Þjóðviljinn - 25.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.09.1963, Blaðsíða 4
4 SIÐA Ctgefandi: Sameiningarilokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, augiýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80,00 4 mánuði. Hver á sökina? /\ðaverðbólgan sem nú hellist yfir þjóðina er ” skilgetið afkvæmi „viðreisnarinnar“, skipu- lögð af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins, til orðin vegna stjórnarstarfa manna eins og Gunnars Thóroddsens og Gylfa Þ. Gíslasonar, Bjama Benediktssonar og Emils Tónssonar og a'fgangsins af ríkisstjórninni. Þessir flokkar og menn þóttust hafa fundið ráð sem dygði til að koma á algjöru jafnvægi í efnahags- lífi landsins, það ráð hét „viðreisn“. Þeir hafa ekki átt nógu sterk orð til að lýsa „óðaverðbólg- unni“ sem þróazt hafi undir „vinstri stjórn“. Nú hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fengið fjögra ára starfstíma til að sanna þjóðinni ágæji „viðreisnarinnar“ á þessu sviði sem öðrum. Og árangurinn hefur aldrei blasað við jafnskýrt og einmitt nú. „Viðreisnin“, stjómarste'fna Sjálf- stæðis'flokksins og Alþýðuflokksins, er svo langt 'frá því að skapa það jafnvægi í efnahagslífi lands- ins, sem lofað var og ráðherrarnir hafa gumað áf í sjálfshólsræðum sínum, að hún virðist á góðri leið að skapa meira öngþveiti í efnahagsmálum þjóðarinnar en nokkru sinni hefur fyrr verið við að stríða. Og það enda þótt gífurlegur sjávarafli ha’fi borizt á land undanfarin ár og allar aðstæð- ur verið ríkisstjórninni eins hagstæðar og hugs- azt getur. Tlíkíssljóm Sjálfsfæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, og hún ein, er sökudólgurinn. Það er hún sem hefur magnað óðaverðbólgu og óheyri- legar verðhækkanir yfir þjóðina með beinum stjórnarráðsföfunum sem gerðar eru fyrir gróða- lýð landsins. Tilraunir hennar að kenna „vinstri stjórninni“ um árangurinn af „viðreisninni“ á efnahagslíf landsins eru álíka fáránlegar og hitt að kenna varnarráðstöfunum verkamanna og ann- arra vinnandi stétta um það hvernig komið er. Þegar svo hraustlega er gengið að því að skapa óðaverðbólgu eins og ríkisstjóm Ólafs Thórs og Alþýðuflokksins hefur gert verður kaup vinn- andi fólks langt á eftir, og til þess gerði ríkis- stjórnin beinlínis ráðstafanir með því að afnema vísitöluuppbætur á kaup. Verkalýðshreyfingin hafði komið því barátfumáli sínu inn í samninga með fórnfrekri baráttu, og enda þótt það væri alltaf ófullkomin verðtrygging kaupsins, fólst þó í henni visst öryggi gegn því að dýrtíðarskriðu væri velt yfir, á kostnað launþega; verulegt að- hald fyrir ríkisstjóm að sleppa ekki óðaverð- bólgu lausri. Afleiðingin hefur m.a. orðið sífelld ókyrrð á vinnumarkaðnum, verkalýðsfélög eru yf- irleitt hætt að semja nema til nokkurra mánaða í einu, og grundvöllurinn að sex manna nefndar samkomulagi verkamanna og bænda raunveru- lega fallinn. Verðtrygging kaups er því sameigin- legt hagsmunamál launþeganna sjálfra og bænda baráttumál þeirra gegn ríkisstjórn, sem algjör- lega hefur brugðizt öllu því sem hún lofaði þjóð- inni, en stefnir nú hraðbyri í versta öngþveiti. MÖÐVILIINN Miövikudagur 25. september 1963 bókasafni Járniðnaðarmenn koma sér upp tækni- Skipholt 19 er orðin ein af miðstöðvum verka- lýðshreyfingarinnar í Reykjavík þó fleiri þekki húsið kannski ef minnt er á að Röðull er þar á neðstu hæðinni! Félag járniðnaðarmanna á efstu hæð hússins sem er 320 ferm. að stærð, keypt 1959’ og hefur látið innrétta þar einstaklega viðfelldnar og vist- legar skrifstofur. En auk Félags jámiðnaðar- manna hafa félög þau, sem hér eiga nöfn sín ásamt því letrað á gangatöflu, skrifstofur þar: Guðjón Jónsson, starfsmaður Félags járniðnaðarmanna. jÍðSWÐHASMíOfl ýótiwtíf' íl jíSSÓS; -íéHÁÍjttmW! Erindið að þessu sinni í hin björtu og nýtízkulegu salar- kynni FeLags jámiðnaðar- manna er að líta á gagnmerka nýjung í staríi félagsins, sem líkleg er til að hafa varanleg áhrif og eiga hlut að því að tengja jámiðnaðarmennina jafnt hina yngri og þá sem eldri eru við félag sitt og heimkynni þess. En það er vís- ir að tæknibókasafni fyrir járniðnaðarfögin sem félagið hefur komið sér upp, og ætlar að auka og bæta af fremsta megni næstu árin. Ekki þari að rökstyðja í löngu máli hve mikil þöri er fyrir iðnaðarmenn að eiga jafnan greiðan gang að hinum vönduðustu handbókum í grein sinni sem völ er á og fylgjast með tækninýjungum sem fram koma. en tækninýjungar hafa aldrei fyrr borizt eins greið- lega land úr landi og verið jafn fljótvirkar til breytinga og nú. Auk þess sem hand- bækur og bækur um einstaka þætti fagsins eru hverjum iðn- aðarmanni brýn nauðsyn, er oft hægt að fá ábendingar og verðmætan fróðleik úr fag- tímaritum, þar sem fylgzt er með helztu nýjungum sem fram koma, misjafnlega vel að vísu. ★ Guðjón Jónsson, hinn ötuli starfsmaður og stjórnarmaður í Félagi jámiðnaðarmanna, sýndi mér fúslega safnið sem geymt er í björtum og vel búnum fundarsal; þar sem hægt er að sitja við þægilegt borð yfir bókunum og blöðun- Merk nýjung í starfí Félags járniðnaðarmanna mjög þekkt tæknibókaforlag, sænskar bækur frá Teknos- forlaginu, sem einnig eru mjög vandaðar og góðar tæknibæk- ur. Hér eru heilar bækur skreyttar teikningum og lit- myndum um einstakar stárfs- greinar. um plötu- ,og ketil- smíði, um rennismíði, málm- steypu, um frystikerfi; hér er t.d. bók um raf- og logsuðu, sænsk, Svetsarbete, hún er 960 síður með miklum . töflum, verkfæri og vélar skýrðar ná- kvæmlega með teikningum og myndum, lýst efnum, vinnu- brögðum, varúðarráðstöfunum, Af dönsku Ivar-bókunum mætti nefna Modeme verktöj og aðrar dieselvélar. I sum- ar hafa bætzt við norskar tæknibækur. ★ Engar bækur eru til á ís- Framhald á 7. síðu. — Hverjum er safnið ætlað? — Fyrst um sinn er það ein- ungis opið fyrir meðlimi fé- lagsins og má segja að það hafa verið opnað um mánaða- mótin marz-apríl sl. vetur. Var það þá haft opið á sunnudög- um kl. 2—5. Nemar á þriðja og fjórða námsári geta þó líka haft afnot af þvi. — Og um hvað fjalla bæk- umar? — Þær eru um málmiðnaðar- fögin sex, vélvirkjun, renni- smíði, plötu- og ketiilsmíði, eirsmíði, eldsmíði og málm- steypu. Auk handbóka um þessi efni eru nokkur fag- tímarit frá Norðurlöndum og vísir að handbókasafni um félagsmál og verkalýðsmál. Það er samkvæmt lögum félagsins einn þáttur í tilgangi félags- starfsins að auka fræðslu og þekkingu félagsmanna. Félags- stjómin hugsar sér þenna bóka- safnsvísi sem lið í því starfi. — Telurðu ekki málmiðnað- armönnunum íslenzku mikla þörf á slíkri fræðslu? — Jú tvímælalaust. Sveins- prófið og það sem til þess þarf er aðeins lágmarkskröfur um þekkingu í greininni, allir iðn- aðarmenn sem þess eiga nokk- um kost verða að kappkosta að auka við þá þekkingu með viðbótarilærdómi og lestri. Þetta er tiltölulega auðvelt, einung- is ef til er aðgengilegt gott safn handbóka á máli sem •v.v.yv.y.v.v.v.'.v.v.i.v.i.i.v.yy.y.v.vc um. og segir mér frá tildrögum safnsins og tilætluninni með það. Á framhaldsaðalfundi Félags jámiðnaðarmanna 1962 var samþykkt tillaga frá félags- stjóminni að farlð yrði að vinna að því að koma upp fagbókasafni fyrir félagsmenn. Stofnun slíks bókasafns er allfjárfrek og það eins þó farið menn skilja. Þegar ganga þarf að því að leysa vandasöm verk- efni er það ómetanlegt að geta glöggvað sig á góðum hand- bókum um það sérstaka efni. En góðar handbækur eru mjög dýrar, útgáfumar kostnaðar- samar vegna ókjörs af myndum og teikningum og vandaðs frá- gangs, svo það er flestum iðn- aðarmönnum ofvaxið að eiga sé hægt af stað. Leitaði stjóm ' ‘sjólfir gott safn fræðibóka, Félags jámiðnaðarmanna til borgarstjómar Reykjavíkur um fjárstuðning til stofnunar bókasafnsins, En þó erindi fé- lagsins um þetta mál væri ít- rekað hefur ekkert svar feng- izt. Það hefur þó heyrzt að þessari hógværu beiðni hafi verið synjaö. Félagsstjómin lét það ekki á sig fá og seinni part sumars 1962 var farið að panta bæk- umar erlendis frá og hafa þær verið að koma síðan. enda oftast hægt að hafa sömu not af því að eiga aðgang að hlutaðeigandi handbók. ★ — Geturðu nefnt mér ein- hverjar helztu bækumar? — Hér eru t.d. bækur frá Ivar-forlaginu danska, sem er Lnskar tæknihandbækiu: í safni Félags járniðnaðarmanna. Sænskar handbækur í tæknibókasafni Félags járniðnaðarmanna. Danskar tæknihandbækur i safni Félags járniðnaðarmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.