Þjóðviljinn - 22.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.09.1963, Blaðsíða 1
Fulltrúi Framsóknar MEÐ hœkkuninni Mesta hœkkun er orðið hefur Þessi mynd af síldarsöltun á Seyðisfirði birtist nýlega i norsku blaði, en mikiið fjaðrafok hefur orðið í blöðunum undanfarið, vegna bess að Þjóðviljinn hefur minnst á gróðahyggju síidarspekúl- anta í sambandi við þennan atvinnuveg. Nú skiptir vöruvöndun allt í einu harjfe ®tlu máli fyrir þessa útflutningsvöru okkar. Enn halda stjómarvöldin áfram að magna óðaverðbólgama. f fyrradag samþykkti verðlags- nefnd að heimila Eimskip og öðrum skipafélögum að verðleggja flutningsgjöld að eigin geðþótta. Greiddi fulltrúi Framsóknarflokksins atkvæði með þessari verðbólguráðstöfun af sérstakri ánægju. Veigamikill þáttur Ákvörðun verðlagsnefndar um að afnema verðlagseftirlit með öllum farmgjöldum var bundin þeim skilmálum að skipafélögin lofuðu að halda óbreyttum farmgjöldum á korni, smjörlík- isolíum og skyri. Þá takmörkun geta þau hins vegar bætt sér upp — meðan hún stendur með þeim mun meiri . jkkim á öðrum nauðsynjavörum. Eru farmgjöldin mjög veigamíkill þáttur í vöruverðinu á ýmsum vörum, einkum þeim sem eru þungar og fyri’-,~J''-mmiklar. Enn er þó haldið verðlagseftir- liti á oliufarmgjöldum, en þau voru iafnframt hækkuð um 25% hækkun! Haekkunin á flutningsgjöld- um bitnar ekki aðeins á inn- fluttum varningi heldur og á út- fluttum. Hve stórfelldar hækk- anlr eru fyrirhugaðar má marka af því að sklpafélögin munu þegar hafa ákveðið að hækka farmgjöld af freðfiski um hvorki meira minna en fjórðung. Virðist það hugsuð sem sérstök vinarkveðja stjórn- arvaldanna til hraðfry~tihús- anna sem nýlega lýstu bvi yfir að þau væru að komast í brot af viildum óðaverðbólgunnar. 20 %! Friélsíbrátfcikeppnii í dbq Kl. 14 í dag hefst á Laugar- | boðhlaupi. 3000 m. hindrunar- dalsveliinum síðasti hluti Meist- hiaupi og fimmtarþraut. aramóts ísiands í frjálsum íþrótt- Keppni í þessum greinum fór um. Keppt verður í þessum i fram fyrir nokkrum vikum, en greinum. 4x100 m. og 4x400 m. var dæmd ógild af stiórn FRf. Sunnudagur 22. september 1963 — 28. árgangur — 203. tölublað. HOLSKEFLA VERÐBÓLGUNNAR RÍS Hægrí stjórnin / Noregi baðst lausnar í gær — Sjá 12. síðu ó brýnustu lífsnauðsynjnum ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Gylfi er staddur á Atlanzhafí Þjóðviljanum hefur veri 5 bent á að það sé ranghermi að Gylii Þ, Gíslason ráð- herra menntamála og við skipta, sé kominn til Band- aríkjanna. Ráðherrann flaug til Englands í síð- ustu viku ásamt frú sipni. Þaðan tók hann sér far til Bandaríkjanna með einu af lúxusskipum þeim sem eru í förum milli Evrópu og Ameríku, en þau skip eru einkar vinsæi meðal miilj- ónar,a beggja megin Atlanz- hafs, enda búin þeim mun- aði sem fullkomnastur er talinn. Ráðherrann er þann ig staddur á Atlanzhafinu sem stendur. Kjöt hækkar um 40%, mjólk um 23% Verðlag á landbúnaðarvörum verður á- j kveðið í einstökum atriðum nú um helgina. j En það er nú þegar ljóst að verð á súpukjöti I mun hækka úr kr. 32,35, eins og það var á- j kveðið í fyrra í tæpar 45 krónur, eða nærri j 40%. Verð á mjólk í lausu máli hækkar úr j kr. 4,85, eins og það var ákveðið í fyrra, í j ca. 6 kr., eða um því sem næst 23%. Aðrar j kjötvörur og mjólkurafurðir munu hækka j á hliðstæðan hátt. Þ>etta er langmesta hækkun á búvörum sem orðið hefur á íslandi síðan núverandi verðlagningarkerfi var tekið upp, og senni- lega mesta búvöruhækkun sem hér hefur nokkru sinni orðið. Þessi hækkun sýnir að efnahagskerfi ríkisstjórnarinnar er hrunið, og hvarvetna í nálægum löndum myndu stjórnmálamenn sem bæru ábyrgð á þvílíkri verðbólgu segja af sér tafarlaust. Framhald á 2. siðu. FRÁ SEYÐISFIRÐI Vcrðhækkanirtiar æða yHr. Það sem nægði til kaupa á brýnustu nauðsynjum í dag hrekkur skamrnt á morgun. Jörundur I/ Blaðið Fishing News segir frá því 20. sept. að í vikunni hafi verið' hleypt af stokkunum hiá skipasmíðastöðinni Cochrane Sel- by shipyard hinum fyrri af tveimur togurum sem stöðin sé að smíða fyrir Guðmund Jör- undsson, og hafi skipinu verið gefið nafnið Jörundur II. Gert sé ráð fyrir að hann verði fullbúinn í janúar í vetur. Prestkosningar í Mosfellssékn Prestkosning fór fram í Mos fellsprestakailli í Ámesprófásts- dæmi 15. þ.m. Atkvasði voru tal- in í skrifstofu bisfcups í gær Tveir prestar voru í kjöri: sr. Óskar Finnbogason, sóknarprest- ur að Staðarhrauni og sr. Ingólf- ur Guðmundsson áður settur prestur á Húsavík. Á kjörskrá voru 273 og greiddu 136 atkvæði. Sr. Ingólfur hlaut 92 atkvæði, en sr Óskar 38 atkvæði. Sex seðlar voru auðir. Kosning var lögmæt. (Frá skrifstofu biskups). Frjáls hækkun á flutningsgjölduml i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.