréttastofuna Antara' að þau hefðu engan þátt átt í óspekt- unum. Hernaðarástand í Malasíu Aitburðimir í Djakarta hafá LONDON 18/9 — Fulltrúar 14 fiskveiðiþjóða, þ.á.m. íslend- inga, komu árdegis í dag sam- an á ráðstefnu í London til að fjalla um ráðstafanir til að koma veg fyrir ofveiði á fiskimiðum á noröaustanverðú Atlanzhafi. Auk íslands oiga þarna full- dregið þann dilk á eftir sér að forsætisráðherra hins nýstofnaða sambandsríkis Malasiu, Tungku Abdul Rahman, taldi sig til— neyddan í dag að lýsa yfir hem- aðarástandi í sambandsrfkinu. Kallaður var saman fundur í sambandsstjóminni í morgun og þar sagði Rahman forsætisráð- herra að Malasía neyddist til að gera ráðstafanir til að verjast beim hættum sem ríkinu stafaði frá Indónesíu og Filipseyjum. en hvomgt þessara nágrannaríkja hefur viljað viðurkenna Malasíu. Var samþykkt að setja sérstakt landvarnaráð á laggimar og hefur það þegar hafið undirbún- ing að því að kalla varalið hers- ins til vopna. Bretar lofa stuðningi Brezki samveldisráðherrann Duncan Sand.ys, sem staddur er í Kuala Lumpur hét stjóm Mal- asíu því í dag að Bretar myndu veita henni alla nauðsynlega hernaðaraðstoð. t/'úa Bretland, Sovétríkin, Pól- land. Vestur-Þýzkaland, Belgía, Danmörk, Frakkland, frland, Holland, Portúgal, Spánn, Sví- þjóð og Noregur. Öll þessi ríki hafa undirritað sáttmálann um fiskveiðar á Norðaustur-Atlanzhafi sem gekk í gildi í júní sl. Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund þriðjudaginn 24. þ.m. kl. 20.30 í Iðnó. Fundarefni: 1. Tillögur um nýja kjarasamninga. 2. Lokunartími verzlana. 3. Lífeyrissjóður verzlunarmanna. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. STJÓRN V. R. Crensásprestakul/ Safnaðarfundur í hinu nýstofnaða Grensásprestakalli verður haldinn í Golfskálanum sunnud. 22. sept. og hefst kl. 4 e.h. stundvíslega. Fundarefni: Kosning sáknarmefndar og safnaðarfull- trúa. DÓMPRÓFASTUR. Asprestakull Safnaðarfundur i hinu nýstofnaða Ásprestakalli verður haldinn í kvikmyndasal Hrafnistu í D.A.S. sunnudag 22. sept oc hefst kl 1,30 stundvíslega Fundarefni: Kosning sóknarnefndar og safnaðarfull- trúa. DÓMPRÓFASTUR. Ráðstefna í London Verndun fískstofna t Noriur-A tlanzhafí i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.