Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 12
Vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 600 millj. króna Föstudagur 27. september 1963 — 28. árgangur — 207. tölublað. HAHYSI í MOSKVU Myndin sýnir líkan að hugs- anlegri húsasamstæðu fyrir Ráð gagnkvæmrar efnahagsaðstoðar, en ætlunin er, að húsasamstæð- an rísi við Novy Arhat strætið, sem nú er verið að leggja í Moskvu. f samstæðunni verður 28 hæöa hús fyrir framkvæmda- stjórnina. svo og hótel og aðrar nauðsynlegar byggingar. Öll þau lönd, er sæti eiga í ráðinu, munu taka þátt í þessari byggingu. Haukur Eiríks- son blaðamaður látinn Falleg bók um nor- ræna málaralist í gær kom í bókaverzlanir ný og vegleg máiverka- bók sem Helgafell gefur út í samvinnu við Ríkisútvarpið. Nefnist bókin Norræn málaralist — Expressionisminn ryður sér braut — og fjallar um málaralist í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Er hún prýdd 8 litmyndum af málverkum frá hverju þessara fjögurra landa auk fjölda svarthvítra mynda. Ri.tstjórn útgáfunnar hefur Björn Th. Björnsson annazt. Samkvæmt bráða- birgðatölum Ilagstofu íslands var vöruskipta- jöfnuðurinn í ágústlok orðinn óhagstæður um tæpar 600 milljónir kr. Fyrstu átta mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir sam- tals 2.351 millj. króna, en inn- flutningurinn nam á sama tíma 2.948 milljónum, þar af voru skip og flugvélar flutt inn fyr- ir 133 milljónir króna. Á tímabilinu janúar tij ágúst í fyrra voru vöruskiptin við út- lönd óhagstæð um 57,5 milljón- ir króna. Útflutningurinn nam þá 2.253 millj. króna eða um 100 millj. kr. minna en á þessu ári, en innflutningurinn nam 2.310 milljónum eða 638 millj. kr. minna en nú. Skip og flug- vélar voru á þessu tímabili síð- astliðins árs flutt inn fyrir rúm- ar 69 milljónir. f síðasta mánuði, ágúst, var vöruskiptajöfnu*urinn við út- lönd óhagstæður um 47,5 miiljónir króna. Inn voru flutt- ar vörur fyrir 322 milljónir en út fyrir 274 millj. kr. f ágúst- mánuði í fyrra var vöruskipta- jöfnuðurinn hinsvegar hagstæð- ur um rúmar 6 millj. króna. I»á voru fluttar héðan út vörur fyrir 288,7 millj. kr. en inn fyrir 282,6 milljónir. Enskir togaramenn réðust að þremur Isfírðingum ÍSAFIRÐI 26/9. í gærkvöld dró hér til tíðnda milli enskra togarasjó- manna og þriggja ísfirðinga, þegar Enskir réðust að löndum okkar í Hafnarstræti fyrir framan kaupfélags- húsið og var slegist af hörku um skeið. Gætti nokkurs liðsmunar og hlutu ísfirðingamir nokkra áverka áður en lögreglan kom á vettvang og skakkaði leikinn og handsamaði fjóra handóðustu Englendingana og stakk þeim inn í fangahúsið. Haukur Eiríksson Ilaukur Eiríksson blaðamaður við Morgunblaðið lézt í borgar- sjúkrahúsinu í Reykjavík í fyrradag, aðeins 33 ára að aldri. Hafði hann átt við langvarandi og erfið veikindi að stríða og síðustu misserin dvaldist hann oft á sjúkrahúsum hér heima og erlendis. Haukur hafði starfað við Morgunblaðið frá árinu 1956, síðustu 5 árin sem blaðamaður. Var hann einkar vinsæll og vel látinn í hópi starfsfélaga í blaðamannastétt. Útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason. ræddi við fréttamenn í gær ásamt Ragnarj í Smára í tilefni af útkomu bókarinnar. Skýrði útvarpsstjóri svo frá að fyrir allmörgum árum hefðu ut- varpsstöðvamar á Norðurlönd- um tekið sig saman um að efna til kynningar á norrænni mynd- list, m.a. með flutningi erinda um hana svo og útgáfu rita og bóka. Var íslenzka ríkisútvarpið aðili að þessari samvinnu og samdi Bjöm Th. Bjömsson rit- gerð um íslenzka myndlist sem birt var í þeim bókum er út komu á hinum Norðurlöndunu.m um þetta efni fyrir nokkrum ár- um. Helgafell tók að sér útgáfu á bókinni hér á landi en af ýms- um ástæðum dróst það að bókin kæmi út þar til nú. Varð það að ráði að sleppa ritgerðinni um íslenzka málaralist úr bókinni þar sem nú er væntanleg innan skamms mikil og vegleg bók um íslenzka myndlist sem Helgatell stendur að og ennfremur hefur forlagið í millitíðinni gefið út nokkrar málverkabækur helztu meistara okkar. Litmyndirnar í bókinni eru prentaðar af J. Schultz í Kaup- mannahöfn. Voru þær gerðar í 250 þúsund eintökum og beim skipt milli landanna. Eru mál- verkabækur þær og möppur er gefnar voru út með þessum myndum á hinum Norðurlönd- unum nú löngu uppseldar. Helgafell hefur hins vegar 8000 eintök af þessum litmyndum til ráðstöfunar hér á landi. Gerðar voru 8 litmyndir af málverkum eftir íslenzka listamenn og voru þær af verkum eftir Kjarval, Mugg, Jón Stefánsson og Ás- grím, tveimur eftir hvem, Hafa þær allar birzt í öðrum mál- verkabókum Helgafells. Eins og áður segir hefur Bjöm Th. Bjömsson listfræðingur séð um útgáfu bókarinnar og býtt greinar þær er fjalla um mynd- list hvers lands fyrir sig, en bær eru eftir Preben Wilmann frá Danmörku, Aune Lindström frá Finnlandi. Leif östby frá Noregi og Carlo Derkert frá Svíþjóð. Verð bókarinnar er kr. 575.00. Fyrirlestur og kvikmyndasýn- ing á vegum MfR Reykjavíkurdeild MlR, Menn- ingartengsla Islands og Ráð- stjómarríkjanna, efnir til fyrir- lesturs og kvikmyndasýningar í Stjörnubíói kl. 2 síðdegis á sunnudaginn. Þar fLybur Vladimír Morazof fyrsti sendiráðsritari við sovézka sendiráðið í Reykjavík, erindi sem hann nefnir „Moskvusátt- málinn“. Þá verður sýnd kvik- myndin „Friður fæddur“, sem hlaut gullverðlaun á 22. kvik- myndahátíðinni í Feneyjum. Aðgangur að samkomu þess- ari er heimill MlR-félögum og gestum þeirra og er ókeypis. Sex enskir togarar leituðu hér hafnar undan óveðrinu á dög- unum og voru það þrír togarar frá Aberdeen og þrír togarar frá Hull. Enskir togarasjómenn settu svip sinn á göturnar í gærdag og þegar leið á daginn fór að bera á ölvun og með- fylgjandi handaslætti og jókst eftir því sem nær dró kvöldi. Milli klukkan 9 og 10 um kvöld- ið voru nokkrir ölvaðir Eng- leridingar staddir í Hafnarstræti og réðust þá að þremur íslend- ingum, sem voru þar á kvöld- göngu og var slegizt af þó nokk- urri hörku um skeið. Liðsmunar gætti í þessum átökum og hlutu fslendingarnir áverka nokkra áður en lögreglan kom á vett- vang og skakkaði leikinn. Tók hún fjóra handóðustu seggina og stakk þeim inn í fangageymslu staðarins. Síðar var þeim sleppt gegn tryggingu og einnig hefur umboðsmaður togaranna greitt mönnunum, sem urðu fyrir árásinni skaða- bætur fyrir óvænta uppákomu. Rétt er að geta þess, að ekki voru þama til staðar enskir sjó- menn af togaranum sem bana- slysið varð á í vikunni. Jón B. Ók brott frú hesti slösuðum til duuðs I fyrrinótt skeði það á móts við bæinn Kross í ölfusi, að ekið var á hest. Sá sem þetta gerði hefur ekkert um hestinn hirt, hefur skepnan bersýnilega barizt nokkuð um, og fannst dauð í morgim. Það er að sjálfsögðu slys, sem alltaí g'etur hent, að 'ekið sé á hest. En það verður að telj- ast megn ódrengskapur að skilja skepnuna eftir dauðvona og kvalda, en gera engar ráð- stafanir til þess á næsta bæ að íá hana aflífaða. Á traðki umhverfis slysstað- inn sást það, að menn höfðu farið út úr bílnum og svipazt um. Þess má geta, að dansleik- ur var í Aratungu um nóttina, og berídir ýmislegt til þess, að Ein flugvél Braathens stöðvuð í Belgíu Farþegarnir neituðu að fara því að flugmenn voru fullir Aðalholræsi um Fossvog Á fundi borgarráðs Reykja- víkur sl. þriðjudag voru sam- þykkt drög að samkomulagi urn aðild Kópavogskaupstaðar aðalholræsinu um Fossvog. að OSLO 26/9. — Flugfélag Braathens, SAFE, varS í dag að senda nýja áhöfn flugleiðis til Liege í Belgíu til að fljúga heim einni af flugvélum félagsins af gerðinní DC-6B með sextíu sænskum farþegum sem höfðu neitað að fara með flugvélinni vegna þess að áhöfn hennar var mið- ur sín af völdum ofdrykkju. Stokkhólmshlaðið „Expressen" skýrir svo frá að flugstjórinn og aðstoðarflugmaðurinn hafi verið svo ölvaðir í gærkvöld að far- þegamir, sænskir knattspymu- menn og blaðamenn. vildu ekki hætta á að eiga líf sitt undir þeim. Læknir sem einnig var með í ferðinni skýrði blaða- manni „Expressen“ frá því að hann hefði séð um að flugmenn- imir svæfu úr sér vímuna í gistihúsi í Liege. — Flugstjórinn var svo fullur að óþarfi var að taka af honum nokkurt blóðsýn- ishom, sagði læknirinn, sem gizkaði á að áfengismagnið hefði verið 1.5 prómill a.m.k. í aðalstöðvum Braathens í Osló er þetta kallaður skelfileg- ur atburður, en sem betur fer einstæður í sögu félagsins að sögn. — Við erum skelfingu lostnir yfir þessu. sagði Fröysaa, forstjóri SAFE. Þetta er því hörmulegra sem flugstjórinn er einn af elztu flugmönnum okk- ar og hefur starfað hjá okkur síðan 1947 og hefur alltaf staðið sig með prýði. Fröysaa segir að félagið hafi mjög strangar reglur um áfeng- isneyzlu flugmanna sinna. Aðal- reglan er sú að enginn má drekka áfenga 'drykki svo að á- fengismagnið í blóðinu verði meira en 0.4 prómill átta klst áður en starf skal hefjast. Flug- maður má ekki neyta sterkra drykkja tíu klukkustundum áður en starf hefst. Bjór innan við 2.5 prósent styrkleika er þó leyfður, en þó aðeins með mat og ekki síðar en þrem stundum áður en starf hefst. öll óhófsneyzla á- fengis er stranglega bönnuð í sólarhring áður en starf hefst, og öll áfengisneyzla meðan flug- maðurinn er i starfi sinu eða einkennisbúningi sínum. Löggiltir Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum sl. þriðja- dag að Veita eftirtöldum meist- urum löggildingu til vatns-, hita- og holræsalagna: Leander Jakobssyni, Laugavegi 67, As- mundi Kr. Ásgeirssyni Efsta- sundi 74. Sig. Stefáni Þórhalls- syni Eskihlíð 12 A, Þráni Ingi- marssyni Leifsgötu 28 og Bjarna Ö. Pálssyni Bústaðabletti 8. sá er á hestinn ók hafi verið á leið í bæinn. Allar líkur eru til þess, að bíllinn sé nokkuð skemmdur. Það eru tilmæli lögreglunnar á Selfossi, að sá er á hestinn ók, gefi sig fram. Einnig eru þeir. er einhverjar upplýsingar kunna að geta gefið um mál- ið, beðnir að hafa samband við lögregluna. Missti sextíu kindur Bóndinn j Gröf á Rauðasandi hlaut heldur kuldalegar kveðjur á sextugasta afmælisdegi sín- um, þegar honum bárust þær fréttir, að hann hefði misst þriðjunginn af fjárstofni sin- um eða um sextíu kindur og ný- bú' i að heimta fjárstofn sinn af fjalli. Hann heitir Þorvaldur Bjarna- son. Bændur í Rauðasands- hreppi höfðu smalað á mánu- daginn í góðu veðri og hafði Þorvaldur bóndi rekið fé sitt heim eins og aðrir og komið því fyrir á engi fyrir neðan bæinn. Aðfaranótt miðvikudags hrakt- ist féð 1 norðanáhlaupinu út í vaðla þar rétt hjá og drnkknaði þar og daginn eftir á afmælis- degi bóndans bárust honum fréttir af dauðum kindum á reki yfir vaðalinn. Bændur brugðu fljótt við og tókst að bjarga mörgum kindum úr sandbleytu og snjó, en þarna fórst samt þriðjungur af fiár- stofni bóndans. Likt atvik hef- ur komið fvrir áður, það var 25. nóv. 1935, þegar Jóhannes Halldórsr^n, báverandi bóndi í Gröf missti þriðjune f’árgtofnc síns með sama hætti. Bar bað upp á sextugsafmæli mðður hans í gær bárust Þorvaldi bónda afmælisgjafir frá nágrönnum sínum, aðallega kindur til þess að rétta við fjárstofninn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.