Þjóðviljinn - 22.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.09.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. septeníber 1963 ÞlðÐVILTINN SlÐA 7 ,EN HJARTAD ÞAD VAR GOTT'! Við sátum síðast á fjöru- steinunum við Gufuskála þar sem mætast í þríhymdum brennidepli forneskjan og at- ómöldin og virtum fyrir okk- ur Natóstand. í>ar er sú „litla lóranstöð“ er Ragnar teikni- stofumaður íhaldsins gerði landskunna þegar Mogginn sprengdi reyksprengjuna sína fyrir síðustu alþingiskosning- ar. Þjóðsagan segir að Ragnar þessi hafi komið til Hellis- sands í áætlunarbíl og síðan ekki stigið út fyrir húsdyr fyrr en hann fór aftur upp í bíl á leið suður. Þá „litlu mynd af lóranstöð" er hann framkallaði í miklu pukri í baðherbergi með njósnaranum Alipov hljóti hann því að hafa tekið í rökkri út um glugga áætlunarbíls, er skókst á snæfellska hraungrýtinu. Fer þá að verða skiljanlegt hvers- vegna gáfnaljósið hann Ali- pov (sem Alþýðublaðið upp- lýsti að væri „njósnari á heimsmælikvarða"!) var svo „harðánægður með myndina" sem Ra.gnar, vitnar um í Mogganum. Spumingin er: Tók Ragnar mynd eða tók hann ekki mynd?! Við skulum vona til guðs að hann ha.fi teklð mynd en ekki logið á sig glæpnum. „Amma sefur” Já, sannarlega er Snæfells- nesið ríkt af sögum allt frá dögum Bárðar Snæfellsáss til vorra síðustu hérvistardaga. Flestar hafa þær sögur fjall- að um harða lífsbaráttu hóg- láts alþýðufólks, enda lítt ver- ið á loft haldið, en sumar einnig um baráttu gegn er- lendri ásælni. En njósnir munu hafa verið óþekkt starf á Snæfellsnesi — þar til Ragnar og Alipov komu til sögunnar. Láklega hafa Islendingar sjaldnast stundað aðrar njósnir en eftirgrennslanir um skrítna karla og kerlingar — og hver héldi við hverja! Njósnir eru þó alls ekki nýtt fyrirbæri á lelandi. T.d. mun einn æðsta prest íslenzku kirkjunnar, svo og virðulegan alþingismann Sjálfstæðis- flokksins, reka minni til þess, af sérstökum ónefndum á- stæðum, að í réttarbókum sé eitthvað skráð um njósnir fyrrverandi þingmanns Sjálf- stæðisflokksins fyrir brezka togaraeigendur um ferðir ís- lenzku varðskipanna. Og gamla menn minnir endilega að fyrirtæki tiginna útgerðar- manna sendi á sinni tíð út skeyti til to^ara sinna á þessa leið: „Amma sefur“. Þeir sem muna þrjá áratugi aftur í tímann minnast þess, að sama þjóðin og vildi herða efnilegt foringjaefni, Bjarna Benediktsson að nafni, með því að lofa honum að horfa á aftöku, sendi hingað margt ,túrista“ með myndavélar. Þetta voru rómaðir „Islands- vinir“ sem höfðu séj-staka að- dáun á söndunum á öræfum íslands. Vart mun fyrir það að synja að þeir hafi einnig beint vináttuaugum sínum og linsum á lítinn sand á Snæ- fellsnesi. — I þá daga voru sprengjur, sem þyrftu aðeins flugvélar lendingarstaði. USIS—Gröndal Og svo kom heimsstyrjöld. Við eignuðumst nýja Islands- vini. Sumir voru raunar var- búnir því að tjá þeim hjálp- fýsi sína, því hinir nýju Is- landsvinir töluðu aðra tungu en hinir fyrri. Þessir nýju Islandsvinir komust ekki hjá því, frekar en aðrar styrjald- arþjóðir, að afla sér margvís- „Vlð elgnuðumst nýja lslands- vinl.“ Hann tók við fyrirmælunum i lóranstöð. legra upplýsinga. Það var þá sem ungur maður að nafni Benedikt Gröndal réðist tii Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna, og munu ekki marg- ir landa hans geta státað af nær 25 ára sögu að baki i þeirri þjónustu. Síðan hafa margskonar fuglar haft fram- færi sitt af allskonar „fræða- grúski“ í sambandi við ætt og athafnir ótrúlegustu Islend- inga. Vart mun það hérað á Islandi að einhverjir þaðan hafi ekki orðið þess áþreifan- lega varir, hafi þeir þurft að fá áritun til Bandaríkjanna, að bandaríska sendiráðið vissi ekkj aðeins flest um ættingja þeirra og lífshlaup, heldur og einkanlega pólitískar skoðan- ir. Að visu ekki ævinlega hið rétta. Og allir eru löngu hætt- ir að taka þá skýringu gilda að sendiráðið hafi öðlazt þessa vitneskju á andafund- um, heldur hafi þar aðrir „miðlar" að verki verið. Guðmundur sannsögli Víkur nú sögunni til Snæ- fellsness. Það bar til tíðinda meðan vinstri stjómin sat að völdum, að bandaríska stjóm- in óskaði þesg að koma upp kafbátastöð í Hvalfirði, með tilheyrandi lóranstöð til leið- sögu fyrir kafbáta sína. Þetfia var nokkru áður en Hermann r--pólitískt sjálfsmorð er Islandssagan getur um til þessa, og því hafnaði hann þessum tilmæl- um, þegar Guðmundur 1 hinn sannsögli flutti þau — á bak við ráðherra Alþýðubanda- lagsins. En strax 1959 þegar Guðmundur hinn sannsögli og meðkratar voru einir með í- haldinu beið hann ekki boð- anna að leyfa vinum sínum að reisa lóranstöð á Snæfellsnesi. Alipov—Ragnar Þá er það að þeir Alipov hjnn rússneski og Ragnar teiknistofumaður íhaldsins koma til sögunnar. Sam- kvsemt frásögn Ragnars sjálfs í Mogganum tók hann að sér að fara vestur á Snæfellsnes og taka iriynd af lóranstöð þessari. Löngu síðar ákvað hann að skýra frá verknaðin- um. Vitneskjan um að eitt herveldið enn hefði hafið njósnir á Islandi var kunn- gjört með óvenju dramatískri sviðsetningu. Lögregluþjónar í blóma lífsins voru látnir hætta lífi sínu í kústaskáp Ragnars í Mosfellssveit og bakhluta báls hans, unz há- punktinum var náð og hinir tveir hættulegu Rússar voru staðnir að verki. Blöðunum voru sendar myndir af slíkri rausn sem væri um meirihátt- ar frumsýningu í Þjóðleikhús- inu að ræða. Mannkærleiki og sannleiksást! Lífshætta lögregluþjónanna, fórnfýsi og hetjuskapur Ragn- ars hvarf þó algjörlega og ómaklega í skuggann fyrir því sem á eftir kom. Á þrem til fjórum dögum birtu blöðin slík feikn um atburð þenna að jafngildi 1—2ja binda leyni- lögreglusögu. en það sem sérstaka athygli vakti og varð strax aðalumræðuefni manna var hitt, hvemig var skrifað um málið. Aldrei áður höfðu slík firn af mannkærleka og sannleiksást birzt á síðum Morgunblaðsins, og er þá mik- ið sagt. I Morgunblaðinu lásu menn m.a. eftirfarandi: Það sem sannazt(!) hefur^ ....“ er „að þeir (njósnar- amir) hafa náið samband við forystumenn íslenzka komm- únistafloksins .. heill stjóm- málaflokkur, kommúnista- flokkurinn, sem sannanlega cr í nánum tengslum og sam- vinnu við njósnarana.“ „Kommúnistar kveinka sér nú mjög undan því að á- byrgð hefur verið lýst á hend- ur ÞEIM vegna njósnastarf- semi Rússa hér á Islandi". „Hin kommúniska for- usta hér telur engan mann geta verið ,,sósíalista“ nema hann sé tilbúinn að svíkja þjóð sína og þjóna hinum er- lendu húsbændum í Kreml.“ „Hvenær sem á reynir stendur hann (Einar Olgeirs- son) með sovézkum stjórnar- völdum á móti Islendingum.“ (Þetta síðasta gladdi alveg sérstaklega gömlu rógsaugu Tímans). „Þeir (ráðamenn Sósíalista- flokksins) telja það megin- skyldu hvers þess manns scm Áþreifanlegt dæmi um hernám í áföngum. Fyrst lítil spira — ,,til öryggis fyrir íslenzka sjómenn” (!), siöan risastandur fyrir kjamorkukafbáta búna Pólariseldflaugum. gengur kommúnismanum á hönd að þjóna RúsSum, svikja land sitt og brjóta lög þess“ Þessar örfáu línur eru að- eins lítið sýnishom af því flóði göfugmennsku og eann- leiksástar sem fyilti síður Morgunblaðsins þessa daga — og hin þríflokkablöðin sungu eftir forsöngvara sínum. Þegar svo við þetta var bætt að enginn gæti treyst framlbjóðendum slíks flokks áttí allt að vera fullkomnað. Aðeins eitt gleymdist Þrátt fyrir allt hafði eitt gleymzt: íslenzk rökhyggja. Fólk í öllum flokkum spurði: Hvemig stendur á því að Ragnar þessi hefur ámm saman ætlað að koma upp um njósnarana — Cn það er ekki gert fyrr en nú, einmitt þremur mánuðum fyrir kosningar? Hvernig stendur á því að Mogginn, sem þagði um njósnir í þágu brezkra tog- araeigenda, þagði um njósnir þýzkra nazista og hefur alltaf þagað um njósnir Bandaríkjanna um íslendinga skuli nú allt í einu skrifa af slíkri á- fergju um njósnir? Hvemig stendur á því að í öllum þessum skrifum er aðeing með örfáum línum vikið að þvi hve hættulegar þessar njósnir kunni að hafa verið fyrir þann er þær beindust gegn: Nató, en megirlhluti orðaflóðsins eða allt að 90% þess mið- ar að því einu að sannfæra lesendur um að „sannazt hafi“ að „heill stjómmála- flokkur, kommúnistaflokk- urinn“ og sérílagi Einar Ol- geirsson, standi ævinlega „með sovézkum stjómar- völdum en á móti Islend- ingum“ ? Þessum spumingum hefur hvorki Moggihn né Varð- bergsdeild Tímans svarað enn — og þvi varð skjót og þung þögn eftir drýgða dáð. Eftir fáa daga hættu slkrifin og síð- an hefur Mogginn ekki ótil- neyddur minnzt á þjóðhetjú sína Ragnar Gunnarsson og afrek hans. En tvennt hafði þessi svið- setning leitt í Ijós: I fyrsta lagi að rökhyggja almennings, íslenzkm lesenda, var enn heilbrigðari en viss öfl höfðu búizt við, og jafnframt hitt hvílikri ótæmandi auðlegð al- veg sérstaks drenglyndis, heiðarleika, mannkærleika og sannleiksástar þeir menn em em gæddir sem þannig skrif- uðu. — Höfuð þeirra hefur kannski ekki reynzt með öllu óskeikult, — „en hjartað — það var gott“! Litlar lýs á löngu hári Við höfum ekki tima til hugleiða þetta frekar að sinni. Við stöndum upp af fjöru- steinunum, röltum í bílinn og ökum af stað. Nokkrum augnablikum síðar sér þú tugi manna fast við veginn við ?\ð reisa nýjar bygging- ar. Nokkm fjær möstrin tvö, hið gamla pervisna og hið mikla nýja, sem kvað eiga að ná jafn langt x átt til guðs himins og Snæfellsjökoll. I hinum nýja Babelstumi má líta litla depla á hreyfingu. það em norskir Amerikanar. Þeir segja að eigandi og framkvæmdastjóri bygginga- fyrirtækisins gangi um í vinnufötum með skrúflykil í hendi og veigri sér ekki við að fara upp sjálfur. Kannski er það þjóðsaga. Enda mun nú svo komið á landi hér, að ekki þyki mikið til slíki-a for- stjóra koma. Já. mikill er sá Natóstand- ur á Gufuskálum. En samt — RGamla Evrópa er þrjózk þrátt fyrir allt: „Kom blot til Norge far, sá kan du se en lus som er sá stor som ele- fant og biter som en tiger“ svai-aði Norsarinn í Amerík- unni þegar Kaninn var að skýra honum frá furðum „Guðs eigins lands". — Og hverju skyldu þeir fremur líkjast þarna uppi en litlum lúsum á löngu hári! Nú er Hellissandur fi-am- undan og lóranstöðin að baki, en hvemig sem á því stendur kliðar í eyrum þér gömul vísa er þú heyrðir eitt sinn: „Allir fara þeir fyrir bí fjandamir a tama: Svona fór fyrir Singman Rhee, svona fór fyrir Singman Rhee, — svona fer fyrir Guðmundi 1 — og Bjarna.“ En nú blasa við jórtrandi rollur í brekku og uppi á henni gömul lítil hús, stór falleg ný hús, og böm að leik. Við erum komin til Hellis- sands. J. B. LeiBtogafundur um Malasíusambandið? KUALA LUMPUR 20/9 — Tunku Abdul Raliman, forsætis- ráðherra Malasíusambandsins, sagði í útvarpsræðu í kvöld að hann væri relðubúinn til að taka til athuRunar hugmyndina um að æðstu menn Malasíu. Indónesíu og Filippseyja komi saman til fundar til að ræða ágreiningsefni sín. Forsætisráð- herrann setti þó ýmis skilyrði, meðal annars hau að Indónesíu- menn vcrði á brott með hcrlið sitt við Iandamæri Indónesíu ok Sarawak á Borneó. TilkjTint hefur verið að þjóð- þing Malasíu muni koma saman 1. október. Á þinginu munu sitja 159 ful’.trúa- Ennfremur herma fréttir að ráðamennimir í Kuala Lumpur, höfuðborg sambandsins, séu að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að við- urkenna stjóm Sjang Kaíséks á Taivan sem löglega stjórn Kina Sukamo Indónesíuforseti til- kynnti í dag að indónesísk yf- irvöld myndu taka rekstur brezkra fyrirtækja í landinu í sínar hendur. Segir í tilkynn- ingunni að ekki sé ætlunin að þjóðnýta fyrirtækin heldur sé gripið til þessara ráðstafana til að tryggja framleiðsluna. Brezk- ar flugvélar fluttu ; dag 28 kon- vtr og börn frá Indónesiu til Singapore. íþróttir ante til Bandaríkjanna í hópi allmargra annarra argentínskra atvinnu-hnefaleikara til bess að freista gæfunnar og berjast um meistaratign og fé. Þetta varð ekki auðveld né ánægjuleg leið fyrir Lavorante, Hann varð að vinna fyrir sér við uppþvott í veitingahúsum og átti erfiða daga eins og flestallir blökku- menn í USA. Hann var sleginn í rot af ekki minni körlum en Cassius Clay og Archie Moore. Hann þótti berjast hraustlega, og í ýmsum öðrum kappleikjum bar hann sigur út býtum. Sorglegur endir Lavorante hafði vakið «vo mikla athygli í Bandaríkjunum í fyrra. að sjálfur Jack Demps- ey tók hann upp á arma sma. Og hann gat komið því í kring að skipulagður var hinn cr- lagaríki kappleikur við Riggirw fyrir einu ári. i l I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.