Þjóðviljinn - 25.09.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.09.1963, Blaðsíða 8
g SfÐA HÓ&VIiLIINN Miðvikudagur 25. september 1963 FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld Íslenzkt fiskiskip í norskum Ur kvikmyndinni um sköllóttu bófana. Atriði úr kvikmyndinni „Þokan" KVIKMYNDIR Um þrjár nýjar DEFA myndir Austur-þýzkar kvikmyndir eru sjaldséðar á sýningartjöld- um kvikmyndahúsanna hér á Islandi. Orsakanna er vafalaust víða að leita og sú kannski helzt (þegar pólitíkin er frá- talin) að erfiðleikar eru á full- nægjandi skýringartextum með kvikmyndunum, og þýzkar myndir verða að öllum jafn- aði ekki sýndar textalausar hér á landi á sama hátt og tíðk- azt hefur um enskar eða banda- rískar myndir eða annarra þjóða kvikmyndir með enksu tali. Kvikmyndagerð stendur með talsverðum blóma í Þýzka al- þýðulýðveldinu og árlega senda Austur-Þjóðverjar frá sérlengri og styttri myndir í tugatali. Mikill hluti þessara kvikmynda er sýndur víðar en í fram- leiðsluland'inu, einkum þó í nágrannalöndunum í Austur- Evrópu en einnig nokkuð á Vesturlöndum. Og austur-þýzk- ir kvikmyndagerðarmenn hafa hlotið alþjóðaviðurkenningu sem færir menn á sínu sviði; ýmsir í hópi leikstjóranna eru heimsfrægir, ekki hvað sízt þeir sem fást og fengizt hafa við gerð styttri heimildarkvik- mynda en þar viðurkenna all- ir sem til þekkja að Austúr- Þjóðverjar standi í fremstu röð. Fáeinar af þessum heim- ildarkvikmyndum frá Austur- Þýzkalandi hafa verið sýndar hér á landi (og sumar ekki án þess til tíðinda kæmi), en fengur væri að sýningum fleiri sh'kra. Hinsvegar hafa tiltölulega fáar lengri austur-þýzkar leik- myndir verið sýndar hér; helzt nokkrar af hinum ágætu bama- og æfintýrakvikmynd- um, sem Austur-Þjóðverjar hafa orðið hvað kunnastir fyr- ir. Þær hafa verið sýndar nokkrar í Hafnarfirði og Kópa- vogi og þá fluttar með skýr- ingar á íslenzku. Hér á síðunni eru birtar myndir úr þremur nýlegum austur-þýzkum kvikmyndum, en samkvæmt upplýsingum frá DEFA, austur-þýzka kvik- myndafélaginu, mun eitthvað hafa verið rætt um að ein þessara mynda eða fleiri yrði leigð til sýninga á íslandi. Þjóðviljínn hefur áður minnzt lítillega á tvær þess- ara nýju kvikmynda. Hér í þættinum var getið myndar- <Jr kvikmyndinni „Naktir meðal úlfa“. innar ,3köllóttu bófamir" (Die Glatzkopfbande) og Ámi Berg- mann drap á verðlaunamynd- ina „Naktir meðal úlfa“ (Nackt unter Wölfen) í þætti sínum í sumar af þriðju alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu, en þar hlaut síðamefnda kvik- myndin mikið lof gagnrýn- enda. Tökuritið að ,,Skalla“-mynd~ inni gerðu þeir Lothar Creutz og Richard Groschopp, sem jafnframt var leikstjóri, en Bichard er einn af kunnustu kvikmyndagerðarmönnum Aust- ur-Þýzkalands og hefur hlotið margskonar viðurkenningu þar í landi. Aðalleikendur: Ulrich Theim, Erik S. Klein. Paul Bernt, Brigitte Krause, Enka Dunkélmann og Irene Fischer. Ýmsir kunnir listamenn áttu hlut að gerð kvikmyndarinnar „Naktir með úlfa“, og skal get- ið nokkurra þeirra helztu. Höfundur kvikmyndahandrits: Bruno Apitz. Leikstjóri; Frank Beyer. Myndatökustjóri: Gúnt- er Marczinkowski. Aðalleik- endur: Erwin Geschonneck, Gerri Wolff, Viktor Awdjus- chko, Armin Múller-Stalh, Krystyn Wóicik, Fred Delmare og Peter Sturm. Þriðja kvikmyndin, sem hér verður lítillega minnzt á, ber heitið ,,Þoka” (Nebel). Sögu- þráðurinn er í sem styztu máli þessi: — A hóteli einu í lítilli enskri hafnarborg er Bill Smith, kafari, að halda upp á trúlofun sína og Bessy Ben- son. Á bamum á sama hóteti er einnig staddur þá stund- ina Mr. Bunberry, eigandi björgunarskips og vinnuveit- andi Bills; hann situr að drykku með þrem verzlunar- mönnum, Englendingnum Mr. Wolsely og Mr. Edwards, og Þjóðverjanum Eberhard Wed- el, en þeir hafa leitað til Bun- berrys um björgun á flaki skipsins „Princess of India'* sem liggur á hafsbotni við inn- siglinguna til Rocksmouth. Þýzkur kafbátur hafði sökkt skipinu í síðustu heimsstyrjöld, er það var á leið til Kanada með mikinn hóp barna innan borðs. Aðeins sex þessara barna björguðust og þeirra á meðal var Bill Smith. Brátt komast þær sögur á kreik með- al almennings, að gera eigi Rocksmouth að olíuflutninga- höfn. En hvaða erindi á hann hingað Þjóðverjinn, sem Bill undrast hversu fróður er um afdrif „Princess of Indía”? Og grunsemdir Bills aukast þar til einn dag að þessir tveir menn standa frammi fyrir hvorum öðrum, augliti til auglitis. Framhald á 10 .síðu Norsk blöð sögðu frá því nýlega að verið væri að smíða fyrir íslendinga hjá Kaarbos Mekaniske Verksted í Har- stad í Noregi fiskiskip sem valdið gæt.i byltingu við síld- veiðar með hringnót. Þetta er . stálítkip 110 fet að lengd. Þetta umtalaða fiskiskip á | að hafa þrjár skrúfur. Auk í aðalskrúfu skipsins verður 5 skrúfa á sjálfu stýrinu, en I þriðja skrúfan í framstafni \ Tvær hinar sáðast töldu verða ? knúnar af sérstökum rafmót- orum. Þetta er fyrsta skipið sem smíðað er í heiminum með þvílíkum búnaði segir fram- kvæmdastjóri skipasmíða- stöðvarinnar í viðtali við blað- ið Fiskaren. Það er sagt, að með þessum skrúfubúnaði, geti skipið snúizt í hring án þess að færast úr stað, og það geti einnig andæft á nót al- veg þvert, sem er talinn mi'k- ill kostur. Hvaða íslenzkur útgerðar- maður á þetta frumlega skip? Frá Svíþjóð blöium Togskipin átta, sem Svíar sendu á Islandsmið með sild- arvörpur í sumar, komu til heimahafnar í Svíþjóð um miðjan ágúst s.l. og hafði leiðangurinn samanlagt inn- anborðs 2000 tunnur af gróf- saltaðri síld. Leiðangur þessi hlaut op- inheran styrk til þessara veiða, þar sem Sviar vildu fá úr því skorið, hvort hægt væri að veiða hér síld á mið- unum með flotvörpu. Tvö skip drógu hverja vörpu og er það þekkt fyrirkomulag þegar togað er fyrir síld á sænskum skipum. Sænsku skipstjórarnir segja, að það hafi gengið vel að ná síldinni með flotvörp- unni, þó hún hafi verið á 10— 20 faðma dýpi, hér á miðun- um, og þó það megi teljast útilokað að veiða á því dýpi síld með flotvörpu í Norður- sjó. Svíar láta talsvert mikið yfir árangri þessarar tilraun- ar, og telja að hér geti opn- azt möguleikar fyrir sænska togbáta í framtiðinni. Frá Noregi Mikið aflaleysi er nú á norskum togmiðum, en þau eru aðallega við Norður-Nor- eg. Sömu sögu er að segja frá miðunum við Bjarnarey og Svalbarða. Norski verksmiðjutogarinn Longva er nú í veiðiferð við Vestur-Grænland og Ný- fundnaland. Um 10. september kom skeyti frá togaranum, og var hann þú búinn að fá 130 tonn af flðkum. Um sama leyti barst einnig skeyti frá skuttogaranum Hans Egede, en hann stundar nú saltfisk- veiðar við Vestur-Grænland og hefur 38 manna áhöfn. 1 skeytinu segir aðeins að afl- inn sé viðunandi. Línubátar frá Álasundi sem stunda veiðar á Hjaltlands- og Færeyjamiðum hafa aflað mjög vel að undanförnu; og er veiðin sögð miklu betri en á sama tíma í fyrra. Á fyrri helming ársins í ár hafa komið á land í Rauma- dal og Mæri 51 þús. tonn af fiski og er það 6 þúsund tonnum meira heldur en á sama tíma í fyrra. Frá Skotlandi Verksmiðja í Aberdeen á Skotlandi er nú byrjuð að framleiða fiskimjöl í stórum stíl til manneldis. Mjölið er sagt hafa verið reynt í brauð, saman við hveiti, og gefizt vel. Skotar hugsa sér að flytja þetta manneldismjöl á fjarlæga markaði þar sem fólk skorti eggjahvítuefni í fæðuna, eins og víða í Afríku og Asíulöndum. Frá Hollandi Síldveiðar Hollendinga hafa gengið mjög vel í ár. Þann 17. ágúst voru þeir búnir að salta 234.046 tunnur af síld. Veiðin á sama tíma í fyrra var aðeins 129.769 tunnur. Af aflanum í ár hafa verið verkaðar 164.946 tunnur af „matjessíld", en hitt magn'ð skiptist niður á þrjár aðrar saltsíldaraðferðir. Handhafi Silfurþorsksins heldur velli Fregnir frá Bretlandi herma að aflakóngur brezkra togara- skipstjóra Bill Brettell á skip- inu „Somerset Maugham", sem varð handhafi silfur- þosksins á s.l. ári, haldi ennþá velli á þeim vettvangi og hafl hann verið með mestan afla allra brezkra togara á miðju þessu ári. Á miðju árinu hafði „Som- erset Maugham" landað 21.446 kíttum af fiski að verð- mæti 69.757 sterlp. Togar- inn „Stella Leonis“, skipstjóri K. Wallez, var með næsthæsta afla 21.279 kítt, en söluverð- mæti aflans var heldur hærra hjá honum, eða 77.675 sterl- ingspund. INNLIN0UM VETTVANCI fslendingum gerð skömm til Eg las um það nýlega, að vígður hafði verið 22. ágúst sl. nýr sjómannaskóli í Gravdal í Lófót í Noregi. Norska ríkið hafði látið byggja þennan skóla og ekkert til sparað, hvorki í húsakosti né búnaði. Á vígsluhátíðinni bárust skól- anum margar góðar gjafir en þó var það ein þessara gjafa, sem vakti sérstaka athygli mína. Það var sagt frá því að Fiskifélag Norðurlandsfylkis hefði fært skólanum að gjöf 100.000 kr. norskar, í íslenzk- um krónum 600.000,00 og fyr- ir þessa gjöf átti að skreyta skólastofurnar listaverkum. Þegar ég las þetta, þá varð mér hugsað til islenzka Sjó- mannaskólans, hinnar fögru byggingar hér upp á holtinu. Á áratugi hefur lóð skólans verið í óhirðu og ekki frá henni gengið £ samræmi við hlutverk skólans né virðuleik byggingarinnar. Þetta er van- virða þegar í hlut á sú stétt sem með starfi sínu á hafinu hefur orðið að skapa þau krundvallarverðmæti, sem allt annað skólastarf í þessu landi hefur orðið að hvila á. Islenzka ríkið og útgerðar- mannastéttin eiga hér óbætta sök við sjómenn. Það er kom- inn meira en timi til að frá lóð Sjómannaskólans verði gengið af okkar færustu lista- mönnum, svo útlit skólans og umhverfi verði sem tákn þeirrar miklu baráttu sem hér er háð á hafinu, árið um kring. Farmanna og fiskimanna- sambandið og önnur fagsam- tök sjómanna þurfa að knýja á og fá þetta mál til lykta leitt á þann hátt sem íslenzíkri sjómannastétt er samboðið. Okkur vantar börn og unglinga nú þegar eða um næstu mánaðamót til blaðburðar víðsvegar um bæinn, i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.