Þjóðviljinn - 25.09.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 25.09.1963, Side 1
Miðvikudagur 25. september 1963 — 28. árgangur — 205. tölublað. SÍÐARIHOLSKEFLAN ER ENNÞÁ STÆRRI KJOTIÐ HÆKKAR UM 37 PROSENT • í dag kemur til framkvæmda verðhækk- unin á kjöti, en hún er ennþá stórfelldari en mjólkurhækkunin. Hækkar kjötverðið yfir- leitt um 37% frá því í fyrrahaust. Meðal- hækkunin á kjöti og mjólk er þá 31%, eins og Þjóðviljinn hafði sagt fyrir. Hins vegar hafði Morgunblaðið, málgagn landbúnaðar- ráðherra, staðhæft, síðast á laugardaginn var, að meðalhækkunin yrði innan við 20%! . . . . ■ Ástæðan til þess að kjötið hækkar meira en mjólkin er sú að bændur töldu að sauðfjárbændur hefðu orðið fyrir enn meiri búsifjum af völdum viðreisnarinnar en m’jólkurbændur. Var skiptingin milli búgreina ákveðin af yfirnefnd, eins og hækkunin á grundvellinum sjálfum, þar sem samkomulag náðist ekki milli fulltrúa bænda og neytenda. Telja bændur að því fari mjög fjarri að þessi hækkun rétti hlut þeirra eins og nauðsynlegt hefði ver- ið gagnvart óðaverðbólgu ríkisstjómarinnar. En neytend- ur geta að sjálfsögðu ekki unað því að brýnustu nauð- synjar þeirra séu hækkaðar um nær þriðjung á sama tíma og vísitölubætur á kaup eru bannaðar með lögum! Meginatriðin í hinu nýja verði á landbúnaðarafurðum fara hér á eftir: Súpukjöt Kíló af súpukjöti hækkar úr kr. 32.35, eins og það var ákveð- ið í fyrrahaust. í kr. 44.40. Nem- ur hækkunin á kíló kr. 12.05 eða hvorki meira né minna en 37% Heil læri Kjöt í heilum lærum hækkar 5r kr. 37.65 kílóið í kr. 51.65. tílóið hækkar þannig um 14 krónur eða 37 af hundraði. Rok og kuldi ★ Samkvæmt upplýsing- um sem Þjóðviljinn fékk hjá Veðurstofunni síðdegis í gær var þá norðan hvass- viðri og illviðri um mest- anhluta landsins og staf- aði það af djúpri lægð. er var úti fyrir Suðaustur- landi. Um kl. 3 síðdegis i gær var stormurinn mest- ur um mitt Norðurland og mitt Suðurland, en hæg- ara á Vestfjörðum og Aust- fjörðum. Voru þá 8 vind- stig á Sauðárkróki og 11 vindstig á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum. •ic Norðanáttinni fylgdi kraparigning og snjókoma í innsveitum á Norðurlandi Var hitinn þar 1—2 stig við sjóinn en á Nautabúi í Skagafirði var 1 stigs frost. Hlýjast var á Austfjörðum. 7 stiga hiti, en fór kólnandi. Slyddan náði suðuryfir há- lendið og var kraparigning um Miðsuðurland. ■jf Von var á því að veðr- ið gengið niður um norð- vestanvert landið, í nótt, en færi hins vcgar kóln- andi og hvessandi á norð- austurlandi. Hryggir Hryggir hækka úr kr. 38.85 kílóið í kr. 53.25. Þar nemur hækkunin kr. 14.40, og enn er hlutfallshækkunin 37%. Lifur Kílóið af lifur hækkar úr kr. 42.30 í kr. 55.60. Hækkunin er kr. 13.30 á kíló eða rúmJega 31%. Ijifur er ekki greidd niði’r úr ríkissjóði. Hjörtu Hjörtu og nýru hækka úr k.r. 31.50 í kr. 38.60 kílóið. Hækkan- in nemur kr. 7.10 eða 23%. Hausar Sviðnir hausar hækka úr kr. 24.80 kílóið í kr. 31.20. Hækkar kílóið um kr. 6.40 eða 25°% Slátur Heil slátur með sviðnum haus hækka úr kr. 41.00 í kr 50 85. Hækkunin er kr. 9.85 eða 24%. Kartöflur Pokinn af 1. flokks kartöflum kostar nú kr. 43.40. bannig að verðið á kílóinu er kr. 8.68. t fyrra kostaði kílóið kr. 7.00. Hækkunin er kr. 1.68 á kílóið eða 24%. Hliðstæð hækkun verður á öðrum flokkum. Leikdómur * Asgeirs Hjartarsonar um Císi er á 7.síiu Kjötvörur hæltka að meðaltali um 37% frá því sem þær voru í fyrrahaust. — Ljósm Þjóðv. A.K, Moskvu- samningurinn staðfestar WASHINGTON 24/9. Öldunga- deildin bandaríska staðfesti f dag samninginn um tak- markað tilraunabann sem undirritaður var af utanríkis- ráðherrum Bandarikjanna, Bretlands og Sovétríkjanna f Moskvu. 80 öldungadeildar- menn grciddu atkvæði með staðfestingu samningsins en aðeins 19 á móti. Tvo þriðju hluta atkvæða, eða 66, þurfti til þess að samningurinn öðl- aðist staðfestingu. KENNEDY Bandaríkjaforseti lýsti f dag yfir ánægju sinni með afgreiðslu öldungadeQd- arinnar. Sagði hann að Moskvusamningurinn væri mikilvægt skref á friðar- brautinni og gæti leitt til frekari afvopnunarsamninga. BORGA ÞEIR MISMUNINN? Þau furðulegu tíðindi gerðust á laugardaginn var að Morg- unblaðið — málgagn landbúnað- arráðherra — staðhæfði með miklu yfirlæti að það væri al- gerlega rangt hjá Þjóðviljan- um að mjólk og kjöt myndu hækka frá því í fyrra um ekki minna en 30% að meðaltali í útsölu. Hét Morgunblaðið les- endum sinum því með miklum drembileik — eins og myndin sýnir — að meðalhækkunin yrði örugglega innan við 20,8%. Þjóðviljinn leiðrétti þessar firrur Morgunblaðsins á Bandarískur njésnahnöttur VANDENBERG, Kaliforníu 24. 9. Bandaríski flugherinn skaut í dag upp Titan-flaug og „leyni- Iegum” gerfihnetti frá Vanden- berg-flugvclli í Kaliforníu. Eng- ar nánari upplýsingar hafa ver- ið veittar um geimskot þetta. sunriudaginn var og benti rit- stjórunum á að kynna sér verð- lagsgrundvöll landbúnaðaraf- urða. Sú 20,8% hækkun, sem yfimefnd ákvað, var reiknuð eftir útgjaldaliðum grundvallar- ins. Tekjuliðimir hækka ekki allir um sömu hundraðstölu eins og kunnugt er, sumir eru úrskurðaðir af yfirnefnd. aðrir fara eftir markaðsverði erlend- is en afganginn verður að taka í verði á mjólk og kjöti og öðr- um búvörum sem seldar em innarilands. Þess vegna hækkar Húsið hrundi oq 14fórusf MASERTA 24/9. 14 menn létu Iífið og margir særðust alvarlega þegar hús í borginni Maserta á Norður-ítalíu hrundi snemma í dag. Sprenging varð i húsinu, en á neðstu hæð þess voru geymdar byrgðir af flugeldum. Tvö bús í nágrenninu skemmdust af völd- um sprengingarinnar. mjólk og kjöt meira en nem- > ur meðalhækkuninni á útgjalda-< liðunum, eins og nú er ástatt. Þetta sér hver maður sem eitt-. hvað kynnir sér málavexti, og það hefði átt að vera lágmarks- skylda þeirra manna sem skrifa um búvöruverð í málgagn land-, búnaðarráðherra. Engu að síður heldur Morgun- blaðið túlkun sinni enn til streitu í gær og talar til bragð- bætis um „skilningssljóa menn“ sem vilji „undirstrika bjálfa- háttinn"!! Það er þannig von- lanst verk að ætla að uppfræða ritstjóra Morgunblaðsins. En þó þeir skilji ekkert í ástæðunum, hljóta þeir að verða að viður- kenna staðreyndir. Hver mjólk- urbúð í landinu er til sanninda- merkis um það að mjólk hefur hækkað um 25%. Hver kjötbúð sýnir að kjöt hefur hækkað um 37%. iéu þessar tvær hlutfalls- tölur lagðar saman og deilt með tveimur kemur út meðalhækk- unin 31%. Það hljóta ritstjórar Morgunblaðsins þó að geta skii- ið, ef þeir reyna til hins ýtr- asta á heilafrumurnar. Stórajöf til Listasafnsins Þjóðvilianum barzt í gær fréttatilkynning frá Listasafni ríkisins þar sem skýrt er frá stórgjöf sem safninu hefur borizt’ en það hefur verið arfleitt að andvirði þriðjahluta af fasteigninni Austurstræti 12 að frádreginni 1 millj. kr. í fréttatilkynning- unni segir svo um þessa höfðinglegu gjöf: „Sesselja Stefánsdóttir píanó- leikari, er lézt í Landspítalanum hinn 4. sept. s.l., lét eftir sig erfðaskrá. þar sem er ákveðið, að 1/3 hluti fasteignarinnar Austurstræti 12 í Reykjavík, að frádreginni einni milljón króna, skuli falla til Listasafns Islands. Páll S. Pálsson hæstaréttar- lögmaður hefur fengið skipan dómsmálaráðuneytisins sem skiptaforstjóri í dánarbúj Sess- élju Stefánsdótfcur. og hefúr hann tilkynnt dr. Selmu Jóns- dóttur, fonstöðumanni Lista- safns Islands um efni fyrr- greindar erfðaskrár. Eftirlifandi systkini hinnar látnu, frú Guðríður Stefánsdótt- ir Green og Gunnar Stefánsson stórkaupmaður, viðurkenna form- legt gildi erfðaskrárinnar. Gera má ráð fyrir, að hús- eignin Austurstræti 12 verði seld þegar að loknum skiptum dánar- búsins. og kemur þá í Ijós, hver hlutur Listasafnsins verður. Þess skal getið að minningar- gjöfin er gefin í því skyni að varðveita höggmyndir Nínu Sæmundsson mjmdhöggvara inn- an vébanda Listasafns Islands. Safnráð lét í ljós ánægju og þakklæti yfir þessari rausnar- legu minningargjöf, sem hlýtur að verða til þess að hraða mjög byggingu Listasafns Islands. Annars eiga ritstjórar Morg- unblaðsins eina leið til að 'halda niðurstöðu sinni til streitu. Þeir geta borgað úr eig- in vasa mismuninn á verðinu, eins og það er nú í búðurimn, Og verðinu sem þeir lofuðu hái- tíðlega á laugardaginn var. f FÖLSUN EÐA HEIMSKA | VZ&nefnd sexmáimanefnd-1 I' arinnar héfnr ákveðið aðl f verð það, sem bændur fá fyr- j 5 ir landbúnaðarafurðir hækki í ' fjáliað xun yinnslú- og drtíf- Í ^ ingárkostnað, en * kunnugir ' teljaj-áð' hann inuni hækka.l !|j miftna, þaiinig atypeðalhækk;: || un ’verðs á láÉÍCúnaðaryöf-1 um iál'neyttwlá verði ’eitt-j þvaðminni.en 20,8%. I?: ' Mórgunbláðið. .gerír ,, ráð ;fyrir því, að.ritstjórár'í>jóð-: viljáns hafi' ' meðalgreindi ’bamaskólabarns, svo að þess ,:ýégná er ekki .hægt að'.gerá! : \ því skóna að blaðið viti^ekki :: betur, þegar það heldur 'því |fram, að „útsöiuvérð á;land- : i b.únaðarafurðum muni hajkka ijum' hkki mihna en'.3Ö%:að I jafnáði't ■ | Hér hlýtur því áð verá' um' jað ræða vísvitandi fréttáföls- | ún, enda hefur „ÞjóðViljinn" llen'gi verið í .kapþhlaupi við ITímann um það, hvort bláðið |gæti'falsað frettirnar ræki- I le'gar. LANDBÚNAÐAR- VERÐIÐ piins og áðúr segir Vérðurl meðalhækkun 'íahdbún-| aðárafurða tií neyténda vænt! ahlega' eitthváð mihhi' en| 20,8 Úr leiöurum Morgunblaðsins. *

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.