Þjóðviljinn - 26.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.09.1963, Blaðsíða 10
1Q SlÐA ÞIÓÐVIUINN Fimmtudagur 26. september 1963 Billy Matthews mókti hreyf- ingarlaus í hægindastólnum. Það hefði getað verið styrjöld úti fyrir, hugsaði Adam. götu- bardagar, sprengjuregn en hér myndi ekkert breytast. — Gott kvöld, sagði hann. Enginn tók undir. Hann gekk yfir gólfið og upp stigann. Og á göngunni í hálf- rðkkiinu fór hann allt í einu að hugsa um alla þá mörgu innantómu, líflausu menn sem hann hafði séð, gamla og titr- andi með engan innri eld — og hve litlu hefði munað að bann yrði einn beirra. Hann stanzaði. Hvað var eins dásamlegt og þetta. hugsaði hann og bægði frá sér öllum leiðum hugsunum: að vera leiðtogi, hataður, elsk- aöur, fordæmdur, dáður? — Þú þjappar okkur saman, piltur minn! Ég verð að skrifa Max. hugs- aði hannj og gekk yfir ósléttan dúkinn. Hann sneri húninum og gekk inn í herbergi sitt. Þar var kolamyrkur, en áður en Adam kveikti fann hann að einhver var inni. Hann sneri sér við og horfði framaní gest sinn. — Sælinúj Sam, sagði hann. •— Hvenær komst þú til baka? 22. KAFM. — Á eftir hafði hún legið í rúminUj hreyfingarlaus, köld. Það voru engin tár eftir. 1 brjósti hennar var sár kvöl, í höfði hennar líka, vegna þess að hún gat ekki hætt að gráta — en tárin voru ekki lengur til Hún hreyfði sig ekki. Rúmið var indælt, flekkað vessum sem fossað höfðu úr Ukama hennar á móti vessum hans, svita hennar og hans, saman; í þvi miðju var blettur, nýr blettur. Hún neyddi sjálfa sig til að fcoma við hann. Hún neyddi sjálfa sig til að Hárgreiðslcm Hárgrelðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18 III. h. (lyfta) SfMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SfMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. — SfMI 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA 4USTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — anda djúpt, finna þefinn, festa hann sér í minni að eilífu. Hann var héma, ofaná mér, sagði hún við sjálfa sig. Hann var ókunnugur maður, mér geðj- aðist ekki að honum, honum geðjaðist ekki að mér, en þegar hann nálgaðist mig. gein ég við honum. Ég þurfti þess ekki. Ég hefði getað æpt. Þú segir að þetta hafi verið hræðilegt, þú hafir haft andstyggð á því, en þú veizt að það er ekki satt. Hann nauðgaði þér ekki. Þú hefðir ekki þurft annað en æpa. En þú gerðir það ekki. Svo að þú ert ekki læknuð. Og þú getur ekki áfellzt nannj þvi að það hlaut að koma að þvi að einhver Adam Cramer yrði á vegi þínum einhvers stað- ar. Það hlaut að koma að þvi. Vy Griffin renndi fingrunum eftir kropp sínum, sem enn var rakur af svita. Hún snart brjóst sín. Vörtumar voru aumar. Hún snart varimar og mundi hvem- ig hún hafði þrýst þeim að vör- um hans og hún festi sér það einnig í minni. Gleymdu engu af þessu, hugs- aði hún. Aldrei nokkum tima. Hún hreyfði sig allt í einu af einbeitni og kveikti ljósið og horfði á rúmið. Síðan á slopp- inn sem fleygt hafði verið í gólfið hjá rúminu. Siðan gekk hún að speghnum. Hún starði á nakta spegil- mynd sína. Nei, líttu ekki undan, hugs- aði hún. Þetta ert þú, frú Griff- in. Þetta ert þú sjálf. Hún starði í næstum heila minútu, sneri sér síðan við og fór inn í baðherbergið. Hún lét vatnið renna þar til það var brennheitt, fór í bað, klæddist græna kjólnum og setti niður í litla ferðatösku, einkum fatn- að og helztu nauðsynjar. Að þessu loknu, vatt hún klút í köldu vatni og þvoði flekkina úr rúminu og bjó um rúmið. Hún gekk rösklega til verks, síðan tók hún verzlunarbréf úr umslagi, sneri auðu hliðinni að sér. Hún hikaði langa stund. Síðan skrifaði hún nokkrar línur og stakk bréfinu í ramm- ann hjá speglinum. Hún leit í kringum sig i her- berginu, sneri sér við og gekk fram í þögult anddyrið. Frú Pearl Lambert var ekki í anddyrinu. Konumar í sófanum tóku ekki eftir henni. Hún gekk hratt þar til hún kom út á þjóðveginn; þá hægði hún á sér. Eftir svo sem tuttugu minút- ur stanzaði , grár Plymouth. — Viljið þér sitja í? sagði maðurinn í bílnum. Vy Griffin sagði: — Nei; síð- an sagði hún áður en maðurinn var búinn að skella: — Já. — Eruð þér að fara langt? — Já, sagði hún og steig inn. — Hvað er að frétta, Sam? Stóri maðurirm var sveittur. Hann var rauður í andlití og það voru enn hláturhrukkur um rmmninn. en hann sýndist samt öðru vísi. — Allt gott. sagði hann. — Frýðilegt! Adam reyndi að vera kæru- leysislegur, en hugur hans starf- aði ákaft Sennjlega hefur hún sagt honum það, hugsaði hann. Sennilega er hann kominn þess vegna. Það væri ekki líkt hon- um að brjótast inn í herbergið mitt annars. En vertu ekki of fljótur á þér. Sjáðu tiL — Hvemig gekk í Farragut? Seldirðu marga — hvað er það nú aftur? — penna? Sam Griffin kinkaði kolli með hægð. — Jæja, það er gott að heyra. Hm....... áttirðu eitthvert sér- stakt erindi við mig? Ef ég á að segja eins og er, þá er ég skrambi þreyttur. Ég —. Stóri maðurinn reis allt í einu á fætur; hann var með kreppta hnefa. — Adam, sagði hann. — Ég veit þetta kemur þér ekkert við og ég hef engan rétt tíl að ónáða þig með þvi — en ég verð að tala við einhvem. Ég má tiL Annars verð ég vitlaus! Adam hikaði; síðan færði hann sig nær Griffin. — Sam, sagði hann. — Hvað er að? Hef- ur eitthvað komið fyrir? Stóri maðurinn kinkaði kolli. — En það er bara mitt eigið vandamál, sagði hann. — Ég veit ekki hvers vegna ég er að ryðjast hingað inn. Frú Pearl Lambert lét mig hafa lykillinn. Þú hefur sjálfsagt nóg með þín eigin vandamál — það hafa all- ir. Hann gekk af stað til dyra. — Fyrirgefðu. — Biddu hægur. Vertu róleg- ur, sagði Adam. — Ég hélt við værum vinir. Griffin stóð kyrr, dró andann þungt. Hann virtist miður sin, hræddur eins og klunnalegt dýr. — Erum við ekki vinir. Sam? — Jú, auðvitað. Jú, jú. En þú ert þreyttutr —. — Ekki lengur. Adam tók undir handlegginn á manninum. — Seztu þama, Sam. Undir eins. Og segðu mér hvað þér liggur á hjarta. Kannski get ég hjálp- að þér. — Nei, þú getur ekki hjálp- að. — Ég get að minnsta kosti hlustað. Svona nú. Griffin beið. Hann andaði enn þungt, síðan sneri hann sér við, gekk að rúminu og settist. Hvað eftir annað opnaði hann munn- inn og lokaði honum aftur. Svo stóð hann upp og gekk að veggnum. Hann sneri sér undan og barði þykkum. rauð- um hnefanum i vegginn. — Hún er farin, sagði hann. — Hver þá? — Vy, sagði hann. — Hún er farin. Farin frá mér. Stung- in af. Hann byrjaði aftur að berja í vegginn, en Adam sagði: — Sam! og hann hætti. — Sam, stilltu þig. Hlustaðu nú á, ég er enginn aðkomumaður — við ákváðum það strax fyrsta dag- inn. Mér er mjög hlýtt til bín. Og ég er glaður yfir því, að þú skyldir leita til mín. Svei mér þá. Svona, vertu nú róleg- ur og segðu mér allt af létta. Frá upphafi. Griffin sneri sér ekki við. Rödd hans var eins og kjökur. — Ég — kom heim frá Farra- gut, sagði hann, — um tvöleytið. Ég var með margar gjafir, smá- hluti sem ég valdi handa henni. Ég vissi að henni þættí gaman að þeim. Skartgripir. Vandaðír. Vy elskar skartgripi. — Já. — Ég kom upp og ég opnaði dymar. dymar að herberginu okkar. Það var tómt. Hún var þar ekki. Mér fannst dálítið skrýtið, en það gat verið að ég hefði ekki tekið eftir henni í anddyrinu. Þú skilur, hún hefði getað verið að horfa á sjón- varpið með frú Pearl Lambert og ekki tekið eftir mér begar ég kom inn. Svo að ég fór nið- ur aftur. En hún var ekki þar heldur. Þá fór ég að verða dá- lítið hræddur. Ég fór aftur upp í herbergið og kallaði og þá fann ég bréfið. Hann stakk hendinni í vas- ann og tók upp bréfmiða og las. — Má ég sjá bréfið? sagði Adam. Griffirt réttí honum bréfið og sneri sér aftur, í þetta Jripti að glugganum. Adam las : Elsku Sam: Ég veit þú tekur þér þetta hræðilega nærri. en ég get ekki haldið áfram að ljúga að þér. Hjónabandið er farið útum búf- ur. Ég hélt það ætlaði að bless- ast, það er alveg satt, og þú gafst mér yndisleg ár, Sam, en — ég er ekki nógu góð handa þér. Þetta er allt búið að vera og ég fer frá þér. Reyndu ekki að leita að mér, þetta er til- gangslaust. Trúðu mér, ég er þin ekki verð. Þú ert dásam- legur maður og kannski geturðu fundið góða konu; ég er óhæf. Ég elskaði þig, af öllu hjarta. Fyrirgefðu mér. Hann lagði bréfið á kommóð- una, gekk til Griffins og kom við öxlina á honum. — Mér þykir þetta afar leitt. Griffin kinkaði kolli. — Við vorum að hugsa um dálítinn bú- garð, sagði hann, — og kannski fáein böm. Þess vegna lagði ég svo hart að mér. Nú hef ég ekkert lengur að vinna fyrir. Hið eina sem var mér nokkurs virði, hið eina í lífi mfnu sem var gott og fagurt — er farið. Adam þrýsti öxl marmsins og gekk yfir herbergið. — Hefurðu nokkra hugmynd um, sagði hann, — hvers vegna hún hef- ur gert þetta? Ég á við, það sáu allir að þú varst einstak- lega góður við hana. Og hún sýndist ánægð og hamingjusöm. Allt virtist vera í bezta lagi! Griffin þagði andartak. — Ég held — sagði hann — Já? — Ég held ég geti gizkað á dálítið. — Jæja? Og hvað heldurðu þá? — Jú, sjáðu tiL sagði Griffin. — Ég hef aldrei sagt þetta neinum, en ég ætla að segja þér það, Adam. Þú — ert svo 6kilningsgóður. Ég sá það undír- eins. Og þess vegna ætla ég að 6egja þér leyndarmál. Þegar ég hitti Vy fyrst í New York, þá var hún — já, ég skal vera hreinskilinn. Hún var það sem kallað er vændiskona. En hún var ekki eins og hinar. Nei. Það er erfitt að útskýra betta en — Vy var góð stúlka. Nema hún hafði þennan veikleika, og það var ekkert hægt að gera við því. Læknar hafa nafn á þessu fyrirbrigðij þú hefur kannski heyrt það. Þeir geta ekki lækn- að það, fremur en þeir geta læknað allan höfuðverk, ejáðu til, því að þetta er ekki eins og fótbrot eða þamaveiká eða þess háttar. Nei; þeir verða að fá hjálp, frá sjúklingnum. En Vy trúði ekki á allt þetta mál- SKOTTA Hæ, — Súsa mín. Hvað er nýtt síðan við losnuðum úr / skólanum f dag? AXJVtO SÍLD BRAGÐAST BEZT HTlSMÆÐUR Hafið þér athugað að síld er holl og næringarrík fæða? AXMO SÍLD " beztu fáanleg- um hráefnum. — í Iauksósu, krydd- legi, karrysósu, tómatsósu og sætum kryddlegi. AXMO AXMO AXMO AXMO SÍLDá borðlð- geymist köld, horðist köld. fæst um land allt. SÍLD er framleidd af SÍLD SÍLD SHdarréttir sJ. Súðavogi 7, Reykjavík. Símj 38311. Sendisveinn óskast strax. þar, sem frá var horfið f Jæja, strákar. Þá byrjum við gær . Afgreiðsla Þjóðviljans Sími 17 500 Kópavogur— Vinna Nokkrar stúlkuir óskast í vinnu strax. Niðursuðuverksmiðjan ORA H.f. Símar 17996 og 22633. I 41

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.