Þjóðviljinn - 22.09.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.09.1963, Blaðsíða 5
/ Sunnudagur 22. september 1963 ÞIOÐVILIINN SlÐA Harmsaga hnefaleikarans Meðvitundarlaus í heilt ár honum lýkur. Hinn 22. september 1962 gekk argentínski hnefaleikarinn Alei- andro Tomás Lavarante inn í hnefaleikahringinn í Los Ang- eles ásamt Johnny Riggins frá Bandaríkjunum. Keppni beirra lauk í 6. lotu með .því áð Lav- orante var borinn meðvitundar- laus út úr hringnum og fluttur í sjúkrahús eftir að Riggins hafði leikið hann grátt, greitt honum mörg höfuðhögg og þung. þar á meðal rothögg. Gerðir voru margir uppskurð- ir á höfði Lavoranti, sem orðið hafði fyrir miklu hnjaski, og m.a. fengið heiíablæðingu. Þrátt íyrir allar læknisaðgerðir komst hann ekki til meðvit- undar, og eftir margra mánaða meðvitundaiieysi var hann fluttur á heimili foreldra sinna. sem síðan hafa annazt þennan 26 ára gamla son sinn. Doðadúr Fyrir fáeinum mánuðum opn- aði Lavorante augun — en varla nema til hálfs, og síðan lifir hann í hinu ömurlega hálfmeðvitundar-ástandi. Hann^ borðar og sefur. Undirmeðvit- undin virðist starfa að nokkru leyti. Hann lýkur upp sljóum augum, virðist bera óljós kennsl á foreldra sína, en virðist eng- an áhuga hafa á tilverunni né heldur vera fær um að fram- kvæma nokkra sjálfstæða hreyfingu. Það eina sem hægt er að gera er að bíða eftir bví að það undur gerist, að Lavo>-- ante öðlist fulla vitund á nv. Lavorante var dáður íþrótta- maður í heimalandi sínu, en þar' hefur áhugi fyrir hnefa- leikum verið landlægur síðan 1923 þegar Argentínumaðurirm Luis Angel Firpo sigraði Jack Dempsey. Árið 1957 fór Lavor- Framhald á 7. síðu. Þetta cr mynd af hinum hrjáða Lavorante í dag. Ilann getur rheð erfiðismunum haldið á vatnsglasii. Augu hans eru sljó, en foreldrar hans vona að kraftaverk gerist. SÓDUR FUNDURIÞRÓTTA- LEIÐTOCA IHAUKADAL Um fyrri helgi boðaði stjórn íþróttasam- bands íslands til fundar með helztu forystu- mönnum landsins í íþróttamálum. Var þar um að ræða formenn sérsambandanna, formenn hér- aðssambandanna, en það eru einmitt þessir menn sem gerst vita hvar skórinn kreppir að í starfseminni og kunnugaitir eru þeim málefn- um sem uppi eru á hverjum tíma. Flestir þeirtra sem boðaðir vonf komu til fundarins, og gerði það sitt til þess að fundurinn í heild var mjög vel heppnaður. Flutt voru framsöguerindi í tilteknum málum, og síðan vom þau rædd af fundarmönnum. Að því" Idknu var fundarmönnum skipað í hópa, eða nefndir, hver hópur tók fyrir þessi framsögumál, og gerði síðan ályktanir út frá þeim, sem á síðari fundinum voru svo til umræðu. Þessi vinnuaðferð er mikið notuð á Norðurlöndum, þegar rædd eru og krufin vandamál sem fyrir liggja, og þykir gefast vel, og reyndist það hér líka. Fundur þessi er nýmæli innan ISt og gat Hermann Guðmundsson fmmkvæmda- stjóri Sambandsins þess að hugsað væri að halda svona fundum áfram, ef til vill ár- lega og a. m. k. annað hvert ár, og þá árið sem ársþing Sambandsins er ekki. Á laugardagskvöldið efndu fundaimenn til kvöldvöku. Á þeirri kvöldvöku sagði Sigurð- ur Greipsson frá sögu Hauka- dals, og fléttaði inn í hana frásögn um ’ Bergþór vætt í Bláfelli. Var saga þessi og öll frásögn hin skemmtilegasta og naut sín þar hið kjam- mikla mál Sigurðar og mergj- uðu orðtæki, og var gerður mjög góður rómur að frásögn Sigurðar. Þá las Ben. G. Wáge kjarnyrt kvæði úr Ijóð- um Einars Benediktssonar. Að lokum sýndi Þorsteinn Einarsson kvikmynd frá Haukadal sem tekin var 1947. Mörg stórmál Á fundinum komu fram og voru undirbúin nokkur mál, ' og voru það þessi atriði sam- kvasmt dagskránni: 1. Reikn- ingar félaga og héraðssam- banda Fmmmæl. Sigurður Guðmannsson. 2. Iþróttamerki tSÍ: Frummæl.: Jens Guð- bjömsson. 3. Á hvern hátt er hægt að auka íþróttastarfið ?: Frummæl.: Þorsteinn Einare- son, Benedikt Jakobsson og Gísli Halldórsson. 4. Kennslu- skýrslur og fjármál: Frum- mæl.: Þorsteinn Einarss. 5. íþróttablaðið: Frummæl.: Gísli Halldói'sson. Auk þessara mála var rætt um heitstrengingu íþrótta- manna, og á fundinum lagði Þorsteinn Einarsson fram 10 spumingar, • sem margar hverjar eru stórmál, og sum- ar ef til vill nóg efni fyrir fund sem þennan. Það virðist því sem það sé nægilegt um- ræðuefni innan íþróttahreyf- ingarinnar, ef menn koma saman. Ber að fagna þvi að stjórn tSt skuli ætla að stefna saman hinum ábyrgustu mönnum úr hreyfingunni til þess að ræða hin almennu vandamál, sem oftast verða útundan á þingum sambands- ins. Flestir frummælendur komu með skrifaðar ræður, og verð- ur reynt að bii-ta kafla úr þeim, og annan fróðleik sem fram kom á fundinum eftir því sem rúm leyfir og ástæða þykir. Þvi þótt við, sem að þessum málum höfum unnið og höfum áhuga fyrir iþrótt- um og því sem þær eiga að geta verið íslenzkum æskulýð, teljum sjálfsagt að allir skilji það hlutverk sem íþróttunum er ætlað, þá verður stöðugt að vera á verði gegn deyfð, og gæta þess að menn og málefni sljóvgist ekki í vitund fólksins. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir láti í sér heyra svona við og við, hefji upp raust sína svo fólkið heyri og sjái að forustumenn íþróttamál- anna hafa fullan áhuga, vilja og vit til að leiða æsku lands- ins, og beina henni inn á rétt- ar brautir svo hún verði ekki aðeins liðtæk á íþróttaleik- vapgi, heldur einnig sem góð- ur borgari í baráttunni fyrir eigin tilveru, og samherji í ís- lenzfíu þjóðlífi. Hvernig er hægt að auka Myndln er af hinum blóöuga kappleik í Los Angeles fyrir einu ári. Riggins hefur rotað Lavorante svo hrottalega að hann hlaut heilablæðingu en dómarinn stöðvaði hinn vígreifa sigurvegara. í dag er eitt ár liðið síðan einn af meirihátt- ar harmleikjum í hinni blóðugu sögu atvinnu- hnefaleika átti sér stað. Raunar má segja að þessi harmleikur standi enn, og eriginn veit hvernig íþróttastarfið í landinu? Hér fer á eftir framsögu- erindi Benedikts Jakobssonar lítið eitt stytt. Á eftir fer svo ólit eða skoð- un hópa nr. 1 og 3, sem draga saman helztu atriðin sem hóp- arnir telja tiltæk, og sem svar við spurningunni: Á hvem hátt er hægt að auka íþróttastarfið ? Spurningu þessari er ekki auðsvarað, og engan veginn á einn og óumdeilanlegan hátt. Leiðir þær, sem hinar ýmsu þjóðir fara í upplýsinga-, upp- byggingar- og útbreiðslustarf- semi sinni, eru harla ólíkar. Meðulin mörg, stefnur og starfshættir af ýmsu tagi. Þjóðfélagið er gjörbreytt, vettvangur einstaklingsins annar og nýr. Þjóðfélagið fóstrar, sérhæf- ir og gerir sífellt nýjar og vaxandi kröfur um aukna sér- hæfingu í hinum ýmsu störf- um þegnanna. Skólarnir kenna margt nyt- samt og eru gagnlegir að sjálfsögðu. Þeir eru á gelgju- pg vaxtarskeiði eins og þjóðin öll. Mikilsverðir þættir í upp- eldi eru vanræktir. Þættir, sem móðir náttúra annaðist áður ásamt heimilum viðsveg- ar um bæ og byggð. 1 öllum þeim skólum sem ég þekki til hériendis, vantar að meira eða minna leyti aga og uppeldi. Áð taka góð próf í utanað- lærðum fræðum er ágætt, en þó trauðla takmark í sjálfu sér. Skilningur nemandans á námsefninu, gildi þess og til- gangi er aðalatriðið. Skólaíþróttir, sem kenndar eru án þess að vekja nemend- ur til skilnings og umhugsun- ar um hið raunverulega gildi þeirra, geta að vísu gert gagn á meðan á skyldunámi stend- ur. Þegar nemandinn kveður skólann, eru á hinn bóginn heldur litlar líkur fyrir þvi að hann stundi íþróttir, hafi, hann aldrei skilið tilgang þeirra og gildi. Mark og mið skólaíþrótt- anna í landinu er ekki nægi- lega Ijóst hjá forystumönn- um skólanna, læknum, kenn- urum og þar af leiðandi ekki hjá nemendum skólanna. Vel skipulögð og heilsteypt íþróttahreyfing, getur því að- eins vaxið upp í þessu landi, að kynning ungmenna af í- þróttalífi og iðkun íþrótta í skólum landsins verði á þá lund, að íþróttir verði í ein- hverri mynd óaðskiljanlegur þáttur í daglegu lífi sem flestra þegna þjóðfélagsins, að skólanámi loknu. Undir forystu og merkjum hinna ýmsu íþróttaleiðtoga hefur náðst frábær íþróttaleg- ur árangur, sér í! lagi í ein- staklingsíþróttum. Árangur, sem vakið hefur heimsathygli. En þrátt fyrir það, hefur ekki skapazt hér og mótazt sú menning íþróttalegs uppeldis, sem raunar á að vera sá kjarni sem hin einstöku afrek spretta upp af, líkt og ávextir á fögru tré. Fyrir tveimur til þremur áratugum iðkuðu menn íþrótt- ir og börðust fyrir þeim, margir hverjir af eldlegum á- huga og hugsjón, og sumir gera það enn, þó að hugsjóna- mönnum fari vafalaust fækk- andi. 1 nútíma þjóðfélagi þarf að beita nútíma aðferðum, nú- tima vopnum, til að vekja þjóðina til skilnings á þeirri staðreynd, að það er ekki Benedikt Jakobsson Iengur aðeins æskilegt, heldur nauðsynlegt að sem flestir þegnar þjóðfélagsins stundi einhverja íþrótt, og ekki að- eins á vaxtar- og þroska- skeiði, heldur ævilangt. Flestum mun það Ijóst, að íþróttahreyfingin stendur ekki traustum fótum í hinu nýja þjóðfélagi. Hvað veldur? Nýir tímar heimta ný vopn og nýjar leiðir. Vopnin heita áróður og leiðimar upplýsingaþjónusta, fræðsla, kynning o. fl. íþróttahreyfingin hefur vanrækt í stórum stíl það sem hér er drepið á. Áróður fyrir íþróttum í Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.