Þjóðviljinn - 24.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.09.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. september 1963 HðÐVIUINN SÍÐA J Dominikanar saka Haiti um innrás SANTO DOMINGO 23/9. — Út- varpið í Santo Domingo, höfuð- borg Dominikanska lýðveldisins, skýrði frá ]>ví síðtlesis í dag að herlið frá Haiti hafi ráðizt yf- ir landamærin á norðanverðri Hispaniola-eyju, sem skiptist milli ríkjanna tveggja. Sam- kvæmt fréttum þessum hófst árásin með skothríð, en siðar tóku Haitimenn að beita sprcngjuvörpum og stórskota- Iiði. Útvarpið segir meðal annars að íbúamir í dominikanska bænum Dajaban hafi flúið heim- ili sín skelfingu lostnir eftir að skothríð hafi verið hafin á bæ- inn frá Juana Menxez í Haiti. Helztu yfirmenn dominikanska hersins munu í dag hafa kom- ið saman á fund til að ræða hugsanlegar gagnráðstafanir gegn Haiti. Ennfremur kallaði dr. Hector Garcia, utanríkisráð- herra, alla erlenda sendiráðs- menn í Santo Domingo. á sinn fund til bess að skýra beim frá hinum viðsjárverðu atburðum. Dominikanska lýðveldið og Haiti hafa ekki haft með sér stjórnmálasamband frá bví snemma í sumar er upp komu alvarlegar deilur milli ríkjanna. Andstæðingar Duvaliers, ein- ræðisherra réðust bá inn 1 sendi- ráðsbygginguna. f haust hafa svo átt sér stað skærur á landa- mærum ríkjanna. Óameríska nefndin rannsaki Starfsemi kommún- ista í Hoilywood! 100 ríkó hafo undirritað WASHINGTON 23/9. — Til- kynnt var f Washington I dag að nú hefðu alls eitt hundrað ríki ritað undir Moskvusamn- inginn um takmarkað tilrauna- bann, en í dag undirrituðu full- trúar Malasiubandalagsins það eintak samningsins sem liggur frammi í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu. Fulltrúar 95 ríkja hafa undir- ritað samninginn í Washington. Þar við bætast stórveldin brjú, Bretland, Bandarikin og Sovét- rikin, sem undirrituðu í Moskvu, svo og Austur-Þýzkaland og Ytri Mongólía, sem aðeins hafa undirritað bað eintak sem ligg- ur frammi í Moskvu vegna þess að Bandaríkin viðurkenna ekki tilveru þeirra ríkja. í dag felldi bandariska öld- ungadeildin tillögu repúblikan- ans Barrys Goldwaters þess efnis að Moskvusamningurinn skyidi ekki öðlast gildi nema iþví aðeins að „herlið Sovétríkj- anna á Kúbu“ yrði á brott úr eynni. Tillaga bessi var felld með 77 atkvæðum gegn 17. Gert er ráð fyrir að öldungadeildin greiði atkvæði um sjálfan samniriginn á morgun og er full- víst talið að hann verði stað- festur með talsverðum meiri- hluta. WASHINGTON 23/9. — Eins og kunnugt er hafa kvikmyndaleik- arar og aðrir listamenn í Bandaríkjunum, sem grunaðir eru um að hafa aðrar stjórn- málaskoðanir en ráðamcnnirnir verið ofsóttir af mikilli elju- semi. Nú hefur öldungadeildar- maðurinn Kal Mundt frá Suður- Dakota ritað formanni dóms- málanefndar deildarinnar bréf og skorað á nefndina að hafa forgöngu um rannsókn á „kommúnistískri starfsemi inn- an kvikmyndaiðnaðarins i Hollywood“. Tilraun varðandi kjarnorkuflota NATÓ-ríkjanna WASHINGTON 23/9. — Banda- risk stjórnarvöld hafa boðizt til að Iáta í té eitt eða tvö herskip sem mönnuð yrðu sjóliðum frá ýmsum NATÓ-ríkjum. Er ætl- unin að kanna með þessu hvernig hugmyndin um sameig- inlegan kjarnorkuflota Atlanz- hafsbandalagsins muni reynast í framkvæmd. Ýmsir herfræð- ingar, og þá einkum brezkir, hafa bent á ýmsa vankanta i þessu sambandi. Búizt er við að utanríkisráðhcrra Bandarikj- anna, Dean Rusk, muni ræða nánar um fyrirætlun þessa er hann hittir hinn brezka starfs- bróður sinn, Home lávarð, síð- ar í þessari vlku. Svar frá Sovét Framhald af 1. síðu. haldandi vígbúnaðarkapphlaup tefji þróunina til betra og feg- urra mannlífs í sósíalistísku iöndunum og magni árásir aft- urhaldsins á alþýðu manna og Iýðræði f auðvaldslöndunum. Sovétríkin séu alltaf reiðubúin til sátta, en þeirra sé varla von á næstunni ef svo heldur áfram sem horfir. Mundt ræddi við fréttamenn í gær. Hann gat um „rannsókn“ óamerísku nefndarinnar á ár- unum fyrir 1950 og skýrði frá því að margir sem þá hefðu verið hraktir frá Hollywood hefðu nú aftur hafið störf við kvikmyndagerð. Þótti öldunga- deildarmanninum þetta mikil ó- hæfa, einkum með tilliti til bess að Bandaríkiamenn sendu nú fleiri kvikmyndir til annarra landa en nokkru sinni fyrr. Rétt er að hafa það i huga að fjölmargir bandarískir kvik- myndaleikarar hafa að undán- förnu skipað sér við hlið negr- anna í baráttu þeirra gegn kynþáttamisréttinu i landinu og hefur sú einurð Iistamannanna vakið mikla athygli um allan heim. Verkamenn Flugfélag Islands h.f. óskar eftir að ráða nokkra verka- menn um óákveðin tíma, til ýmissa starfa á Hlaðdeild félagsins á Reykjavíkurtlugvélli. Unglingar koma ekki t)iil greina. | j j Upplýsingar veitir starfsmannahald í síma 16600. • • Vwýe/ffýr Á/a/zds Söngsveitin Philharmonía tekur á móti nýjum félögum, konum og körlum, til 15. október. Upplýsingar gefa frú Hanna Guðjónsdóttir, sími 12563; Jakob Þ. Möller, sími 15393 og söngstjórinn doctor Rób- ert A. Ottósson. ÍBÚÐ - 40.000.00 Vil taka á leigu íbúð, 2ja til 4ra herbergja. Ársfyrirframgreiðsla allt að 40.000.00. Kaup koma til greina. Get greitt 3 — 400 þúsund krón- ur á tveim árum og síðan 100 þúsund á ári. Tilboð sendist afgrciðslu Þjóðviljans strax merkt „Kópa- vogur*’. Tillaga LONDON 23/9. — Stjómskipuð nefnd lagði í dag til að mynt- kerfinu brezka verði breytt á ' á lund að pundinu verði skipt i 100 minni einingar. í nefnd- inni eiga sex menn sæti og hafa þeir unnið að tillögu sinni frá þvi í fyrra. Gert er ráð fyr- ir að kostnaðurinn af þessum umskiptum muni verða um 12 milljarðir króna. Okkur vantar börn og unglinga nú þegar eða um næstu mánaðamót til blaðburðar víðsvegar um bæinn, Hjartanlega þakka ég bömum, tengdabömum og öðrum vinum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára afmséli mínu 20. september s. 1. Guð blessi ykkur öll. INGIBJÖRG PALMADÓTTIR frá Hlíð. Kæru vinir mínir. Hugljúfar þakkir fyrir órjúfandi tryggð og vinát’tu. Ríkarður Jónsson. Starfsstúikur óskast Starfsstúlkur vantar í eldhús Kleppsspíí- alans. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38164. Reykjavík, 23. september 1963, Skrifstofa ríkisspítalanna. VINNA Viljum ráða nú þegar nokkra menn til starfa í verksmiðju vorri. Mötuneyti á staðnum — Ódýrt fæði. Kassagerð Reykjavíkur h.f. Kleppsvegi 33. Þjóðdansa- Reykjavíkur Kennsla hefst mánudaginn 30. september. Kenndir verða nýjir dansar og gamlir, þjóðdansar og barnadansar. Flokkar fyrir böm. unglinga og fullorðna. Innritun í síma 12507 frá Rl. 5 — 7. • • SOLUMAÐUR Stórt iSnfyrirtæki í Reykjavík vantar sölumann frá næstu mánaðarmótum. TilboS er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist Þjóðviljanum fyrir 29. þ. m. merkt „Pró- sentur — 202”. «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.