Þjóðviljinn - 19.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.09.1963, Blaðsíða 4
4 BlÐA ÞÍÓÐVIUINN Ctgefandi; Sameiningarfloklcur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.h TSigurður Guömundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðáa: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80,00 á mánuði. Farmenn Qk'ammsýn og skilningslaus er sú afstaða skipa- ^ félaganna að ganga ekki verulega til móts við hinar hóflegu kröfur farmanna um mánaðarkaup- ið, sem fluttar voru eftir að yfirgnæfandi meiri- hluti skipverja hafði fellt samkomulag sem samn- inganefnd og stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hafði fallizt á, og virðist hafa falið í sér lítið ann- að en 7,5% hækkun á mánaðarkaupi. Hásetastör'f á kaupskipaflotanum íslenzka þykja ekki orðið svo eftirsóknarverð, að auðvelt sé að manna flot- ann hæfum sjómönnum; sá vandi hefði áreiðan- lega orðið auðleystari ef skipafélögin hefðu sam- þykkt að fara með mánaðarkaupið upp undir þær. kröfur er sjómenn gerðu. Og farmennirnir hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa samn- ingsgerð, enda þótt farmannafundurinn á mánu- daginn samþykkti þá sem bráðabirgðaframleng- ingu til nokkurra mánaða. Aðvörunin sem fóls't í hinni fyrri atkvæðagreiðslu sjómanna ættu bæði stjórnendur skipafélaganna og stjórn Sjómanna- 'félags Reykjavíkur þó að leggja sér á minni. Eng- in líkindi eru íil þess að farmenn láti bjóða sér» til frambúðar þau kjör sem þeir nú hafa. n tii i fn I^að skal rifjað upp að kröfurnar sem samninga- * nefnd Sj.ómannafélags Reykjavíkur gerði um hækkun á mánaðarkaupinu eftir að fyrra sam- komulagið var fellt, voru þær að mánaðarkaup fullgilds háseta á þrískiptri vakt með 8V2 klst. vinnu á sólarhring að meðaltali, yrði 8512,00 kr., og að mánaðarkaup fullgilds háseta á tvískiptri vakt, 12 klst. á sólarhring í sjó, yrði 11.312,00 kr., þar af vaktatillegg 2500,00. Varla mun sá maður til að hann telji sjómennina á kaupskipaflotanum ofhaldna af þessu mánaðarkaupi, og mætti þá hafa í huga auk annarrar sérsíöðu sjómennsk- unnar, að ætlazt er til að menn hafi siglt sem við- vaningar á miklu lægra kaupi í 12 mánuði til þess að' geta fengið, kaup fullgilds háseta. Sjálf samninganefndin hafði lagt á það þunga á- herzlu að aðalatriði samninganna væri einmitt þefta, að fá verulega hækkun á sjálfu mánaðar- kaupinu, og það miðað við skikkanlegan vinnu- dag. Sjál'f samninganefndin hafnaði algerlega á- róðri skipafélaganna um að hægt væri og'rétt að miða sjómannakjörin við yfirvinnu, sem væri ó- hæfilega mikil á sumum skipum en á öðrum lítil sem engin. Frá aðalkröfum sjómanna um hækkun rhánaðarkaupsins var hins vegar hörfað, svo í nýju samningunum er starf fullgilds háseta enn met- ið til jafns við störf aðalátappara Áfengisverzlun- ar ríkisins, dyraverði Þjóðleikhússins, innheimtu- menn ríkisins og næturverði í landi, svo nokkuð sé nefnt. Það er ekki sæmilegt og ekki skynsam- liegt sé að skammta sjómönnum „hækkanir" upp í slíkt mánaðarkaup mitt í þeirri verðbólguskriðu sem ríkisstjórnin, flokksbræður Sjómannafélags- stjórnarinnar, eru að magna gegn alþýðu á þessu hausti. Slíkt hlýtur að hefna sín. — s. Fimmtudagur 19. september 1963 •¦¦¦ •'• U Áfvopnun og nýlendumál á dagskrá Allsherjarþings S. i Afvopnunarmálin og afnám nýlenduskipulagsins eru mikil- væg atriði á dagskrá, Allsherj- arþingsins. sem hófst í New York i fyrradag, 17. septem- ber. Á dagskránni eru merki- lega fá umræðuefni. aðeins 78 talsins, en venjulega hafa þau verið kringum 100. Þetta er í fyrsta sinn í sögu samtakanna, sem ekkert aðildarrikjanna hefur fært sér í nyt réttinn til að koma með uppástungur Fiskiráðstefna Breta hefst 3. desember LONDON 17/9 — Reuters- fréttastofan hafði í dag eftir áreiðanlegum heimild- um að fiskiráðstefna sú sem brezka stjórnin hefur boðað til eigi að hef jast í London 3. september ri.k. Það var í april sl. sem brezka sijórnin stakk upp á því að slík ráðstefna yrði haldin og yrði þar fjallað um fSskveiðax á Norður- Atlanzhafi. um ný - umræðuefni í síðasta lagi mánuði fyrir þingið. Þetta Allsherjarþing hefst í anda bjartsýninnar. Ú Þant framkvæmdastjóri segir í árs- skýrslu sinni, að undirritun sáttmálans um takmarkað bann við tilraunum með kjarnavopn hefði gefið ver- öldinni nýja von. Hann bend- is samt einnig á ýmis neikvæð atriði. Efnahagsástand sam- takanna er með þeim hætti, að þau munu. í náinni fram- tíð neyðast til að starfa með miklum reksturshalla, og skap-<j, ast af því sífelldar áhyggjur. . Um fiárfr*amlög til þróuhar- áratugsins svonefnda segir Ú Þant, að einungis eitt eða tvö iðnaðarlandanna hafi hingað til lagt fram helmiriginn af þeim eina hundraðshluta stöð- ugt vaxandi þ.ióðartekna. sem þau hafi verið hvött til að leggja fram til að hjálpa þró- unarlöndunum. Meðal þeirra atriða á dag- skrá þingsins, sem snerta af- vopnun, vekur eitt mesta at- hygli „Spurningin um algera og almenna afvopnun" Það vekur ekki sízt athygli ve.gna þess að nú. hefur loks náðst samkomu- lag um stöðvun á tilraunum' með kjarnavopn í andrúms- loftinu, geimnum og neðan- s.iávar, og auk þess er nú kom- ið beint samband milli Wash- ington og Moskvu. Með þessu hafa verið stigin mikilvæg skref, segir Ú Þant, til að skapa aðstæður. sem orðið gætu skilyrði nýs árangurs á sviði afvopnunar. í sambandi við ofangreint dagskráratriði mun Allsherjarþingið fjalla um skýrslu varðandi störf af- vopnunarnefndarinnar í Genf Annað atriði á dagskránni, sem snertir sama mál, er spurningin um að kveðja sam- an ráðstefnu, sem hafi (að markmiði að fá undirritaðan sáttmála um bann við notk- un kjarnavopna. 62 ríki hafa svarað fyrirspurnum fram- kvæmdastjórans um möguleik- ann á slíkri ráðstefnu. 31 ríki var meðmælt henni, 26 voru andvíg henni, og þrjú ríki vildu bíða eftir niðurstöðum umræðnanna í Genf. Þá má nefna atriði um belti án kjamavopna í Suður-Ame- riku, sem Brasilía hefúr beð- ið um að tekið verði til um- ræðu. Þetta ríki hefur ásamt Framhald á 8. síðu Klofmngstilraun Kínamanna I Belgíu Hvergi í Vestur-Evrópn hef- ur ágreiningurinn milli Sovét- ríkjanna og Kína gert veru- legan usla í röðum kommún- ista — nema í Belgíu. Er nú svo komið að hópur manna úr kommúnistaflokknum þar hef- ur tekið sig saman og telja sig vera hinn eina sanna kommúnistaflokk. Varð fyrsta verk þessara samtaka að senda sendinefndir til Pek- ing og Tirana í Albaníu. Andspyrnuforingi leiðtoginn Nýi sæsímastrengurinn auð veldar flug yfir Atlanzhaf Foringi uppreisnarmannanria heitir Jacques Grippa og hefur til skamms tíma verið meðlím- ur miðstjórnar Komnjúnista- flokksins. Hann var einn áf aðalleiðtogum andspyrnuhreyf- ingarinnar gegn nazistum og sat um skeið í fangabúðunum í Buchenwald. Þegar £ árs- -^ byrjun 1962 tók hann að gagn- rýna leiðtoga Sovétríkjanna f yrir endurskoðunarstefnu og fékk að verja þau sjónarmið sín í blaði flokksins, Draþeáu Rouge. Skömmu síðar voru þó skoðanir hans fordæmdar af miðstjórninni og eltis, a^ Kúbudeilan var afstaðin var honum vikið úr flokksforyst- unni. MONTREAL. Rúmlega 2400 sjómilna langur, brynjaður sæsímastrengur var nýlega tekinn í notkun til að auðvelda flugiá yfir Norður-Atlanzhafið. Hann var lagður að tilhlutan 17 ríkja. meðal þeirra Dan- merkur, íslands, Noregs og Svíþjóðar, og eru öll ríkin að- ilar að Alb.ióðaflugmálastofn- uninni, ICAO. Danskt fyrir- tæki tók þátt í að búa til sæ- símastrenginn og leggja hann. Strengurinn er í rauninni í tveim hlutum. Annar liggur frá Bretlandi til fslands, og hinn milli íslands og Kanada. Kona forstjóri upplýsingaskrif- stof u S.Þ. f fyrsta sinn í sögu Sám- einuðu þjóðanna hefur kona verið skipuð í embætti for- stjóra upplýsingaskrifstofu samtakanna. 'Það er frú Ma Than E. Fend frá Burma sem gerð hefur verið að forstjóra upplýsingaskrifstofunnar í Alsír sem nýlega var sett á stofn. Þá hafa Sameinuðu b.ióðirnar. alls 45 nÐnlýsinga- skrifstcffur um allan heim. Fimm þeirra hafa norræna forstjóra. Svíarnir Sixten Heppling, Jan-Gunnar Lind- ström og Sture Linnér eru1 forstjórar upplýsingaskrifstof- anna í Kabul, Lundúnum og Aþenu. fslendingurinn fvar Guðmundsson' stjórnar upplýs- ingaskrifstofunni í Karachi og Norðmaðurinn Dik Lehnkuhl skrifstofunni í Bagdad. Upn- lýsingaskrifstofa Sameinuðu þlóðanna fyrir Norðurlönd er í Kaupmannahöfn, forstjóri hennar er Hugh Wílliams frá Nýja Sjálandl. Hann liggur frá Skotlandi um fsland og Grænland tiL Ný- fundnalands. Hann var lagður samkvæmt ályktun, sem gerð var á ráðstefnu ICAO í París 1959. Þar komust menn að þeirri niðurstöðu, að augljós- asta og brýnasta þörfin á end- urbótum í flugsamgöngum væri á Norður-Atlanzhafs- svæðinu. Sambandið milli flugeftir- litsstöðvanna á þessu svæði hefur truflazt af ótölulegum útvarpsbilunum, vegna þess að •útvarpssendingar og loftskeyti verða fyrir áhrifum frá norð- urljósunum. Þetta hefur ekki aðeiris haft í för með sér mikla erfiðleika fyrir flugeft- irlitið, heldur hefur það einn- ig leitt af sér óþarfa tafir fyr- ir farþega og aukaútgjöld fyr- ir flugfélögin. Hinn nýi sæsímastrengur gerir flugeftirlitinu í Gander, Reykjavík og Prestwick — sem hefur sam'eiginlega um- 'sjón með öllu flugi yfir Norð- ur-Atlanzhafi — kleift að vera í stöðugu sambandi innbyrðis, eins og starfsmennimir sætu hlið við hlið við sama borð. f sæsímastrengnum er ein lína fyrir talsamband og fjór- ar fyrir fjarrita. Verkið var unnið af Store Nordiske Tele- graf-Selskab í samvinnu við eitt kanadískt fyrirtæki.. „Aukaþing" Grippa og nokkrir félagar hans boðuðu þá til ,.auka- þings" í Brussel. Á þvi þingi var kosin flokksstjóm fyrir minnihlutaf lokkinn og , var Grippa að sjálfsögðu í braddi fylkingar. Fyrsta verk „upp- reisnarflokksins" var að senda; nefndir til Peking og Tirana og var Grippa' sjálfur fyrir þeirri nefnd sem fór til Alb- aníu. Sendinefndunum , var tekið með pomp og pragt á báðum stöðunum, en í opnu bréfi til ráðamanna í Pekirig gagnrýna Sovétríkin kínvérsku 'commúnistana fyrir að styðja klofningsstarfsemi Grfppa og; félaga hans. Skrífstofustúlka óskasí á Rannsóknastofu Fiskifélags íslands. Góð vélriTunar- og enskukunnátta nauðsynleg og einnig æskileg nokkur þekking á bókhaldi/ Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Upplýsingar gefnar á Rannsóknastofu Fiskifélags íslands, Skúla- götu 4, í dag og næstu daga, sími 20 240. Framtíðarstarf Starf aðstoðarmanns eða aðstoðarstúlku er laust hjá Rannsókna- stöfu Fiskifélags íslands. Nokkur efnafræðiþekking æskileg.j Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. \; Upplýsingar gefnar á Rannsóknastofu Fiskifélags íslands, Skúla- götu 4, í dag og næstu daga, sími 20 240.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.