Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 7
Föstudafiur 27. september 1963 HOÐVIUINN StÐA 1 SÓSÍALISTAFLOKKURINN í 2 5 ÁR Einar Olgeirsson: Baráttuflokkur verka- lýðsins fyrir hagsmun- um hans og frelsi Þegar Sósíalistaflokkurinn var stofnaður í lok októ- ber 1938 hafði íslenzk alþýða lengi átt að búa við afleiðingar heimskreppunnar miklu. Heita máttí að atvinnuleysi og neyð hefðu þjáð þorra verkamanna allan áratuginn og afkoma sjómanna og bænda versn- að stórum. Baráttan fyrír /ýð- ræði í A.S.Í. SÚLURNÁR TIL VlNSTRI ERU ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLAN ÁMANN SÚLURNAR TIL HÆGRI ERU. KAUPMÁTTUR TÍMAKAUPSINS. 1945 1946 1947 1945 1949 1950 1951 1952 .1953 1954 1955 1956 1957 1958 1959 1.960 1961 1962 Sjálf stéttabaráttan var hörð Og erfið. Frá því 1930 hafði Alþýðusamband fslands verið hneppt í einræðisfjötra Al- þýðuflokksleiðtoganna. Ekkert verklýðsfélag mátti kjósa full- trúa á Alþýðuflokksþing, nema þeir væru Alþýðuflokksmenn. Lýðræðisrétti meirihlutans til frjálsra kosninga, hafði verið útrýmt. Verklýðsfélög höfðu verið klofin og rekin úr Al- þýðusambandinu til þess að reyna að halda upni þessu ein- ræði. Og þessu valdi hægrifor- ingjanna var beitt af vægðar- lausri hörku, begar vinstriarm- ur Albvðuflokksins undir for- ystu Héðins Valdimarssonar og Sigfúsar Sigurhjartarsonar reis upp til baráttu fyrir samein- ingu Kommúnistaflokksins og Alþýðuflokksins. — Jafnaðar- mannafélög og verklýðsfélög voru rekin úr Alhvðusamband- inu og klofin til þess að revna að viðhalda hrynjandi ein- ræði hægrl Alþýðuflokksfor- ingjanna. Það var eitt fyrsta verk Sósíalistaflokksins að sýna og sanna að verkalýður fslands þyldi ^kki lengur einræði í samtökum sínum. heldur væri staðráðinn í að knýja fram Allir stjómmálaflokkar lands- ins höfðu nú sameinazt í þjóð- stjórnina, nema Sósíalistaflokk. urinn, er stóð einn í andstöðu. Hver afturhaldsráðstöfunin rak aðra: gengislækkun 1939 og bann við kauphækkunum, nema takmarkað, og að lok- um í janúar 1942 gerðardóms- lögin alræmdu. f ársbyrjun 1941 höfðu nokk- ur verklýðsfélög lagt út í verk- föll, þar á meðal Dagsbrún. Brezkir hermenn voru þá látn- ir vinna verkfallsbrjótavinnu og rauf brezki innrásarherinn þarmeð heit sitt um að láta íslenzk innanríkismál afskipta- laus. Dreift var áskorun til brezkra hermanna að láta ekki nota sig sem verkfallsbrjóta. Brezki herinn brá við og hand- tók nokkra Dagsbrúnarmenn, þar á meðal Eggert Þorbjam- arson og Hallgrím Hallgríms- son, og færði þá í fangelsið á Kirkjusandi. Var hvað eftir annað hótað að skjóta þá, en þeir kröfðust þess að vera af- hentir islenzkum yfirvöldum. Eór svo að þeir voru afhentir. Tóku þeir Dggert og Hallgrím- lýðræði. Dndir forustu Dags- brúnar skipulögðu verklýðs- samtökin 1939 þessa baráttu fyrir frelsi sínu með þeim árangri að 1940 gafst Alþýðu- fiokkurinn upp á að viðhaida einræði sínu, aðskildi Alþýðu- sambandið og Alþýðuflokkinn (efnahagslega þannig að Al- þýðusambandið fékk skuldirn- ar og Alþýðuflokkurinn eign- irnar!) Og til Alþýðusam- bandsþings 1942 var í fyrsta skipti í 12 ár kosið lýðræðis- legri kosningu, og urðu þá sós- íaiistar og samstarfsmenn þeirra í meirihluta. Ein hörðustu átökin urðu í Hafnarfirði 1939 og lá við að ríkislögregla og jafnvel varð- skip yrðu send þangað, en rík- isstjórnin gafst upp á því, en gerði sér um leið Ijóst að Framsókn og hægri foringjar Alþýðuflokksins gátu ekki lengur stiórnað landinu einir. Var þá leitað til fhaldsins og „þjóðstjórnin mynduð. (Öllum sem langar til að fræðast náið um atburði þessa skal bent á bók Héðins Valdimarssonar: „Skuldaskil Jónasar Jónsson- ar við sósíalismann“ Rvík 1938—9). ur á sig „sökina" af dreifi- bréfinu og voru dæmdir í 18 mánaða fangelsi, Eðvarð Sig- urðsson og Ásgeir Pétursson i 4 mánaða fangelsi. en ritstjór- ar Þjóðviljans, Sigfús Sigur- hjartarson og greinarhöfundur í 3ja mánaða varðhald fyrir að verja verkamenri og deila hart á herinn fyrir öll ofbpldis- verk hans og svik. Pétur Magnússon, síðar bankastjóri og ráðftierra, var verjandi tveggja hinna dæmdu. og kvað í varnarræðunni þá stjórn vera landráðastiórn, er léti dæma menn fyrir þennan verknað. Með ofbeldi, hervaldi og mis- notkun dómsvalds var þannie Dagsbrúnarverkfallið 1941 brotið á bak aftur og fangels- in látin geyma öruggustu forsvarsmenn kauphækkana. Bannið á Þjóðviljanum og hertaka blaðamanna hans fylgdi í kjölfar þessara kúgun- arráðstafana gegn verkalýðn- um. 'CNáriar má lesa um þessa atburði í riti Gunnars M. Magnúss: Virkið í norðri II. bindijw Sigurínn i skæruhernað- inum 1942 f ársbyrjun 1942 lögðu mörg verklýðsfélög til baráttu. At- vinnuleysi var horfið. Aðstaða var góð og forystan nú trygg. Sósialistar og aðrir róttækir menn höfðu tekið forystu í Dagsbrún. „Þjóðstjórnin“ gaf út bráða- birgðalög í janúar 1942, er bönnuðu kauphækkanir, nema með leyfi gerðardóms, og að viðlagðri fangelsun verklýðs- leiðtoganna og upptöku sjóða verklýðsfélaganna. Verkalýðurinn varð nú bein- línis að beita Sósíalistaflokkn- um og Þjóðviljanum fyrir sig opinberlega, til að hlífa verk- lýðssamtökunum við ofsókn- um. ,,Skæruhemaðurinn“ hófst, hin ólöglegu verkföll, kölluð þannig vegna orðatiltækja í leiðara Þjóðviljans 12. febrú- ar. Og með þessari baráttu, þar sem samtök verkamanna á vinnustöðvunum voru ágæt og foringjar samtaka þeirra auðvitað á bak við, vannst einn fræknasti sigur íslenzkr- ar verklýðshreyfingar. Auðvaldið varð að gefast upp. Lifskjarabyltingin var fram- kvæmd. „bjóðstjórnin" hröklaðist frá völdum. Og hvað hafði þá unnizt? 1) — KauDgjald hafði tvö- faldazt frá árinu áður. Hvað kaupmátt tímakaups snerti þá var hann svo samkvæmt út- reikningum Jónasar Haralz, Ól- afs Björnssonar prófessors: Ef október 1938 var = 100, — þá var desember 1940 = 91 og desember 1942 = 135. Síð- an eftir kauphækkanirnar haustið 1944, verður sami kaupmáttur 1944;—47 ca. 150. 2) — Vísitöluuppbót var sett á allt kaup, þannig að kaup- gjald hækkaði í hlutfalli við framleiðsluvísitölu og hélzt það til 1960. 3) — Orlof komst á. Frum- varp, er Sósíalistaflokkurinn hafði flutt á Alþingi, varð samningsatriði í kjarasamning- unum, þannig að það skyldi framkvæmt sem lög væru. Sið- an var það lögleitt. 4) — 8 stunda vinnudagur var ákveðinn i samningunum. Þessi sigur verkalvðsins ger- bylti lífskjörum alþýðu. Þar sem allir höfðu nú vinnu, móts við atvinnuleysið áður, og kaupmáttur timakaups var ca. 50% hærri en fyrir stríð, má áætla að afkoma þorra alþýðu- heimila hafi verið þrefalt betri en á atvinnuleysisárun- um. Sósíalistaflokkurinn undir- byggði efnahagslega þessi lífs- kjör til frambúðar með tillög- um sínum um nýsköpun at- vinnulífsins og var sá grund- völlur skapaður í tíð nýsköp- unarstjómarinnar 1944 — 47. Samtímis var auk almanna- tryggingalaganna, gerbreyting- ar á skólalöggjöfinni og fleiri endurbóta sett róttækasta og bezta húsnæðislöggjöf, sem i gildi hefur verið á íslandi. Og á árinu 1943 var komið á því samstarfi verkamanna og bænda um verðlagningu land- búnaðarafurða, sem gengið hef- ur undir nafninu sex-manna- nefndar samkomulagið, — en það er afturhaldsstjórnin nú að eyðileggja, fyrst og fremst með því að banna vísitölu- greiðslu á kaup verkamanna, er var forsenda þess, — og svo með óðaverðbólgupólitík sinni. Alþýðan var í krafti góðrar einingar, valds í eigin samtök- Afturhaldið þorði að leggja til atlögu, þegar ameríska auðmannastéttin hafði tekið það upp á arma sjna með Marshallh.iálpinni og hvatt til árása á lifskjör alþýðu. Tóku nú ,,efnahagsfræðingar“, út- sendir af amerísku auðvaldi að leggja ráðin á um „efnahags- ráðstafanir", sem ætíð þýddu stöðnun eða rýrnun á lifskjör- um alþýðu. Nú hófst hið þrotlausa varn- arstríð alþýðu við auðvaldið um að reyna að halda þeim lífskjörum, er hún ávann sér með hinum sósíalistísku sigr- um 1942—’47. Aðalmælikvarð- inn á högg auðvaldsins og mótaðgerðir alþýðu er kaup- máttur tímakaups lægsta Dags- brúnarkaups, sem er settur = 100 fyrir árið 1945. „Efnahagsráðstafanir" vorið 1947. Mánaðarlangt, harðvítugt verkfall sem svar. Kaupmátt- ur tímakaups var 1947 102 Fyrstu árásinni var hrundið með algerum sigri. En kaup- um og öruggrar pólitískrar for- ustu Sósíalistaflokksins orðin mikið vald í íslenzkum þjóð- málum. En hún hafði ekki ríkisvaldið. Það var í höndum burgeisastéttarinnar, — og það átti eftir að verða alþýðu dýrt. Sú bylting i lífskjörum, sem knúin var fram með bar- áttu og sigrum 1942—47, varð ekki eins haldgóð og ella hefði getað orðið, af því að auðvald- ið gat, þegar það þorði, beitt ríkisvaldinu til þess að ræna aftur af alþýðu því sem hún vann á með baráttu verklýðs- samtakanna og Sósialista- flokksins. máttur smárýrnaði. Sigursælt verkfall 1949. Auðvaldið greip til stór- árása: Gengislækkun og önn- ur fjandsamleg löggjöf 20. marz 1950, framkvæmd af rik- isstjórn íhalds og Framsókn- ar. — Kaupmáttur tímakaups kominn niður í 84 stig 1951— 1952 og atvinnuleysi til viðbðt- ar, þrátt fyrir sigursælt verk- fall 1951. Vetrarverkfall í des- ember 1952, þriggja vikna sárt og erfitt verkfall, kom kaup- mættinum 1953 upp í 91,6 stig. En aftur sótti í sama horfið, unz verkalvðurjnri lét til skar- ar skríða 1955. Hann hafði þá náð Alþýðusambandinu úr höndum afturhaldcaflanna, er föru með stjórn þess 1948— 1954. f einu lengsta og harðasta verkfalli fslandssögunnar sigr- aði verkalýðurinn auðvaldið í 6 vikna stéttastríði. KAUP- MÁTTDRINN VARÐ í MAÍ 1955 102 STIG — eða 8 sið- ari mánuði þess árs = 100 stig. (Árið 1955 í heild 96.5 stig). Og atvinnuleysistryggingarnar voru einn árangur þess sig- urs eins og oriofið 1942. Eftir 10 ára baráttu var kaup- mátturinn orðinn eins og 1945. Og afturhaldsstjómin leystist upp. Vinstri stjórnin tók við 1956. Alþýðan um allt land gerði sér miklar vonir. — Þær rættust hvað snertir landhelg- ina og útrýmingu atvinnuleys- isins um land allt. En þröng- sýni Framsóknarforustunnar gagnvart eðlilegum kauphækk- unum verkamanna kom um tíma í veg fyrir að kaupmétt- ur launa hækkaði. (Árið 1956 = 97,2; 1957 95,8; 1958 96,9), unz verkamenn haustið 1958 knúðu fram kauphækkanir, er komu meðaltali kaupgetunnar síðustu 3 mánuði ársins 1958 upp í 99 stig. Þá sprengdi Framsókn í afturhaldsofsa sín- um vinstri stjórnina, hljóp frá flestöllum loforðum stjómar- samningsins óefndum og lagði til við Sjálfstæðisflokkinn og fleiri að mynda stjórn um 8% kauplækkun. Auðvald Sjálfstæðisflokksins ákvað hinsvegar að Ieggja tll atlögunnar með Alþýðuflokk- inn einan að ráðnum liðsmanni. Hófust nú hatrömustu og vægðarlausustu „efnahagsróð- stafanir'1 auðvalds gegn al- þýðu, er gerðar hafa verið á þessari öld, að níðingsverkun- um gegn atvinnuleysingjunum á fjórða áratugnum undan- skildum. Vísitöluuppbót á kaup var bönnuð með lögum og gengið Iækkað Tdollarinn úr 16.32 upp í 38,00)’. Eramsðkri aðstoðar við fyrstu árásina T. febr. 1959, en hinir hollráðu og valda- miklu banka- og efnahagssér- fræðingar vinstristjórnarinnar, Vilh’jálmur Þór og Jónas Har- alz, hjálpa afturhaldsstjórriinnf að leggja á ráðin. Kaupmátturinn er í maí 1961 kominn niður í 84 stig, þegar verkalýðurinn norðanlands og sunnan leggur til verkfalls. Sigur vannst skjótt á Akur- eyri með samringum við SÍS Framhald á 10. síðu. / höggi við brezkt hervaid og innlent afturhald Kalt stríð og kjararán auð- valds og ríkisvalds íhálfan annan áratug i r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.