Þjóðviljinn - 25.09.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.09.1963, Blaðsíða 6
6 SÍÐA MÖÐVILTINN Miðvikudagur 25. september 1963 OVEZK BLOÐ UM Eins og allir vita hafa deil- urnar milli sovézkra og kín- verskra kommúnista fyrst og fremst snúizt um afstöðu til friðsamlegrar sambúðar sósíal- isma og kapítalisma og séri- lagi um afstöðu til samnings- ins um bann við kjmorku- vopnatilraunum. Þessum mái- um verja sovézk blöð miklu rúmi næstum því á hverjum degi. En við þetta er ekki iát- ið sitja — deilumar eru háðar á öllum vígstöðvum pólitísks lífs. Og skal reynt að reicja nokkuð af því helzta sem ber fyrir augu lesanda sovézkra blaða um Kína á þessum miss- erum. Aðferðir Höfundar hinna sovézku greina skrifa ekki hvað sízt um þær aðferðir sem kínversk- ir beiti í hinu ídeólógíska striði. Þeir tala um takmarka- lausa kreddufestu og ívitnana- sýki kínverskra, sem hverja íullyrðingu styðja með ÓTal ívitnunum 1 klassísk rit marx- ismans — án samhengis og rök- vísi. Og verði Lenín einkum fyrir barðinu á þessu ívitnana- stússi — Marx sé aftur á móti hafður útundan, enda sagður „lítt skiljanlegur" (þess má geta að svipuð varúð gegn Marx gerði vart við sig á tímum Stalíns í Sovétrikjun- um sjálfum). Við þessa sjúk- dóma bætist síðan sá valds- mannslegi tónn kínverskra greina, sem ekki líkjast um- Járniönaðar- menn Framhald af 4. síðu. lenzku sem veita nokkuð svip- aða fræðslu og þessar tækni- handbækur frá Norðurlöndum, og þær hafa að sjálfsögðu ver- iö valdar með tilliti til þess að flestir íslendingar geti haít þeirra not, málsins vegna. — Eru hér eingöngu bækur á Norðurlandamálum? — Nei, talsvert er af bók- um á ensku. m.a. er komið nokkurt safn af tveimur ensk- um tímaritum sem flytja mik- ið efni um tækninýjungar. Nokkuð er af þýzkum bókum, t.d. þessi skínandi fallega bók um skrautsmíði úr jámi, járn- handrið. h'Hð, lampagerðir o.fl. Og hér er heil bók sem ein- göngu fjallar um stálstiga, sem mikið er farið að nota í ný- tízkubyggingum. Og það sem komið er af bókakosti er ein- ungis hugsað sem kjami, reynt verður að fylgjast með því helzta sem kemur út á Norð- urlandmálum, þýzku og ensku, og helzt gæti verið til gagns og fróðleiks fyrir okkur Is- lendinga á þessu sviði. Hér eru líka við höndina helztu orða- bækur af þessum málum á ís- lenzku og kennslubækur Vél- skólans um tæknigreinar. ★ — Hverjir sjá um safnið? — Á framhaldsaðalfundinum 1962 var kosin sérstök bóka- safnsnefnd, sem stjórna á safn- inu í samráði við félagsst.jórn- ina, en nefndin leitar svo að- stoðar tæknifræðinga og vél- fræðinga um bókaval. í nefnd- ina voru kosnir Tryggvi Bcnc- diktsson varaformaður félags- ins. Árni Kristbjörnsson plötu- smiður Landssmiiðjunni og Óskar Valgarðsson vélvirki í Héðni. — Hvemig verður safnið op- ið í vetur? — Það hefur verið lokað um sumarmánuðina vegna sumar- fria og annars en verður opn- að aftur fyrstu helgina í októ- ber. Það verður þá opið á sunnudögum kl. 2—5 fyrst um sinn. en búast má við að sá tími verði lengdur ef þörf reynist. S. G. ræðum heldur afdráttarlausri fordæmingu andstæðingsins, sem ekki gefast nein tækifæri til mótmæla. Þannig eru kín- verskir kommúnistar ásakaðir um að breyta deilunum í „samtal heyrnarlausra“ — og svo dæmi sé nefnt: Kínverjar hafa mjög ráðizt að ítölskum kommúnist- um fyrir endurskoðunarstefnu og oftrú á þingræði, Italir svöruðu með þvi að bjóða kín- verskri sendinefnd til Italíu til að kynna sér aðstæður, en hafa ekkert svar fengið. Sumir höfundar (t.d. Ambart- súmof í Literatúmaja Gazéta) segja að gegn slíkri aðferð 1 deilum beri að slá því föstu að í ýmsum marxískum flokk- um, í ýmsum löndum hljóti alltaf öðru hvoru að koma fram ólíkur skilningur á ýms- um vandamálum. og það sem máli skiptir sé að missa ekki sjónir af því sem sameinar í stað þess að æpa: ef þú ert á móti mér þá hefur þú svikið byltinguna. Arfur Stalíns Oft er minnzt á andlegan skyldleika kínverskra forystu- manna við Stalín. Enda hafa margir þeirra lýst Stalín í far- sællegri birtu og vilja fria hann við flestar syndir. Haft er eftir Tao Tsjú um stalíntím- ann að „við þær kringumstæð- ur hafi manndráp verið óhjá- kvæmileg". 1 þessu sambandi er það rætt að kínverskir afneita hinni sovézku kenningu um þróun „rikis alls þjóðarinnar" i Sov- ét, og halda þvi fram. að slíkt ríki sé blekking og villa, og hljóti stéttastríð að halda á- fram í Sovétríkjunum sem geri alræði öreiganna óhjá- kvæmilegt áfram. Kínverjar sjá stétt óvina í „spekúlöntum, mútuþiggjendum. iðjuleysingj-<J> um“ — og birta margar grein- ar í blööum sínum um þetta fólk. Sömuleiðis hafa þeir hom í síðu sovézkra „landeigenda", þ.e.a.s. þess fyrirkomulags, að sovézkir samyrkjubændur haía ákveðnar spildur til einkaum- ráða og allmargir borgarar aðrir hafa garðspildur kring- um sumarhús sín. En því má ekki gleyma að á tímum Stal- íns var kenning hans um á- framhaldandi og harðnandi stéttabaráttu í sósíalistísku landi notuð sem fræðileg af- sökun fyrir handtökuherferð- um. Því er einnig haldið fram að kínverskir hafi fylgt fordæmi Stalíns í því að útskýra eínahagslega örðugleika með skemmdarstarfsemi og svikum sérfræðinga — innlendra og erlendra. Og svo í því að af- saka hvaða yfirsjónir og glæpi sem er með skírskotun til „hagsmuna byltingarinnar" og breiða yfir allt saman bann stalínístíska móral „það fjúka spænir þegar skógur er höggv- Austanvindar og vestan Mjög hefur verið ráðizt á Kínverja fyrir framkomu þeirra á ýmsum alþjóðlegum Greinin var þýdd úr norsku Þau mistök urðu í blaðinnu í gær að niður féll inngancrur er áttí að vera að grein um Seyðisfjörð er birtist á 7. síðu en þar var skýrt frá því eftir hvem greinin væri. Greinin er eftir Per Hansson fréttamann Dagbladets í Osló og birtist í því 12. september sl. Var hún nokkuð stytt í þýðingunni. i Krústjoff eða þau neitað að kannast við þessa fulltrúa. Einnig hafi Kínverjar með öllum hugsan- legum ráðum reynt að hindra sovézka blaðamenn. rithöfunda og annað fólk (frá sovézku Asíulýðveldunum) frá fullgildri þátttöku — og þá á þeirri íor- sendu að „hvítir menn hafi hér ekkert að gera“. I nýlegri Prövdugrein rar vikið að þeirri áherzlu sem Pekingblöð leggja á hörunds- lit manna. Þar eru raktar sam- ræður ýmissa kínverskra fram- ámanna við þekktan japanskan stjómmálamann, Matsamúrí, sem í fyrra heimsótti Pekmg. Sá japanski lét svo um mæit: „Varaforsetinn, Tsjén 1 átti við mig margar viðræður, og var þar um það spjallað að Austrið myndi áfram verða Austrið og að Asíumenn hlytu að breyta sögunni. Við eigum að samein- ast, tengja traustum böndum þjóðir okkar sem hafa sama hömndslit og sama kerfi rit- máls“. Og þessi yfirlýsing var prentuð með velþóknun í Dag- blaði Alþýðunnar í Peking. Af þessu dæmi og öðrum svipuð- um dregur greinarhöfundur þá ályktun að Peking meti nú meir vígorðið „Austanvindur- inn er sterkari en Vestanvind- urinn“ en það klassíska „ör- eigar allra landa, sameinizt". Ikao ráðstefnum — einkum á vett- vangi afrískra og asíatískra landa. Þátttakendur slíkra sam- koma hafa sagt frá því. að þangað hafi kínverskir haft meðferðis frá Peking ýmislegt fólk og kallað það fulltrúa hinna og þessarra samtaka — í Zanzibar, í Kenýa og víðar — en í reynd hafi þessi sam- tök annaðhvort ekki verið til, Fyrirmynd æskunnar Það sést á hinum sovézku greinum, að kxnverskir liggja ekki á liði sínu á neinu sviði átakanna. Þeir ásaka sovézka um undanlátssemi við Amerík- ana. Þeir skrifa um spekúl- anta, mútuþiggjara og „land- endur“ til að sanna kenningu sína um borgaraleg öfl. í Sov- ét. Þeir fóma höndum yfir á- standinu í sovézkum bók- menntum og telja að þær séu fullar af endurskoðunarstefnu. Komi þetta m.a. fram í því að sovézkar bókmenntir boða „einhverja persónulega ham- ingju“ og sjá sem sagt í aukn- um áhuga sovézkra höfunda á einstaklingum, fyllri túlkjn þeirra á sálarlífi, fjandskap við marxismann. Æskulýðblað ktnverskra hef- ur í frammi harða gagnrýni á sovézkri æsku,. segir að hún hafi aðeins áhuga á fögrum fatnaði og krásum, en vilji ekkert leggja á sig fyrir bylt- inguna. Og sé sovétæskan úr- kynjuð í samanburði við þá sem ungir voru á árunum 1920-1940. Auk þess hafa Kín- verjar nú komið sér upp eig- in fyrirmynd hins unga manns — og er sá hermaður sem Lei Fen heitir og lézt í fyrra af slysförum. Lei Fen skrifaði dagbækur sem nú hafa verið lýstar meist- araverk marxískrar hugsunar. Sovézka dagblaðið Komsornol- skaja Pravda segir það einn hápunkt þessarar fyrirmyndar- hugsunar, að Lei Fen álítur það hina æðstu hamingju fyrir sig „að vera eilíflega ryðfrí skrúfa“ í höndum Maó Tse- tung oddvita. I beinu framhaldi af því boði Lei Fen að mað- urinn skuli ekki hafa persónu- legar tilhneigingar. boði al- gjöra sjálfsafneitun. Og kom þetta m.a. fram hjá honum í því að hann sór að aka aldrei í sporvagni, en gefa bylting- unni þau þrjú fin sem spöruð- ust í hvert skipti. Ennfremur sé dáðst mikið að ótrúlegri sparsemi Lei Fen sem tókst jafnvel að hressa upp á gaml- an tannbursta, sem hann fann í rusli. Hið sovézka blað gagnrýnir mjög þessa nýju fyrirmynd, sem kvað nú lofaður meir í Kína en dæmi eru til um nokk- um mann annan. Þykir greinar- höfundi það mikil býsn að „í stað hugsandi manns er sett hlýðin skrúfa .... í stað lífs- ástar.... dapurleg meinlæta- stefna“. Það er semsagt barizt á óll- um vígstöðvum. I fyrradag skrifaði Izvestía háðgrein um fjölskyldupólitík kínversku flokksforystunnar. Þýðing 1 fljótu bragði virðist sá höfuðgalli á þessum ídeólóg- ísku skærum. að þær fara ekki fram á nógu háu stigi; það vantar vissulega greinar þar sem gerðar séu alvarlegri og rækilegri tilraunir til &ð skyggnast undir yfirborð at- burðanna, tengja saman, finna orsakasambönd. Ef spurt er um afstöðu sov- ézks almennings, þá er það víst að samúð hans með kín- verskum kommúnistum jaðrar við núll. Til þess liggja marg- ar orsakir: mönnum finnst bað móðgandi að kínverskir hafa gert lítið úr efnahagsaðstoð Sovétríkjanna og annari*a sósí- alistískra ríkja við Kína, en menn hafa vitað af þessari að- stoð og fundið fyrir henni. Ennfremur finnst mönnum flest það næsta hvimleitt sem minnir á stefnu og aðferðir Stalíns. Og það má heldur ekki gleyma því að samningurinn um bann við kjamorkuvopna- tilraunum var mönnum mikið fagnaðarefni. En þótt kínverskar yfirlýs- ingar finni lítinn hljómgrurin í Sovétríkjunum þá hafa um- ræddar deilur samt ákveðin á- hrif innanlands. Því verður ekki á móti mælt að það er mikill skyldleiki með Kína í dag og Sovétríkjunum á stjóm- artíð Stalíns, og á sá skyldleiki sér margar sögulegar og efnahagslegar forsendur sem of langt yrði að rekja hér. Því verða deilurnar við kínverska kommúnista beint og óbeint til að fjarlægja enn fortíðina; ril að flýta enn fyrir þeirri póii- tískri þróun sem hófst í Sov- étríkjunum eftir tuttugasta flokksþingið 1956. A. B. Gunnlaugur Friðrik Hallgrímsson Minningarorð ■ ' Svarfaðardalur er einn af fegurstu dölum hér á landi, hann hefur einnig fóatrað marga ágæta menn og komur, sem hafa skarað framúr fjöld- anum, dugnaðarfólk bæði til lands og sjávar. Einn af þessum gömlu Svarf- dælingum var Gunnlaugur Hallgrimsson, sem við kveðjum í dag. Hann var fæddur 16. apríl 1890. Foreldrar hans voru Þorláksína Sigurðardóttir og Hallgrímur Sigurðsson. mikil- hæf hjón, sem bjuggu lengst af að Hrafnsstöðum í Svarfað- ardal. Björn R. Ámason frá Atla- stöðum hefur ritað merka minningargrein um þau hjón í bókinni „Sterkir s.tofnar“, rekur hann þar að nokkru ætt- ir þeirra, skal það ekki gert hér frekar. Ungur að árum réðst Gunn- laugur til mennta, hann varð gagnfræðingur frá Akureyri, einn af siðustu nemendum Hjaltalíns skólastjóra, enda dáði hann þann mann alla ævi síðan. Eftir veru hans á Akureyri hélt hann til Noregs og gekk þar á lýðháskóla í Voss. Kvaðst hann hafa haft mikið gagn af þeim árum, sem hann dvaldi í Noregi. Eftir heim- komuna gferðist hann útgerðar- maður á Dalvík, var hann löngum formaður með mótor- bátinn Skíða. En þó arfur feðra hans, svarfdælskra sjósóknara, ætti sterka þætti í honum, var hon- um líka ofarlega í huga að miðla öðrum fræðslu, hann gerðist því snemma barna- kennari, og stundaði kennslu árum saman. Margir af hans gömlu nemendum minnast hans, sem hins bezta kenn- ara. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur vann hann á Skattstofunni, þar til fáum dögum fyrir andlát sitt. Að hætti gamalla sjómanna var hann fljótur í heimanbún- aði, hann lá á sjúkrahúsi fáa daga. Nú er þessi hljóðláti alvöru- maður allur. Við samverkafólk hans þökkum honum fyrir liðnar samverustundir og ósk- um þess, hann fái góða sigl- ing yfir hafið mikla. Vertu sadl aldna þrekmenni. Z. Jónsson. I dag fer fpam útför Gunn- laugs Friðriks Hallgrímssonar, Eskihlíð 14. Gunnlaugur var fæddur að Árgerði í Svarfaðardal 16. apríl 1890 og ólst upp hjá for- eldrum sínum Hallgrimi Sig- urðssyni, bónda að Hrafnstöð- um og Þorláksínu Sigurðar- dóttur, konu hans. Ekki kann ég að rekja ættir þeirra, en bæði voru þau Svarfdælingar. Gunnlaugur lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri vorið 1909, en hélt þá til Noregs og stundaði nám við lýðháskólann að Voss. Han/i kom aftur heim 1913 og stund- aði síðan bama- og unglinga- fræðslu í Svarfaðardal á vetr- um. en var farmaður á vélbát- um á sumrin. Árið 1928 gerðist Gunnlaugur skólastjóri á Sval- barðsströnd og gegndi því starfi til 1944. Næstu ár var hann pöntunarfélagsstjóri á Dalvík, en fluttist til Reykja- víkur 1948 og starfaði æ síðau á Skattstofu Reykjavíkur. Hann kvæntist 1929 Huldu Vigfúsdóttur frá Dalvík, sem nú er látin. og áttu þau einn son barna, Kristján, flugmann. Fyrstu kynni mín af Gunn- laugi Hallgrímssjmi voru bau. að ég átti erindi að reka við Framtalsnefnd og afgreiddi mig þar hæmgrár maður, þétt- ur á velli. Framkoma hans öll var mjög notaleg. Hann tók spaugi og hálfgerðum hnífil- yrðum mínum mjög elskulega og svaraði kurteislega í sama tón. Tveim ámm síðar urðum v’ð samstarfsmenn á skattstofunni og kom þá í ljós að Gunnlaug- ur hafði komið til dyranna eins og hann var klæddur. þegar hann afgreiddi erindi mitt á skrifstofu Framtaxs- nefndar, enda var framganga hans öll mjög óþvinguð og elskuleg við hvem sem var og öll sýndarmennska fjarlæg honum. Gunnlaugur var jafnan hrók- ur alls fagnaðar, kunni vel að deila sínu glaða geði með öðr- um og væri Bakkusi boðið mrð til fagnaðarins, var Gunnlaug- ur jafn glaður og hlýr í fram- göngu við hann sem alla aði-a. Ekki hefi ég öðmm manni kynnzt sem notalegra var að eiga með stund i ró og næði, lyfta glasi af góðu víni og rabba við um hin óskyldustu efni, hvort sem var um lands- ins gagn og nauðsyn, mannleg örlög eða hina eilífu gátu um lífsins rök og tilgang og allt þar í milli. Gunnlaugur talaði tungu norðlendinga eins og bezt ger- ist í Eyjafirði, traust mál og litríkt, en laust við alla for- dild. Umgengst hann móður- málið með þeirri virðingu, er þ.eir einir gera. er kunna á því góð skil. I Noregi komst Gunnlaugur í snertingu við hin ólgandi umbrot í andlegu lífi frænda okkar upp úr aldamótunum. Taldi hann sig eiga dvöl sinni þar margt gott að þakka og jafnan minntist hann þá vinar síns Árna Hallgrímssonar. rit- stjóra Iðunnar, er þar var einnig við nám um líkt levti. Fannst mér að Gunnlaugur teldi Árna Hallgrímsson öðr- um mönnum betri. sem hann hefði kynnzt á lífsleiðinni, og mat hann eftir því. Munu beir Ámi og Gunnlaugur hafa átt margt sameiginlegt, báðir voru bókamenn, hleypidómalausir með afbrigðum og róttækir í skoðunum. Að leiðarlokum þakka ég Gunnlaugi Hallgrímssyni aóða og elskulega viðkynningu cg má það vera huggun syni hans að vita að föður hans fyigja góðar óskir og bakklæti sam- ferðamannanna. Arni Halldórssen. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.