Þjóðviljinn - 26.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.09.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. september 1963 MðÐVIUINN SÍÐA 3 j.Wheichi” heitir meir en þrjú þúsund ára gamalt. kínverskt skáktafl, sem enn er leikið í Kina. Er það leikið með hvítum mönnum og svörtum, en á skákborðinu eru 361 reítur. Það er til marks um vinsældir þessarar íþróttar austur þar, að nýlega var haldið Iandsmót bama á aldrimim 8 til 15 ára. Myndin er frá Iokaumferð mótsins. en auk þátttakenda og áhorfenda getur að Iíta til hægri varaforsætisr áðherrann Chen VL Dóminikanska lýðveldið: Herinn gerir uppreisn og setur Bosch forseta af SAN DOMINGO 25/9. — f Dóminikanska lýð- veldinu hefur herinn gerit uppreisn og tekið öll völd í sínar hendur. Forseti landsins, Juan Bosch, hefur verið settur af, þingið leyst upp og komm- únistaflokkur landsins hannaður. Hermenn standa vörð um allar opinberar byggingar í höfuðborg landsins, Santo Domingo, en að öðru leyti er kyrrt að kalla í borginni. Juan Bosch, forseti, slapp undan, kom síðari hluta dags með flugvél til Puerto Rico, og var þar vel tekið. Þegar síðast 'fréttist var allt símasamband rofið við landið. í tilkynningu, sem send var út af herforingjum þeim og liðs- forinigjum, sem að uppreisninni standa, er sagt að Juan Bosch og stjóm hans hafi dregið land- ið inn í alþjóðleg deilumál og jafnframt gert mögulegar ýms- ar aðgerðir kommúnista. Síðar um daginn var það svo tilkynnt í útvarpi landsins, að hið óhjá kvæmilega hafi skeð, og Castró- kommúnisminn hafi verið stöðv- aður. Samtímis var hað upolýst, að áhangendur Bosch og ýmsir stuðningsmenn kommúnista hefðu safnazt saman víða í Santo Domingo og undirbyggju óeirðir. Voru borgarbúar hvatt- ir til þess að halda kyrru fyrir. Tilkynning uppreisnarforingj- anna er undirrituð af yfirmönn- um landhers, flughers og flota, svo og yfirmanni lögreglunnar og ýmsum herforingjum. Segir þar ennfremur, að stjórnarskrá landsins sé úr gildi felld, en gildi taki eldri stjómarskrá, sem er frá 1961. Tilgang upp- reisnarinnar segja herforingj- amir vera þann að skapa stjóm, er starfi á þjóðernisgrundvelli og sé undir fomstu heiðarlegs, Sovét staðfestir Moskvusáttmála MOSKVU 25/9 — Æðsta ráð Sovétríkjanna staðfesti á fundi sínum í dag einróma Moskvu- samninginn um takmarkað bann við kjarnorkutilraunum. Fyrr um daginn tilkynnti Tass-fréttastofan, að ráðið myndi koma saman til að ræða samninginn. Er þetta að sögn fréttamanna í Moskvu í fyrsta sinn, s-,m Tass sendir út ^slíka tilkynningu. Vanalega fréttist fyrst af fundum Æðsta ráðsins eftir á og þá i opinberri td- kynningu. í umræðunum um tilrauna- bannið hélt aðstoðarutanríkis- ráðherra, Vassily Kúsnetsoff. því fram. að samningurinn sé engin trygging fyrir friði og ekki einu sinn skref í áttina að afvopnun. Hinsvegar muni samningurinn hindra bað, að vígbúnaðarkapphlaupið auk- ist. Forystu Sovétríkjanna kvað ráðherrann ekki fólgna í kjam- orkuvopnum þeim, er hætt séu með kjamorkutilraunum neð.an- jarðar .heldur í öðrum kjam- orkuvopnagreinum, þar sem Sovétríkin hefðu þegar foryst- una. Kúsnetsoff kvaðst harma það, að Kínverska Alþýðulýðveldið hefði snúizt á sveif með þeim aðihim í Bandaríkjunum, Vestur- Þýzkalandi og Frakklandi, er þerðust gegn Moskvusamningn- um. ópólitisks manns. Jafnframt því að iherinn tók öll völd I sínar hendur, hertók Iögreglan skrifstofur hins rót- tæka Sósíalistaflokks og einn- ig skrifstofur stjómmálasam- taka, er nefna sig 14. júní-hóp- inn. Öll skjöl og skilríki voru gerð upptæk, og lögreglan leit- ar að forystumönnum samtak-, anna. iLeiðtoigar hinna flokkanna sex voru í dag kallaðir á fund herforingjanna til þess að mynda nýja stjóm, er sitja skal unz kosningar hafi farið fram í landinu. Hinn afsetti forseti, Juan Bosch, er 53 ára að aldri, en for- seti Dominikanska lýðveldisins varð hann 27. febrúar { ár. Frá því einræðisherra lýðveldisins, Rafael Trujillo, var myrtur í maí 1961, hefur landið haft þrjár ríkisstjómir, oftlega hafa orðið óeirðir í landinu, og tvisv- ar hefur verið lýst yfir hern- aðarástandi. Dominikanska lýð- veldið, sem var lýst sjálfstætt 1884, nær yfir um það bil tvo þriðju hluta eyjarinnar Hispaniola. Um þrjú hundmð kílómetra löng landamæralína skilur landið frá blökkumanna- ríkinu Haiti. Hefur verið grannt á því góða milli þessara ná- grannaríkja, og snemma í ár lýsti Bosch því yfir, að Haiti kynni að verða næsta púður- tunna á þessum sióðum. Síðari fregnir frá Santo Dom- ingo herma, að til nokkurra 6- eirða hafi komið í borginni, en öryggislögreglan hafi allt á sínu valdi. Allmargir méðlimir úr ríkisstjóm Juaris Bosch eru fangar í þinghöllinni í Santo Domingo. Fá engir blaðamenn að hafa tal af þeim. Viggo Kampmann hættir á þingi KAUBMANNAHÖFN 25/9. — Fyrrverandi forsætisráðherra Dana, Viggo Kampmann, hefur tilkynnt forseta danska þingsins það, að hann hafi í hyggju að segja lausu emhætti sínu í þing- inu. Námsflokkar Framhald af 2. síðu. efni unghngastigsins og síðar haldið áfram í reikn ingsbókinni. Algebra. Námsgreinin kennd frá byrjun. Bókfærsla. 1. fL dagbókar- færslur og ársuppgjör. 2. fL höf- uðbókarfærslur, efnahagsreikn- ingur, viðskiptamannabók. VERKDEGAR GREINAR: Föndur. 1.—4. fi Bast, tágar, og leikföng úr filti, ef hentugt efni faest 5. og 6. fl. framhalds- flckkar: bein, hom og leður. — Þátttakendur í öllum flokkum greiði fyrirfram í fyrsta tíma kr. 300.00 fyrir efni. Kjólasaumur. Gjald skv. gjald- skrá fyrir að sníða hverja flíki. Barnafatasaumur. Þátttakend- ur sníði sjáJfar undir leiðsögn kennamans, eða kennarinn sníð- ur, og greiðast þá snið fyrir hverja flík skv. gjaldskrá. Snlðteiknlng. 1.A og 1. B. Und- irstöðukennsla í sniðteikningum og síðar fatasaum. Verkefni svip- að fyrir aila. Kennt verður eftir Pfaff-kerfinu. Þátttakendur þurfa að kaupa sér bók, Pfaff- kerfið, hjá kennaranum, kr. 200.- I sniðteikn., 2 B verður byrj- að á fatasaum og sníða konum- ar sjálfar. Verkefni svipað fyr- ir alla a.m.k. fyrri hluta vetr- ar. Þessi flokkur er aðeins fyr- ir þær konur, sem voru í sniðt í Námsflokkunum s.l. vetur. Kennt verður á fimmtud. kl. 8— 10,20 í 3. stafu. Vélritnn. Þátttakendur fá rit- vélar til afnota í tímum, en ekki lánaðar heim. Vestur-þýzku 30 din Nylon-sokkarnir nýkomnir. Verð aðeins 35 krónur. Sendum gegn póstkröfu um land allt. REGNBOGINN Bankastræti 6 — Sími 22135. Sjómnnnnfélag Hafnar- fjarðar tilkynnir Atkvæðagreiðsla um hvort segja b'eri upp gildandi togara - kjarasamningum íer fram á skrifstofu félagsins, dagana 26. til 29. sept 11963 frá kl. 4 — 7 e. h. STJÓRNIN. hárlakkið nýkomið. Verð kr. 74,00 Sendum gegn póstkröfu um land allt. REGNBOGINN Bankastræti 6 — Sími 22135 Kóreukólero SEOUL 2579. — Kólerufarald- urinn í Suður-Kóreu hefur nú kostað 19 mannsh'f. Hafnarbær- inn Fusan hefur orðið verst úti, en þar hafa 15 manns látizt úr sóttinni. HeilbrigðisyfirvöJidin telja sig nú á góðri leið með að kveða faraldurinn niður, en siðasta sólarhring hafa ekki fundizt nema níu sóttartilfelli. Fram að þessu hafa hálft þriðja hundrað manns sýkst af kólerunnL Það er hagur allrar fjölskyldunnar að lesa ÞJÓÐVILJANK Við hringjum í dag og fáum blaðið í fyrramálið SÍMINN ER 17500 V S [R Vezt == ***r'T"" = KHAKI t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.