Þjóðviljinn - 28.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.09.1963, Blaðsíða 10
JQ SÍÐA ÞIÓÐVIUINN Laugardagur 28. september 1963 — Hún er farin, sagði hann, — en á ég að segja þér nokkuð? Ég finn hana. Ég veit ég geri það. vegna þess að ég bekki hana, allt í fari hennar, til- finningar hennar og hugsanir. Það er skiýtið: fólk hefur ailan heiminn að fela sig í, en það getur ekki komizt burt frá ein- hverjum sem þekkir það og vill í alvöru finna það. Auðvitað getur það tekið sinn tíma. En ég héld áfram að leita og þeg- ar ég fínn hana, þá verðum við nátengdari en nokkru sinni fyrr. Og ég held næstum að ég ætti að þakka þér fyrir. Þú hefur gert okkur mikinn greiða! Hann gekk nær Adam. — En sannleikurinn er þó sá, sagði hann, — að bezta leiðin til að endurgjalda greiðann, væri reyndar að skjótg kúlu gegnum hausinn á þér undir eins. Það yrði mun auðveldara fyrir þig, trúðu Sam gamla. Mun auðveldara. Sjáðu til: við erum báðir í sama bransa, þú og ég, Adam — nema hvað ég heí lengri reynslu, og ég get séð hvaða skyssur þú ert að gera. Þeim er að fjölga. Og þar kemur að þær kæfa þig. — Farðu út héðan. sagði Ad- am. Griffín hreyfðí sig ekki. — Ég hef verið að athuga aðferðir þínar, sagði hann, — og ég dá- ist að þeim. Þú hefur tækni, fína tækni. En veiztu hvar hundurinn liggur grafinn? Þú gleymir eirmi meginreglunni. Þú getur selt fólki eitthvað sem það þarfnast ekki, en þú getur ekki selt fólki eitthvað sem það vill ekki, að minnsta kostí get- urðu ekki haldið þvi áfram lengL Og fólkið — flest af því að minnsta kosti — kærir sig ekki um það sem þú ert að selja. Kannski heldur það núna að það vfíji það. en það breyt- ist. Og þá skaltu fara að vara þig. Griffin gekk að vaskinum, lét vatn renna í glas, drakk það. — Eins og stendur mætti segja Hárgreiðslan Hárgrelðslu og snyrtistofa SXEINtJ og DÖDÖ Laugavegi 18 in. h. flyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SlMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætls- megln. — SÍMI 14662. hArgreiðsfdstofa AUSTDRBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMI 14656 •— Nuddstofa á sama stað. — mér að þú héldir að þér væru allir vegir færir, ha? sagði hann. — Ailt gengur eins og smurt. Ha? Jæja, leyfðu mér að segja þér eitt. Þér skjátlast. Þú ert á niðurleið, piltur minn. og bað verður anzi löng leið. — Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, sagði Adam reiði- lega og skildi ekki hvers vegna hann var reiður. Hann ætti að vera feginn. — Svona nú, þú ert skynugur. strákur, þú hefur gengið í há- skóla. Þeir kenndu þér að lesa var það ekki? Jæja, lestu þá. Skriftin er letruð á vegginn, skýrt og greinilega. Þú ert ekki húsbóndjnn lengur, og þú verð- ur það aldrei framar. Þessir fuglar, Garey og hvað heitir hann nú, Dongen — og flökku- presturinn — þú heldur að þeir séu aðeins verkfæri. Þeir leystu þig úr fangelsinu — — Hvemig vissirðu það? Griffin hélt áfram að brosa. — Ég sagðist hafa verið að fylgjast með þér. Auk þess veit frú Pearl Lambert sitt af hverju. Hún hefur dálitla sím- stöð í höfðinu: hér gerist ekki neitt sem hún fréttir ekki næst- um samstundis. Ekki neitt. Adam mundi að frú Pearl Lambert hafði ekki heilsað hon- um þegar hann kom inn. — Jæja, allt í lagi, Carey og Dongen og hinn náunginn leysa þig út og það táknar að þú ert ennþá aðalstjaman. Er ekki syo? — Það vill svo til að þeir veðsettu húsin sín og — Griffin hló. — Auðvitað. Auð- vitað. Þessir blessaðir aalar! Þeir ætla náttúrlega að hoppa í hvert skipti sem þú segir þeim að hoppa. ha, og áður en við vitum af, er Shipman kominn í landstjórasætið og þá — já, svei mér þá, við gerum hann kannski að forseta. Þú gerir það, á ég við. Herra Adam Cramer gerir það. Adam spratt á fætur, hljóp að rúminu, tók upp byssuna og miðaði henni á Sam Griffin. — Ég er orðinn leiður á kjaftæðinu í þér, sagði hann. — Snáfaðu nú héðan út áður en ég hleypi af. Griffin hló enn hærra. — Fólk er nú einy sinni dásam- legt, sagði hann. — Adam, þú gætin ekki tekið í þennan gikk, þótt þú ættir h'fið að leysa. Af því að þú ert aumingi, þegar allt kemur til alls — og þú veizt sjálfur að þú ert aumingi. Þess vegna ertu að þessu: til að sanna að þú sért það ekki. — Ég tel upp að fimm. sagði Adam. — Ef þú verður þá ekki farinn út, þá skýt ég. Einn. Tveir. Þrír — Sam Griffin klóraði sér í handleggnum. — Fjórir — Sam Griffin gekk í áttina til Adams. — Fimm, sagði hann og sló byssuna úr hendi hans. Þú skilur hvað ég á við. Auðvitað má maður aldrei vera of örugg- ur heldur — Hann stakk hend- inni í skyrtuvasann og tók upp fimm kúlur. — Dragbulla, sagði Adam. — Skelfing vildi ég að ég hefði gengið í háskóla og lært nýti- leg orð eins og þetta. Það segi ég satt, sagði Griffin. Einu sinni vorum við Vy á ferð um Ge- hét Stevens og hann hlustaði þegar við vorum að mæla með sérstakri benzínsíu og leit inn til okkar á eftir og sagði mér að ég hefði gert alls sjötíu og níu málfræðivillur. Hann vissi það vegna þess að hann hefði sjálfur talið þær! En svo sagði hann að ef ég væri menntaður, þá myndi ég hætta að selja benzín- síur. Kannski er eitthvað svo- leiðis að þér. Hvað heldurðu um það? Kannski fyllir menntunin heilann af þekkingu, svo að ekkert rúm er lengur fyrir gáf- umar. Því að ef þú værir gáf- aður, þá myndurðu sjá, að það eru ekki Carey og Dongen sem eru leikbrúðumar — heldur þú sjálfur. Þeir nota þig og nafnið þitt og þetta SÞBF og allt heila gillið fyrir sjálfa sig. Ég á við það, að rétt eins og Englands- kóngur — þá ertu ekki annað en 6krautfjöður, Adam litli. — Það er lygi! — Skipaðir þú þeim að sprengja upp kirkjuna? — Nei. En — — Jæja, það er aðeins byrjun- in. Það gerist eitthvað fleira sem þú verður ekki spurðpr um. En þegar herliðið kemur — hver heldurðu þá að sitji uppi með sökina? Og þá verður enginn reiðubúinn til að leysa þig úr haldi. Þessir piltar gefa skít í þetta blaður þitt, sjálfir höfuð- pauramir á ég við. Þeir viija bara slást, þeir vilja drepa lá- eina negra, hér í Gaxton. Og þegar þeir fá tækifæri til bess, hvar heldurðu þá að hann Ad- am litli Cramer verði niður- kominn? Sam Griffin hló einu sinni enn; síðan gekk hann yfir her- bergið og opnaði dymar. — Eiginlega, sagði Adam kuldalega, — er synd og skömm að þú skuhr þurfa að fara að leita að konunni. Mér hefði bótt gaman að þú værir viðstaddur leikinn. Þú kynnir að verða hissa. Griffin hætti ekki að hlæja, en augnaráð hans. breyttist ögn. — Þú ættir að vita betur, Ad- am, sagði hann. — Og hvað áttu við með þvi? — Það er rétt eins og ég sagði um byssuna: maður roá aldrei vera of öruggur. Það er ein af reglunum, drengur minn. Ég sagði þér aldrei að ég ætl- aði að fara að leita að Vy und- ir eins, var það? Adam horfði á sveittan og þunglamalegan manninn með rauða andlitið. — Nei, drengur minn. ég get eins fundið hana á morgun eða eftir viku. Og þangað til, ef ske kynni að Sam gamla skjátl- aðist, eða þú lumaðir kannski á einhverju hátrompi, þá er ég að hugsa um að vera á næstu grösum. Þú sérð mig sjálfsagt ekki, en ég verð ekki langt undan. Hann deplaði augunum og gekk af stað niður ganginn; síðan sneri hann sér við. — Mér hefur alltaf þótt gaman að flugeldum. sagði hann; og hiát- ur hans ómaði í eyrunum á Ad- am löngu eftir að dymar höfðu lokazt. 23. KAFLI. Það var þegar hann nam stað- ar til að hvíla sig, kasta mæð- inni andartak, að hann tók eft- ir þögninni. Og allt í einu gat hann ekki hugsað um annað. Framundan í grárri morgun- skímunni var þorpið, og hvergi sá hann lífsmark, merki þess að nokkur hfandi vera hefðisi þar við. Malargatan var auð. Hund- ar hefðu átt að vera að róta í sorpinu, en það voru engir hundar og ekki heldur nein hænsni. Aðeins húsin með lokuð augu og framhliðar búðanna og gatan og fyrir ofan hana síma- víramir kyrrir eins og hörpu- strengir. Tom hélt niðri í sér andanum, hlustaði, gekk síðan að þriðja húsinu, gekk upp tröppumar og barði að dyrum. Þær opnuðust með hægð. Miðaldra svertingi stóð bar í grárri skímunni. — Já? — Eruð þér herra Green? sagði Tom. — Já. Dymar opnuðust ekki meira. — Ég heiti Mc Daniel. Ég held við höfum hitzt áður. Ég er rit- stjóri Messenger. Maðurinn varð þungbúinn. — Hvað er yður á höndum? — Mig langaði að fá að tala við Jóa son yðar. Ef ég má. — Um hvað? Tom leit niður fyrir sig og velti fyrir sér hvemig harn ætti að svara þessu. Það tók hann alla nóttina að taka á- kvörðun, hugsa. brjóta heilann, leggja niður fyrir sér og íhuga; og þó voru það sennilega ekki heilabrotin sem réðu úrslitum. Hann vissi það eitt, að begar fyrstu geislar sólarinnar höfðu færzt upp á himininn, hafði hann farið að hugsa um hrædd bömin og gert sér ljóst að það var aðeins eitt sem hann gat gert. Og að vissu leyti var 'þetta engin ákvörðun. Og það var ekki heldur nein hetjudáð. bví að hann vissi að ef hann gerði þetta ekki. myndi hann aldrei framar geta horft framan í sjálfan sig. Og hann hafði því klætt sig hljóðlega og búizt á brott. Og þegar Rut hafði vaknað og spurt hann spumingar, hafði hann sagt henni sannleikann. Og hún hafði starað á hann, þögul, aug- un rannsakandi og óttaslegin. — Hvaða erindi eigið bér við son minn, herra McDaniel? — Ég ætla að fylgja honum í skólann, sagði Tom. Maðurinn hristi höfuðið. —■ Hann fer ekki í skólann. Ungur piltur kom fram í dymar. — Ég ætla í skólann, sagði hann. — Ég sagði nei! Abel Green kreppti hnéfana. leit sem snöggv- ast á son sinn og síðan aftur á Tom. — Eruð þér kominn hing- að til að hlakka yfir bessu? sagði hann. — Jæja, flýtið bér yður heim aftur. Þið eruð bún- ir að sjá fyrir þessu. Setjið bað í blaðið — við niggaramir gef- umst upp. Það er óþarfi að drepa fleiri okkar, við — — Pabbi! — Herra Green, sagði Tom. — Ég veit þér hafið enga ástæðu til að treysta mér. Ég hef held- ur. engan rétt til að ætlast til þess. Ég hef sjálfur verið á báð- um áttum í þessu máli, eins og svo margir aðrir. En ég er ekki lengur á báðum áttum. Ég stend með ykkur — Maðurinn hló kuldahlátri. — Gerið það fyrir mig að trúa mér. sagði Tom. — Ég veit ekki hver kom dýnamitinu fyrir. En þér vitið það ekki heldur. Það er ekki réttlátt af yður að ásaka mig — — Eruð þér að tala um rétt- læti, herra minn? — Já. — Þér haldið kannski að það hafi verið blökkumaður sem S K OTTA Þó að ég sé að passa þig í kvöld og segja þér að fara i rúmið, þá geturðu ekki litið á mig sem rekstursíoringja. Til sölu Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar mánudaginn 30. þ.m. kl. 1—3 í Rauð- airárportL Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA. Suðurnesjamenn athugið: Leiklistarskóli Sævars Helgasonar tekur til starfa þriðjudaginn 1. október. — Innritun og upplýsingar í síma 1291 Keflavík. Þýzk bókasýning Bókasýningin í Góðtemplarahúsinu er opin dag- lega til 29. september frá kl. 2—10 e.h., á sunnudögum frá kl. 10—12 f.h. og frá kl. 2—10 e.h. Aðgangur ókeypis. Frá 1. októher verður heimsóknartími á Landakotsspítalanum, frá kl. 1—2 og 7—7,30 daglega, nema laugar- daga aðeins kl. 1—2. Andrésína. Er með Mtla gjö handa þér. Bjó hana til á ▼«rkstæðinu mlnu. Þú prjónaðár fyrir mig peysu um daginn og gafst mér. Þetta er í staðinn. Æ sér gjöf til gjalda. Bifreiðaleigan HJÓL Hverflsffötu K2 ) *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.