Þjóðviljinn - 26.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.09.1963, Blaðsíða 12
metra hafnargarður í Ólafsvík hvarf I hafið ÓLAFSVÍK í gær. — Þau undur skeðu hér í morgun um átta leytið, að uppfylling að hafnar- gerð hvarf allt í einu í hafið og sést ekki tang- ur né tetur eftir af hálfs- mánaðar verki. Er hér um þrjátíu metra spotta að ræða af hafnargarð- inum. Stór vörubíll var að aka aftur á bak fram uppfyllinguna er þetta gerðisf og skipti engum togum, að vörubíllinn hvarf líka í kolgræn't djúpið. Vörubílstjórinn stökk hinsvegar út úr bílnum á síðustu stundu og átti fótum sínum fjör að launa upp garðinn áður en sjórinn gleypti þessi mannanna verk. Heitir hann Sverrir Sig- tryggsson. Almælt er í Óla'fsvík, að þessar hafnarfram- kvæmdir hafi runnið út í sandinn. Undanfarnar vikur hefur ver- ið unnið að hafnarframkvæmd- um hér í Ólafsvík á vegrum Hafnarnefndar Ólafsvíkur og Vitamálaskrifstofunnar og- hefur verið ekið möl og gr.jóti í garð, sem á að ná um 300 metra út. Þetta gekk vel til að byr.ia með í einmuna veðurblíðu, en í norðanhryðjunni þessa daga hafa öldurnar Ieiklfs svo upp- fyllinguna, að hálfs mánaðar verk hvarf allt í einu í sandinn f morgun. Skortur hefur verið á stórum kranahílum til þess að aka stórgrýti til styrktar upp- fyllingunni og er það talin sennileg skýring á því hvernig fór. Vörubíll ók aftur á bak fram uppfyllinguna í morgun með sinn venjulega skammt af möl og steinum og átti hann að sturta þessu fram af garðinum. Maður átti að vera til staðar til þess að leiðbeina bílnum, en hafði skroppið frá til þess að hafa tal af verkstjóranum, þar sem honum þótti ekki allt með felldu eftir athugun í byrj- un vinnudags. Á meðan hafði billinn komið og bilstjórinn ekki uggað að sér og átti snarræði sínu fjör að launa, þegar garð- urinn Qg bíllinn seig í djúpið. Þessi viðburður skeði um átta leytið og var aðfall að ná há- puhkti sínum. Tilraun var gerð til þess að ná bílnum skömmu síðar og átti að draga hann upp með garðinum, en menn urðu frá að hverfa og það talið von- laust að ná bílnum á aðfallinu. í gærkvöld var ekki búið að ná honum upp. Við höfðum samband við vitamálastjóra í gær og innt- um hann tíðinda af þessum við- burði í Ólafsvík. Vitamála- stjóri hefur haft yfirumsjón með verkinu, en hann hafði ekki haft nánar spurnir af þess- um tíðindum. Hann taldi þó, að hvarfið þyrfti ekki að vera til skaða, ef uppfyllingin hefði sig- ið undir í sandinn því við vissu sigi hafi alltaf verið búizt. Hann átti hins vegar óhægt um vik að gefa skýringar á þessu, þar sem hann hafði ekki haft sam band við Ólafsvík ennþá. Fimmtudagur 26. september 1963 — 28. árgangur — 206. tölublað. Dómþing Hæstarétt- ar haldií á Akureyrí Einstæður atburður í íslenzkri réttarfarssögu gerðist í gærmorgun, er dómþing Hæstaréttar var í fyrsta skipti sett og haldið utan Reykjavíkur. Hæstiréttur tók þá til með- ferðar svonefnd Grundarmál, landamerkjamál sem talsverða Þriðja starfsár Félagsmála- Námsflokkar Félagsmálastofnunarinnar í fimdarstörf- um, mælsku, verkalýðsmálum og hagfræði hefjast 20. október n.k., en námsflokkurinn um fjölskylduna og hjónabandið upp úr næstu áramótum. í gær kom svo út á vegum Félagsmálastofnunarinnar bókin Fjölskyldan og hjónabandið, 2. bókin í bókasafni stofnunarinnar. Hannes Jónsson félagsfræðing- ur, stofnandi og forstöðumaður Félagsmálastofnunarinnar skýrði fréttamönnum í gær frá þessu og annarri starfsemi stofnunar- innar í vetur. Hannes skýrði svo frá að þátt- taka í námsflokkunum hefði frá upphafi verið langtum meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. T.d. hefðu 105 nemendur verið í námsflokkunum fyrsta starfsár- ið. en 369 sl. skólaár. Sýnir þessi þátttaka og hinn öri vöxtur hennar greinilega, hversu mikil þörf hefur verið fyrir fræðslu- starfsemi af þessu tagi. Lang- mest aðsókn hefur verið að námsflokkum um fundarstörf og masilsku og fjölskylduna og hjónabandið. 1 fyrra var í fyrsta skipti starfræktur framhaldsnámsflokk- ur í félagsstörfum og mælsku. Gafst sú starfsemi mjög vél. AUir nemendur, sem ástunduðu mælskuæfingar af kostgæfni, náðu mjög góðum árangri, og i lok námskeiðsins stofnuðu þeir málfundafélagið MUNIN. Er þvi ætlað að verða þriðja stigið í mæfllskuiþjálfun Félagsmálastofn- unarinnar. Félagið er þó sjálf- stætt og óháð stofnuninni en Framhald á 2. síðu. Ný fíugstöð A næsta árí er gert ráð fyrir að ný flugstöð verði tekin í notkun við Moskvu, Domoded- ovo-flugstöðin sem líta mun út fullbyggð eins og myndin sýnir. athygli hefur vakið. Var dóm- þingið háð á Akureyri í Lands- bankasalnum. 1 upphaflegum lögum um Hæstarétt Islands var ákvæði um að hann skyldi haldinn í Reykjavík, en á síðasta Alþingi voru sambykktar breytingar á þeim lögum þess efnis, að heim- ilt er að halda dómsþing Hæsta- réttar utan Reykjavíkur ef það þykir heppilegra vegna máls- meðferðarinnar. Er þessi heimild notuð nú í fyrsta skipti. Þess ber að geta. að það hef- ur áður oftlega komið fyrir að dómendur Hæstaréttar hafa sótt vettvang mála til að kynnast sem bezt öllum aðstæðum, en þá hefur verið fylgt almennum reglum réttarfarslega og ekki verið um bein dómþing að ræða. Merkjasöludagur Menningar- og minningarsjóð- ur kvenna hefur merkjasölu á morgun á afmælisdegi Bríetar Bjamhéðinsdóttur. Merkin verða afhent á morgun til sölubarna á eftirtöldum stöðum. Félagsheim- ilinu í Neskirkju, Iðnskóianum, gengið inn frá Vitastag, Laugar- lækjarskóla, Safnaðarheimili Langholtssóknar. Þá á Háteigs- vegi 30 og Sólvallagötu 23. Skrifstofu Kvenréttindafélags Is- lands, Laufásvegi 3. VR mótmælir breytingum á afgreiðslutíma verzlana Á fjölmennum fundi í Verzl- unarmannafé'lagl Reykjavíkur sem haldinn var í fyrrakvöld og var þar einróma samþykkt: „Félagsfundur í Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur hald- inn í Iðnó 24. sept. 1963, mót- mælir harðlega afgreiðslu til- lagna um breytingu á reglugerð um afgreiðslutíma verzlana í Reykjavík o.fl. í borgarstjóm Reykjavíkur 19. þ.m. Telur fundurinn sérstaklega ámælisvert, hvemig unnið var að þessum málum frá upphafi, þar sem Verzlunarmannafélggi Reykjavfkur var ekki gefinn kostur á að hafa eðlileg afskipti af undirbúningi og afgreiðslu málsins. þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir Verzlunarmannaféiags Reykjavíkur til að fá viðræður við viðsemjendur sína. á hvem hátt þeir hyggðust framkvæma umræddar breytingar. Er það álit fundarins að um- rædd afgreiðsla muni auka tor- tryggni og torvelda lausn máis- ins“. Unnið myrkranna á milli við byggingar á Akureyri ÞJÓÐVILJINN átti í gær við- tal við Jón Geir Ágústsson. byggingarfulltrúa Akureyrar- kaupstaðar og spurði um bygg- Ingarframkvæmdir á Akureyri á þessu ári. Ilundrað íbúðir eru nú í smíðum á Akureyri og eru þær staðsettar á tveim svæðum í bænum. Annarsvegar á Eyrarlandsholti við svonefnda Suðurbyggð og Álfabyggð og eru þar um 30 einbýlishús í smíðum. Hinsveg- ar er afgangurinn raðhúsabygg- ingar eða keðjubyggingar í Gler- árhverfi. Lægð hefur verið í íbúðar- húsabyggingum undanfarin ár á Akureyri og verður að telja þetta miklar byggingafram- kvæmdir borið saman við und- anfarinn tíma. Þá er í smíðum viðbótarbygg- ing upp á sex þúsund fermetra við Gagnfræðaskóla Akureyrar, bókasafnsbygging við Brekku- götu 17 og verzlunarhúsnæði á nokkrum stöðum í bænum. Af verksmiðjubyggingum má nefna kjötvinnslustöð fyrir KEA við Sjávargötu, iðnaðarhúsnæði fyrir Efnagerð Akureyrar við Hjalt- eyrargötu. Þá er dúkaverksmiðja á vegum Vigfúsar Jónssonar. Verksmiðjubygging f. strengja- steypu, bæði plötur og bita, og er hún staðsett við Glerá ofan við bæinn. Þá er í smíðum til- raunafjós á vegum Sambands nautgriparæktarfélaga í Eyja- firði á svokölluðum Rangárvöll- um og er það ofan við Glerá á mörkum bæjarlandsins. Hörgull hefur verið á iðnað- armönnum í sambandi við bess- ar byggingarframkvæmdir og hefur sérstaklega vantað tré- smiði og múrara í sumar. Þeir hafa sótt til síldarplássanna á Austfjörðum í sumar og leikur grunur á yfirborgunum á bess- um mönnum við byggingar hjá verksmiðjum og síldarplönum. þó að erfitt sé að staðhæfa slíka hluti. En skólapiltar hafa stund- að mikið byggingarvinnu hér 1 sumar og er nú iinnið myrkr- anna á milli í kapphlaupi við tímann eða áður en skólar hefj- ast í haust. Það þarf að ljúka við ýms stig í þessum framkvæmdum eins og að gera húsin fokheld fyrir veturinn eða ljúka við húsgrunna. Byrjað var á síð- ustu húsunum 7. ágúst í sumar og er þar sérstaklega unnið af miklu kappi áður en veturinn gengur í garð. Tvær steypustöðvar eru starf- ræktar hér á Akureyri og hefur mikið annríki 'derið þar í sumar. sagði Jón Ágústsson að lokum. K. m. Þetta eru engir aukvisar hér í byggingavinnu við eitt einbýlishúsið í smíðum á Akureyri Þeir eru taldir frá vinstri: Ævar Jónsson, Björn Einarsson, Heiðar Jóhannesson, Marinó Jónsson og Jóhann Aðalsteinsson. Þetta einbýlishús er við Bjarmastíg 10 og er húsastæðið fallegt i brekk- unni og mikið útsýni yfir bæinn og fjörðinn. Baldur Ingimundarson, lyfjafræðingur byggir þetta hús. — (Ljósm. Þjóðv. G.M.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.