Þjóðviljinn - 24.09.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.09.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 24. september 1963 ÞIÖÐVIUINH SIÐA Ararat — aldingarðurinn Eden var víst einhverstaðar hér i grennd. Á kletti í vatninu rísa rústir klausturs — smáar eðlur sleiktu sólskinið á sprungnum graí- steinum fornra ábóta . . . ARMENIA — Fimmta grein LANDSLAG OG BÚSKAPUR Fjöll og vötn Undirlendi er lítið í Arm- eníu, Dalir eru þröngir. Yfir þeim standa mikil fjöll. Sum forött og ágeng — nýsofnuð eJdfjöll og sum ótrygg enn í dag. Önnur mjúk í formum og nokkuð gróin — en samt óblíð bændum, þvi jarðvegur- inn er að springa af þorsta. Landið er ekki frjósamt og jþvi ólkt nágrannalandinu Grúsíu þar sem hvert staf- prik sem stungið er í mold ber líkulegan ávöxt. En óviðjafnanleg er fegurð þessara óhentugu fjalla. Bjartir, sterkir, allt að því grhnmir litir — brúnir og gul- ir, en mildast af bláma í fjarska. Yfir sigla létt ský og foreyta um leið lit og formum landsins. Og uppi í fjöllunum — í bvö þúsund metra hæð — er stórvatnið Sevan, fullt af sil- ungi og blárra en himinninn. í>ar rísa tvær litiar kross- kirkjur á kletti, sem nú er tengdur ströndinni örmjóu eiði. Þetta eru leifar af klaustri, stofnuðu sama ár og Island byggðist. Þar hefur verið gott næði til skrifta. En hinsvegar hefur djöfullinn telrið á sig gerfi ungrar stúlku og róið kringum bræð- uma á snoturri kænu. Þannig er mannlífið. 1 ann- arri kirkjunni bjuggu eðlur og snákar. I hinni sat gömul kona og brenndi kerti fyrir hrörlegu altari — allt skraut var af veggjum og uppi undir hverfingu höfðu fuglar gert sér hreiður og létu mikið til sín heyra. Kertið var næstum því útforunnið. Kringum klettinn syntu sportlegir unglingar í sumar- fríi og hugsandi menn réru til silungs á smákænum. Kýr og kindur Armenía var landbúnaðar- land og enn býr tæpur helm- ingur fólksins í sveitum. Þær breytingar sem gerzt hafa í landinu á sovéttímabil- inu eru margar og milrilvægar — en þó langminnstar í land- búnaði. Á f jörutíu árum hefur kjötframleiðsla tvöfaldazt, mjólkurframleiðsla tæplega þrefaldazt — á sama tíma hefur íbúatala tvöfaldazt. Kýr voru nofekumveginn jafn- margar 1913 og 1959 (230 þúsund), en mjólkuðu miklu meira. Kindur voru tæpar tvær milljónir 1959 en 1,2 millj. 1913. Framfarir í á- vaxtarækt, vínberjarækt og tóbaksrækt voru að vísu hraðari og áþreifanlegri, en samt var kvartað yfir of hægri þróun einnig í þeim greinum. Hér fara saman afleiðingar af landbúnaðarpólitík Stalíns (framleiðslutölur komast fyrst á verulega hreyfingu eftir 1953) og erfið skilyi-ði: landleysi og vatnsskortur. Til að stórbreytingar verði þarf mikla f járfestingu í áveituif. Armenar sögðu að bændur lifðu mjög sómasamlega í Araratdalnum og á öðrum lægri svæðum þar sem vatns nýtur við: ávaxtarækt og þá sérstaklega vínrækt gefur góðan arð búum og einstakl- ingum. Sýnu erfiðari væru kjör manna í hinum þurrari, hálendari héruðum sauðfjár- ræktar og ógreiðari sam- gangna við marfeaði. Enn eitt er athyglisvert við armenskan landbúnað — einkabúskapur samyrkju- bænda skipar mikinn sess í framleiðslunni: þeir eiga til dæmis um fjörutíu prósent kúa og sauðf jár. Vélar og bækur En hvað sem áveitum líður er framtíð Armeníu ekki tengd landbúnaði: landið er lítið, bratt, þurrt og hálent — níu tíundu hlutar þess eru í yfir 1000 metra hæð. Og það sem gerzt hefur í Aimeniu á síðustu áratugum *r þetta: Iðnbylting plús alls- herjar herferð í skóla- og menntastofnanir. Á rúmum f jörutíu árum hef- ur iðnaðarframleiðsla sjötug- faldazt — á támabilinu 1955 —1959 tvöfaldaðist hún. Og það var ekki ráðizt á garðinn þar sem hann var lægstur: aðaláherzla var lögð á fram- lejðslu sem krefst menntaðs vinnuafls: rafstöðvar, alúmín- íum, sérhæfð vélsmíði, mæli- tæki. Eftir ÁRNA BER6MANN Til að þetta gæti gerzt þurfti menningarsókn. Að vísu áttu Armenar alltaf all- stóra menntamannastétt — en hún bjó í stórborgum ýmissa landa, fjarri fátækum og ólæs- um bændum Armeníu sjálfrar. 1920 var þar aðeing tíundi hver maður læs. Nú er þar að sjálfsögðu nóg af almennum skólum. Og ellefu æðri sfeólar með 20 þús- und stúdentum. Og ellefu leikhús og 1200 bókasöfn. Og margar fleiri tölur mætti nefna mjög virðingarverðar. Sovétaimenína hefur því heldur betur skotið nágrönn- um sínum. í Persíu og Tyrk- landi ref fyrir rass. Og fer vel á því. Silung handa Petrosjan Þvi er það að Armenar^ þurfa ekki að sækja fróða menn, hæfileikamenn, til ann- arra. Öðru nær. í Bjúrakan rís ágæt stjörnu- athugunarstöð. Þar starfa 30 vísindamenn sem allir hafa lært við háskólann í Erevan. Þeim stjómar Ambartsúmjan, sem gert hefur heimsfrægar uppgötvanir á sviði stjarneðl- isfræði og er því kjörinn for- seti alþjóðasambands stjam- fræðinga. Þangað safnast sér- fræðingar úr ýmsum hálfum sér til upþbyggingar. þvi, að Armenar eru aðeins eitt prósent af öllum íbúum Sovétríkjanna. Af þessu fólki eru Armen- ar stoltir — af listamönnum, af vásindamönnum, af hraust- um mönnum: Armenar gátu sér sérstaklega gott orð í stríðinu vð Hitler — bæði á sléttum Ukrainu og í Frakk- landi — en þar komust marg- ir stríðsfangar úr haldi (með aðstoð franskra kynbræðra sinna) og stofnuðu frægar skæruliðasveitir. Þjóð sem á marga ágæta syni hættir ekki að vera til. Eða — svo nýlegt dæmi sé tekið: þú situr undir trjám í þröngu gljúfri og étur glóðar- steikt lamb nýslátrað ásamt fimm bændum. Mikill gleð- skapur og gestrisni. Það er skálað fyrir heilagri mold landsins, fyrir góðum holdum sauðfjár. Og fyrir Tígran Petrosjan skákmeistara. Veitingaþjónn í Erevan sagði: Já, það er ekki alltaf til Sevansilungur (silungur úr Sevanvatni er mikil gersemi enda kallaður á armensku konungur fiska). En við send- um samt Petrosjam fisk til Moskvu á hverjum degi með- an einvágið stóð .... Á. B. Af sviði óperunnar í Ere- van hljómar einhver glæsileg- asta sópranrödd Sovétrákj- anna — Goar Gasparjan. Og í Moskvu komast miklu færri að en vilja þegar Pavel Lísáts- jan eða Zara Dolukhanova syngja. Láfeðlisfræðingurinn Orbelí, tónskáldið Khatsjatúrjan, málarinn Sarjan, marskálfeur- inn Bagramjan — það er sama hvar niður er gripið, allstaðar blasa við armensk nöfn í fremstu röð — og mega menn þá ekki gleyma Þjóðdansafélagið hefur vetrarstarfið Vetrarstarf Þjóðdansafélags Reykjavíkur hefst um næstu mánaðamót og verður með lxku sniði og á undanförnum árum. Þó verður í vetur gerð sú breyting að hafa 5 kvölda nám- skeið bæði í nýju og gömlu dönsunum. Er þá kennt í 1% tíma í hverjum flokki einu sinni í vifeu. Einni.g verða nám- skeið í þjóðdönsum og fara vin- sældir þeirra, bæði íslenzkra og erlendra dansa, sívaxandi. Skipt er niður í flokka allt frá bama- flokkum, eftir aldri og kunn- áttu, unglingaflokka og fullorð- insflokka og auk þess sýning- arflokka. Það sem mest hefur háð fé- laginu á undanförnum árum er húsnæðisskortur og hefur oftast orðið að taka húsnæði á mörg- um stöðum og þó ekki verið hægt að fá nægilegt húsnæði til að fullnægja eftirspurn. Sýn- ir þetta hve brýn riauðsyn er að hafa góðan samastað fyrfr svona starfsemi, þar sem hægt væri að hafa alla starfsemina undir sama þaki. Ef á aukaæf- ingum þarf að halda fyrir sýn- ingarflokka, sem oft er með stuttum fyrirvara, þarf að leita fyrir sér í mörgum stöðum Qg síðan að láta alla vita, sem eiga að mæta í hvert skipti. Hefði félagið yfir eigin húsriæði að ráða mundi það létta starfið 6- trúlaga mikið. Kennslan hefst að þessu sinni 30. september í Breiðfirðinga- búð og verður auglýst { dag- blöðum og útvarpi. Allar upplýsingar um innrit- un og tilhögun kennslu verða veittar í síma félagsins 12507. Frá forlaginu Schönbcrg í Kaupmannahöfn hafa Þjóð- viljanum borizt þrjár af nýj- ustu útgáfubókum þess: Þrír Ijónsungar (Tre Iöve- unger) eftir Joy Adamson er þriðja bók höfundar um ljón ynjuna Elsu og afkvæmi hennar. 1 fyrri bókunum tveim segir höfundur frá því, hvemig hún og maður henn- ar fóstruðu Eisu tjl þriggja ára aldurs á heimili sínu í Kenýa, en gáfu henni síðan frelsi. Ljónynjan eignaðist þrjá unga og leitaði fjcl- skyldan alltaf meira og minna til fósturforeldranna. í hinni nýútkomnu bók er einkum sagt frá ungum Elsu og dramatískum örlögum þeirra eftir dauða móðurinn- . ar. Eins og hinar fyrri bæk- ur Joy Adamson er þessi síð- asta prýdd fjölmörgum !jós- myndum. 178 bls. Verð (d. kr.) 35.75 og 46.50. Opinn bátur (Aben bád) eftir Aksel Larsen er frásögn af ævintýralegum flótta 2ja Norðmanna á opnum báti í síðustu heimsstyrjöld. Hcf- undurinn keypti ásamt félaga sínum gamlan sexæring á 23 norskar krónur og á þessari fleytu sigldu þeir frá Vggtur- Noregi um tundurduflabelti og bannsvæði til Hjaltlands- eyja, þar sem þeir gengu í herþjónustu bandamanna. Við margt urðu þeir félagar að glíma á þessari löngu leið: illviðri. þoku, vélarbilun, seglaslit, hval og hákarL 155 bls. Verð (d. kr.) 26.25 ób. Sánchez og börnin hans (Sánchez og hans börn) eftir Oscar Lewis prófessor er minnisstæð lýsing frá fá- tækrahverfum Mexíkó-borg- ar, þar sem 15 manneskjur búa, elska og deyja í einu herbergi. Höfundurinn, sem er félagsfræðingur. hefur orð- ið heimsfægur fyrir þessa bók sína. en við samningu hennar hefur hann beitt nýj- um aðferðum: Hann styðst við eigin frásagnir betrra persóna, sem við sögu koma í bókinni, og þessar, frásagn- ir tók hann upp á segulband á heimili viðkomandi manna. Það hefur verið sagt, að þess- ar frásagnir sýni það sem inni fyrir er í neyðinni, lýsi betur en margt annað fátækt- inni, sem 80 af hverjum 100 íbúum jarðarinnar búa við. Þetta er stórk bók. um 100 síður í vænu broti. Verð (d. B kr.) 45.50. * I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.