Þjóðviljinn - 19.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.09.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. september 1963 HÓÐVIUINN SlDA 7 BerlÍBier Ensemble sneinui þátttaka í alþjöðlegri leiklistarráistefnu Eftir kröfu frá vestur- þýzku stjórninni ncitaði brezka innanrikisráðuneyt- ift meðlimum hins heims- fræga leikflokks Berliner Ensamble um vegabréfs- áritun til þess að taka þátt i alþjóðlegri leiklistarráð- stefnu á Edinborgarhátíð- inni. En svo er mál með vexti. að í Elzholzstrasse í Schöneberg í Vestur-Berlín er til „íerða- skrifstofa": ..Allied Travel Board" Hún var stpfnuð af Bandamönnum í striðslok og hafði þá því hlutverki að gegna að veita þeim fáu Þjóðverjum, sem fóru til útlanda á þessum tíma, vegabréf, þar, sem ekkert þýzkt ríki var til. 1 14 ár hefur tvö ríki verið að finna á þýzkri grund. 15 ár eru liðin frá þvi að vesturveldin brutu f jórvelda- sáttmálann um Berlfn. Samt telur þessi ferðaskrifstofa sig hafa umboð til að geía út vega- bréf fyrir alla Austur-Þjóðverja, sem fara til vesturlanda. Slíkt umboð telur hún sig hafa með fulltingi Bandaríkjanna og á síðari tímum vegna sívaxandi þrýstings frá v-þýzku stjórn- inni, sem berst sí og æ „heilögu stríði gegn kommúnismanum". Engin slík skrifstofa telur sig haía rctt til að gefa út vega- bréf fyrir Vestur-Þjóðverja, þótt friðarsamningur við V- Þýzkaland hafi ekki frekar ver- ið undirritaður en við A-Þýzka- land. Þessi skrifstofa er ein af eft- irstöðvum 2. heimsstyrjaldar- innar og notuð til afskipta af innanríkismálum A-Þýzkalands. V-Þýzkaland hefur lagt sig mjög fram innan NATO-ríki- anna til að fá þau til að taka ekki gild a-þýzk vegabréf. held- ur aðeins þau, sem þessi skrif- stofa í V-Berlín gefur út fyrir A-Þjóðverja. Þannig hafa Dan- mörk, Noregur. Holland, Belgfa. Italía oil. beygt sig undir þá kröfu, að aðeins vegabréf útgef- BERtlNAR- BRÉF in af „Alliiertes Travel Board- Búro", sem þau eiga þó engan fulltrúa í, skuli gilda fyrir a- þýzka borgara. i Að vísu hélt Island sig utan við þennan þátt kalda stríðsins. V-þýzka sendiráðið mun hafa kvartað mikið yfir því, að Is- lendingar veittu A-Þjóðverjum vegabréfsáritun í a-þýzk vega- bréf rétt eins og í þau v-þýzku. ----------------------------------------------------------------------1------------,------------------¦-<& Sm jör í stai smjöriíkis vandamál þróunarlandanna Hægt er að draga úr of- framleiðslu á. mjólkurafurðuin með því að, auka smjörncyzl- una. Það verður aftur á móti á kostnað smjörlíkis, og þann- ig er vandamáli offramleiðsl- unnar í rauninni velt yfir á þá sem framleiða smjörlíki og hráefni tll þess,. en það eru fyrst og fremst þróunarlöndin, segir í umsögn frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Smein- uðu þjóðanna, FAO. í tíu Evrópulöndum þ.á.m. Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, jókst smjörneyzl- an aðeins um eitt kg. á mann. á tímabilinu frá því fyrir stríð til 1960—'61 þ.e.a.s. úr 7,3 upp í 8,3 kg„ segir í grein- inni sem birtist í 5úlí/ágúst- , hefti hagtíðinda FAO um land- 'búnað. Smjörlíkisneyzlan 'jókst hins vegar um næstum helm- ing frá því fyrir stríð í um- ræddum tíu löndum, eða úr 4,9 upp í 9.1 kg. f greininni segir, að ein- ungis hluti af því smjöri og því smjörlíki, sem fari á markaðinn, sé í beinni gagn- kvæmri samkeppni. Að lang- mestu leyti hafi báðar þessar vörur óháðan markað, enda geti þær ekki fyllilega komið í stað hvor annarrar. Sam- keppnin er hörðust, þegar um það er að ræða p.ð velja við- bit ofan á brauð, og þó eink- um þar sem breytingar á tekí- um og verðlagi hafa áhrif á Framhald á 8. sfðu. Um tíma var tekið tillit til kvartana V-Þjóðverja og engin vegabréfsáritun veitt í a-þýzku vegabréfin, en ferða- og íþrótta- mönnum veitt landvistarleyfi engu að síður, þ.e. þeim voru veitt í reynd viss forréttindi um skeið. En Bonnstjórnin á kalda- stríðs-vin þar sem NATO-krat- inn Guðmundur 1. er, og bann- aði hann fyrir rúmu ári að við- urkenna a-þýzk vegabréf á ís- landi (öðruni en verzlunarfull- trúum). Þó vantar ekki, að Is- land hafi viðurkennt A-Þýzka- land í reynd. Það sajina öll verzlunarviðskiptin milli land- anna, formleg landskeppni miili ríkjanna og efnahagsaðstoð 'sú. sem Islendingar fengu í sam- bandi við lán til skipakaupa í A-Þýzkalandi. Að sjálfsögðu yiðurkennir a- þýzka stjórnin ek'ki, að einhver skrifstofa í V-Berlín skuli á- kveða það, hvort A-Þjóðverjar skuli fá vegabréf eða ekki. Þetía ástand hefur að mörgu leyti slæm áhrif fyrir A-Þýzka- land, sem getur ekkl í reynd gefið út vegabréf fyrir ferða- og íþróttahóþa sína og virkar það þannig að A-Þjóðverjum er nær ógjörnmgur að ferðast til margra V-Evrópulanda eða Ameríku. Fyrir ves|urlönd hef- ur þetta ástand eftirstöðva stríðsins líka kátlegar hliðar. Hvað eftir annað hefur a-þýzk- um íþrótta-i vísinda-* lista- og ferðamönnum verið meinað <xm dvalarleyfi í þessum löndum til keppni, listsýninga, vísindaráð- stefna o.s.frv. Það hefur einnig orðið til þess að mörg keppnin hefur farið út um þúfur og kröfur (t.d. Olympíunefndarinn- ar) hafa komið upp, að þessi mót skuli aðeins haldin í þeim löndum. sem leyfa öllum ríkj- um þátttöku. Sem ástæða fyrir neitun um „Das kleine Mahagonny" i sviðsetningu Berliner Enscmblc. Sviðsmynd með (frá vinstri) Manfred Karge, Hilmar Thatc, Giinter Neumann og Ekkehard Schall. vegabréfsáritun er sú nú venju- lega gefin, að a-þýzka stjórnin hafi styrkt landamæri sín með byggingu múrsins. Aður en múrinn kom ttl sögunnar voru einhverjar aðrar ástæður pefn- ar. Ástæðan fyrir neitun er samt sú, að viss öfl innan NATO berjast af öllum kröftum fyrir því að viðurkenna' ekki það sem er þó staðreyndin blá- köld. Og nú síðast var meðlimum Berliner Ensemble neitað am vegabréfsáritun af brezka inn- anríkisráðuneytiny. Þar . með var girt fyrir að frægasti Ieik- flokkur heims fengi að taka þátt i alþjóðlegri leiklistarráð- stefnu, sem haldin var á Edin- borgarhátíðinni. Hinir 2000 þátttakendur ráðstefnunnar samþykktu kröftug mótmæli gegn þessari samþykkt brezka innanríkisráðuneytisins. A ráðstefnunni var lesið bréf frá Helenu ' Weigel, stjórnanda Berliner Ensemble, þar scm hún kom með þá tillögu, sem vakti mikinn fögnuð áheyrenda, að halda þegar á næsta ári slíka ráðstefnu í A-Þýzkalandi. í Berliner Ensemble við Bert- olt-Brechttorg. — Gág. i ......—¦-»¦¦—¦ -^ — ¦ ¦¦..............-"¦ ...........¦ TVO Þ Eftir Heinz Czechowski: Heinz Czechowski, höfundur þessara ljóða, er ungt skáld austurþýzkt. Hann er sonur embættismanns i Dresden og fæddur þar árið 1935. Hann lærði fagteikningu, en lagði þó ekki stund á það starf, heldur hóf hann nám 1 Rithöf- undaskólanum i Leipzig árið 1958 og lauk þaðan prófi 1961. Síðan hefur hann starfað sem dósent í bókmenntum, og meðal annars, sem birzt hefur frá hendi hans, er ljóðasafn það, sem þessi kvæði eru þýdd úr: Naohmittag eines Liebespaares (Síðdegi tveggja elskenda); en sú ljóða- bók hefur hlotið svo góðar viðtökur að hún er nú að koma út öðru sinni, nokkrum mánuðum eftir fyrstu útgáfu. Þau tvö kvæði, sem hér birtast, gefa því miður ófullkomna hugmynd um f jölbreytni hennar. Rithöfundaskóli sá í Leipzig, er að ofan getur, og kenndur er við Jóhannes R. Becher (stofnaður 1955), er merk stofnun, sem ekki á marga sína líka, og hefur þegar verið unnið þar brautryðjendastarf, sem víða fer orð af. — (Þýðandi). / Teresuborg í t Tékkóslóvakíu Ó land, milli fjalls og lagar ein blóraabreiða á vori: Blindur hlyti að ganga sá sonur Þýzkalands, til móts við ilm þinna skóga og mýkt þíns elfarsands, sem mætti ,ei kvölinni' er þjóð vor olli í hverju spori. Hvar sem vér fórum, fór hauskúpan fyrir oss: Með hryllingi skráir sagan nafn þitt, Terezin, ¦— eins þótt vér leggjum blóm á kuml og kross og klökknum við harm þeirra mæðra, er girétu hér börnin sín. Voríð 1958 Það er apríl. f aldingörðum brumandi vor. Mannshöndin veifár atómsprengjunni, refsivendi Guðs. Skiptir nokkru, hvort þú skrifar Ijóð þitt til enda? Granninn tottar sinn vindil; yfir garðahvérfinu sveima ský. Þegar barnabörnin okkar fara að !esa um þessa tíma í mannkynssögunni sinni, munu þau spyrja: Hvað er stríð? Nema þau komi þá aldrei í heiminn. Áhyggjulaust augnaráð, sem fylgist með fari skýja, kann að breytast í annað: sem skimar eftir sprengjuþotum. Plugritið- gegn forsprökkum stríðsins gengur þá fyrir mansöngnum. Kvöldganga er unaðsleg áhyggjulausum. Hmhöfgi boðar sumarkomu: Akasíur að blómgast. Kvöldgolan full fyrirheita. En dagblaðið í vasa þínum hefur viðrað nokkuð: Þeir, sem gerðu föður þinn út til morða (hann féll við Sjarkov), eru aftur komnir á stúfana, aldrei stæltari en nú. Kvöldgolan (full fyrirheita) kynni að vera geislavirk, Elskendur leggja leð ura engidalinn: Þeir vita þó um börnin, sem eru að fæðast vansköpuð? Og samt leggja elskendur leið u'm engidalinn. Og andspænis flugskeytum á vesturþýzkri grund er heimurinn fullur af friðarvonum. — En friðarhorfur munu aðeins aukast í þeim mæli sem áhyggjulausum kvöldum vorum fækkar, Hve unaðsleg væri þó kvöldgangan éhyggjulausum. ÞORSTEINN VALDIMARSSON íslenzkaði- !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.