Þjóðviljinn - 24.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.09.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 24. sep'tember 1963 — 28. árgangur — 204. tölublað FYRRIHOLSKEFLAN STEYPIST NÚ YFIR MJOLK HÆKKAR UM ÐUNG! ¦ í dag kemur til íramkvæmda stórfelld hækk- un á mjólk og mjólkurafurðum, en.ennþa stór- felldari hækkun á kjöti kemur til framkvæmda á morgun. ¦ Mjólkin hækkar um 25%, nákyæmlega íjórð- ung, og smjörið hækkar um hvorki meira né minna en 28,2%! Er þetta langmesta hækkun sém orðið hefur á hversdagslegustu og brýnustu Hér fer á eftir yfirlit yfir helztu verðbreytingarnar sem koma til'®' framkvæmda í dag: Mjólk Mjólk í lausu máli hækkar úr kr. 4.60 eins og það var í fyrra- haust f kr. 5.75 lítirinn. Nemur hækkunin kr. 1.15 eða nákvæmleea 25%. Mjólk í umbúðum hækkar um sömu upphæð í krónutölu. Mjólk í heilflöskum hækkar þannig í kr. 5.95 og mjólk í hyrnum i kr. 6.40. neyzluvörum almennings NOKKRU SINNI hér á landi, og þótt víðar væri leitað. í nágranna- löndunum telja ríkisstjórnir það skyldu sína að segja af sér ef verðlag á algengustu neyzluvör- um hækkar um nokkrar prósentur, nú síðast til að mynda finnska stjórnin, en hér stuðlar rík- isstjórnin að því að magna verðbólguna og telur þá væntanlega stökkbreytínguna á búvöruverði sigur fyrir sig. m|or Mjólkurpotturlnh I hyraumim er nú kominn upp I kr. 6.40 en var kr. 5.25 í fyrra á sama tímá. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Síldveiðiskýrsla Fiskifélagsins: SÍLDVEIÐINNI ER AÐ LJÚKA Sjör hækkar mest af mjólkurafurðunum. Kílóið fer upp í *r. 103.55 úr kr. 80.75. Nemur hækkunin á kílóinu kr. 22.80 eða 28.2%. Rjómi Rjómi í lausu máli hækkar úr kr. 50.00 lítirinn í kr. 57 80. Hækkunin nemur 15.6%. Rjómi í umbúðum hækkar á hliðstæðan hátt. Skyr f skýrslu" Fiskifélags íslands^ um sfldveiðarnar á miðnættí sl. laugardag segir að heildarafl- inn hafi þá verið 1.620.421 mál og tiiunur, en heildaraflinn sl. suniar var 2.370.066 mál og tunnur. Síldarskipin eru riú flest hætt veiðum og. munu að- eins um 30 skip halda enhþá út. i fyrra um sama leyti voru öll sklp hætt veiðum. Vikuaflinn sL viku var 50.918 mál og tunnur en var í sömu viku í fyrra enginn. Svo til 811 síldin fór i bræðslu en lítið eitt var þó fryst. Söltun var éngln, Eftir hagnýtingu skiptist heildaraflinn í sumar þannig: f soltun 463.235 upps tn. f frystingu 33.124 uppm. tn. í bræðslu 1.124.062 mál. f fyrra skiptist heildaraflinr bannig: f söltun 375.429 upps. tn. f frystingu 39.122 uppm. tn. f bræðslu 1.955.515 mál. Á 2. síðu er birt skrá yfir afV 79 skipa o? er það síðasta sílr1.- veiðiskýrsla ^iskifélags fslands á þessu sumri. Kflóið af skyri hækkar úr kr. 12.75 í kr. 14.65. Hækkunin nem- ur kr. 1.90 eða um tæp 15%. Ostur 45% mjólkurostur hækkar úr kr. 71.35 kílóið í kr. 84.15. Hækk- unin á kflóinu nemur kr. 12.50 eða 17.9%. Aðrar tegundir af mjólk- urosti hækka samsvarandi. Kílóið af mysuosti hækkar úr kr. 30.00 í kr. 35.35, eða um 17.8%. Kjör og kartöflur í dag Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbún- aðarins, skýrði Þjóöviljanum svo frá í gær, að enn hefði ekki verið gengið til fullnustu frá verði á kjöti, slátri og kartöflum, en það kæmi til framkvæmda á morgun. Eins og Þjóðviljinn hefur á3ar greint frá veröur hækkunin á kjöti enn meiri en mjólkurhækkunin. RIKIÐHLEÐUR UNDIR ÍSLÍNZKA AÐAL VERKTAKA Blaðið hefur haft spurnir af einstæðu hneyksli í sambandi við vegagerð á íslandi. Hneyksli þetta mun hafa orðið í sambandi við vélakaup til Kefla- víkurvegarins. Eins og kunnugt er hefur hermangsfyrirtækið „íslenzkir aðalverktakar" lagningu vegar- ins á hendi og keyptu verktak- arnir vélamar til landsins. Hinsvegar hefur Þjóðviljinn það eftir góðum heimildum, að Vegagerð ríkisins hafi haft á hendi allan undirbúning að véla- kaupunum, m.a. sent út menn til að velja vélarnar og gera samninga um kaup á þeim. Þegar þessari undirbúnings- vinnu Vegagerðarinnar var lok- ið tóku Aðalverktakar við og keyptu vélarnar, þannig að nú eru þeir eina fyrirtækið á ís- landi, sem hefur yfir að ráða fullnægjandi vélakosti til að steypa með íslenzka þjóðvegi. Þannig er ríkið látið velja tækin í hendurnar á einkafram- takinu, á sinn kostnað, og sið- an getur þetta fyrirtæki sett ríkinu alla kosti í sambandi við varanlega vegagerð. Sveitarstjórnir kosnar í Noregi f gær fóru fram bæjar- og sveitastjórnarkosningar í Noregi. Skömmu fyrir miðnætti í nótt höfðu verið talin rúml 110 þusund atkvæði í 100 af 525 sveitafélögum landsins. Atkvæði og fulltrúar skiptust sem hér segir (tölur síðustu kosninga i svigum): Verkamannaflokkurinn: 41.322 (39.803) — 695 lullir. Hægri flokk- urinn: 8.194 (7.078) — 99 fulltr. Konunúnistaflokkurinn: 1.521 (2.037) — 12 fulltrúar. Kristilegi flokkurinn: 8.030 (7.105) — 124 fulltr. Miðflokkurinn: 19.937 (17.254) — 343 fulltr. Vinstri flokkurinn:7.818 (8,591) — 128 fulltr. Sósialistiski alþýðuflokkurinn 538 (0) — 7 fuU- trúa. Óháðir og adrir: 23.585 (25.187) — 531 fulltr. HlutfalHstaila. flokkanna var sem hér segir: Verkamannaflokkurinn: 37,25 (34,73), Hægni fl.: 7.39 (6.87) Komm- únistaflokkurinn: 1.37 (1.98) Kristil.fl.: 7.24 (6.89) MiðfíL: 17,97 -16,- 74) Vinstri £1.: 7,05 (8.33) Sós.alþýðufl. 0.48 (0,0) Óháðir og aðrir 21,26 (24,45). Sigurpáll með metafla í GÆRMORGUN kom Sigurpáll til Seyðisf jarðar með 800 mál af síld. Þar með var Eggert skípstjóri Gislason búinn að slá sitt eigið aflamet síðan i f yrra, þegar hann veiddi 308- 03 mál og tunnur á Víði II. NÚ ER HANN búinn að fá 31439 mál og tunnur. Myndin er tek- in á Seyðisfirði í sumar, þeg- ar Sigurpáll er að koma inn með um 1500 mál. (Ljósm. E. Þ.). "4 mmT?/ ' 9< (.. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.