Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 6
T SÍÐA ÞJðÐVILJINN Föstudagur 27. september 1963 Skýrsla Dennings lávarðar birt í Bretlandi: í ellefu ár vissi enginn hver var yfirboðari leyniþjónustunnar LONDON 26/9. — Það sem vakið hefur mesta athygli í skýrslu Dennings lávarðar um Profumohneykslið og anga þess, en hún var birt í gærkvöld, er að svo virð- ist sem enginn hafi haft hugmynd um hvaða ráð- herra var æðsti yfirboðari brezku leyniþjónustunnar, ekki einu sinni ráðherrarnir sjálfír. Það hafðí ver- ið talið víst, að leyniþjónustan heyrði undir embætti forsætisráðherra, en nú kemur á daginn, að samkvæmt tilskipan allar götur frá árinu 1952 hefur leyniþjón- ustan heyrt xmdir innanríkisráðherrann. Annars er lítið um uppljóstr- anir í skýrslunni og engar slfk- ar sem gætu rýrt álit brezku íhaldsstjómarinnar enn frek- ar, nema sú sem áður var nefnd og vafalaust gefur Verka- mannaflokknum tilefni til miskunnarlausrar gagnrýni á stjómina. þannig til komin. eft'r því sem skýrt er frá í brezkum blöðum, að á ljósmynd einni sem tekin var af Denning ±á- varði við skrifborðið sést upp- kast að bréfi lá ryrir framan hann og var til eins af ráðherrum brezku stjómarinn- ar. Uppkastið var læsilegt og gaf fyllilega í skyn að ráð- herrann hefði verið bendlaður við gleðikonur. Samræður ekki samræði Denning segist ekki hafa fengið neinar sannanir fyrir því að öryggi landsins hafi nokkru sinni verið stefnt í voða. Ivanoff hefði komið í í- búð Wards til þess að éiga samræður en ekki samræði við heimilisfólk. Ekki sé hægt að í ellefu ár Málavextir eru þeir að fram til haustsins 1952 lék enginn vafi á þvi að leyniþjónustan heyrði beint undir forsætisráð- herrann. En í september bað ár gaf þáverandi innanríkisráð- herra sir David Maxwell Fyfe út þá tilskipun til yfirmanns leyniþjónustunnar að hann væri ábyrgur gagnvart innan- ríkisráðherranum. Hins vegar gæti leyniþjónustan þegar sér- staklega stæði á snúið sér beint til forsætisráðherra. Leynileg tilskipun Að vísu er farið með allt sem við kemur leyniþjónust- unni sem mannsmorð. en þó þykir mönnum fulllangt geng- ið, að þessari tilskipun var haldið svo vendilega leyndri, að svo virðist sem Macmillan forsætisráðherra hafi ekki hatt hugboð um hana, og þá ekki heldur Brooke, núverandi inn- anríkisróðherra, Macmilian hef- ur lýst því yfir á þingi að hann bæri ábyrgð á gerðum leyni- þjónustunnar, og öllum fyrir- spumum á þingi varðandi hana og þátt hennar í Profu- momálinu var þá einnig beint til hans. Svo gersamlega var þessi ellefu ára gamla tilskip- un virt að vettugi, að Brooke innanríkisráðherra var aldrei kvaddur til ráða í sambandi við Profumomálið eða þann þátt þess sem varðaði „öryggi ríkisins“, en hann var sem kunnugt er fólginn í því að þeir Profumo hermálaráðherra og sovézki flotafulltrúinn Iv- anoff sænguðu hjá ungfrú Keeler til skiptis. Engar njósnir Denning lávarður þykist hafa komizt að raun um að engar upplýsingar varðandi „örygg- ismál“ hafi komizt í hendur óviðkomandi vegna kvenna- fars hermálaráðherrans. Hann sýknar leyniþjónustuna af öl'- um ásökunum um að hún hafi ekki gert skyldu sína að korna í veg fyrir samband beirca Profumo og ungfrú Keeler, enda sé það ekki á hennar valdi né neinnar annarrar stofnunar að ráða lífemi ein- stakra ráðherra. Engir aðrir? Þá fullyrðir Denning lávarð- ur að allar sögur um að fleiri ráðherrar en Profumo hafi att vingott við gleðikonur og tek- ið þátt í svallveizlum séu gripnar úr lausu lofti. Hann segist hafa í yfirheyrslum sín- um fengið spurnir af svívirð'- legy og niðurlægjandi hátta- lagi og lífemi, en þar hafi ekki komið við sögu neinir ráðherr- ar né aðrir háttsettir menn. Saga um slíkt háttalag ónafn- greinds ráðherra mun vera setja út á leyniþjónustuna fyr- ir að skýra ríkisstjóminni ekki frá sambandi Profumo og ung- frú Keeler. Það hafi ekki verið nein öryggismál sem á milli þeirra fóru. segir Denning lá- varður. „Gífurleg skyssa“ Enda þótt skýrsla lávarðar- ins bjóði þannig ekki upp á nein ný hneyksli verður hún áreiðanlega blaðamatur og um- talsefni næstu daga og búast má við hörðum umræðum um hana þegar þing kemur sain- an að loknu sumarleyfi. Talið er víst, að Wilson, leiðtogi Verkamannaflokksins, muni þá gera mikið úr þeim glundroða sem greinilega er innan ríkis- stjómarinnar, þar sem ráðherr- amir vita ekki einu sinni hvaða verkefni heyra undir þá, enda tala brezk blöð. einnig íhaldsblöðin, um „gífurlega skyssu" í þessu sambandi. SprengjuiilræÖi í Austurríki Einn austurrískur Ianda- mæravörður lét lífið og tveir starfsbræður hans særöust fyr- ir fáeinum dögum þegar sprengja sprakk við hinar frægu saltnámur váð Ebensee skammt frá ítölsku landamær- unum. Talið er fullvíst að it- alskir ofstækismenn hafi kom- ið sprcngjum þessum fyrir. Óamerískar stjörnur Hér getur að líta nokkra fræga kvikmyndaleikara í Bandaríkj- unum sem skipað hafa sér við hlið negranna í baráttu þeirra gegn kynþáttamisréttinu. Myndin var tekin skömmu fyrir göngu mikla í Washington 28. ágúst og sátu kvikmyndaleikararnir á fundi þar sem þeir ræddu þátttöku sína í göngunni. Hér sjást meðal annarra Judy Garland (önnur frá viinstri), Eartha Kitt (með dökk gleraugu), Marlon Brando (annar frá hægri) og James Garner (til hægri). Fjölmargir aðrir kvikmyndaleikarar bandarískir hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum negranna, og er því skiljanlegt að öldungadeildarmenn hafi vakið máls á þvi að óameríska nefndin alrannda fari nú á stufana til að rann- saka ,,kommúnistiska starfsemi” i Hollywood. Hún kom fjaðrafokinu af stað: Síðasta myndin af Chrfstine Keel- er ásamt vinkonu hcnnar og sambýliskonu, Paulu Hamilton-Mars- hall. Þær eru á leið í réttinn vegna ákæru um að þær hafi borið Ijúgvitni. Fimmburarnir dafna vel Eins og kunnugt er fæddust fyrir skömmu tvennir fiimm- burar, aðrir í Aberdcen í Suð- ur-Dakota, hinir í Maracaibo I Venezuela. I.æknar á báð- um þessum stöðum hafa iátið það boð út ganga að þeir telji að fimmburarnir séu úr allri hættu. 011 ungbörnin tíu vaxa jafnt og þétt og þyngjast dag frá degi. Mæðurnar báðar eru váð beztu heilsu og njóta mik- illar hylli á sjúkrahúsunum. Rændu kaþólskt safn í Chicago Þrír byssubófar rændu fyrir skömmu safn eitt í Chicago sem er í cigu samtaka pólskra kaþólikka í Bandaríkjunum. Á safninu voru geymdir forngrip- ir og Iistmunir og er talið að verðmæti safnmunanna sé meira en 45 milljónir króna. Safnvörðurinn, Leon Krem- bec, sem er 72 ára að aldni, lá bundinn á Iegubekk mcðan ræningjarnir létu greipar sópa um safnið í fjórar klukku- stundir og unnu hervirki á húsmunum. Meðal munanna sem rænt var er altariskaleikur úr gulli og gimsteinum. Einnig höfð-u ræningjamir á brott með sér þrjú sverð sem á sínum tíma tilheyrðu Stefáni Batory kon- ungi og ýmsum munum sem eitt sinn voru í eigu pianó- leikarans Paderewskí og vis- indakonunnar Marie Curie. Ræningjamir skáru níu verð- mæt olíuverk úr römmunum og höfðu þau á brott með sér. Ræningjarnir réðust einnig að sýnisskápunum og brutu rúð- ur þeirra til þess að klófesta muni sem þar voru hafðir til sýnis. Ennfremur skáru þeir merki, hnappa og orður af gömlum pólskum einkennis- búningum og eyðilögðu gömul og verðmæt húsgögn. Eftir að hafa þannig rænt eða spillt svo til öllum verð- mætum safnsins stálu ræningj- amir bifreið safnvarðarins og óku á brott með ránsfeng sinn. Gerbreytt tilhögun langskólanáms í Svíþjóð Stúdentspróf verður afnumið í sænskum menntaskólum Ákveðið hefur vecrið að gerbreyta kennslufyrirkomu- lagi í sænskum menntaskólum, og munu þær breyt- ingar koma til framkvæmda á skólaárinu 1965 — ‘66, en þegar liggur ljóst fyrir í höfuðatriðum hverjar þær verða. Ein helzta breytingin og sú sem vekja mun mesta öfund íslenzkra menntaskólanema er sú, að stúdmtspróf verður afnumið með öllu. 1 staðinn fyrir stúdenfcs- prófið verða haldin skrifleg próf annað slagið síðustu tvö námsárin og jafnframt verð- ur sérstökum umsjónarmönn- um falið að fylgjast með þvi að kennslan samsvari þeim kröfum sem gerðar eru til hennar. Þessir umsjónar- menn verða valdir úr hópi kennara og skólastjóra há- skóla, menntaskóla og ann- arra æðri menntastofnana, en einnig er ætlunin að hæf- ir menn úr atvinnulífinu verði valdir til þess að hafa umsjón með kennslunni. Engar hegðunar- einkunnir Gefnar verða einkunnir fyrir frammistöðu í námi frá 1 upp í 5. Hegðunareinkunn- ir verða felldar niður og einnig einkunnin fyrir sænsk- an stíl. Til þess að nemend- ur fái aðgang að háskólum og öðrum sambærilegum menntastofnunum þurfa þeir að fá að meðaltali 2,3. Þeir einir sem fá þá meðaleink- unn eða aðra hærri mega kalla sig stúdenta. 30 prósent af árgangnum Gert er ráð fyrir að í hin- um nýja sænska menntaskóla muni um 30 prósent af hverj- um árgangi stunda nám. Inn í menntaskólana komast menn úr hinum ýmsu ungl- ingaskólum og menntaskóla- árin verða þrjú, nema í hin- um svonefnda tæknimennta- skóla, þar verða þau fjögur. Fimm deildir Menntaskólunum verður skipt_ í fimm deildir. Auk tækniskðlans, sem búizt er við að 22 prósent hvers ár- gangs muni sækja, verður húmanistísk deild (11 prós.), fólagsvísindadeild (15 prós.), raunvísindadeild (30 prós.) og hagfræðideild (22 prós.). Síðastnefnda deildin mun samsvara núverandi verzlun- arskólum. Námsgreinum fækkað Námsgreinum verður fækk- að. í fyrsta menntaskólabekk verða 18 kennslutímar á stundaskránni sameiginlegir fyrir allar deildir. Þar verð- ur um að ræða þessar náms- greinar: Sænsku. ensku, þýzku eða frönsku eftir vali, sögu, fólagsfræði og leikfimi. í öllum deildunum nema hag- fræðideildinni verður 5 tima kennsi-a í stærðfræði á viku. Nemendur. fimm eða fleiri geta farið fram á að fá kennslu í rússnesku, spænsku. ítölsku, portúgölsku, finnsku eða einhverju fjarskyldara tungumáli eins og t.d. ara- bísku. 1 húmanistísku deildinni verður samanburðarmálfræði skyldugrein, einnig list- og tónlistarsaga, en þessar tvær greinar verða einnig kennd- ar í félags- og raunvísinda- deild. 6.700 nýir kennarar Samanlagður stundafjöldi í fyrsta menntaskólabekk- verður 34 tímar á viku. 32 í öðrum og 30 í þriðja og síðasta. 1 öllum deildum verð- ur kennd grein sem hér er ókunn, en kölluð er ,,náms- tækni“ (studieteknik). Gert er ráð fyrir, að með þessu nýja fyrirkomulagi þurfi að bæta við 67000 kennurum og viðbótarkostn- aður er áætlaður 1.600 millj ísl kr. á ári ef 30 prósent hvers árgangs fara í mennta- skóla. Kostnaður við nauö- synlega fjölgun á skólastof- um er áætlaður um 5.000 milljónir króna. i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.