Þjóðviljinn - 20.09.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.09.1963, Blaðsíða 5
SlÐA 5 Föstutagur 20. seotemiber 1963 MðÐVILTINN •' ''s .-• ■ r <*•- <{, , < ■ > V. ' < ' ' / , : • •^já ;: • v • i's ^vVvi . ' " -v> ':• ■;•■■• : ■ - , • . ' » ■■ :;xk;íiv*í menn Islands að vera fríir. Það er mjög alvarlegt að liðið i heild skyldi ekki geta eða kunna að nota sér þessa að- stöðu, en það var nú ekki al- veg, þeir réðu ekki við hina 9! Það alvarlega í þessu er það. að það virðist sem þessir lands- liðsmenn hafi ekki í sér bá nauðsynlegu skipulagsgáfu i leik sem þarf til að notfæra sér aðstöðumunin, eða þá hitt að hraðinn hafi verið svo lítill að mótherjinn hafi hverju sinni séð við hinum rólega leik Is- lands. Þetta sannar. betur hvað liðið er skammt á veg komið knattspyrnulega en stórtapið 6:0 á Laugardalsvellinum 7. sept. Því er haldið fram að lands- lið ökkar sé ekki í góðri þjá'f- un, og vel má það vera, og kemur þar ýmislegt tiL Þvi er líka haldið fram af kunnáttu- mönnum að líkamsþjálfun sé ekki allt, þar þurfi að koma til hugsun, og sjálfir Bretamir halda því fram að ef sá þátt- HUGLEIÐINGAR UM 10:0 Daginn sem landslið okkar í knattspyrnu lék við blaðaliðið, var hér á íþróttasíðunni rabbað nokkuð um þann leik og eins landsleikinn sem fyrir dyrum stóð. Þar var vikið að því, að sjaldan eða aldrei hefði keppnin í fyrstu deild verið jafn- ari en einmitt í sumar og það svo, að aldrei mun betra lið hafa fallið niður í aðra deild en ein- mitt núna. Því var jafnframt haldið fram að það þyrfti ekki að vera mælikvarði á getu okkar í alþjóðakeppni — landsleikjum —, en á það var bent að næsta laugardag mundum við fá nokk- urn samanburð á því hvar við í raun og veru ’stæðum hvað snerti úrval hinna 11 beztu eða landsliðs. I hinni fyrstu eldskírn sem landsliöið fékk. þ.e. leik þess við úrval blaðamanna, lofaði frammistaða þess ekki góðu. Það gekk af hólmi með eins marks mun og það sjálfsmark' Það sýndi sig að munurinn var ekki mikill eða sem nær eng- inn, og undirstrikar það ef til vill þá breidd sem hér er af meðalmönnum í íþróttinni. eða þar undir. Það væri heldur ekki fráleitt að láta sér detta í hug að hægt væri að velja enn eitt lið, þar sem aðeins yrði um jafntefli að ræða við hin tvö! Til alvörunnar Kom svo fyrra laugardag í fyrri leiknum við B'retland, og sá atburður var okkur ekki hagstæður. Það sýndi sig að landslið okkar stóðst Bretum ekki snúning á neinu sviði knattspyrnunnar. þeir voru í einu o'g öllu miklu betri en lið okkar var. Breidd eða stjörnur? \ Áður en lengra er haldið má velt^ því fyrir sér. hvort betra sé fyrir knattspymuna í heild að hér sé mikið af þokkalegum knattspyrnumönnum, og að þeim knattspyrnuliðum fjölgi sem ná nokkuð sæmilegum ár- angri. en það er greinilegt að þróunin er í þá átt, eins og er. Má það sjálfsagt þakka því, að annarri deildinni hefur síðust.u árin verið meiri sómi sýndur: og svo fyrirkomulagi bikar- keppninnar. sem allt verður til þess að auka spennuna hjá lið- unum sem styttra eru á veg komin. Eða þá hitt að við ætt- um fá stjömulið, þar sem tryggt væri að möguleiki væri að koma saman sterku landsliði sem stæði sig í baráttunni við áhugalið annarra þjóða. Vafalaust munu flestir á þeirri skoðun að hin almenna breidd og almenni áhugi á bví að ná sem lengst í þeim mótum sem við efnum til. sé það þýð- ingarmesta. Flestir munu jafn- framt á þeirri skoðun að sam- starf við aðrar þjóðir, hvað snertir landsleiki, sé mjög býð- ingarmikið fyrir þroska íþrótt- arinnar, og ef horfið væri að því að leggja það niður væri það skref afturábak. V V V Því hefur oft verið haldið fram að með meiri breidd ætti toppurinn einnig að vera breið- ari og vissari. Úr meiru væri að velja og það ætti að tryggja gæðin undir venjulegum kring- umstæðum. En það er eins og hér séu engar venjulegar kring- umstæður, hér sé eittþvað á seyði, sem raskar öllum venj- um. Hér koma ekki fram knatt,- spyrnumenn sem bera veruiega af í snilld sinni, það er eins og þeir séu vígðir meðalmennsk- unni og af einhverjum ástæðum láti sér það vel líka. Fyrir leikinn: Fyrirliðarnir takast í hendur. Ríkharður gott dæmi 0 Þeir sem sáu leikinn í Laug- dalnum fyrra laugardag munu flestir á einu máli um það að Ríkarður Jónsson hafi verið sá maðurinn í þeim leik sem mest barðist og slapp bezt frá hon- um. Allir munu jafnframt sann- færðir um það að Rfkarður er ekki svipað því eins frískur og góður og hann var á beztu ár- um sínum. og er það ekki að undra, því að vissulega er mað- urinn kominn af léttasta skeiði. en hitt er þó meira, að hann hefur barizt við lasleika í fæti og varð á tímabili verúlega lamaður, og hefur aldrei náð sér til fulls af því meini. Þrátt fyrir þetta er hann fjörlegasti maðurinn og sá sem berst í landsleiknum! Þetta sannar svo ekki verður um villzt að af- reksmenn á borð við Ríkarð á sínum tíma er ekki um að ræða hér nú. Hér er ekki því um að kenna að landsliðsnefnd hafi valið illa, og að aðrir hefðu greini- lega átt að koma í stað þeirra sem léku. f fyrri leiknum gátu beir svarað fyrir það úrval sem lék; það var ekki um mikið annað að velja. það er að segja beir voru eins góðir og hverjir aðr- ir! Eftir að hafa séð leik Bret- anna, sem var góður, hefði sannarlega komið til greina að fylgja öðrum leiðum en farið var í vali liðsins fyrir leikinn f London. Nefndin kaus að styrkja (?) félagslið í stað þess að /el.ia fyrst og fremst hraða og harða leikmenn ti.' þess að hamla upp á móti hraða Bretanná, sem lék okkar lið svo illa. Lakara í London Þó markatalan úr leiknum í London hafi verið heldur hag- stæðari, bendir margt til að frammistaða liðsins hafi verið mun lakari en hún var i Laug- ardalnum 7 dögum áður. Frá því segir að Bretarnir *afi lengstaf leikið einum og tveim færri en íslendingarnir. og bað skipti engu fyrir þá beir réðu öllu á vellinum og sóttu og skoruðu þótt 9 væru! Það þýðir þó að í lið Bret- anna hafa myndazt skörð að hverju sinni eiga tveir ieik- urinn hefði verið þroskaður hjá liði'nu í heild hefði þeim átt að ganga.betur þegar beir Voru orðnir tveim færri, beir hefðu átt að geta notað sér af þeim glufum sem hlutu að koma í lið Bretanna. þó hin líkamlega þjálfun væri ekki eins góð og mótherjanna. En það breytir engu, og meira að segja sagði einn leikmanna við undirritaðan að þeim hefði ekki gengið betur þótt beir væru tveim fleiri. Þetta bendir til þess að allt of lítið sé lagt uppúr hinni skipulagslegu hlið knattspym- unnar yfirleitt, og þeir sem svolítið kunna fyrir sér í þeim efnum þurfa raunar ekki annað en að horfa á leiki félaganna innbyrðis til að sannfærast um það. Þetta er því nauðsynlegra sem hin líkamlega þjálfun er minni, en . slíkur lærdómur kemur ekki á fáeinum æfing- um, það er áralöng æfing, reynsla og hugsun um leikinn og uppbyggingu hans sem getur þroskað leikmenn í þessum efnum. Það er ekki nóg að segja iá þegar við þá er rætt um slík mál og látast skilja hvað átt er við. Þeir verða að sannre.yna þetta með leikdæmum sem beir sjálfir geta skapað á pappírs- blaði, þá fyrst er von til bess að leikmaðurinn geti lagt eitt- hvað jákvætt til mála, og þá fyrst og fremst í leik. Þá er fyrst von til þess að hann skilji hvað við hann er sagt. Og hverpig halda menn svo að þeir séu hinir sem ekki voru taldir hæfir til að leika í landsliði? Hér er örugglega veikur þráður i knattspyrnu okkar, og atriði sem of lítill gaumur er gefinn og varð landsliði okkar dýrkeypt í London. Of mikilli vinnu um kennt Sú afsökun sem mest er sett fram fyrir getuleysi knatt- spyrnumanna okkar í dag er hin mikla vinna seha býðst. cg ungir sem gamlir vilja afla sér tekna og þá ekki sízt ef það er staðreynd að vinnulaun séu ekki hærri en það að venju- legur vinnudagur nægir ekki fyrir nauðþurftum. 1 mörgum tilfellum er þessi afsökun á rök- um reist. í öðrum er það vafa- samt, að sú sé einasta afsök- unin, þar kemur fleira til. I þjóðfélagi voru munu þeir margir til æðri sem lægri. sem vilja fá mikið fyrir lítið, og vilja litlu fóma. Vafalaust nef- ur þessi andi síazt inn í íþrótta- hreyfinguna og grafið svo um sig að til skaða er orðið, og þá getur verið gott að kenna of mikilli vinnu um. ef fómar- lundin hrekkur ekki til, til þess að halda uppi þessu á- hugastarfi sem nefnd er íþrótta- hreyfing. Það má segja að það sé afsökun að menn hafa kom- izt upp á það að líta á hverja stund sem pening, stundum af nauðsyn og stundum ekki. Því er haldið hér fram að vf- irleitt noti knattspymumenn vorir ekki æfingamar og þann tíma sem þeir leggja í þær, eins vel og vera ber, þeir slaka á, gefa eftir, f stað þess að taka á, með karlmennsku og vilja. Hér koma launin fram i betri knattspymu: meiri hraða, leikni, meiri skilningi á skipulagi leiksins, meiri per- sónulegri fæmi til að standa sig vel hvort það er í leik fyrir félagið eða landið sitt. Ef til vill verða þessir tveir landsleikir til þess að hver og einn knattspymumaður. sem leikur f knattspymuliði á Is- landi, velti þvf fyrir sér hver sé hin raunverulega og sanna afsökun fyrir árangrinum 7. og 14. september sl. Hvað sé vegna of mikillar vinnu og hvað af öðrum ástæðum, og viðráðan- legum. Frímann. Lélegur leikur íslendinganna gegn Frökkunum Þriðja Ieiknum í París tapaði íslenzka unglingalandsliðið í körfuknattlcik með miklum mun, í gær sat liðið hjá I keppninni en síðasti leikur þess verður i kvöld. Það voru Svíar sem mættu íslendingum í fyrrakv. og sigr- uðu með yfirburðum, 68 stigum gegn 25. Sýndi íslenzka liðið mjög lélegan leik, piltamir vom taugáóstyrk'r og virtust þreyttir. enda höfðu þeir staðið í ströngu tvö kvöldin á undan. Svíarnir vom hinsvegar vel hvíldir, höfðu setið hjá í ann- arri umferðinni. Svíar skomðu fyrstu 11 stig- in áður en íslendingar komust á blað. Síðan jafnaðist leikur- inn nokkuð en undir lok fyrri hálfleiks náði sænska liðið enn góðum spretti og staðan fyrir leikhlé var 29 gegn 11 stigum Svfum í vil. Síðari hálfleikur- inn var allur mjög illa leikinn af hálfu íslenzku piltanna. I gær áttu íslendingamir frí. en í kvöld leika þeir siðasta leikinn, mæta þá enska listnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.