Þjóðviljinn - 28.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.09.1963, Blaðsíða 12
1 I // EKKI í FYRSTA SKIPTI // Fréttaritari Þjóðviljans í Ólafsvík sendi blaðinu eftir- farandi yfirlýsingu út af um- mælum Alexanders Stefáns- sonar, formanns hafnar- nefndar i Ólafsvík, í Tíman- um í gær: „Út af ummælum formanns hafnamefndar Ólafsvíkur og fyrrverandi kaupfélagsstjóra, Alexanders Stefánssonar, sem eru í símskeyti birt í Tíman- um í gær út af „æsifregn" frá mér í Þjóðviljanum sj- fimmtudag um skemmdir á fyrirhuguðum hafnargarði hér, þá vil ég taka þetta fram: Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem brotnar framan af garðinum í sumar, og er að kenna lélegu uppfyllingar- efni, sem notað hefur verið í garðinn, þar sem ekki hefur verið tiltækt stórgrýti til bess að styrkja með uppfylling- una, ef veður spilltust og hefur framsókn oft snúizt í flótta með lengingu á garðin- um út. Þar var um að ræða skort á stórum kranabílum, sem nú eru til staðar. Hvað sem skýringu for- manns líður um útþynnslu á garðinum, þá er hafnargarð- urinn ekki búinn að ná beirri Vörubíllinn seig með uppfyllingunni í hafið á miðvikudagsmorgun og hér er verið að draga hann á þurrt eftir mikið volk. Það á að senda bílinn suður til viðgerðar og ber vitamálaskrif- stofan allan kostnað af vúðgerðinni. (Ljósm. E. V.). lengd. sem hann hafði náð út fyrir hálfum mánuði. Hvað mikið hafi horfið undir sjávarmál í þetta skipti er umdeild lengd og hafa margar tölur komið fram í metrafjölda og eru kannski sprottnar af þeirri síbreyti- legu tangarsókn með þetta mannanna verk út gegn aöf- uðskepnunum. En öll hrós- um við sigri með betta mannvirki þegar þar að kem- ur“ Elías Valgeirsson. Frá vinstri: Örn Ó. Johnson, forstjóri Flugfélags íslands, Halldóra Jónsdúttir, Hciða Karlsdóttio Kari Magnússon og Hilmar Slgurðsson, deíldarstj óri innanlandsfiugs F.í. Áhöfn vélarinnar í stig- anum. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Farþegafjöldi Fiugfélags Islands nær einni milljón ■ Farþegarnir, sem flugvélar Flugfélags íslands hafa flutt á rúmum aldarfjórðungi, eru nú orðnir milljón talsins. Milljónasti farþeginn flaug milli Akureyrar og Reykjavíkur árdegis í gær. Banaslys i Kefíavík / gærkvöld 1 gærkvöld varð það hörmu- lega slys í Keflavík, að 9 ára gamall drengur féll aftan af vörubílspalli ofan i götu og fccið samstundis bana. Slysið gerðist á Hringbraut, sem liggur í gegn- um Keflavík ofanverða. Þegar blaðið hafði samband við fulltrúa bæjarfógetans í gærkvöld, vildi hann sem minnst um málið segja. Kvað rannsókn á frumstigi og ekki tímabært að birta nafn drengs- ins, en foreldrar hans búa í Keflavík. Ekki mun drengurinn samt hafa orðið fyrir öðrum bíl, þegar hann var fallinn í göt- una og bílnum sem hann datt af var ekið mjög hægt. Hringbraut- in er hinsvegar malbikuð og fallið hart. en drengurinn mun hafa komið niður á höfuðið. Þetta er annað banaslysið í Keflavík á skömmum tíma og einnig varð fyrir skemmstu banaslys af umferð í Njarðvík- um á móts við samkomuhúsið þar. OkuníBingur fundinn Lögreglan á Selfossi hafði í gær hendur j hári mannsins, sem ók á hestinn í Ölfusinu að- faranótt fimmtudags. Leit var gerð í þorpinu og fannst Volks- wagenbifreið, sem auðsjáanlega hafði lent í einhverju misjöfnu, því annað brettið var beigl- að, framrúðan brotin og kistu- lokið, einnig var þak bilsins dældað. Auk alls þessa fannst svo hrosshár á bilnum. Ökumaður bílsins er ungur utanbæjarmaður. Hann var strax handtekinn og játaði fljót- lega sekt sína, síðan var hann settur í gæzluvarðhald á Litla- Hrauni, þar sem verið var að yfirheyra hann í gærkvöld. Lögreglan á Selfossi lítur brot sem þetta, að stórslasa skepnu og fara frá henni á lífi án þess að gera ráðstafanir til að fá hana aflífaða, mjög alvarleg- um augum og á ökuþórinn ekki von á neinni silkihanzkameð- ferð. Sama gildir um þá sem kynnu að gera sig seka um at- hæfi sem þetta í framtfðinni. Það var húsmóðir á Akureyri, sem skráð var milljónasti farþegi Flugfélags íslands; kom hún hingað til Reykjavíkur ásamt manni sínum, Karli Magnússyni, og dóttur þeirra hjóna, Heiðu Karlsdóttur. örn Ó. Johnsson, forstjóri Flugféiags Islands, tók á móli Halldóru á Reykjavíkurflugvelli, Ðenningskýrslan rennur út LONDON 27/9 — Skýrsla Denn- ings lávarðar um Profumo- hneykslið virðist ætla að verða metsölubók ársins í Bretlandi. Forlagið hefur ekki undan að prenta ný upplög og þegar hafa selzt 105.000 eintök. er hún steig úr Akureyrarflug- vélinni um hádegisbilið í gær og færði henni fagran blómvönd frá félaginu í tilefni af þessum á- fanga í starfsemi þess. Jafnframt var þeim hjónunum tilkynnt að þau yrðu gestir Flugfélagsins eitthvert kvöldið í Þjóðleikhús- inu og Leikhúskjallaranum. 734 þús. innanlands. Farþegar Flugfélags Islands voru sem sé um hádegið í gær, frá upphafi starfsemi félagsins 1937 orðnir milljón talsins. Síð- an hefur þess.i tala að sjálfsögðu hækkað lítiisháttar, en þá höfðu farþegar F.f. skipzt þannig, að innanlands höfðu verið fluttir 734.683 farþegar en í millilanda- ferðum 265.317. Athyglisvert er, að frá stofn- un Flugfélags Islands og upp- hafi starfsemi þess til ársins 1958 eða í 21 ár flutbu flugvélar fé- lagsins 500 þús. farþega, en þau 5 og hálft ár sem síðan eru lið- in jafn mikinn fjölda. Húsbruni á Seyðisfírði í gærkvöld kviknaði í hús- inu Þórshamri á Búðareyri á Seyðisfirði. f húsi þessu eru geymdar vörur, sem kaupfélag- ið á og einnig hafði söltunar- stöðin Borgir þar aðsetur. Slökkvilið bæjarins kom strax á vettvang og tókst því fljót- lega að ráða niðurlögum elds- ins. Skemmdir urðu nokkrar af eldi og vatni, en ekki er kunn- ugt um hvað olli eldsuppkom- unni. Tvö ný vöruflutn- ingaskip í smíðum fyrir Eimskip ■ I gær átti forstjári Eimskipafélags íslands, Óttar Möller, viðtal við fréttamenn í tilefni af því að félagið hefur nýverið samið um smíði á tveimur nýjum vöruflutningaskipum. Forstjórinn skýrði svo frá -.ð Eimskipafélagið hefði leitað til- boða víða um lönd í smíði skip- anna, einkum á Norðurlöndum og í Þýzkalandi. Samþykkti stjóm félagsins síðan á fundi 18. júlí sL er tilboðin lágu fyrir að fela forstjóra félagsins að semja við Alborg Værft í Álaborg í Danmörku um smíði skipanna tveggja. 30. ágúst sl. var undirritaður samningur um smíði skipanna. Eiga þau bæði að vera 2650 D. W. tonn að stærð eða lítið eilt stærri en Fjallfoss. Verða þau smíðuð sem opin hlífðarþilfars- skip en með styrkleika til bess að sigla lokuð. Aðalvél verður 3000 hestöfl og ganghraði 13.9 sjómílur. Forstjórinn skýrði svo frá að við smíði skipanna myndi Eim- skipafélagið fylgja þeirri reglu að hafa þau sem vönduðust að útbúnaði og frágangi og að styrkleika samkvæmt ströngustu smíðareglum Lloyds og auk bess styrkt til siglinga í ís. Gert er ráð fyrir að fyrra skipið verði afhent félaginu í janúar 1965 en hið síðara í fe- brúar 1966. Viggó E. Maack skipaverk- fræðingur hefur samið smíðalýs- ingar sem lagðar voru til grund- vallar útboðslýsingu. Þá gat Öttar Möller þess að Eimskipafélagið hefði áður átt skipti við Alborg Værft en bæði Selfoss og Brúarfoss voru smið- aðir hjá þessari skipasmíðastöð. Hafa þeir fossar báðir reynzt á- gæt skip. Að lokum sagði forstjórinn að þessi tvö nýju skip kæmu fyrst og fremst til endumýjunar skipastóls félagsins. Eimskip á nú 12 skip alls, þar af tvö ný skip, Bakkafoss og Mánafoes. Elztu skip félagsins. Reykjafoss, smíðaður 1945, Tröllafoss og Goðafoss, sem eru litlu yngri, eru hins vegar farin að ganga úr sér. Sagði Óttar að ákvörðun yrði tekin um það þegar nýju skipin væru komin hvort ein- hver gömlu skipanna yrðu seld í staðinn. Mælt með 2 gerð- um senditækja Skipaskoðun ríkisins hefur nú samþykkt að mæla með tveim gerðum neyðarsenditæk ja til notkunar í gúmbátum. Annað þessara tækja er skozkt, en hitt norskt. Skozka tækið er lítil tal- stöð, sem gengur fyrir 5 litl- um rafhlöðum, en norska tækið er hinsvegar einskonar radíó- viti, sem sendir stöðugan són á neyðarbylgjunni 2182 kílórið á sekúndu. Við prófanir, sem fram- kvæmdar voru í samvinnu við Landhelgisgæzluna kom í ljós, að langdrægi skozka tækisins var um 60 sjómílur, en þess norska um 40—50 sjómílur. Bæði eru þessi tæki fyrir- ferðalítil, hið skozka þó minna og virðist handhægara. Það er framleitt af fyrirtæki í Aber- deen og heitir Linkline, hitt er framleitt í Tromsö í Noregi og kallast NPS-3. f skozka tækið er sem fyrr segir hægt að tala og hlusta þess á milli oe er tæk- ið svo einfalt í meðförum að auðvelt á að vera fyrir hvert barn að nota það. Skipaskoðunarstjóri Hjálmar R. Bárðarson, kvað auðvelt að koma þessum tækjum fyrir í björgunarbátunum siálfum, með því að taka eitthvað af matar- skammtinum í burtu. Hinsveg- ar yrði þá að vera tæki í hverj- um báti, en þeir eru nú orðn- ir allt uppí 3 á hverju skipi. Líklega yrði því tekinn sá kO:st- ur að koma þeim fvrjr 5 stióm- palli undir inrisigli. Væri þá hæglega hægt að grípa þau með sér. þegar yfirgefa þarf skipið. Skipaskoðunin hefur undan- farið prófað fjöldan allan af neyðarsenditækjum, en ekki séð sér fært til þessa að mæla með neinu þeirra. Tækin hafa ým- ist verið of stór og fyrirferðar- mikil til notkunar við þessi skil- yrði, eða að þau hafa ekki ver- ið nógu langdræg til að verða að gagni. Ekki er skylda að hafa þessi tvö tæki, sem viðurkennd hafa verið um horð í skipun- um, en vegna þess hvað þau eru handhæg og tiltölulega ódýr. vohast skipaskoðunin til að margir útgerðarmenn verði til þess að húa skip sín beim. Um leið og skipaskoðunar- stjóri sýndi fréttamönnum neyð- arsendana, gerði hann grein fyr- ir nýrri gerð af björgunarvest- um, sem nú á að taka í notkun á flotanum. Þessi vesti eru út- búin i samræmi við kröfur þær, sem gerðar eru i albjóðareslu- gerðinni frá 1960 um öryggi á hafinu. Varð fvrir bíl Um kl. 9 í gærmorgun varð slys á Mýrargötu í Reykjavík. 17 ára gömul stúlka, Guðríður Einarsdóttir til heimilis 'að Bárugötu 2 varð fyrir bíl þeg- ar hún var að ganga yfir Mýr- argötuna á móts við Slippfélag- ið. Bílnum var ekið austur göt- una, en sterk sól mun hafa skinið í augu bílstjórans og getur það átt nokkurn þátt í hvemig tókst til. Guðríður meiddist allmikið. mun hafa lærbrotnað og feng- ið heilahristing. Hún var flutt á Landakotsspitalann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.