Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 5
Föstudagur 27. september 1363 ÞlðÐVIUINN SlÐA Þetta unglingalandsliðið í körfuknattleik, keppti á Evrópumeistaramóti unglinga. Körfuknattleikur Parísarfarar koma heim dag eftir glæsilega för I í íþróttafréttum undanfarið hefur einna hæst borið frammistaða körfuknattleikspiltanna, sem þátt tóku í Evrópumeistarakeppni unglinga í París. Það er ekki daglegur viðburður, að landslið okkar sigri lið milljóna- þjóða. Þetta gerðist þó í París. Unglingalandslið okkar tókst að sigra lið Englands og Luxemburg. Það vekur líka athygli að í síðari hálfleiknum við Frakka, sem taldir eru með beztu liðunum í keppninni, er leikurinn mjög jafn, og þá ekki síður að blöð geta þess að leikni og leikaðferðir séu á þorð við þeztu lið sem barna léku. Við. sem þekkjum til að- stæðna hér, vitum að vafa- laust hefur skortur á stórum leikjum hér heima haft sín á- híif á fraimmistöðuna:, «em þrátt fyrir það var framúr- skarandi. Æft af kappi Það mun vera um það bil ár síðan farið var að tala um að taka þátt í móti þessu, og var ætlunin fyrst að mótið yrði s.l. vetur, en það drógst þar til nú í þessum mánuði. Strax þá var valinn hópur manna til æfinga og æfðu þeir þá sérstaklega og einnig með félögum sínum. I sumar var svo haldið áfram og æft 2 kvöld í viku í tvo tíma hvort kvöld. Stunduðu piltarnir æf- ingar með miklum áhuga og sjálfsafneitun. Kom þeim sam- an um, sem með þeim fylgdust. að þeir hefðu ekki aðeins þroskazt í leik sínum heldur höfðu þeir tekið miklum lík- amlegum þroska á þessu tíma- bili. Er frammistaða þeirra árangur af þeirri kostgæfni Frjálsar íþróttir JafntefH Svía og Norðmanna W6. W6 Um síðusíu helgi háðu Svíar og Norð- menn landsleik í írjáls- um íþrót't'um. Keppnin var svo 'jöfn að aðilar skildu hnífjafnir. Stiga- talan varð nákvæm- lega' sú samá og í hinni spennandi landskeppni Frakka og Sovétríkj- anna á sama 'tíma í París. Almennt hafði verið búizt við sigri Svía í keppninni, en það voru norsku varamennim- ir sem stækkuðu hlut Noregs svo mjög. Ame Hamarsland kom sem varamaður í 3000 m hindrunarhlaupi (9.04.8 mín) og sigraði ekki minni kall en Tage Tedenby frá Svíþjóð. Ey- vindur Hopland, sem enn er á drengjaaldrL tryggði Noregi tvöfaldan sigur í langstökki. Hann stökk 7.40 metra en J. Flaathen 7,37 rnetra. Norðurlandamethafinn Lasso Haglund (Svíþjóð) kastaði kringlunni 55,93 metra en -<•> Stein .Haugen (Noregi) kastaði 54,54 metra. Stickan Patterson stökk 2,00 metra í hástökki en Sörma- karn varð annar með 2,06 m, Norðmaðurinn Bunæs sigr- aði í þrem greinum: 100 m. 200 m (21,3 sek) og 400 m. 1 4x100 m boðhlaupi náðist ágætur árangur: Noregur 3,11,3 mínútur og Svíþjóð 3,11,7 mín. Bunæs og Svíinn Fernström hlupu sprettina á 46,8 sek. sem þeir sýndu í öllum undir- búningi að för þessari. Allt eru þetta piltar 16—18 ára, og skólapiltar á vetrum, og hef ég það fyrir satt að þeir séu góðir námsmenn og stundi einnig nám sitt vel. Flestallir þessara pilta stund- uðu þyggingavinnu í sumar, sem er yfirleitt talin erfið, og vinnutími þar yfirleitt nokkuð langur. Ekki létu piltamir þetta á sig fá eða verða til þess að trassa æfingar. Nei síður en svo. Þeir höfðu þann kraft. vilja og skyldurækni við íþrótt sína, að slíkt komst ekki <?> að. Þeir notuðu ekki langan vinnutíma sem afsökun íyrir því að koma ekki á æfingar sem tilskildar voru. Þeir höfðu næga karlmennsku til þess að vera trúir íþrótt sinni, félög- um sínum og landi sínu. því þeir höfðu áformað að koma fram fyrir Islands hönd í heimsborginni París. Ofluðu farareyris Og þeir gerðu meira. Þessir ungu menn gerðu það kleift, að hægt var að fara þessa för, með því að afla fjár til henn- ar. Hið unga körfuknattlelks- samband er fjárvana og hefði ekki getað lagt til allt það fé sem þurfti til. Þetta var pilt- unum alveg ljóst, en þeir bognuðu ekki fyrir þessari staðreynd, þeir hófust handa með sameiginlegri fjáröflun, og það sem á vantaði lögðu þeir til úr eigin vasa. (Smástyrkur mun þó hafa fengizt úr Utan- fararsjóði ISl). Við sem eldri erum látum oft að því liggja að æskan í dag sé ekki nógu kröfuhörð við sjálfa sig, en sé þeim mun á- kafari í það að krefjast af öðrum. Þessir ungu menn hafa sýnt og sannað að enn eru til ung- ir menn sem taka á sig ábyrgð, gera kröfur til sjálfra sin. Og enn sannast það að einmitt þá kemur fram það sem í beim býr. og að hóflegir erfiðleikar þroska menn til dáða og sigra, og það gerðist hér. Þeir hafa því með framkomu sinni sýnt öðrum ungum mönnum hvað hægt er að gera ef fyrir hendi er áhugi, vilji, fórnarlund og kraftur. Tvær eldsálir Vafalaust hefði ekki svona vel til tekizt fyrir þessum ungu mönnum, ef þeir hefðu ekki haft á bak við sig nokkum nóp áhugasamra manna. Engum mun þó gert rangt til þó tvö nöfn séu sérstaklega dregin fram í þessu samþandi, og það eru nöfn formanns KKl, Boga Þorsteinssonar, og þjálfarans Helga Jóhannssonar. Það vekur ekki svo litla at- ' lygli að þess er getið í fréttum að kunnátta leikmannanna sé góð og á borð við hinna lið- anna. Það vekur að sjálfsögðu umhi t un um það hver var sá sem undirbjó undir förina. Slíkur maður hlýtur að kunna sitt fag, íyrst menn hans eru þetta góðir að dómi erlendra sérfræðinga. Helgi Jóhannsson nefpr um langt skeið verið einn af beztu körfulcnattleiks- mönnum vorum. H,ann leikur með IR. I seinni tíð hefur hann fengizt æ meir við að þjálfa leikmenn, og a.m.k. þeir ÍR-ingar sem eru í liðinu munu hafa allt frá því að þeir komu í þriðja flokk notið handleiðslu hans. Þetta mun hann hai*. gert allt til þessa endurgjaldslaust og af ein- skærum áhuga. Hann lagði mikla vijœru í undirbúning þessarar farag. pg á hann bar ekki sízt sinn hluta af því þakklæti, sem flokkurinn á skilið fyrir frammistöðuna. Svipað má segja um for- manninn Boga Þorsteinsson, sem seint og snemma talar máli körfuknattleiksins, og alltaf er fullur bjartsýni og trúar á körfuknattleikinn, hyetjandi og eggjandi sína menn og aðra til fylgis við góðan leik. Það má segja að það sé í rauninni kraftaverk hvað körfuknattleikurinn er kominn langt svo ung grein sem hann er hér á landi, og á Bogi ekki sízt heiðurinn af því. Hann var að sjálfsögðu með flokknum í París, en ekki mun hafa lækkað í ferðasjóðnum þótt hann væri með. Vissulega hafa slíkir menn sem Bogi og Helgi sín örfandi áhrif á þá sem með þeim starfa, og virðist þarna hafa verið samvalinn hópur. Er þessum ágæta hóp ámað heilla með góða frammistöðu, og boðinn velkominn heim. Frammistaða ykkar er fagurt fordæmi öðmm, og gefur ykk- ur sjálfum fyrirheit um góða framtíð sem körfuknattleiks- menn. vitandi að leiðin til sig- urs liggur gegnum félagslyndi, erfiði, vinnu og viljakraft. Frímann. I a t" mmmmm § tJr leik Vals og Vesmanneyinga. Eyjarskeggjar sækja að marU Vals. Það er Björn Júlíusson (Val) sem skallar frá, að bakl hans er Sigmar Pálmarsson, Bergur (Val) og Aðalsteinn Sigur- jónsson (ÍBV) fylgjast með viðureigninni (Ljósm. Bj. Bj.). Bikarkeppnin Eyjaskeggjar óheppnir gegn Val—töpuðu 0:2 ÞaS verður ekki sagt aö Vestmanneyingar hafi haft heppnina með sér í leiknum við Val, sem fram fór á miövikudagskvöldið. Eftr tækifærum hefði ekkert verið við því að segja þótt fyrri hálfleikur hefði endað 2:0 fyrir ÍBV. Þeir sköpuðu sér tækifæri hvað eftir annað og var bað nánast mjög góð markvarzla Björgvins í markinu sem forð- aði liði Vals frá því að fá á sig nokkur mörk. Það virtist líka sem Vals- mennimir ættu erfitt með að átta sig á leik Eyjamanna, sevn opnuðu vörn Vals hvað eftir annað. Þeir léku að nokkru leiti svokallað M-kerfi þar sem Knattspyrna i Hafnarfírði Hustmót í knattspymu verð- ur háð í Hafnarfirði um næstu helgi. Það eru Hafnarfjarðar- félögin FH og Haukar sem leiða saman hesta sína í öllum flokkum. Á laugardag hefst mótið kl. 16, og verður þá keppt í 2 fl. og 4. flokki. Á sunnudag hefst keppni kl. 14. Þá keppa meistaraflokkar, 3. fl. og 5. fl. FH sér um mótið að þessu sinni. Knattspyrnumót Hafnar- fjarðar var endurvakið í fyri-a- haust. en þá hafði keppni legið niðri um árabil. Keppt er bæði vor og haust. þeir létu Guðmund Þórarins- son liggja fyrir aftan innherj- ana. Þegar á 5. mínútu tekst Sig- mari Pálmasypi að skjótast innfyrir, og var það þá Björg- vin, sem varði skot hans af stuttu færi. Litlu síðar fær vinstri úth. Grímur Magn- ússon, knöttinn og á gott skot, sem fór aðeins framhjá mark- súlu. Yfirleitt eru Eyjamenn meira í sókn og skapa meiri hættu en Valsmenn, sem virðast heldur daufir og sundurlausir um of. Það fór þó svo. að Valur skorar á 24. mínútu leiksins, og var Bergsveinn Alfonsson þar að verki, og var aðdragandinn að því fremur mistök í vöm IBV-liðsins en vel undirbúið áhlaup. Um þetta leyti varð mark- maður Eyjamanna að yfirgefa YÖllinn vegna meiðsla, er hann fékk þegar hann reyndi að verja, og varamaður að koma í hans stað (Atli Ásmunds- son). Eyjamenn létu þetta ekkert á sig fá og sækja tíðum og meira ógnandi en Valur, en alltaf er varnarmaður kominn í veginn fyrir vel framkvæmt skot. og naut þar bezt við Björgvins í markinu. Á 35. mínútu er Sigmar í góðu færij og manni finnst, að markið liggi í loftinu, en Björgvin er undravel staðsettur og ver, og nokkru fyrir leikhlé á Guð- mundur Þórarinsson hörkuskot úr góðu færi, en allt fór það á sömu leið — ekkert mark, og endaði hálfleikurinn 1:0 fyrir Val. Síðari hálfleikur 1 síðari hálfleik virtust Vals- menn heldur líflegri, og var þessi leikur mun jafnari, því nú áttu Valsmenn ekki síður sóknarlotur en Eyjamenn. — Þegar á 7. mínútu skorar Hans Guðmundsson úr allgóðu skotij sem markmaðurinn var heldur seinn niður til að verja. Var þetta vel undirbúið áhlaup af Vals hálfu. Aðeins þrem mínútum síð- ar á Bergsveinn góðan skalla 1 þverslána, eftir góða fyrir- gjöf frá Bergsveini. Valsmenn- imir voru oft nærgangulir við mark Eyjamanna, en Atli í markinu varði vel og tók mjög laglega háu knettina sem komu. A 20. mínútu átti Guðmund- ur Þórarinsson gott skot. sem Björgvin varði snilldarlega. Síðasta opna tækifærið, sem Eyjamenn fengu, kom á 33. minútu, er vamarmaður lagði knöttinn fyrir Guðmund fynr opna marki, en þessi „gjöf“ kom^ svo óvæntj að honum mistókst skotið, sem fór fram- hjá. Lauk leiknum þanníg 2:0 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.