Þjóðviljinn - 22.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.09.1963, Blaðsíða 12
I I Þrjú gömul hús á Slcóla vörðuho/ti hverfa Nú cru hafnar framkvæmd- ir á fyrsta áfanga viðbygg- ingar Iðnskólans á Skóla- vörðuholti og verða þrjú hús rifin og f jarlægð á næstiinni. Eru hér þrír gamlir kuno- ingjar fyrir vegfarendur á Skólavörðuholti. Listvinahúsið er þekkt fyr- irtækii og rak* Guðmundur heitinn frá Miðdal þar leir- brennslu. en nú er fyrirtæk- ið undir stjóm sonar hans Einars Guðmundssonar. Einar sagði í gær, að hús- ið væri ekki fyrir byggingar- framkvæmdum fyrsta áfanga, en kvaðst þó þurfa að hugsa til hreyfings í næsta mánuði. Ekki er hann búinn að fá lóð fyrir. nýtt hús hjá bæn- um. I húsinu við Skólavörðuholt 140 býr Sigurður Kristjáns- son ásamt fjölskyldu sinni og rekur hann viðgerðastofu fyr- ir antikmuni í Pósthússtræti 17. Við hittum konu hans að máli í gær og kvartaði hún yfir vatnsskorti í húsinu og flyttu þau um næstu mánað- armót í íbúð við Laugaveginn. Ekki heyrðist mannsins mál í húsinu og var konan mædd |j yfir þessum ósköpum. * Þrystiloftsborar drundu í grunninum fyTÍr utan eldhús- glugganna hennar. Hiti og rafmagn voru ennþá í húsinu. ! 1 húsiinu nr 25 við Frakka- stíg situr einstæðings verka- kona og vill ekki fara úr hús- inu. Hún vinnur sem þvotta kona á Sjúkrahúsi Hvíta- bandsins og heitir Sólveig Siggeirsdóttir. Húsið hefur undanfarin ár verið notað sem bústaður fyrir gangastúlkur sjúkrahússins, og nú eru aJir famir úr húsinu nem þessi kona. Hún hefur búið á loftinu í mörg ár og fékk uppsagnar- bréf í febrúar, en hefur hvergi fengið inni ennþá. Skyndiárásir hafa verið gerðar til niðurrifs hússins og hefur Sólveig óðar hringt í lögregluna og látið stöðva niðurrifið. Kjallari hússins er þó orðinn ein rúst. Hún setti sjálf upp sþýtu undir gang- loftið sem ætlaði að hrynja einn daginn vegna röskunar á máttarstólpum hússins. Það er búið að taka vatn og hita af húsiinu, en með aðstoð lög- regiunnar fékk hún að haida rafmagninu. Opnir tenglar blöstu þó við bömum að leik í kjallaranum og stóð hún í því eitt kvöld- ið að gæta þeirra áður en rafmagnsmenn komu á vett- vang til þess að loka þeim Annars kvað hún útvegun á' öðru húsnæði vera i athugun hjá bænum og mættu við- komandi embættismenn fara að hugsa sér til hreyfings í þeim efnum og bregða nú hart og skjótt við fyrir kon- una. Efst er Listvinahúsið, í miðjunni er húsið nr. 25 við Frakka- stíg og neðst er Skólavrðuholt 140. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Stjórn Lyrigs lagði fram lausnarbeiini sína í gær Breytt stjórn Gerhardsens tekur við OSLÓ 21/9 — Klukkan 11 í morgun gekk John Lyng, forsætisráðherra Noregs á fund kon- ungs og afhenti honum lausnarbeiðni sína og stjórnar sinnar. Þegar Lyng kom af konungsfundi lét hann svo um mælt við fréttamenn, að hann væri ekki vonsvikinn yfir úrslitunum, ríkisstjóm- in hefði náð tilgangi sínum í þessum millileik norskrar stjómmálasögu. Við höfum slegið því föstu, að vissum leikreglum verða allir að hlýða, einnig þeir, sem nú taka við á ný sagði forsætis- ráðherrann. Deep River Boys koma um mánaðamótin „The Deep River Boys“ — negrakvartettinn heimsfrægi, er væntanlegur hingað til lands mánudaginn 30. september. Kemur hann hingað á vegum Skrifstofu skemmtikrafta - og heldur hljómleika i Austurbæi- arbíói. Hérlendis dvelst kvart- ettinn til 6. október, en hann mun e.t.v. einnig halda hljóm- leika víðar um landið, t.d. á Akureyri, Akranesi og Keflav. „The Deep River Boys“ kvart- ettinn er Islendingum kunnur af fjölmörgum hljómplötum. Hann er nú talinn með beztu söngkvartettum heims, hefur haldið hljómleika víða um heim og hefur á söngskrá hátt á þriðja þúsund sönglaga. Með söngvurunum er píanólíikari •em einnig er blökkumaður, en forystu fyrir þeim félögum hef- ur bariton-söngvarinn Harry Douglas. „The Deep River Boys“ koma hingað á leið heim til Banda- ríkjanna eftir sex mánaða söng- ferðalag til ýmissa landa Ev- rópu, þar á meðal um Norður- löndin, Bretland, Skotland og Irland. Eftir síðustu hljóm- leikaferð þeirra um Bretland voru brezkir gagnrýnendur samdóma um. að þeim yrði skjpað á bekk með þeim tveim beztu bandarísku kvártettum, sem áður eru kunnir, þ.e. Mills- bræðrum og „Ink Spots“. en bó stæðu þeir þeim oft framar sakir óvenjulegs jafnvægis raddanna innbyrðis og næmrar tilfinningar söngvaranna fyrir hljómfalli og hrynjandi. því til 1 sjónvarpi var Lyng að spurður, hvort aftur kæmi greina stjómmálaleg „ástarjátn- ing“ miUi núverandi stjómar- flokka annarsvegar og Sósíalist- íska þjóðarflokksins hinsvegar, eins og skeði í Kings-Bay mál- inu. Lyng svaraði því til, að ekki væri unnt að kalla það „ástar- játningu" þótt fimm flokkar stæðu saman vörð um stjóraar- farsleg réttindi. Ekki kvaðst hann búast við því, að rættist ósk Einars Gerhardsens um að Sósíalistíski þjóðarflokkurinn þurrkaðist út við næstu kosning- ar. Eins og málin stæðu nú kvaðst Lyng hafa ráð á þvi að votta flokknum viðurkenmngu sína. Eftir að Einar Gerhardsen hafði gengið á fund konungs lýsti hann því yfir. að ráðherra- listi stjómar hans sé enn ekki tilbúinn, en reynt verði að hraða honum sökum þess að Stórþingið kemur saman 1. okt. Hefur Sósíal'istíski þjóð- arflokkurinn jafnan krafizt breytinga á stjóminni, en Verka- mannaflokkurinn jafnan sagt, þar til nú, að stjórnin yrði sú sama, enda óhæfa ef aðrir flokkar ættu að ráða ráðherralista flokksins. Styrkjum úthlutað Nýlega úthlutaði Kvenstúd- entafélag Islands tveimur styrkj- um, að upphseð 20 þús. kr. hvor, eða samtals 40 þús. kr. Styrkina hlutu: Þórey Sigur- jónsdóttir, læknir, Reykjavík, til náms í bamalækningum í Banda- ríkjunum, og Sigrún Hélgadóttir. stud.polyt., Tröðum, Mýrasýslu, til seinnd hluta náms í verk- fræði í Danmörku. Sun-nudagur 22. september 1963 — 28. árgangur — 203. tölublaff. Litlu munaði að stórslys hlytist af grjótfluginu Grjótflug úr Ólafsvíkurenni eyðilagði á þriðjudags- kvöldið var vinnuskúr vegagerðarmanna, sem starfað hafa þar í sumar að lagningu hins nýja vegar. Skullu tvö heljarbjörg úr fjallinu á skúmum aðeins 2—3 mín- útum eftir að verkamennirnir höfðu gengið út úr honum. Þetta gerðist um hálf tíu leytið á þriðjudagskvöldið. Var verið að afferma bíla í nýja veginum og höfðu verkamennimir yfir- gefið vinnuskúrinn 2 til 3 mín- útum áður en miklir dynkir og drunur heyrðust frá fjallshlíð- inni. Leituðu mennimir þess skjóls sem nærtækast var, m.a. bak við loftpressu, en grjóti rigndi allt í kringum þá. Þegar að vinnuskúmum var gætt sást, að tvö heljarstór björg höfðu lent á honum. Annar steinninn hafði farið í gegnum skúrþakið og út um glugga. en hinn lent á einni hlið skúrsins og í gegnum hana og hafnaði á miðju skúrgólfinu. Má af bessu ljóst vera, að þarna hefði getað orðið stórslys. ef srarkamennim- ir hefðu ekki áður verið famir úr skúmum fyrir fáum mínútum. Eins og skýrt var frá í frétt- um í síðasta mánuði, varð bá slys á mönnum sem unnu við vegalagningu í Ólafsvíkurenni. Verður að hafa fyllstu gát á öllu starfi þama vegna stöðugr- ar hættu á gqótflugi úr fjalls- hlíðinni og óforsvaranlegt rnnað en gætt sé ýtrustu öryggisráð- stafanna. Þykir mönnum t.d. vafasamt að unnið sé í hlíðioni eftir að myrkur er skollið á og ógjömingur að hafa auga með lausagrjóti sem hiynja kann úr fjallinu. Hryllilegt morð í Þrándheimi ÞRANDHEIMI 21/9 — 48 ára gamall lögregluþjónn, Fritz Peð- ersen að nafni, myrti í nótt fer- tuga konu sína Auði að nafni, og ellefu og sjö ára gamla sonu sína Þorbjöm og Fróða. Hann til- kynnti sjálfur í síma iögreglunni hvað skeð hefði, og hvarf síðan. Siðar um daginn fundust föt hans á bryggju við höfnina. og hefur Pedersen eftir öllu að dæma drekkt sér að ódæðisverk- inu Ioknu. Það var um sex leytið í morg- un sem Pedersen hringdi í lög- Gamankvæði eftir Kristin Reyr Dt er komin ný ljóðabók eft- ir Kristin Reyr og ber nún nafnið Mislitar fanir. Þetta er sjötta Ijóðabók höfundarins, • en hinar eru: Suður með sjó. Sól- gull í skýjum, Tumar við torg, Teningum kastað og Minni og menn. I Efni Mislitra fana er safn gamanvísna, revíusöngva og skopkvæða frá ýmsum tímum. Hún skiptist í þrjá kafla, sem heita: Kvartélaskiptastemning- ar, Keflavíkurrevíusöngvar og Kómíkurtímaspeglanir. Gamankvæði eftir Kristin hafa komið undir dulnefni í Speglinum og Faxa og fleiri rit- um. Þau kvæði eru í bókinni. en annað efni hénnar hefur hvergi birzt áður. Til gamans ætlum við svo að birta hér ofurlítið sýnishom af kveðskap Kristins í Mislitum fönum: regluna og sagði stutt og laggott: Ég hef drepið konu mina og tvö af bömum mínum. Lögreglan kom þegar á vettvang. Ibúðin var læst og þegar lögreglan braut upp hurðina blasti við hroðaleg sýn, í rúmum sínum lágu frú Auður Pedersen og synir hennar, öll drepin með hnif. Barnungur sonur þeirra hjóna, Kjell að nafni, svaf og hafði ekki orðið var við neitt. Var hann þegar sendur til ömmu sinnar. Leitað er að Pedersen um allan Þrándheim, enda þótt talið sé sennilegast að hann hafi fyrir- farið sér, sem áður segir. All- mikill straumur er við bryggj- una, bar sem föt morðing.ians fundust, og getur þvi liðið á löngu. áður en lik hans finnst. hafi hann kosið þann kostinn að ganga í sjóinn. ÖLIÐ Konur flykkjast heiman að kveða niður öl, þótt Kolka vilji lækna sjúka og snauða. Og ölkonurnar tala í einu um þetta böl, en ölið gerjast hátt í Svartadauða. Og grátkonurnar tárast og gráta þar og hér, en gleyma samt að ræða dekksta bölið, því Kolka hefur sannað á konum eins og mér, að kaffið það er sterkara en ölið. Biskupsmessa í Skálholti Á suhnudaginn 22. þ.m. mxm biskupinnn yfir lslandi, herra Sigurbjöm Einarsson. messa í Skálholtsdómkirkju. . Organisti verður Sigurður Ágústssón, bóndi í Birtingaholti og stjómar hann einnig Hrepnakórnum, sem syng- ur við guðþjónustuna. Messan hefst kl. 3 siíðdegis. I gær hófst hin árlega haust- ráðstefna æskulýðsnefndar þjóð- kirkjunnar Skálholti. Munu út- gáfumál verða sérstaklega tekin til meðferðar að þessu sinni. Mun rætt verða um útgáfu blaða og tímarita, lestrarþörf æsku- fólks og framboð lestrarefnis. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða þeir Arinbjöm Kristinsson, prentsmiðjustjóri. Haraldur Ham- ar. blaðamaður, Páll Kolka. læicnir, og séra Sigurður Hauk- ur Guðjónsson ritstjóri Ælsku- lýðsblaðsins, sem gefið er út af æskulýðsstarfi þjóðkirkiunnar. (Frá æskulýðsfulltrúa) t <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.