Þjóðviljinn - 25.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.09.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 25. september 1963 ÞI6ÐVIUINN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ GÍSL eftir BRENDAN BEHAN Leikstjóri: Thomas Mac Anna Á sviðinu birtist litríkt, sérkennilegt og iðandi mann- líf, í salnum ríkir almenn á- nægja og sýnilegur áhugi, enda er frumsýnt víðfrægt verk eftir Brendan Behan sem oft er nefndur Irinn vitskerti í blaðagreinum; um hann hafa ótal þjóðsögur spunn- izt þótt aðeins sé fer- tugur að aldri. Sagt er að hinn snjalli höfundur hafi þjónað Bakkusi konungi af slíku ofurkappi þau ár sem hann hefur dvalizt utan fang- elsismúranna að ýmsar fróm- ar sálir hafa spurt: Hvenær hafur manninum eiginlega gefizt tími til að semja hin víðkunnu skáldrit sem bera nafn hans ? Um margrædda bresti Behans, ótvíræða mennsku og gott hjarta- lag ætla ég ekki að reyna að tala; hitt er víst og satt að hann er mi'kill og hugtækur listamaður, og þau leikskáld innan við fertugt munu fljót- talin sem jafn vel eða betur rita sjónleiki á enska tungu en hann. Brendan Behan er sannur íri og þjóðlegur í bezta lagi og um margt eðlisskyldur víðfrægum fyrirrennurum sín- um, ekki sízt stórskáldunum Synge og O’Casey, og hann lýsir mönnum og málefnum, þjóðlífi og umhverfi sem hann gerþekkir af eigin raun. Meg- inþráður leiksins er svo ó- brotinn og alþjóðlegur að rekja má með örfáum orðum. Ungur írskur hermdaiverka- maður er tekinn höndum norður í Ulster og dæmdur til hengingar fyrir morð, en lýð- veldisherinn irski hyggur á grimmilegar hefndir, flugu- mönnum hinnar bönnuðu hreyfingar tekst loks að ræna óbreyttum hei-manni enskum og færa til Dublin. Gíslinum er komið fyrir í einni af aðal- stöðvum liersins, alræmdu hrörlegu hóruhúsi; saklaus og góð þjónustustúlka festir ást á hinum kornunga piíti og gerir honum fangavistina létt- bærari en ella; en sjálfstæð- ishetjurnar svonefndu gefa út um það tafarlausa skipun að verði landi þeirra í Belfast hengdur skuli hermaðurinn enski vægðarlaust skotinn á samri stundu. Loks gerir lög- regla frírikisins skyndilega og harða árás á húsið og piltur- inn virðist úr allri hættu, en þá gellur við voðaskot í myrkrinu — hann hnígur ör- endur til jarðar, en unga stúlkan krýpur harmi lostin hjá líki hans. Hjartnæm sorgarsaga — og þó eru gáskafullt spott, létt hefluð kímni og mergjað tví- sætt háð aða-1 leiksins. Skáldið skopast óspart að öllu því sem sönnum írum er heilagt og honum sjálfum í æsku, þjóðernisofstæki, ýkjum og gorti, hlægilegum hetjulát- um, málstreitu og kaþólsku, en birtir um leið djúpa samúð og ríkan skilning á sinu fólki, og aldagam- alli kúgun og skefjalausu arð- ráni enskra stjórnarvalda og auðdrottna gleymir hann að sjálfsögðu ekki heldur. „Þetta mannlíf er undarlegt fyllirí og enginn fær gert við því“ kvað Halldór Kiljan Lax- ness forðum og á vel við á þessu stað. Brendan Behan er í rauninni furðulega hlautlaus og ekki mikill ástungumaður, heldur kýs að líta á hlutina augum spéfuglsins. Það eru dreggjar mannfé- lagsins sem hann dregur fram í sviðsljósið, skíthælar, fifl, kynvillingar, þjófar og skækj- ur; óþvegnar lýsingar og er þó hyski þetta mannlegt í rík- um mæli og skemmtilegt með afbrigðum. Orðbragð skálds- ins er ramírskt, safarí'kt, mergjað og bráðfyndið, fólk hans skammast og hnakkrífst af lífi og sál, klæmist og guð- lastar, drekkur baki brotnu, dansar og syngur ýmist Ijúf- sára ættjarðarsöngva og frelsis eða tvíræðar hressileg- ar vísur um hin fjarskyldustu mál, allt frá kjarnorkusprengj- um til kynvillu. Og þó að þjóð- lífsmynd þessi sé írsk og ein- stæð og bundin stað og stundu er hún almenn og táknræn með vissum hætti — það er hinn syndum spillti heimur sem fyrir augun ber, hinn fáránlegi dáradans nú- tímans, okkar eigi víti. Loks kann einhver að spyrja: Er „Gísl“ sorgarleikur eða skop- leikur, óperetta, revía eða eitthvað enn annað, hvar á að vísa honum til sætis? Það er áreiðanlega vonlaust verk, „Gísl“ er ekkert af þessu og þó allt, og samt svo lifandi og órjúfandi heild að samskeyti verða ekki greind; geri aðrir betur. Um eitt verður ekki deilt: leikurinn er ósvikið nú- tímaverk, bæði að efni og formi. Það var þjóðleikhúsinu ó- lítið happ að fá hingað hinn mikilhæfa lei'kstjóra frá Abb- eyleikhúsinu, þúsundþjala- smiðinn Thomas Mae Anna, Hann hefur í flestu undragóð- um árangri náð. Eg hef aldrei til Irlands komið, en efast ekki um að honum hafi tekizt vonum betur að seiða fram hinn rétta írska blæ, birta rómuð einkenni þjóðlífs, sjálf- stæðisbaráttu og blóði drif- innar sögu eyjunnar grænu. Ágæt samvinna lenkendanna, óvenjuleg leikgleði og innlif- un í hlutverk bera atorku og fjölþættum gáfum leikstjórans glöggt vitni, og þkrf ekki ann- að en minnast á hinn seið- sierka söng um Michael Coll- ins, „hinn sigurglaða svein“ — ef það eftirminnilega hóp- atriði hefur ekki gefið okkur djúpa innsýn í írska þjóðarsál er ég illa svikinn. Leikritið er yfirleitt fjarri natúralískri hefð, leikendurnir beina oft- lega máli sínu rakleitt til á- heyrenda, eða ganga út á framsviðið, syngja og dansa, svo að við fáum sjaldan tíma til að gleyma því að við séum stödd í leikhúsi — þannig minnir „Gísl“ í ýmsu á verk Bertholts Brecht, svo ég nefni enn einu sinni nafn hins mikln utangarðsmanng Þjóðleikhúss- ins íslenzka. Mac Anna hvikar að sjálfsögðu ekki frá réttri stefnu, en trúað gæti ég því, að sviðsetning hans sé flestum öðrum raunsærri og mannlegri um leið; sjálfur veruleikinn er honum efst í huga. Leikstjórinn fer ærið fi'jáls- lega með verk Behans vinar Jón Júiíusson, Gísli Halldórsson og Þorgrímur Einarsson í hlutverkum sínum, síns, og er auðvitað skylt að meta hugkvæmni hans; hann gerir tvo þætti úr þremur, fellir oftlega niður orðsvör og skapar á stundum önnur í staðinn og undan rifjum hans eru upphaf og endir leiksins runnin. Tveggja úr- fellinga verður sérstaklega að geta. I miðjum klíðum fleygja leikendumir skyndilega öllu frá sér og taka að atyrða höf- und sinn og skapara Brendan Valur Gíslason, Arnar Jónsson hlutvcrkum sínum Behan og sakna ég alls ekki þess atriðis; um sjálfan end- irinn gegnir öðru máli, Lögum samkvæmt á hermaðurinn fallni að rísa upp í lokin og syngja mergjaða og fjöruga vísu um för sína til himna, og allur skarinn að taka undir. Þessu snjalla og listræna bragði sem í öllu samræmist heildarsvip leiksins má ekki kasta á glæ að mínu viti; við það verða leikslokin sorglegri og hlutföllin önnur en ráð er fyrir gert,. Flutningur hinna snjöllu söngtexta eru víða há- tindar sýningarinnar, og tak- ast yfirleitt betur en við mætti búast; hinir ágætu leikendur halda vel á sín- um hlut þótt fæstir séu fæddir söngvarar. Dansarnir eru stórum færri og fábreyti- legri en ætlazt er til, og að þvi drjúgur skaði, en þar er um auðskildar ástæður að ræða. Loks má ekki gleyma þvi að enginn hefur stjórnað statistum betur en Mac Anna, frammistíiða sumra aukaleik- endanna er verð talsverðrar athygli. Sviðsmyndin er verk Gunn- ars Bjarnasonar og sýnir í öllu listfengi hans og gagn- gera vandviilkni í hverjum hlut; ætla má að leiktjalda- og Margrct Guðmundsdóttir í málarinn Mac Anna hafi kom- ið þar eitthvað við sögu. Við sjáum ljóslega hrörnun og og helztu vistarverur hins illa ræmda lastabælis, stofur og ganga, stiga og efri hæð, og framsviðið, það er götuna fyr- ir utan, kann leikstjórinn sannarlega að nota til hlítar. Og svo haganlega og hugvits- samlega er öllu fyrirkomið að sifeld hlaup söguhetjanna upp og niður og fram og aftur um sviðið verða eðlileg og frjáls- leg undir nákvæmri og hnit- miðaðri stjórn hins snjalla leikstjóra. Fyi-stan leikendanna verður að telja Val Gíslason, hinn staurfætta ráðsmann hússins, Pat að nafni, en hann stjórn- ar félögum sínum með vissum hætti, hefur þræðina í hendi sér — spilltur og kærulaus slæpingi, lygalaupur og gort- ari hinn mesti, en þó oftlega næsta viðfeldinn á sína vísu og orðheppinn með afbrigð- um. Valur lýsir honum á.ljós- lifandi og eftirminnilegan liátt og jafnskýrt frá öllum hlið- um, túlkun hans er jafnan látlaus og sterk í senn, sann- mannleg, litrík og fyndin. Þess má geta að hinn mikil- hæfi leikari var veikur í hálsi og naut sín ekki til fulls; engu að síður er Pat einn af þeim forkunnlegu körlum sem Valur hefur óspart skapað á síðari árum, allt frá Chris gamla til húsvarðarins. Meg Dillon heitir hin ógifta kona Pats, „ósvikin írsk hóra og ættjarðarvinur", að því hún sjálf segir. Helga Valtýsdóttir sómir sér ágætlega við hlið bónda síns, velkt götudrós komin af léttasta skeiði, geð- rík og viðskotaill á köflum, stóryrt og klúryrt um skör fram, haldin þjóðernisofstæki og fer vel með frelsissöngv- ana — þá er yfir henni stolt og reisn, en eldur brennur úr augum. Eins og kunnugt er lék Helga áþekka kvensnift allt síðasta ár og er auðvitað eitthvað líkt með ökyldum, og þó vissulega vonum minna; Áróra í „Hart í bak“ er ram- íslenzk í öllu og Meg írsk að sama skapi. Þá er komið að elskendun- um og jafnöldrunum ungu, sjálfum gíslinum og súlkunni hans. Hlutverk hermannsins enska er ærið orðmargt, vandasamt og margslungið, og á bæði að hræra okkur til hláturs og tára; það er falið Arnari Jónssyni, kornungum nýliða og nemanda í ófull- komnum skóla leikhússins. Við allt fær hann auðvitað ekki ráðið, en hann er búinn á- gætu útliti, geðþekkri fram- göngu, furðumiklu öryggi og góðri og skýrri rödd og vann sýnilega hylli leikgesta. Pilt- ur þessi er munaðarleysingi úr fátækrahverfum Lundúna, glaðlyndur, ómenntaður og venjulegur drengur sem botn- ar í fyrstu ekki neitt í neinu. Hugarstríð hans og kvíði varð ef til vill hvorki djúpstæður né tilkomumikill í meðförum Arnars, en jafnan túlkaður snoturlega; bezt tekst honum er unglingarnir ástfangnu leika sér eins og börn, elskast, syngja og dansa, í annan stað reyndist hinn grátklökki ást- arfundur þeirra síðar báðum ofviða. Arnar skortir að von- um reynslu og þroska, enda öll manndómsárin framundan, en eftir þessari frumraun að dæma ælti að vera óhætt að spá hinum nýja leikara góðr- ar framtíðar á sviðinu. Teresa heitir hin rauðhærða ástmey hans, alin upp í klaust- urskóla og kann ekki að hlæja, en er þó ofurlítið létt- --------------------SlÐA 7 úðug annað veifið. Margrét Guðmundsdóttir lýsti sakleysi hennar, hjartahlýju og um- líomuleysi á mjög eðlilegan og sannfærandi hátt, átakanleg og feimin, barnsleg og blíð. Af öðrum söguhetjum kveð- ur mest að Monsjúr, elliærum og ringluðum eiganda jómfrú- búrsins sem Róbert Amfinns- son leiltur með sannri prýði, kostulegur í göngulagi, sjón og tali, enskur að menntun og föðurætt, en löngu orðinn írskari en Iramir sjálfir. Sér- staka athygli vekur Róbert þegar gamli skröggurinn gleymir sér og klökknar öll- um að óvönim, og syngur Englandi til dýrðar meinfynd- ið kvæði, neyðarlegt og háði þmngið. Vísnasöngur Róberts er í sérflokki, hnitmiðaður og auðugur að hárfínum blæ- brigðum. Þá eru þau Herdis Þorvalds- dóttir og Baldvin Halldórsson samvalin og hnittileg skötu- hjú, helgislepjan drýpur af báðum. Ungfrú Gillchrist er móðursjúk og sannfrelsuð sál og þó í meira lagi gefin fyrir karlmenn. Herdís er búin mjög góðu gervi og látbragði og hefur guðsorðið og sálmana á sínu valdi, en ýkir hvergi; bezt er hún þegar piparjóm- frú þessi syngur um tunglið, Krústjoff og Kennedy og hnígur um leið niður dauða- drukkin með hnitmiðuðum og ærið kátbroslegum tilburðum. Mulleady er ljóslifandi þrjótur og Mtilmenni í öruggum hönd- um Baldvins; dæmdur þjófur og lögreglunjósnari og fleira af svipuðu tagi; hræsnin og fúllífið leka af ásýnd hans og orðum. Þá má ekki gleyma viðrinum þeim í karlmannslíki sem kalla sig kvenmannsnöfn- unum Rio Rita og Grace prinsessa, það er þeim Ævari Kvaran og Erlingi Gíslasyni. Hreinræktuðum kynvillingum hefur víst sjaldan verið lýst á íslenzku sviði, en þeir Ævar og Erlingur dilluðu sér, döns- uðu og sungu svo að mjög gaman var að og alveg feimn- islaust. Ævar hefur jafnan orðið fyrir þeim kumpánum, „hinum stelpunum í húsinu“, eins og hann sjálfur segir; útlit og allar hreyfingar Er- lings eru hreint afbragð. Nína Sveinsdóttir leikur gamla uppgjafadræsu og lýs- ir vel aðdáun hennar á hetj- unni Michael Collins, en hverfur síðan alveg í skugga hinna. Þá er Kristín Magnús hin ósvífna unga gleðidrós Colette og leikur af dugnaði og þrótti, hún er í slagtogi við kófdrukkinn rússneskan sjómann sem of lítið verður úr í meðförum Flosa Ölafs- sonar. Klemenz Jónsson og Valdimar Helgason koma ör- lítið við sögu og gera skyldu sína. Loks ber að nefna tvo full- trúa Lýðveldishersins, Gísla Halldórsson og Árna Tryggva- son. Gísli heldur hárrétt á sínum hlut, og gerir liðsfor- ingja þennan nákvæmlega eins ógeðfelldan, ofstækisfull- an og drepleiðinlegan og efni slanda til, en skáldið sjálft hefur augljósa skömm á hon- um. Ýmsum mikilhæfum skop- leikurum myndi hætta til að ofleika og ýkja sjálfboðalið- ann, en það gerir Árni Tryggvason aldrei, hann lýsir þessum nautheimska og drykkjusjúka náunga af al- geru látleysi og skilningi, og er allur hinn skemmtilegasti. Þýðing leiksins er engum heiglum hent, en Jónas Árna- son hefur gert „Gíslinn“ nærri ótrúlega vel úr garði, það heyrist vart eða ekki að um þýðingu sé að ræða. Þeir munu fáir sem kunna og rita lifandi og kjarnyrt nútímamál jafnvel og hann; jafnvígur á laust mál og bumdið. Söng- Framhald á 10 síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.