Þjóðviljinn - 28.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.09.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. september 1963 s»>a j VIÐSKIPTABANN HELJARÞROM Jakastíflur kalda stríðsins bresta hver af armarri. Und- anfama daga hefur spranga við sprungu myndazt í beirri íshrönninni sem nefnist við- skiptabann Bandaríkjanna gagn- vart Sovétríkjunum, svo nú er fullvist að straumur tím- ans skolar henni brátt út í hafsauga. Enginn bjóst við slíkum stórtíðindum begar 200 bandarískir kaupsýslumenn komu saman á ráðstefnu í Washington í síðustu viku. Kennedy forseti hafði hóað þeim saman til að ræða hvað til bragðs skuli taka til að bæta óhagstæðan greiðslujöfn- uð Bandaríkjanna gagnvart umheiminum. Viðskiptastefnan gagnvart Sovétríkjunum og öðrum sósíalistískum ríkjum var ekki einu sinni á dagskrá fundarins, en þegar nefndir skiluðu álitum fyrra miðviku- dag kom í Ijós að kaupsýsla- mennimir höfðu tekið það mál upp af sjálfsdáðum í flestum nefndunum og fjórar af ellefu gerðu ályktanir þar sem hvatt er til gagngerðrar endurskoð- unar á hömlum sem bandarisk lög og reglugerðir setja nú á viðskipti bandarískra fyrir- tækja við sósíalistísku ríkin. Ein nefndin benti á, að til lít- ils væri að skeggræða um auk- inn útflutning bandarísks varnings, en loka augunum fyrir að bandarísk viðskipta- stefna sér fyrir þvi að hlut- deild Bandaríkjanna í inn- flutningi hins sósíalistíska ........— - <S Sjómenn afíið ykkur réttinda! Farmanna- og fiskimanna- samband íslands hefur beðið Þjóðviljann að birta eftirfar- andi: Farmanna- og fiskimanna- samband íslands vill hérmeð vekja sérstaka athygli á þeirri staðreynd, að stærð íslenzkra fiskiskipa fer nú stöðugt vax- andi. Minni fiskmannaprófin verða því í æ ríkara mæli gagns- laus. Svo hefur virzt. að skip- stjórnarmenn hafi ekki gert sér fyllilega grein fyrir þess- ari þróun, enda hefur i ríkum mæli yerið leitað eftir und anþágum frá lögum um at- vinnu við siglingar, en það ekki athugað sem skyldi að slíkt getur aldrei orðið nema stundarfyrirbrigði. I>að þykir því tímabært nú, við upphaf nýs skólaárs, að brýna fyrir þeim sjómönnum, sem ætla sér að verða, eða halda áfram að vera skip- stjómarmenn. pðkallandi nauð- syn þess að afla sér réttinda með því að fara á Stýrimanna- skólanh og taka hið méira fiskimannapróf, sem veitir réttindi til skipstjórnar á öll- um fiskiskipum, eftir lög- bundinn siglingatíma. Farmanna- og fiskimanna- samband íslands vill þvi, að gefnu tilefni, eindregið hvetja sjómenn til þess, að hika ekki við að afla sér þeirrar mennt- unar, sem lögin um atvinnu við siglingar krefjast, og minna enn eínusínni á, að undanþág- ur Mjóta að hverfa úr sög- unni við tilkomu nægra létt- indamanna. heims frá Vestur-Evrópu og Ameríku er einungis fjögur prósent, 200 milljónir dollara af 5000 milljónum. Tilefni uppreisnar kaupsýslu- manna gegn viðskiptahöml- um kalda stríðsins var það sama og kom Hubert Hump- hrey, öldungadeildarmanni frá Minnesota og aðstoðarleiðtoga þingflokks demókrata í deild- inni. til að taka undir kröfur þeirra á þingfundi. Humphrev benti á nýgerðan samning Sovétríkjanna og Kanada um mestu komsölu sem um getur á einu ári og sagði: „Gífurlegt magn af hveiti og annard komvöru er flutt frá vestri til austurs .... en þrátt fyrir stórkostlega framleiðslugetu okkar og miklar birgðir erum við afskiptir með öllu ........ Ástæðan til að við erum af- skiptir er útflutningsstefna okkar — úrelt stefna, stefna sem ekki þjónar raunveruleg- um hagsmunum lands okkar Stefna sem meinar okkur. sé haldið fast við hana, að beita framleiðslugetu okkar hvort heldur er sjálfum okkur eða öðrum til góðs .......... Henni verður að breyta. ef við eig- um að fá réttmæta hlutdeild í heimsmarkaðinum". Aðrir öldungadeildarmenn einkum frá hveitiræktarfylkjum, tóku undir mál Humphreys. Aðeins einn maldaði í móinn, Karl Mundt frá Suður-Dakóta. gam- all vopnabróðir McCarthy. Hann lagði til að Bandaríkja- stjóm reyndi að þvinga Kana- damenn til að hætta við að selja Sovétríkjunum 198 millj- ón skeppur af komi fyrir 500 milljónir dollara. Enginn virti Mundt svars. Aftur á móti tók Luther Hodges viðskiptamálaráðherra tafarlaust undir ályktanir kaupsýslumannanna um afnám viðskiptahafta og gaf í skyn að hann væri því hlynntur að lögum yrði breytt til að heim- ila bandarískum aðilum að selja sósíalistískum ríkjum vörur með lánskjörum. Hodges skýrði frá að hann hefði beg- ar rætt málið við Kennedy forseta en þeir enga ákvörðun tekið. Af frásögnum banda- rískra blaða er Ijóst að Banda- rískir ráðamenn gera sér mikl- ar vonir um að komsala Kana- damanna til Sovétríkjanna veiti þeim tækifæri til að höggva skarð sem um munar í offramleiðslubirgðir sem lengi eru búnar að vera þung- ur baggi á bandaríska ríkis- sjóðnum. Harður vetur og sumarþurrkar hafa ekki aðems valdið rýrri uppskeru í Sovét- ríkjunum heldur einnig í Vest- ur-Evrópu. Eftir söluna til Sov- étríkjanna eiga Kanadamenn ekki eftir neitt að ráði óselt af uppskeru þessa árs, svo Bandaríkjamenn búast við að geta setið einir að því að upp- fylla óvenjumiklainnflutnings- þörf ríkja V-Evrópu. Vonast þeir nú til að geta slegið tvær flugur í einu höggi. losnað við verulegt magn af gömlum hveitibirgðum, sem nema um 1,1 milljarði skeppa, álíka miklu og uppskera bessa árs, og þar að auki fært ríkjunum í Efnahagsbandalagi Evrópu heim sanninn um að ekki sé neitt vit fyrir þau að reyna að gerast sjálfum sér nóg um framleiðslu landbúnaðarafurða Viðskiptabannsstefnan semnú er að taka andvörpin hefur fyrir löngu gengið sér til húð- ar, þótt bandarískir valdhafar þrjózkuðust við að viðurkenna það jafnt fyrir sjálfum sér og öðrum. Viðleitni Truman- stjórnarinnar bandarísku til ið koma Sovétríkjunum á kné með verzlunarhömlum hófst skömmu eftir lok styrjaldar- innar, þegar láns- og leiguað- stoð við þau var hætt íyrir- varalaust og beiðwi sovét- Bréf til Frjáisrar þjóðar á veitingahúsum. Enginn tið- skiptavinur í brauðasöium fær keypt meira en þrjú kíló af brauði í einu, og er það gert til að spoma við að bændur ali búpening sinn á brauði oins og mjög hefur tíðkazt í Sovét- ríkjunum. Svo er mál með vexti að kom og brauð er af- ar ódýrt en kjöt aftur á móti dýrt. Það borgar sig því fyrir bændur að kaupa brauð í borgum og flytja það útísveit- imar til fóðurs fyrir svín sín og alifugla. Slíkt er nú bannað að viðlagðri refsingu, en erfitt er að framfylgja banninu og því eru sölutakmarkanir sett- af. Óskar Garibaldason, formað- ur Verkamannafélagsins Þrótt- ar á Siglufirði, hefur sent Þjóðviljanum eftirfarandi afrit af bréfi til Frjálsrar þjóðar: hu..u.uvu.iu i iuuu,.Mi ouu al Kiiiiiuuiutiungniioinuin Ivaiuuia, þar sem Koriuuu sem auvet- ríkin hafa keypt verður skipað út. Meðal komkaupmanna í Bandaríkjunum ganga sög- ur um að sovézkir kaupendur hafi falað bandarískt korn í viðbót við komkaupin í Kana- da og Ástralíu. en ekki hafði frétzt af formlegum kauptil- boðum þegar þetta var ritað. Hvort sem verður af komsölu frá Bandaríkjunum til Sovét- ríkjanna eða ekki að bessu sinni, njóta Bandaríkin eóðs af viðskiptum Kanadamanna og Ástralíumanna við Sovét- ríkin. Sovétstjómin borgar komið sem hún kaupir í reiðu- fé, dollurum sem aflað er með því að selja gull. Sérhver gull- sala sovétstjórnarinnar dregur úr ásókn ríkja með hagstæðan greiðslujöfnuð í gulli af forða Bandaríkjanna og auðveldar þar með Bandaríkjastjóm að hemja útfallið úr gullgeymsl- unum i Knoxvirki. M. T. Ó. „Siglufirði, 23. sept. 1963. Blaðið Frjáls þjóð, Reykjavík. Hefi um nokkurt skeið feng- ið sent blaðið „Frjáls þjóð'* án þess þó. að ég hafi um það beðið, og greitt hefi ég það af mínum litlu efnum. Þetta gerði ég einfaldlega af þeirri ástæðu, að ég hélt, að íslenzkri alþýðu væri að bætast liðsmaður sem helga myndi samstarfi alþýðunnar krafta sína. Þar sem ég tel mig hafa orðið fyrir algjörum vonbrigð- um með þessa skoðun mína, bið ég yður að hlífa mér við, að fá blaðið sent framvegis. Til þess, að lesa hatursgrein- ar um það blað, og þá menn sem lengst og bezt hafa bar- izt fyrir málstað íslenzkrar al- þýðu nægir mér: Mogginn, Visir og Alþýðublaðið. Virðingarfyllst. Óskar Garibaldasos, Siglufirði." TECTYL ei ryðvörn BUfii || Klapparslíg 26. Á sovézkum kornakri (t.v.) og dráttarvélar tilbúnar til afhendingar. Vélakostur sovézks landbún- aðar er ófullnægjandi og vélanýting léleg, þótt miðað hafi fram á við hin síðari ár. stjómarinnar um fimm millj- ara dollara vörukaupalán til að greiða fyrir endurreisn stríðseyddra héraða ekki svar- að. Árið 1947 var svo gengið feti framar og bandarískum aðilum bannað að selja til Sov- étríkjanna nokkum þann vam- ing sem eflt gæti atvinnulíf þeirra. Þá var það trúaratriði hjá ráðamönnum í Washing- ton að Sovétríkin væru ails- endis ófær um að hafa í fullu tré við Bandaríkin af eigin rammleik. Viðskiptabannið átti að tryggja að stríðshrjáð Eov- étríkin drægjust æ lengra aft- ur úr Bandaríkjunum í tækni, framleiðslugetu, lífskjörum os hernaðarmætti. Lagt var ofur- kapp á að knýja bandameon Bandaríkjanna til að taka bótt í viðskiptabanninu gagnvart Sovétríkjunum og bandamönn- um þeirra. Um stund tókst bað að nokkru leyti. en síðasta ára- tuginn hafa flest ríki Vestur- Evrópu smátt og smátt aflétt hömlum á sölu flests bess varnings sem ekki kemur - ð beinu gagni í hernaði til Sov- étríkjanna. Bandarísku viðskiptahöml- urnar sem áttu að halda Sovétríkjunum niðri hafa bvert á móti orðið tækni þeirra og iðnaði lyftistöng. 1 stað þess að flytja inn verksmiðjuvélar og vísindatæki urðu sovét- menn að smíða slíkt sjálfir og komust við það á ýmsum svið- um fram úr keppinautum sín- um í Bandaríkjunum. eins og geimflaugamar og geimförin sýna bezt. 1 stað þess að drag- ast aftur úr hafa Sovétríkin jafnt og þétt dregið á Banda- ríkin, unz nú er svo konuð að hemaðarlegt jafnræði ríkir með þeim. Á hernaðarsviðinu er kalda stríðinu að ljúka með jafntefli. Þau málalok vo-u formlega staðfest með Moskvu- samningnum um stöðvun til- rauna með kjarnorkuvopn. Þar með er hugmyndafræðilegri undirstöðu kippt undan banda- ríska viðskiptabanninu gagn- vart Sovétríkjunum og eðé- legir verzlunarhagsmunir fá tækifæri til að láta til sín taka. lls hafa Sovétríkin fest kaup á um fimm milljónum lesta af komi í Kanada og Ástralfu. Þetta er álíka mikið magn og þau hafa síðustu árin selt úr landi, einkum til annarra Aust- ur-Evrópuríkja og Kúbu. Bend- ir það til að lítið eða ekkert af kominu eigi að fara til neyzlu í Sovétríkjunum, held- ur verði það endurselt til _ð uppfylla viðskiptasalminga við önnur ríki, enda þegar búið að semja um flutning á hluta af kanadíska hveitinu til Kúbu. Engar tölur hafa enn verið birtar um uppskem < Sovétríkjunum á þessu hausti, en Krústjoff forsætisráðherra er búinn að halda rétt eina þrumuræðuna um það sem af- laga fer í sovézkum landbún- aði. Sérstaka áherzlu lagði hann í þetta skipti á þörfina fyrir aukna áburðarnotkun og áveituframkvæmdir til að sjó við þurrkum eins ög þeim sem gengu í sumar. IMoskvu þer mikið á ráðstöf- til að spara kom. Aílagð- ur er sá rússneski siður að bera ókeypis brauð eins og hver vill hafa með máltíðam mmm i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.