Þjóðviljinn - 19.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.09.1963, Blaðsíða 10
|0 SlÐA WÖÐVILIINN Fimmtiudagur 19. september 1963 er eiginlega þetta: Ranglæti sem Btadið hefur svo lengi að ekki er hægt að leiðrétta ^það nema með mikilli íyrirhöfn, ætti að standa áfram óbreytt. — Neii alis ekki! Það er alls ekki rétt Þegar ég segist vera andvigur þessari löggjöf, þá á ég við það að ég lít ekki á hana sem rétta aðferð til að leiðrétta misrétti. Hún gerir ekki annað en undirstrika það, eins og sjá má af afleiðingunum, skilurðu það ekki. Heyrðu mig, Tom — þú veizt það eins vél og ég að hug- sjónamaður án meginstefnu er hættuleg persóna. Hver einasti taugasjúklingur getur séð eitt- hvað sem honum féllur ekki í geð, jafnvel þótt það sé í fjögur þúsund mílna fjarlægð og hann viti ekkert um raunverulegar or- sakir þess. og sagt: — Þetta er ranglæti! Breytið þessu fyrir klukkan þrjú á morgun! — Persónulega var ég syo sem ekkert hrifinn af því hvernig Californía fór að ráði sínu við japanska íbúa sína fyrst eftir Pearl Harbor. Þú ' manst eftir , því? En ég hafði þó að minnsta kosti vit til að játa að kannski bjó þarna eitthvað á bakvið sem ég skildi ekki. Kannski höfðu þeir sinar góðu og gildu ástæður, eem hefðu réttlætt það að fleygja hverjum einasta manni af jap- Snskum uppruna í fangabúðir- Hver veit um það? En bessir sðmu íbúar Californíu hika nú ekki við að kasta steinum að okkur! — Ranglæti, hafði Tom sagt og fann sjálfur hve máttleysislega það lét í eyrum, er ranglæti. hvort sem það er réttlætanlegt eða ekki. Allir glæpir eiga sínar orsakir. Það er hægt að fara út £ hlægilegar öfgar í því sam- bandi og sanna að hver einasti morðingi og hver smáþjófur og hver einasti einræðisherra í heimi, gerir það sem hann gerir af góðum og gildum persónuleg- um ástæðúm. Hitler hefði áreið- anlega getað gefið þér mjög frambærilegar ástæður fyrir því að hann lét brenna mill.iónir gyðinga, að bað hefði verið nauð- Hárgreiðslon Rárgreiðslu og snyrtlstofa STEINU og ÐÓDÓ Laugavegi 18 III. h. flyíta) SÍMI 84616. P E R M A Garðsenda 31. SlMI 33968. Hárgreiðsln- og snyrtistofa. Döirrar'. Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- \ megin. — SlMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA ATJSTTJRBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Langavegi 13 — SlMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. •— synlegt fjárhagslegri og siðferði- legri heilsu Þýzkalands. Maður sem nauðgaði konunni sinni, gæti sjálfsagt fært fram mikilvægar sálfræðilegar varnir fyrir því. Og kannski gæti ég ekki ásakað hann — ien ég gæti þó að minnsta kosti komið í veg fyrir að hann gerði það aftur! — Er þetta ekki dálítið lang- sótt, vinur sæll? — Það held ég ekki. Það eru orsakir til þess að við fluttum svertingjana hingað sem þræla í upphafi og það eru orsakir til þess ástands sem nú ríkir. En það er siðferðilega rangt samt sem áður. Og það sem er sið- f erðilega rangt, verður undir eins að lagfæra, hverjar svo sem af- leiðingarnar kunna að verða. — Það er þetta — undir eins — sagði Wolfe. sem vandræðun- um veldur. Sumu er bókstaflega ekki hægt að breyta undir eins. Þetta astand sem nú ríkir varð svona á svipstundu; það tók yfir hundrað ár að verða svona. Það er auðvélt að koma í veg fyrir að maður jiauðgi konunni þinni. En ef þú þyrftir að koma í veg fyrir að hann hataði hana? Hvað myndirðu þá gera? Auk þess ferðu enn í kringum aðalatriði málsins. Sem er þetta: ranglætið er hægt að leiðrétta, það er ver- ið að leiðrétta það, það mun verða leiðrétt ___ ef þeir láta okkur aðeins í friði. Þetta er allt saman betra en það var fyrir fimm árum. Eftir önnur fimm ár verður það enn betra, eða hefði að minnsta kosti orðið það. For- dómarnir minnka með. hverri kynslóð, Tom. Við hlæjum ekki lengur að vanskapningum í sirk- us. Hvers vegna? Vegna þess að við erum lífsreyndari en feður okkar voru; við vitum að van- sköpun á sér sínar lífeðlisfræði- legu skýringar. Hið sama gildir um þetta. Aður höfðum við grundvallarþörf fyrir aðskilnað- arstefnuna, byggja á fjárhags- ástæðum og fordómum; nú er þessu öðru vísi farið. Hleypidóm- ar eru óeðlilegir og það gefur auga leið — — Trúirðu þessu? hafði Tom spurt. — Trúi hverju? — Að hleypidómar séu óeðli- legir? Jim hafði risið á fætur og gengið að skápnum,'þar sem hi-fi- tækin voru geymd. — Nú. hver' einasti upplýstur maður — hafði hann byrjað. — Hvað þá um gyðingana? Og kaþólikaha hér um slóðir? Kin- verjana? Mexíkanana? Pólverj- ana? Sums staðar jafnvel írana? Nei, þeir eru ekki óeðlilegir. Þessi „þróunar"kenning þín læt- ur ósköp vel í eyrum, en það vill nú svo til að hún er ekki rétt. Ég trúði því þar til þessi átök hófust; þá gerði ég mér ljóst að mér hafði skjátlazt. Vegna bess að ef þessi kenning væri rétt, þá hefði úrskurðurinn ekki haft nein vandræði í för með sér — og hvernig tókstu nú til orða: að það gæti orðið versta tegund of- beldis sem orðið hefði í Suður- ríkjunum síðan 1860 — þetta sannar einmitt — skilurðu það ekki, Jim — að það hefur sára- lítið áunnizt í raun og veru, þetta er ekki annað en blekking sem við höfum haldið dauðahaldi í til að réttlæta aðgerðarleysi okkar í málinu. Það er aðgeröar- leysi þitt og mitt. Það erum við, góða fólkið. gáfaða, menntaða og lífsreynda fólkið — það erum við sem eigum sökina á þessu, — ekki fáfróðir kúasmalar eða ó- upplýstir æsingamenn! Þeir hafa ekkert vald til að gera eitt né neitt;- við höfum það hins vegar og höfum alltaf haft það. En við gerðum ekki neitt. Sökin er okk- ar og við verðum að halda íifi í þessari kenningu, vegna þess að annars vitum við að þetta er allt okkur að kenna og það væri ekki skemmtilegt, eða hvað? Nei, það væri hreint ekki skemmtilegt. Það var tilfinningasemi í rödd hans, en Jim hafði verið rólegur og laus við alla geðshræringu. Nú vissu þeir báðir örugglega að vinátta þeirra var ekki lengur til. hún var óafturkallanlega horfin. Jim hafði ekki einu sinni reynt að safna slitrunum saman: — Mér þykir leitt, hafði hann sagt, að þetta skuli hafa komið fyrir. Maður er neyddur til að taka af- stöðu þegar svona lagað' gerist. Og ég er ekki þín megin, Tom. Nú velti Tom McDaniel fyrir sér hversu margir það væru, ekki aðeins í Suðurríkjunum, sem yrðu að „taka afstöðu" og sæju sjálfa sig standa í ókunnugri fylkingu og andspænis þeim. sem þeir elskuðu: gegn vinum sínum og eiginkonum og þeim sjálfuni eins og þeir höfðu áður verið. Hann talaði við Rut í klukku- stund og hún hlustaði hljóð, og hann sagði henni hið sama og hann hafði sagt Jim Wolfe; en þegar reiðin gaf ekki lengur orð- unum áherzlu, virtust þau svo innantóm og það lá við að hann skammaðist sín. En samt varð hann að segja þetta. Allt saman. Þegar hann hafði lokið máli sínu, sat Rut grafkyrr. Hún and- aði rólega. Síðan sagði hún: — Hvað ætl- arðu að gera? Hann ypti öxlum. — Ég veit það ekki. Ég er ekki viss um það. — Og það var alveg satt. 1 öllum öðrum málum hafði hann verið fullkomlega einlægur; Messenger hafði hlotið viðurkenningu fyrir frjálslyndar, einbeittar skoðanir; hreinskilnar og afdráttarlausar ritstjórnargreinar hans voru víða þekktar. En í þessu máli hafði hann ekki verið heiðarleguf. Hann hafði ekki birt þá sann- færingu sína að það væri sið- ferðileg skylda að fallast á þenn- an úrskurð, ekki einu sinni hald- ið þvl fram að það væri lagaleg skylda — ekki upp á síðkastið að minnsta kosti. » Hann var að selja svikna vöru. Af hverju? Hann ræsti bílinn. kveikti jós- in og beygði aftur út á veginn. Fyrst ég ber. svon liöa virðingu fyrir dagblaði í lítilli borg, fyrst fólkið er óvinir mínir, hvers vegna fer ég þá ekki héðan? Ég gæti tekið boði Lubins. I New York. Við blað sem er fylgjandi jafnrétti. Er það vegna þess, spurði hann sjálfan sig, að þér líkar vel við Caxton og þetta fólk — jafnvel þótt það sé óvinir þínir — og það er einmitt starf að þínu skapi að ritstýra Messenger? — Shipman leyfir mér ekki að segja sannleikann, sagði hann við Rut, við sjálfan sig. — Ef ég geri það, þá "verð ég rekinn. Hann leit á konu sína. — Jæja, hvaða álit hefurðu nú á mér? Hvaða álit hefurðu á manni sem er negra- sleikja og hefur ekki kjark til þess að segja það upphátt? Rut þagði. --------í___________________:_______________ — Svona! Ég veit hvað þú ert að hugsa. Af hverju segirðu það ekki? — Ég er — ringluð, sagði hún og bar höndina upp að enninu. — Ef þú hefðir sagt mér eitthvað af þessu aður. eða bara gefið í skyn — ef þú hefðir reynt að láta mig skilja — Tom kinkaði kolli. — 1 stað þess að hella því yfir þig allt í einu .. Ég veit. Hann var hálf- reiður og honum var þungt. — Nú er þetta víst allt búið að vera, sagði hann. Rut svaraði ekki. Hann sá að tárin höfðu runnið óhindruð nið- ur vanga henni. — Mig tekur þetta sárt, sagði hann. — Trúðu mér. Mig tekur þetta sárt. Síðan óku þau heim. Þau gengu inn í dimmt húsið og töl- uðu ekki saman né horfðu hvort á annað; hvorugt vissi hvað segja skyldi, hvað gera skyldi: Við erum ókunnugt fólk, hugsaði Tom. Ókúnnugt fólk. — Pabbi! Hann sneri sér við og sá að Ella stóð í svefnherbergisdyrun- um. Hún var í náttfötum en hafði ekki sofið. — Pabbi. hringdu strax í herra Allardyce. Hann hefur verið að reyna að ná í þig í klukkutíma. — Allt í lagi, þakka þér'fyrir, kisa mín. Farðu nú að sofa; bað er orðið framorðið. Tom tók upp símann. — Hann hefur ekki sagt hvað væri á seyði? — Nei. En hann sagði að bað væri mjög áríðandi. Voruð þið að rífast? Rut þurrkaði sér um andlitið með vasaklút og brosti. — Nei. Svona nú, vinan, í rúmið með þig. Ella yppti öxlum. — Allt í lagi.. sagði hún vantrúuð og lokaði dyrunum. — Tom? Rödd Jack Allardyees var hávær af æsingu. — Já. Ella sagði mér að þú — — Tom, þú verður að fara út í Símonarhlíð undir eins. — Af hverju? — Hefurðu ekki héyrt það? — Heyrt hvað? Gamli maðurinn hrópaði næst- um. Tom sagði: — Gott og vel, og lagði tólið á með hægð. — Hvað er að? spurði Rut. —. Baptistakirkjan í Símonar- hlíð hefur verið sprengd í loft upp, sagði hann. — Presturinn var inni. Þeir óku hægt framhjá kirkju- garðinum inn í borgarhlutann sem kallaður var Dánarhverfi. Hann var eins og aðrir hlutar Los Angeles — gamalL gráleitur< rólegur — nema meðfram götun- um vbru útfararstofnanir. Þær fyrstu voru skrautlegar, bárust töluvert á, en þvf lengra sem kom, því minni urðu þær, Iát- lausari og gengu hreint til verks. tJr þvi að kom í þriðju gðtu var ekki lengur um dulargervi að ræða. Snyrtilegar grasfiatir og skrautleg húsin hurfu fyrir litl- um kumböldum úr timbri og gipsi og ekkert var gert til að lífga upp umhverfið. Peter Link sagði: — Ef þú ætl- ar þér einhvern tíma að deyia. Driscoll, þá væri þetta viðeig- andi umhverfi til þess. Ed Driscoll kinkaði kolli. Hann haföi ósjálfrátt hægt feröina nið- ur í fjörutíu kílómetra og hann tók eftir því að hinir bílarnir fóru einnig hægt. Fáir sáust á gangi. Fá merki um líf. Hann <3k hundrað metra í við- bót, lagði siðan bílnum fyrir framan gamalt timburhús með skilti sem á stóð: Hailer bræðnr — tJU'ararstofnun. — Viltu mynd af þessu? spurði Link. C! KOTTA Ég óska eftir því að þér sýniS meiri nærgætni við stór nmslög með póststimpli frá Hollywood — í gær krumpað- ist mynd af Elvis Presley. UOSAPIM* 25-------- 40-------- 60--------• Ný verðlækkun MARJ TRADIN6 (OMPANY H.F. Klapparstíe 20 — Sími 1-73-73. Sendisveinn óskast strax. Afgreiðsla Þjóðviljans Sími 17 500 YDNDUÐ FALLEB DDYR Sfaurþorjónsson &œ Ég verð að fara til læknis, Andrés frændi. Get ekki soflð Þetta er ekkert spaug. ' Ég get ekki sofið í skólan- um. / SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0TAN, húsgagnaverzlun Þorsgöiul /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.