Þjóðviljinn - 26.09.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 26.09.1963, Side 1
Fiinmtudagur 25. september 11963 — 28. árgangur — 206. tölublað. Þrjátíu metra hafnargarður í Ólafsvík hvarf í hafíð — Sjá 12. sfðu ÁHRIF BÚVÖRUHÆKKUNARINNAR Á AFKOMU VÍSITÖLUFJÖLSKYDiUNNASk AUKIN ARSUTGJOLD 4.500 KR. Óvœnlega horfir um sölu Suðwr- landssildor •Ari Samkvæmt því sem Þjóðviljinn hefur fregnað mun sjaldan eða aldrei hafa horft jafn óvænlega og nú um selu Suðurlands- sildar og kemur þar margt til, m.a. óvenjumikil síld- veiði f Norðursjó í sum- ar. ifi Að undanfömu hafa farið fram samningavið- ræður um sölu á Suður- landssild en til þessa hafa þær lítinn árangur borið. Stór hluti af Suðurlands- sildinni hefur á undanförn- um árum verið seldur til Austur-Evrópu, en ýmsar af helztu viðskiiptaþjððum okkar þar hafa í sumar afIað sjálfar mikið af síld í Norðursjó og gerir það að sjálfsögðu strik í reikn- inginn. <Ar' Enn er of snemmt að segja um hvemig samning- um um sölu Suðurlands síldarinnar lyktar, en úr því fæst væntanlega skorið í næsta mánuði. Rætist vonandi betur úr því en nú horfir, þvi mjög mik- ið er í húfi fyrir okkur Is- Iendinga að vel takist um sölu á þessari mikilsverðu útflutningsvöru okkar. ■ Óðaverðbólga ríkisstjómarmnar fer nú ráns-f" höndum um hvert einasta launþegaheimili í land- inu og gengur nær mönnum en dæmi era um áð- ur. Samkvæmt grundvelli vísitölunnar, sem lög- festur var 1959 og er síðan notaður sem opinber mælikvarði á neyzlu manna og tilkostnað, mun hækkun sú sem nú kemur til framkvæmda á landbúnaðarvörum auka útgjöld „vísitölufjöl- skyldunnar“ um ca. 4.500 krónur á ári. Vísitala framfærslukostnaðar mun af þeim sökum hækka um 5—6 stig, en vísitala vöru og þjónustu mun hækka miklu meira. Kvöldvaka íÆFR skálanum 1 tengslum við sambands- stjórnarfund Æ.F., sem haldinn verður um næstu helgi f Skíða- skála Æ.F.R. gengst skálanefnd fyrir kvöldvöku í skálanum. Lagt verður upp frá Tjamargötu 20, kl. 8 e.h. og komið í bæinn um nóttina. Þátttaka tilkynnist í skrifstofu Æ.F.R., Tjarnargötu 20. Sími 17513. Hér skulu tekin dæmi um ein- staka kostnaðarliði: Samkvæmt grundvelli vísitöl- unnar er reiknað með að vísi- tölufjölskyldan noti 1022 litra af mjólk á árl. Hækkun á lítra um kr. 1.15 nemur á ári kr. 1.175,30. Samkvæmt grundvelli vísitöl- unnar notar vísitölufjölskyldan 86,79 kíló af súpukjöti, lærum og hrygg á ári. Þær kjötteg- undirhækka um kr. 12.05—14,40 kílóið, og nemur þá árshækk- unin á þessum lið alls kr. 1118,- 05. Samkvæmt grundvel'li vísitöl- unnar notar vísitölufjöilskyldan 23,91 kíló af smjöri á ári. Hvert smjörkiió hækkar nú um kr 22,80, þannig að árshækkunin á þessum eina lið nemur kr. 545,15. Þar við bætast aðrar land- búnaðarvörur, aðrar kjöttegund- ir, unnar kjötvörur. rjómi ost- ar, kartöflur o.s.frv., þannig að heildarhækkunin á ári verður ekki undir kr. 4. 500 samkvæmt grundvelli þeim sem stjómar- flokkamir hafa sjálfir látið lög- festa sem óskeikulan mæli- kvarða. Á fjórðu viku 4.500 kr. útgjaldaaukning á ári jafngildir tekjum Dagsbrúnar- verkamanns fyrir 161 klukku- stund á almennum dagvinnu- taxta. Verkamaður er þannig á fjórðu viku að vinna fyrir þess,- ari hækkun einni saman. Ætlast ríkisstjómin til þess að verka- menn bæti á sig þessum vinnu- tíma ofan á vinnuþrælkun þá sem þegar viðgengst? Eða er nú ætlunin að verkamenn fari að spara við sig og böro sín mjólk, kjöt og smjör? Smjörkíló: hálfs dags vinna! Óðaverðbólga ríkisstjómarinn- ar hefur nú skert raunverulegt kaup verkafólks svo mjög að það hefur aldrei verið jafn lágt og nú síðan stríðinu lauík. í sambandi við búvöruhækkunina má til að mynda benda á það dæmi að Dagsbrúnarverkamað- ur á almennum taxta er sem næst fjórar klukkustundir — hálfan eðlilegan vinnudag — að viinna fyrir cinu kílói af smjöri! Slíkt hlutfaill milli kaupgjalds og verðlags mun ekki eiga hlið- stseðu í nokkm nálægu landi. Samningar lausir Samningar verkalýðsfélaganna eru lausir um miðjan október n. k. Sá frestur sem verkalýðsfé- lögin gáfu í vor til efnahags- rannsóknar í þvi skynd að greiða fyrir kaupgjaldssamningum, hef- ur af stjómarvöldunum verið notaður til þess að magna dýr- tíðina örar en dæmi eru til um áður, þannig að verkafólk býr nú við mun lakari kost en í vor. Er óhjákvæmilegt að líta á slíka framkomu sem alger svik af hálfu stjórnarvaldanna. Verkalýðshreyfingin hlýtur nú að gera kröfur til að verkafólk fái fullnægjandi bætur fyrir óðaverðbólguna. Jafnframt hljóta alþýðusamtökin að leggja á það mcgináherzlu að lögfestar verði aftur visitölugreiðslur á kaup, jafnframt því sem tekin verði upp stjórnarstefna sem tryggi festu og öryggi í efnahagsmálum í stað hinnar gjaldþrota við- reisnar. Frá hinum fjölmcnna fundi í VR f Iðnó í fyrrakvöld, ■— Ljósm. L. K.). VR ber fram krðfur um stórfeldar kjarabætur Á mjög fjölmennum félagsfundi í Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur er haldinn var í Iðnó í fyrrakvöld voru samþykktar einróma tillögur til breytinga á gildandi kjarasamn- ingi VR við vinnuveitendur en sá samning- ur er laus frá 15. október n.k. Togarasjómenn greiða at- kvæ&i um uppsðgn samninga Sjómannafélögin hafa nú hafizt handa um atkvæða- greiðslu um uppsögn togara-samninganna, en þeir gilda til 1. desember ef þeim verður sagt upp fyrir 1. október, framlengjast annars í sex mánuöi. Togarasamningarnir eru orðnar í miklu ósamræmi við launakjör annarra sjó- manna og ótrúlegt annað en sjómenn vilji fá leiðréttingu á þeim eins fljótt og verða má. Atkvæðagreiðslan hjá togara- sjómönnum sem eru í Sjómanna- félagi Reykjavíkur hófst í gær og stendur í dag og á morgun. Fer hún fram á togurunum sjálf- um og í skrifstofu félagsins í Al- þýðuhúsinu kl. 3—6. f Sjómannafélagi Hafnarfjarð- ar mun atkvæðagreiðslan um uppsögn samninga um það bil að hefjast. Verið er að greiða at- kvæði á togara Siglfirðinga, Haf- liða, og atkvæðagreiðslan fer fram næstu daga í Sjómannafé- lagi Akureyrar og á Akureyr- artogurunum; á Akranestogaran- um Vikingi og sjómannadeild Verkalýðsfélagsins þar, og Pat- reksfjarðartogaranum Gylfa. Þessar nýju tillögur fela í sér gerbreytingu á launa- kerfi verzlunar- og skrif- stofufólks og hefur við röð- un í launaflokka og við kaupkröfumar sjálfar verið höfð hliðsjón af samningum ríkis- og borgarstarfsmanna og niðurstöðum Kjaradóms. Fela tillögurnar í sér mjög mikla almenna kauphækkun verzlunarfólks eða allt upp í 106% hjá einstökum flokk- um miðað við gildandi samn- inga, en flest verzlunar- og skrifstofufólk er nú mjög mikið yfirborgað. Þá er í tillögunum farið fram á 44 stunda vinnuviku starfsfólks í sölubúðum og 38 stunda vinnuviku starfs- fólks á skrifstofum. í fréttatilkynningu sem Þjóð- viljanum- barst í gær frá VR um þetta mál segir svo m.a.: „Tillögur þessar fela i sér víðtækar breytingar frá núgild- andi kjarasamningi félagsins, og eru við það miðaðar að í fram- tíðinni séu kjarasamningamir í raunverulegu samræmi við það sem almennt gerist. Við samning þessara tillagna var m.a. höfð hliðsjón af breyt- ingum hjá ríkis- og borgar- starfsmönnum, jafnframt því sem haft var í huga, svo sem fram kemur í forsendum fyrir niðurstöðu kjaradóms, en þar segir svo m.a.: „Varðandi samræmingu kjara ríkisstarfsmanna og arinarra launþega hefur dómurinn einnig tekið tillit til þess, að atvinnu- öryggi ríkisstarfsmanna er meira en launþega í einka- rekstri, og þeir njóta auk þess ýmissa réttinda og hlunninda umfram aðra launþega". Framhald á 2. síðu. Þrír fjallvegir ófær- ir / gærkvöld Þjóðviljinn hafði samband við Kristján Guðmundsson hjáVega- gerð ríkisins í gærkvöld og fékk upplýsingar um ófærð á fjall- vegum hér á landi og hvernig ástandið vær eftir norðanhryðj- una á dögunum. Þá um kvöldið voru þrjár leiðir ennþá ófærar, minni og stærri bílum, sem teppzt höfðu í snjó. Þeir fjallvegir, sem enn voru ófærir vom Þorskafjarðarheiði, Möðrudalsöræfi og Siglufjarðar- skarð. En víða var ennþá snjóvaðall á vegum bæði á fjöllum og í byggð. Sumar leiðir voru þó aðeins færar stórum bílum með keðjum eins og öxnadalsheiði, Fljóts- dalsheiði, Lágheiði og Vaðlaheiði. Allt stendur það þó til bóta. Þessir fjallvegir hafa teppzt ó- venju snemma í ár. Á Siglufirði kyngdi hinsvegar niður snjó í allan gærdag og verður Siglufjarðarskarð senni- lega erfiðast viðfangs að venju. Dalarútan fékk hjálp yfir Vatns- fjarðarheiði um morguninn, en komst hjálparlaust yfir Dynjand- isheiði. Unnið verður af kappi á næst- unni með snjóýtum að gera þessar leiðir greiðfærar á nýj- an leik, þar sim því verður við komið. með góðu móti. v

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.