Þjóðviljinn - 21.09.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 21.09.1963, Page 1
Ræia Kennedys / gær á alls- herjarþingi S.Þ. — Sjá 3. síiu <s>- Laugardagur 21. september 1963 — 28. árgangur — 202. tölublað. VIÐBÓTARBYGGING MR TIL AFNOTA 1.0KTÓBER! Senn líður að því, að menntaskólarnir taki til starfa og án efa hafa nemendur og kennarar við Menntaskólann í Reykja- vík hlakkað í allt siimar til þeirrar stundar, þar sem mennta- málaráðherra Gylfi Þ. Gíslason gaf hátíðlega yfirlýsingu á Alþingi í vor þess efnis, að þann 1. október n.k. yrði fullgerð ný viðbótarbygging við MR til þess að bæta úr miklum hús- næðisvandræðum, sem skólinn hefur átt við að búa. ... byggingin verður tilbúin til afnota 1. október næstkomandi“. Borgarstjórn samþykkti v nýia launakerfið Á NÆTURFCNDI borgarstjórn- ar Rej'kjavíkur var samþykkt einróma samkomul. það um einróma .samkomulag það nýtt Iaunakerfi borgarstarfs- manna er fulltrúar Reykja- víkurborgar annars vcgar og Starfsmannafélags Reyk.iavík- nrborgar, Lögreglufélags Reykjavíkur og Hjúkrunar- félags íslands hins vegar höfðu gert með sér og borg- arráð síðan sambykkt fyrir sitt leyti og mælt með við borgarstjórn. UMRÆÐUR í borgarstjórn um kjarasamningana hófust ekki fyrr envnokkru eftir miðnætti í fyrrinótt. Gerði Auður Auð- uns forseti borgarstjórnar og formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar grein fyr- ir samningununí. LAUNAFLOKKAKERFIÐ er í ölium aðalatriðum sniðið eft- ir samningum ríkisstarfs- manna og ríkisins og gerðir voru í sumar. Þannig eru launaflokkarnir 28 eins og hjá ríkisstarfsmönnum og kaup i hverjum flokki það sama og h.iá þeim samkvæmt úrskurði Kjaradójns. Niður- röðun í launaflokka er einn- ig í grundvallaratriðum sú sama. ^GLUR UM VINNUTÍMA eru einnlg þær sömu alls staðar þar sem það á við. Þá ey gildistökutíminn einnig sá sami, þ.e. 1. júlí en byrjað verður að greiða borgar- starfsmönnum laun eftir bessum nýja launastiga 1. okt n.k. Flokkurinn Formannafundur i dag kl. 6 síðdeeis — DeildarfuncU>- á máv ' "«kvöld. Sóiíalistafélag Reykjavíkur. Hér að neðan getur að líta 'yr- irsagnir Alþýðublaðsins og Vísis, þar sem blöðin skýröu frá yfir- lýsingu ráðherrans, Alþýðublaðið 22. marz. og Vísir 23. 1 frásögn Vísis af þessu merka loforði ráð- herrans er haft orðrétt eftir hon- um: „Frumvarpið um kennara- skólann mun að engu leyti tefja fyrirhugaðar áætlanir um stækkun hins gamla menntaskóla, né heldur bygg- ingu hins nýja menntaskóla i Austurbænum. Framkvæmdir á viðbótarbyggingu MR á Bókhlöðustígnum munu hcfj- ast snemma í vor og bygging- in mun verða tilbúin tii af- nota 1. október næstkomandi**. Myndin efst á síðunni sýnir viðbótarbyggingu MR við Bók- hlöðustíg, sem á að „verða til- búin til afnota 1. október næst- I komandi". Vafalaust verður | menntamálaráðherra sjálfur við- staddur setningu skólans og j býður nemendur velkomna í I þessi glæsilegu húsakjmni, ogS> vitnar til efndanna á loforði sínu þar að lútandi með mörgum fögrum orðum. Ef einhverjum kynni að sýn- ast byggingin ekki með öllu til- búin til afnota, er þess að geta, að enn er rúm vika til stefnu og Gylfi Þ. Gíslason dvélst I Bandaríkjunum um þessar mund- ir. Er ekki að efa. að hann- kynnir sér þar aðferðir til þess að ljúka byggingunni með „amerískum hraða‘‘ svo að henni verði lokið fyrir 1. bktóber næst- komandi, því að ólíklegt er að ráðherrann taki nú upp á þvf allt í einu að standa ekki við gefin heit! Rúmar 100'nemendur; tílbúin í hausf VIÐ Sexmannanefndin að störfum Rætt við ríkisstjórn- ina um niðurgreiðslur V.1 SIR.. Laugardagur 23;.-marz 1963. . • •• tilbáiíi í haust Iiefur íSui'.vctiS mgt siarleca hér f blaðínu. * * Víö þessa umræðu og auk of- imnefndra upplýsínga, . fók ntenntamálaráöhcrra -.fram. aö w«* .vrött • • Fundir standa stöðug't y'fir í sexmannane'fnd-01 inni, en nú liggur fyrir að ákvarða verðlag ein- stakra búvara á grundvelli þess úrskurðar, sem yfirnefnd felldi um verðlagsgrundvöllinn. Kem- ur þar til greina að ákvarða innbyrðis hlutfall búvaranna í grundvellinum, en fundur Stéftar- sambands bænda lagði sérstaka áherzlu á að gera hlut sauðfjárbænda betri en verið hefur. Allmikið mun bera á milli í nefndinni varðandi ýmis atriði. Pundur var í fyrradag og hófst að nýju síðdegis í gær, en ekk- ert er unnt að segja um hve- nær störfum néfnrlannnar lýk- ur. Fullvíst má ’ þó telja að rejmt verði að hraða þeim sem mest, þar sem svo áliðið er orðið. — Auk hinna sameig- inlegu nefndarstarfa, halda svo nefndarhlutamir, þ.e. fulltrúar framleiðenda og neytenda stöð- ugt fundi innbyrðis. í gærmorgun gengu fulltrúar neytenda í nefndinni á fund ríkisstjómarinnar og ræddu við hana um niðurgreiðslur á bú- vöruverði. Ekki er þó kunnugt um neinar niðurstöður af þeim viðræðum', og eru því verðlags- málin í deiglunni enn sem kom- ið er. HVAÐ ERU FODURLANDSSVIK? Síldarsaltendur fyrir norðan og austan ruku upp til handa og fóta í gær og hóta nú Þjóð- viljanum málsókn fyrir óviðurkvæmilegt orð- bragð um þessa herra- menn, eins og lesa mátti á síðum Morgunblaðsins í gær. Fylgja jafnvel brigzl um föðurlandssvik og þaðan af verra. Sið- gæðið hjá íslenzkum síld- arsaltendum hefur þó ekki ekki þótt upp á marga fiska hingað til og lítil ástæða til. þess að rjúka upp eins og trú- boðskellingar, bara vegna orðbragðsins. Mikill taugatitringur á sér hinsvegar stað hjá síldarsaltendum, sérStak- lega á Austurlandi, og sýnist mikið vera í húfi. Nokkrir síldarsaltendur á Austurlandi virðast stefna dýrmætri fram- leiðsluvöru þjóðarlnnar í voða með ótímabærri gróðalöngun fyrr í sum- ar í langri söltunarhrotu, þar sem hugsað var framar öðru um tunnu- fjöldann. Eftir þessa reynslu í sumar virðist sýnt, að huga verði nánar að þessum úreltu fram- leiðsluháttmn, sem nefn- ist síldarsöltun hér á landi. Engin breyting hefur orðið á þessum framleiðsluháttum síðan um aldamót, og er löngu staðnað form 1 rás tím- ans. Það eru svik viö þjóðarbúið, að láta þröngsýna einstaklinga leika lausum hala með takmarkalausa gróða- fýsn fyrir augum og stefna dýrmætri fram- leiðsluvöru i voða innan hins þrönga hrings braskarans. ! Fráttafátt hjá Sakadómi Þjóðviljinn spurðist fyrir um það í gær, hvað liði máli þeirra Sigurðar Ágústssonar, varð- stjóra umferðarlögreglunnar, og Kjartans Pálssonar, leigubíl- stjóra, en eins og kunnugt er hefur bílstjórinn kært varð- stjórann fyrir líkamsárás. Hjá sakadómaraembættinu fengust þser upplýsingar, að ekki væri enn ákveðið, hver sakadómar- anna fengi málið til meðferðar. Er það yfirsakadómari, sem það ákveður. Hann er um þessar mundir í orlofi sínu, en er vænt- anlegur eftir viku. Þá spurðist Þjóðviljinn í sama mund fyTÍr um það, hvað liði nauðgunarmálinu svonefnda. Var svo frá skýrt, að málið hefði ekki enn verið tekið fyrir, maðurinn væri í geðrannsókn enn. Mun sú geðrannsókn nú hafa staðið á annan mánuð, og fæst væntanlega örugg niður- staða, þegar henni loks lýkur. Sofnaði fré sígarettu Klukkan 3.35 aðfaranótt síðast- liðins fimmtud., var Slökkviliðið Hafnarfjarðar kvatt að húsinu nr. 26 við Austurgötu. vegna þess að kviknað hafði í bedda, sem maður svaf á. Hafði hann sennilega sofnað útfrá logandi sígarettu. Eldurinn var “ljótt slökktur og manninn sakaði ekki að öðru leyti en því að skyrtan sviðnaði á honum. Bedlinn skemmdist hinsvegar nokkuð. i' 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.