Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. september 1963 ------------------------------------------------------HÓÐVIIJINN----------------------------------------------------------------------------------------SÍÐA 3 Flett ofan af glæpahringunum Walachi var leiddur fyrir þingnefndina Fórnarlamba mannhatursins minnzt í New York „Kasakstan Pravda": Kínverskir landamæraverðir skjóta á soltið flóttafólk WASHINGTON 26/9. — Glæpa- maðurinn Joseph Valachi, sem afplánar Iífstíðarfangelsi fyrir morð, var í dag fyrsta sinni Ieiddur fyrir þá nefnd öldunga- deildarinnar sem fjallar um hina skipulögðu glæpastarfsemi í Bandaríkjunum. 250milljónir færust i kjarnastriði WASHINGTON 26/9 — Bandaríski landvarnarað- herrann Eobert McNamara sagði í sjónvarpi í gær- kvöld að áætla mætti að 250 milljónir manna í Bandaríkjunum, Sovét- ríkjunum og Vestur-Ev- rópu myndu láta lífið í kjarnorkustríði. KAUPMANNAHÖFN 26/9 — 1 dag lauk í Kaupmannahöfn fundi forsætisráðherra Norður- landa, en hann sóttu þeir ailir nema Einar Gerhardsen, sem komst ekki að heiman vegna stjórnarskiptanna. Auk ráðherranna voru forsetar Norðurlandaráðs á fundinum sem einkum fjallaði um breytta tilhögun á starfi ráðsins. Þannig er nú ætlunin að á milli ráðs- Vauxhall verksmiðjurnar senda nýjan bíl á markaðinn í dag. Er það f jögurra manna bíll, og taka vcrksmiðjurnar með sölu þessa bils þátt í hinni hörðu samkcppni bílaframleiö- enda í framleiðslu smábíla. Hinn nýi bíll nefnist VIVA, og svipar honum um margt til Btærri Vauxhall-bíla. Bíllinn er með 50.1 ha. vél. gírskipting er I gólfi og eru allir gírar sam- hraða. Miðstöð. rúðusprauta o.s. Afþakkaði 300.000kr. STOKKHÓLMI 26/9 — Það hef- ir vakið athygli í Svíþjóð að ungur listamaður hefur afþakk- pð styrk sem honum var boðinn. Þetta er Bo Nilsson sem er einn kunnasti ungra tónskálda í Sví- þjóð. Honum bauðst 30.000 ný- franka (um 300.000 kr.) styrkur frá Unesco til tónlistarnáms í Frakklandi og ítalíu. — Mér leiðist að ferðast og ég ætla méi ekki nema neitt, svo ég þarf ekki á neinum styrk að halda, segir Bo Nilsson. Valachi hefur þegar leyst frá skjóðunni og skýrt lögreglu- mönnum frá öllu sem hann veit um glæpafélagið „Cosa Nostra“, sem hefur deildir í flestum stórborgum Bandaríkjanna — og hann veit mikið. Hans hefur verið vandlega gætt af fjöl- mennum hópi vopnaðra lög- reglumanna í meira en eitt ár, eftir að það spurðist að glæpa- félagið hefði boðizt til að greiða 100.000 dollara hverjum þeim sem kæmi honum fyrir kattar- nef. Fundurinn í þingnefndinni i dag var fyrir luktum dyrum og voru gerðar miklar varúðarráð- stafanir til að koma í veg fyrir tilræði við Valachi. Á morgun er ætlunin að Valachi mæti aft- ur fyrir nefndinni og verður sá fundur fyrir opnum dyrum. Bú- izt er við að yfirheyrslur nefnd- arinnar um starfsemi „Cosa Nostra“ sem veltir álitleigum hluta þeirra 40 milljarða doll- ara sem glæpafélögin banda- rísku hirða árlega muni standa í þrjár vikur. fundanna, en sá næsti verður í Stokkhólmi í febrúar, starfi fastanefndir að málum sem par verða rædd, svo að hægt verði að stytta sjálfan fundartímann. Ákveðið var að hefja útgáfu rits á heimsmálunum um sam- starf Norðurlanda og taka Danir að sér ritstjóm þess. Ólafur Thors bauð ráðherrun- um að halda næsta fund sinn á íslandi og var það boð þegið. frv. er að sjálfsögðu í bílnum. VIVA er rúmgóður bíll, með stórri farangursgeymslu. Vatns- kæld vél er framan í bílnum. Sýningarbílar eru væntanlegr hingað til lands í næsta mánuði. Krag harmar bann við ferðum Austur-Þjóðverja KAUPMANNAHÖFN 26/9 — Krag, fonsætisráðherra Dan- merkur sem nú gegnir einn^ störfum utanríkisráðherra, sagði á þingi í dag að hann harmaði að austurþýzka leikflokknum Berliner Ensemble var ekki veitt ferðaleyfi til Danmerkur, en kvað þá ákvörðun hafa verið tekna í samræmi við reglur Atl- anzbandalagsins sem leggja hömlur á ferðafrelsi austur- þýzkra þegna. Krag kvaðst sam- mála Aksel Larsen að tími væri kominn til að Danir vektu máls á því við bandamenn sína að reglur þessar yrðu endurskoðað- ar. Skattalækkun samþykkt í USA WASHINGTON 26/9 — Full- trúadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti í gær frumvarp Kenne- dys forseta um 11 milljarða dollara skattalækkun. Allir skattgreiðendur munu njóta þessarar lækkunar, bæði eín- staklingar og félög, en hún er sú mesta sem samþykkt hefur verið á Bandaríkjaþingi. Eirumvarpjð fer nú til öldungadeildarinnar, en verður ekki tekið þar fyrir fyrr en eftir nokkrar vikur. 1 fulltrúadeildinni var það sam- þykkt með 271 atkvæði gegn 155, en tillaga frá Repúblikönum um lækkun á útgjöldum ríkisins var felld með 266 atkvæðum gegn 199. SINGAPORE 26/9 — Um fjöru- tíu stúdentar hlutu áverka þegar í hart sló með þeim og lögregiu við kínverska Nanyang-háskól- ann í Singapore í dag. Níu voru handteknir. KAUPMANNAHÖFN 26/9. — Nú hefur verið endanlega af- ráðið að Krústjoff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, komi í op- inbera heimsókn til Norður- landa á næsta ári. „Kosniitgar” í Suður-Víetnam SAIGON 26/9 — Á morgun, föstudag, fara fram „kosningar" til þingsins í Suður-Vietnam. Allir frambjóðendur eru valdir af Diem og þeim Nhu-hjónum, svo að ekki er við góðu að bú- ast. Stöðugt berast fréttir af nýjum árekstram milli hvitra manna og þeldökkra í Bandaríkjunum, síðast í gær frá Detroit þar sem sló í hart mlilli lögreglumanna og blökkupilta svo að sjö þeirra fyrmefndu slösuð- ust. Suður í Birmingham þar sem ódæðisverkið voða- lega var unnið fyrri sunnu- dag er allt kyrrt á yfir- borðinu, en sýður undir. Myndin er tekin á fundi sem haldinn var £ New York til að minnast fórnar- lambanna, litlu blökku- stúlknanna og drengjanna, sem þar urðu mannhatrinu að bráð. Myndin sýnir ýmsa forystumenn svertingja og er yztur til hægri rithöf- undurinn víðkunnii, James Baldwin. Á miðri mynd- inni er Norman Thomas, hinn kunni bandaríski sós- íalisti. Þeir Erlander, forsætisráð- herra Svíþjóðar, og Krag, for- sætisráðherra Danmerkur, urðu á eitt sáttir um þetta á fundi forsætisráðherra Norðurlanda sem lauk í Kaupmannahöfn í dag. Það er nú aðeins eftir að ákveða hvenær úr heimsókninni verður. en það var ekki hægt á fundinum í Kaupmannahöfn vegna þess að Gerhardsen, for- sætisráðherra Noregs, gat ekki mætt á honum sökum anna heima fyrir. Krag skýrði frá þessu á fundi með blaðamönnum í dag, en hann fer sjálfur í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna í febrúar. MOSKVU 26.9. — Kínverskir landamæraverðir hafa skotið á fólk sem var á flótta frá Kína yfir til Sovétríkjanna, segir í blaðinu ,,Kasakstan Pravda“ sem i dag barst til Moskvu, Þetta mun í fyrsta sinn sem sovézkt blað segir frá skothríð við landa- mæri Sovctríkjanna og Kína. Fréttamaður blaðsins segir að margar fjölskyldur hafi flúiö síðasta árið yfiy landamærin á tilteknum stað. Þar hafi verið um að ræða fólk af litkim þjóð- PEKING 26.9. — Enn ein svæsin árás á Krústjoff er birt í dag í málgögnum kínverskra Icommúnista, „Alþýðudagblað- inu” og „Rauða fánanum” og er hún kölluð sú ,,harðvítugasta fram að þcssu”. Sagt er að sov- ézki forsætisráðherrann hafi al- veg sagt skilið við marx-Ienín- ismann og ,,velti sér upp úr skítnum, ásamt með Títóklík- unni“. Enn sem fyrr eru það júgó- slavneskir kommúnistar sem verða fjrrir mestu svívirðingun- um. Sagt er að „fasistísk ógnar- stjóm" ríki nú í Júgóslavíu sem sé bandam'skt „leppríki". 1 land- MOSKVU 26.9. — Sovézka blaðið „Literatúrnja Gaseta" birtir í dag grein eftir mann af þjóðarbroti Kasaka, sem flúið hefur frá Sinkiangfylki í Kína til Sovétríkjanna og ber hann Kínverjum illa söguna. Greinarhöfundur sem segir að þúsundir Kasaka hafi flúið til Sovétríkjanna heldur þvi fram að Kínverjar hafi fangelsað marga menntamenn af Kasaka- þjóð og komið upp fangabúðum í Sinkiang. Þegar árið 1950 hafi Kínverj- ar byrjað að vtnna gegn áhrifum sem bárust frá Sovétríkjunum til hins kínverska hluta Túrkest- ans. Austur-Túrkestan hefði fengið sjálfstjóm, en hún stóð ekki lengi og þegar árið 1950 hefði landið verið gert að kín- versku fylgi. Samkvæmt frásögninni í hinu sovézka blaði virðist Kínverj- um vera sérstaklega í nöp við Púskín. Sagt er að allar mynd- arbrotum og hafi það verið lang- soltið og illa til reika, Haft er eftir flóttafólkinu að Kínverjar hafi flutt alla Kasaka og Uigúra úr landamærahéruðum innar í landið. Fréttamaðurinn segist hafa séð með eigin augum fanga- búðir handan landamæranna og fanga sem voru að vegarlagningu. Þetta á að vera á þeim slóðum þar sem fljótið Ud rennur yfir landamærin frá Sinkiangfylki i Kína yfir í lýðveldi Kasaka í Sovétríkjunum. inu hafi verið komið á auðvalds- skipulagi og þar sé engan sósíal- isma að finna, hvað svo sem Krústjoff segi. Allir hugsanlegir glæpir eru bomir á Tító forseta sem m.a. er sakaður um „póli- tísk morð“ í stórum stíl. Krústjoff er ekki hótinu betri. því hann telur Tító lærif<>ður sinn bæði í málum innanlands og ut- an og fylgi honum fast eftir á braut endurskoðimarsinna, seg- ir í gredninni. Látdð er í veðri vaka að Krústjceff muni steypt af stóli. Dimm ský hvíli yfir Sovétríkjunum. en þau muni hverfa og valdaskeiö Krústjoff taka enda. ir hins ástsaala rússneska skálds hafi verið teknar niður og allir þeir Kasakar sem beri það við að lesa ljóð og sögur Púskíns eigi á hættu að verða úthrópað- ir „endurskoðunarsinnar”. Þann- ig hljóðar frásögnin i „Litera- túmaja Gaseta“ a.m.k. í útgáfu frönsku fréttastofunnar AFP, og er ekki nema eðliiegt að þetta þyki slæm tíðindi. Tító í Chile SANTIAGO 26/9 — Tító Júgó- slavíuforseti er nú staddur í Chile ásamt fjölmennu fylgdar- liði sínu, en fer þaðan til Boli- víu. Fulltrúar þjóðbanka land- anna undirntuðu í gær samning til að greiða fyrir viðskiptum milli_ þeirra og í sameiginiegri yfirlýsingu utanríkisráðherra þeirra er m.a. fagnað Moskvu- sáttmálanum um takmarkað bann við kjamorkusprengingum. Nýjung SPARIBAUKAR með talnalás verða seldir viðskiptamönnum sparisjóðs- deildar bankans og útibúa hans. LAUGAVEG 3, LAUGAVEG 114, VESTURGÖTU 52, REYKJAVlK AKUREYRI, BLÖNDUÖS, EGILS- STÖÐUM. BUNAÐARBANIC ISLANDS AUSTURSTRÆTI 5 Fundi forsætisráðherra lokið Ný tilhögun á starfi Norðurlandaráðsins Nýr 4ra manna Vauxhallbíll Ákveðið á fundi í Kaupmannahöfn Krástjoff kemur til Norðurlanda að ári „Alþýðudagblaðið": Enn ein ókvæðademban frá Peking yfir Krústjoff „Literatúrnaja Gaseta": Ljótar sögur af framferði Kínverja í Sinkiangfylki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.