Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA H6ÐVILIKNH Föstudagur 27. september 1963 æöi, hún hélt að hún væri ekki veik í raun og veru. Hún hélt — jú, sjáðu til. að guð væri að refsa henni fyrir eitthvað og þetta væri kross sem á hana væri lagður. Og þetta var við- horf hennar, þangað til við hitt- umst — Haltu áfram, sagði Adam. — Ég hef aldrei sagt betta neinum. — Ég veit það, Sam. og ég kann vel að meta trúnað binn. Það segir sig sjálft að ég mun ekki bregðast honum Stóri maðurinn hreyfði sig ekki. Hann sneri bakinu að Adam. — Jæja við hittumst. eins og ég sagði, og ég varð ástíanginn af henni. Bakvið aT.a þessa stórborgarharðneskju, sá ég góða konu. Það er atvinna mín að lesa fólk niður í kjöl- inn. Og ég vissi þetta. Það tók mig langan tíma að sannfæra hana. en loks tókst mér það og við giftum okkur. Hún sagðist vera hamingjusöm og myndi ekki fara á bakvið mig. Og nún gerði það ekki. í fimm ár vor- um við eins sæl og tveir grísir f sólskini. Það varð þögn. — Já, ég er alveg hissa, sagði Adam. — Þú segist hafa ein- hverja skýringu á þessu? — Ég held það, sagði Griffin. —- Ég hef grun um að hún hafi lent í vandræðum. —■ Hvers konar vandræðum? — Vandræðum útaf kari- manni, sagði Griffin. — Einhver náungi hlýtur að hafa hitt á hana þegat verst gegndi. Og >• ún hefur misst traust á sjálfri sér. Hvað heldur þú. Adam? Held- diöu að það gæti verið «kýr- Ingin? — Tja,- það er víst hugsan- legt, sagði Adarn. — En ein- hvem veginn finnst mér bað ótrúlegt um frú Griffin. Hún sýndist alls ekki vera af beirri gerð, skilurðu? Sam — er það ekki jafnhugsanlegt, að hún hafi orðið leið á að vera hér f Caxton? Kannski hefur hún Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÖDÖ Eangavegi 18 III. h. (Iyfta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SfMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við ailra hæfi TJARNAKSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstrætis- megin. — SÍMI 14662. hArgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — verið gripin snöggum leiðindum og eirðarleysi. Var hún kannski með mánaðarveikina? Sumar konur verða þannig þá. er mér sagt. Þær verða miður sín. — Nei, sagði Griffin. — Ég er viss um að það er ekki skýr- ingin. Það var karlmaður. — En hver? Hver myndi gera annað eins? Sam Griffin sneri sér við. — Þú, sagði hann. 1 hægri hendinni hélt hann á byssunni sem Preston Haller hafði gefið Adam. Hún sýndist ósköp lítll og óraunveruleg. Svipurinn á andliti Griffins var ólíkur því sem Adam hafði séð þar áður eða haft grun nm að gæti verið þar; lýsti hugar- ástandi sem svona maður gat alls ekki verið í. Augun voru mjög skær. Og bros hans nýtt og framandi, gerólíkt hinu venjulega brosi Sams Griffin. — Vertu ekki að hafa fyrir því að tala einhver býsn, sagði hann. — Ég veit hvað gerðist. Þetta er gamalt gistihús. Vegg- imir eru þuhnir. Gólfin eru þunn. Frú Carstairs sagði mér það allt saman. Adam starði á byssuna eins og dáleiddur. — Sam. sagði hann lágt. — Ég ætlaði ekki að neita því. Ástæðan til þess að ég sagði þér það ekki strax, var sú að ég vildi ekki særa þig meira en þörf var á. Svei mér þá. Þetta er heiiagur sannleikur. Hann fann hvemig svitataum- amir runnu saman og láku nið- ur síðumar og hann fann hvem- ig hjartað hamaðist í brjósti hans. — Þú getur ásakað mig, ef þú vilt. En áður en þú gerir það — Sam, hlustaðu á, ég ætla að vera hreinskilinn við big. Auðvitað var þetta líka mér að kenna, mér dettur ekki í hug að neita því. En þú baðst mig um að hafa ofanaf fyrir henni — bú manst að þú gerðir það? — og ég fór inn til hennar aðeins þess vegna, skilurðu. Við vorum að tala saman, rétt eins og þú og ég, og þá — ég veit ekki, allt fór einhvem veginn úr skorð- um. Ég veit að það er ekki gaman fyrir þig að hlusta á þetta. Hún var í slopp, þessum rósótta. Og hún losaði hann ein- hvem veginn. Ég reyndi að horfa ekki á það, en guð minn almáttugur. Sam, þú veizt hvemig maður er gerður — og þú veizt að það er takmarkað sem maður þolir. Og konan þín er nú einu sinni mjög aðlað- andi. Hann þagnaði og reyndi að kyngja. — Jæja ég veit það ósköp vel að þá hefði ég átt að fara. En ég gerði það ekki. Ég gat það ekki. Þetta gerðist svo snögglega — geturðu ekki skilið það? — Ég skil það, sagði Griffin og hélt byssunni í styrkri hendi. — Ég vonaði það einmitt. Fyr- irgefðu hvemig ég tala: reyndu að setja sjálfan þig í mín spor. Ég á við, þetta er ekki sérlega gaman fyrir mig! Griffin sagði ekki neitt. — Jæja, ég svaf hjá henni. Allt í lagi. Ég viðurkenni bað. En þú verður að fá að vita þetta. Þótt þú ásakir mig og hatir mig og viljir skjóta nig, þá var það ekki allt mér að kenna. Og það kemur fleira til. Ég ætti ekki að segja þér það, vegna þess að þér sárnar áreið- anlega svo. að þú hleypir af byssunni í hugsunarleysi. En ég má til. Hún sagði mér............ jæja, sleppum því. Sleppum því. Griffin sat hreyfingarlaus og mælti ekki orð. — Nei, sagði Adam. — Nei, það væri ekki rétt af mér að leyna því. Sam, guð er til vitn- is um að þetta er sannleikur. Frú Griffin sagði mér að ég væri ekki sá fyrsti — ég á við síðan þið giftuð ykkur. Hún hef- ur sofið hjá mörgum öðrum, og hún sagðist vita að það skipti engu máli. vegna þess að þú myndir aldrei komast að bví, Ég neyði sjálfan mig til að segja þér þetta, Sam. Þetta er dag- satt. Sam Griffin færði byssuna í vinstri höndina, steig fjögur skref áfram og sló Adam Cram- er utanundir með hægra hand- arbakinu. Adam fann snarpan sársauka, síðan hitaverk. Nú var hann logandi hræddur. En þegar hann leit upp sá hann að Sam Griff- in var brosandi. — Seztu niður, sagði stóri maðurinn og allt í einu var hlýjan og alúðin komin í fram- komu hans á ný. Hann hló. — Heyrðu piltur minn, þú ert alls ekki á réttri hillu. Þú hefðir orðið afbragðs sölumaður. Ég veit ekki hvar þú hefur lært það, en þú kannt alveg að not- færa þér aumu blettina hjá fólki, rétt eins og þegar píar.ó- leikari leikur lag — lágt og hátt, lágt og hátt. blíðlega og hörkulega. En þú gleymdir einni meginreglu. Reyndu aldrei að leika á annan kollega! — Sam, hlustaðu á mig, hlust- aðu: Ég er ekki að Ijúga. Griffin hló enn hjartanlegar. — Þetta er heilagur sannledk- ur! — Ég ætti að drepa þig, sagði stóri maðurinn. — Ef satt skal segja — þess vegna kom ég i herbergið til þín. Ég ætlaði að berja þig til bana, og ég gæti það hæglega. hugsa ég. Ég er skolli handsterkur. En svo fór mér að leiðast biðin, svo að ég fór að róta svolítið í dótinu þínu. Það var býsna athyglis- vert! Augu hans leiftruðu. — Ég fann byssuna og hugsaði með mér: Já, hvemig væri að skjóta hann í staðinn? Splundra á hon- um hausnum. — Sam — — Já, því ekki það? hugsaði ég og ég tók þá ákvörðun. En þú sýndir þig ekki og ég hafði ekkert að gera nema sitja og bíða. Og hugsa. Skilurðu. Aðeins að sitja og hugsa. Ég hef ekki gert það síðan ég var í skóla! Stóri maðurinn hristi höfuðið. Herbergið var loftlaust, það var kæfandi heitt og svitinn bogaði af Adam. Griffin leit á byssuna, sneri henni á fingrinum og fleygði henni á koddann. — Nú sneri ég á þig. var það ekki? sagði hann. Adam opnaði munninn. — Nei, ég á við, þú hélzt að nú væri komið að því, þegar þú komst inn í herbergið. Svo kom í ljós að Sam gamli var ennþá vitlausari en þú hafðir haldið. Er það ekki satt? Blessaður aul- inn, hann fattar ekki neitt. Ha, ekki satt? En. drengur — þú hefðir átt að sjá á þér fésið þeg- ar ég sneri mér við með byss- una í hendinni. Griffin hló. — Það var merkilegt rannsóknar- efni. Og nú veiztu alls ekki hvað þú átt að halda, eða hvað? Dómhúsklukkan rauf bögnina sem snöggvast. — Jæja, bú ættir að láta bér þetta að kenningu verða, hélt Griffin áfram. — Eitt af undir- stöðuatriðunum sem að sölu- maður verður að læra er að vanmeta aldrei neinn. Ég man að einu sinni doblaði ég bónda- blók til að kaupa bílavarahluti fyrir fimmtíu dollara. Hann var upplagður einfeldningur, skil- urðu. Freknur og stráhattur og skítugur samfestingur. Sagði við mig: — Má ég fara með þetta heim til konunnar og sýna henni og svo skal ég koma með aur- ana þína? Ég sagði: auðvitað, þvi að ég hélt að svona auli væri örugglega heiðarlegur. En þar skjátlaðist mér. Hann kom aldrei til baka. Og enginn kann- aðist við nafnið sem hann gaf mér upp. Og ég var fimmtíu dollurum fátækari. En ég býst við að þeim aurum hafi verið vel varið, því að þama lærði ég lexíu sem ég mun aldrei gleyma. Veiztu hvað það var? Adam þagði. — Þetta héma, sagði Griffin. — Þegar þú kemur fram eins og auli, þá treysta þér allir. Þeir telja víst að þú sért heið- arlegur. Og þá verður allt svo miklu auðveldara! Fólk hlær svo hraustlega að þér, að það finnur ekki einu sinni þegar þú stingur hendinni í vasa þess! Hann hló hrossahlátri. — En hvað sem því líður, sagði hann. — Þá ætlaði ég að drepa þig. En svo hafði ég þennan tima til að hugsa. Og ég gerði mér ljóst, skilurðu að ég hafði leikið þetta hlutverk svo lengi, að ég var að leika á sjálfan mig. Það er hættulegt. Ég gerði mér það ljóst, þegar ég bað þig að hafa ofanaf fyrir konunni minni og með því undirbjó ég allt þetta. Auðvitað vissi ég það ekki héma uppi. Hann benti á ennið. —- Stundum ertu sjálfur svo slunginn og laumulegur, að þú trúir ekki einu sinni sjálfum þér fyrir áætlunum. En þannig var þetta. Um leið og ég sá þig fór ég að gera allt til þess að þú héldir að ég væri aðeins heimskur og geðgóður kjafta- askur, skilurðu. Vegna þess að ég sá allt sem gerðist í augun- um á þér og Vy. Ég fylgdist með því öllu saman. — Og það mætti segja að ég hefði sett þetta allt á svið. En hvemig stóð á því? Af hverju skyldi ég gera þvílikt og annað eins? Griffin þurrkaði sér í framan með vasaklútnum og dæsti. — Ég held það sé vegna bess að ég hef alltaf verið hræddur við þetta. Hræddur vegna þess að við vissum aldrei hvort við gætum tekið þvi. Og þess vegna lokuðum við augunum og létum sem það myndi aldrei koma fyr- ir, ekki í alvöru. En um !eið vissum við bæði að það myndi koma fyrir. Og því lengur sem við biðum, þvi erfiðara var þaö. Eftir dálítinn tíma var það orðið eins og dimmt ský sem grúfði yfir okkur...... Griffin þurrk- aði sér aftur um andlitið. — En núna, sagði hann, — er það liðið. Og Vy hefur sannað að hún elskar mig. Ef hún gerði það ekki, þá hefði hún ekki hlaupizt á brott. Hún hefði bag- að yfir því. En nú er betta komið í dagsljósið og við getum barizt við það sameiginlega. Griffin reis á fætur. Án þess að vera of persónu- Ég ætla að æfa mig, fyrir Innbrot eða hvað? Ég er ástfanginn. legur í fyrirspurnum. Hvað nóttina. ætlarðu að gera við þennan stiga. Skröggur frændi? S K OTTA © Klng Features Syndicate, Ine., 1063. WorM rlRJrts reaervctl.. Herra kennari. Við skörum fram úr Rússum á einu sviði. Kennedy forseti er meira krútt en Krústjoff. Sósíalistaflokkurínn í 25 ár Framhald af 7. síðu. og KEA, en í Reykjavík kom til mánaðar verkfalls, eins hins harðasta, er Dagsbrún hefur háð, unz sigur vannst á reyk- víska auðvaldinu. — Kaup- mátturinn í júlí 92 stig. En með stjórnarverðbólgunni og vísitölubanni er hann kominn niður í 82 aftur í maí 1962, þegar verkalýðuririn enn verð- ur að knýja hann upp í 89 stig. Þá braut Félag járniðn- aðarmanna ísinn með mán- aðarverkfalli. Aftur sígur kaupmátturinn niður í 82 í janúar 1963, þegar 5% kaup- hækkunin er gerð og svo bráðabirgðasamningamir í júlí 1963 um 7% % hækkun til október 1963. (Kaupmáttur 1. ág. 88,5, 1. sept. 86,4)1. Þannig hefur nú gengið í 16 ár. Þrotlaus barátta verka- manna hefur að vísu bætt kjörin, en vægðarlaus beiting ríkisvalds af hálfu auðvalds rýrt þau enn meir. Verkamenn hafa síðustu árin bætt sér að nokkru launaránin með 10—14 tíma dagiegum vinnuþrældómi. fsiand er alræmt orðið fyrir iengsta vinnudag í Evrópu. Auðvaldið hefur reynt að láta draga úr vinnunni, til þess að skapa „hóflegt atvinnu- leysi“. En slíkar tilraunir hafa strandað á nýrri veiðitækni, betri síldarvertiðum og ódrep- andi dugnaði íslenzkrar alþýðu og samhjálp hennar, sem býð- ur öllum tilbúrium erfiðleikum stjómarvalda byrginn. ☆ ☆ ☆ Það eru þurrar tölur, sem hér hafa verið raktar, en bak við þær býr veruleiki, er snert- ir lífskjör hverrar alþýðufjöl- skyldu. Ef samanburðinum . við kappgetu tímakaups 1945^ — 100 er haldið, mun láta nærri að kauogeta tímakaups fyrir stríð hafi verið 66 (t.d. 1938). En fyrir þá sem aðeins höfðu atvinnu annan hvem dag að meðaltali, þýddi þetta árskaupgetu er samsvarar kaupgetu tímakaups = 33. Og það þýddi eitt herbergi og lé- legt eldhús eða eldunarpláss, fisk eða tros sex daga vik- unnar, oft aðeins einn klæðn- að, hverfandi menntunarmögu- Ieika fyrir börnin, engar bíó- ferðir eða skemmtanir. Það getur síðan hver litið í eigin barm, til þess að skrifa þá lífskjarabyltingu, er gerð var 1942'—47, með hinu sögulega átaki verkalýðsins undir for- ustu Sósíalistaflokksins. Nú er svo komið að til þess að halda uppi því lífsstigi, er ba vannst, þarf alþýða manna að leggja á sig hinn þrotlausa eftirvinriuþrældóm. Það er nú orðið jafn nauðsynlegt að út- rýma þeim vinnubrældómi og tryggja, að núverandi árs- tekjur, er fást með 10—11 tíma vinnudegi, fáist með 8 tíma vinnudegi. Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja hefur í ár tekizt fyrir ötula forustu að vinna allmik- ið á um kauphækkanir, þótt verkfallsrétturinn hafi enn ekki fengizt. Sjómenn hafa fyrir harðvit- uga baráttu notið nýrrar veiði- tækni í auknum tekjum með miklum þrældómi. En lífskjör verkamanna, ó- faglærðra og faglærðra, eru fyrir aðgerðir fjandsamlegrar ríkisstjómar, enn einu sinni orðin óþolandi. Enn einu sinni þarf venka- lýður fslarids að leggja til at- lögu og berjast til sigurs. Og dýrkeypt reynsla hans sannar honum að það er ekki nóg að vinna sigra í kaupgjaldsmálun- um, slík úrslitaáhrif sem það þó hefur. Verkalýðurinn þarf og að vinria þá stjórnmála- sigra, er gera ókieift að beita ríkisvaldinu til að ræna hann ávöxtum kaupgjaldsbaráttunn- ar. Ranglæti það og kúgun, sem alþýða manna nú hefur verið beitt með kaupránsaðferðum stjórnarvaldanna og frelsis- skerðingum þeirra '(vísitölu- banni, gerðardómum og verk- fallsbönnum), og öngþveiti það, sem afturhaldsstjórnin hefur nú komið á í íslenzku þjóðlífi, — sannar það enn einu sinni, sem sagt var á Al- þingi 1955 fyrir hönd Sósíal- istaflokksins eftir sigursælt sex vikna verkfall, að „það er ekki aðeins illt verk að vera að strita við að stjóma þessu landi á móti verkalýðnum, það er líka vonlaust verk“. Og það á afturhaldið á íslandi eftir að reyna enn, ef það ekki átt- ar sig í tíma. & KIPAUTGCRÐ RIKISINS SKJALDBREIÐ fer vestur um land til Akureyr- ar 1. október n.k. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til áætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð og Ólafsfjarðar. Far- seðlar seldir á mánudag. ESJA fer vestur um land ti'l Akur- eyrar 3. október n.k. Vörumót- taka á mánudag til Patreksfjarð- ar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þing- eyrar, Flateyrar, Suðureyrar, Isafjarðar, Siglufjarðar og Akur- eyrar. Farseðlar seldir á þriðju- dag. herðubreið fer austur um land í hringferð 4. október n.k. Vörumóttaka á þriðjudag Djúpavogs, Stöðvarfjarðar, Borgarfjarðar, til Hornafiarðar, Breiðdalsvíkur, Mjóafjarðar. Vopnafjarðar, Bakkafjaðar, Þórshafnar, Rauf- arhafnar og Kópaskers. Farseðl- ar seldir á þriðjudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.