Þjóðviljinn - 29.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.09.1963, Blaðsíða 1
Sunnudagur 29. september 1963 — 28. árgangur — 209. tölublað. Ávísanasvikamálið: Stórfelld mistök starfs- manna Landsbankans? Þjóðviljinn sneri sér í gær til Halldórs Þor- björnssonar sakadómara og innti hann frétta af rannsókn ávísanasvikamáls Sigurbjarnar veitinga- manns í Glaumbæ. Varðist dómarinn allra frétfa og kvað ekkert nýtt hafa-gerzt í rannsókn máls- ins. Maðurinn sæti í gæzluvarðhaldi og enn væri rannsóknin á byrjunarstigi.. , . - * • -$¦ Fyrirlestur og kvíkmyndasýning Kl. 2 siðdegis í dag heldur Vladimír Morozof, 1. sendiráðs- ritari við sendráð Sovétríkjanna í Reykjavík, erindi .um.Moskvu- sáttmálann í Stjörnubíói á veg- umi Reykjavíkurdeildar MÍR. Að erindinu lQknu verður sýnd kvikmyndin „Friður fæddum", sem hlaut gullverðlaun á ,,22. kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Til viðbótar því sem sagt var hér í blaðinu í gær um mál þetta er það helzt að segja að tveim gjaldkerum við Lands- bankann hefur verið vikið frá störfum vegna misferla í starfi í sambandi við greiðslu á ávís- ununum til" Sigurbjarnar. Menn þessir, sem báðir voru ungir í starfi, munu hafa vanrækt að gæta-þess að innstæða væri til fyrir ávísununum í bönkum þeim sem þær voru stíláðar á. ' Segir Morgunblaðið í gær í þessu sambandi að það hafi heimildir. fyrir því að yfirmenn í Landsbankanum hafi verið farnir að gruna Sigurbjörn um græzku varðandi ávísanavið- skipti og i hafi aðalgjaldkerinn fyrir nokkru gefið skrifleg fyr- irrnæli um að innleysa ekki ávísánir frá • honum á aðra banka. • ¦• • Ekki allt með felldu? •Þessúm ' fyrirmælum hafa gjaldkerarnir 'tveir' ekki hlýtt og er það í þessu sarnbandi"'at- hyglisvert áð ekki kemst upp um ávísanasvindlið fyrr en á mánudág, þótt Sigurbjörn hefði gefið út falskar ávísanir þrjá daga í röð, fimmtudag, föstudag og laugardag, vikuna áður. Skiptast bankarnir þó á ' ávís- unum tvisvar á dag alla daga nema einu _ sinni á laugardög- um. Hefðu því svikin ' átt að komast upp strax á fy'rsta' eða öðrum^degi, ef allt hefði verið með felldu, m /r Steindórí Laust eftir hádegið í gær varð starfsfólk á bifreiðastöð Stein- dórs í Hafnarstræti 2 þess vart að eldur var laus í skrifstofu- herbergi í suðausturhorni húss- ins. Var eldurinn orðinn nokkuð magnaður þegar að var komið. Slökkviliðið kom strax á vett- vang og réðist gegn eldinum og fékk ráðið niðurlögum hans á skömmum tíma. Eldurinn komst í þiljur og undir loft, en ekki reyndist börf á að rjúfa þekjuna. Þrjú her- bepgi stórskemmdust af eldi og vatni, en aðrar skemmdir á hús- inu urðu litlar, t.d. urðu óveru- legar skemmdir á neðri hæð af vatni. Ókunnugt er um eldsupptök. Ekki við Ljóð til L. B. John- sons varaforseía frá Jakobínu Sigurðar- dóttur. — Sjá 6. síðu. Ágæt laxveiii í sumar en silungsveiii mun lakari í . fréttatilkynningu sem Þjóðviljanum hef- ur bórizt um lax- sil- ungs- og álaveiði, í sum- ar, .ségir, að laxveiðin Aldarfjórðungur liðinn frá Mlinchemáttmák Þessi átakanlega mynd var tekin þegar þýzku hersveitirnat héldu inn í Prag í marz 1939. Þungbúnir, grátandi, en þó með reidda hnefa horfa borgarbúar á hina þýzku hermenn. Svikin í Munchen voru fullkomnuð og sex ár liðu þar til sovézki herinn leystí 1'ékka aftur undan oki nazismans. í dag er liðinn aldarfjórð- ungur síðan forystumenn Bretlands og Frakklands, beir Chamberlain og Daladier, undirrituðu sáttmálann í Miinchen ásamt einvöldum Þýzkalands og Italíu, Hiíler og Mussolini. Sá sáttmáli varð afdrifaríkur. Valdastétt- ir Bretlands og Erakklands létu undan Hitler, afhentu honum hin svonefndu Súd- etahéruð á landamærum Þýzkaland og Tékkóslóvakíu. Til þess höfðu þessi ríki að sjálfsögðu enga heimild; þau gengu þvert á móti á gefm loforð og gerða samninga, skildu Tékkóslóvakíu varnar- lausa og höfnuðu öllum til- mælum Sovétríkjanna um samninga til að tryggja full- veldi Tékka. Tilgangurinn var þá þegar auðsær: Með því að afhenda hinum gráð- uga þýzka úlfi Tékkóslóvakíu átti að beina honum í austur- átt. Munchensáttmálinn gtti að vera til varnar gegn „kommúnismanum" úr austri. Þessum smánarlegu svikum við varnarlitla þjóð var á- kaft fagnað í „morgunblöð- um" heimsins. „Friður tryggð ur á okkar öld", var við- kvæðið. Sú öld stóð í tæpt ár. I marz 1939 tóku Þjóð- verjar Tékkóslóvakíu alla og hálfu ári síðar hófst heims- styrjöldin. Ráðamenn Bret- lands og Frakklands féllu á eigin bragði og svikin vjð Tékkóslóvakíu í Miinchen hefndu sín. Það er ekki að á- stæðulausu að Miinchensátt- .rpálans er minnzt. Aldar- fjórðungi eftir undirritun hans er Vestur-Þýzkaland orðið öflugasta herveldið á meginlandi Vestur-Evrópu og ráðamenn þar leggja ofur- kapp á aðkomastyfirkjarna- vopn. Og enn i dag gera Þjóðverjar kröfur til sinna „fornu átthaga" í austri. hafi verið svipuð og undanfarin tvö ár en silungsveiðin innan við meðallag. Álaveiði er hins vegar enn á byrj- unarstigi og mun væn'f- anlega fara vaxandi á næstu árum. í tilkynningu Veiði- málastofnunarinnar seg- ir m.a. svo: Lax- og göngusilunigsveiði lauk hinn 20. september og sil- ungsveiði í stöðuvötnum hinn 26. september. Laxveiðin í sum- ar var ágæt og laxgöngur mikl- ar í árnar. Veðurfar var þó óhagstætt fyrir laxgöngur og laxveiði, enda var löngum kalt í veðri og úrkomulítið og árn- ar þvi vatnslitlar. Laxafjöldi, sem veiddist í sumar á stöng var svipaður að tölu til og tvö undanfarin ár, en netaveiði á vatnasvæði Ölf- usár og Hvítár var ágæt svo og netaveiði í Þjórsá. Varð það til' þess, að veiðin í sumar varð meiri en í fyrra. Mest veiddist í Miðfjarðará rúmlega 1500 lax- ar og í Laxá í Þingeyjarsýslu fengust rúmlega 1400 laxar. Yf- ir 1000 laxar veiddust í Laxá í Kjós, Norðurá, Víðidalsá, Lax- á á Ásum og í vatnakerfi Blöndu. Silungsveiði var innan við meðallag. Sjófcirtingsveiði á Framhald á 2. síðu. Kvenfélug sósíu/istu Fyrsti fundur vetrarins verður að Tjarnargötu 20 þriðjudaginn 1. október kl. 20.30. Fundareinl: I. — Friðarmálin. a) Frásögn af kvenna- ráðstefnu Eystrasaltsvik- unnar í Rostock á sl. sumri: Ragnheiður Jóns- dóttir. b) Heimsþing kvenna í Moskvu í júnímánuði sl: Helga Rafnsdóttir. Frjáls- ar umræður um friðar- málin. n. — Félagsmál. Félagar eru hvattir til að taka með sér gesti. — Mætið stundvíslega. STJÓRNIN. Kennedy hefur áhyggjur Óttast kommmsma í rómönsku Ameríku WASHINGTON 28/9 — Kenne- dy forseti sagði í ræðu i dag að því aðeins yrði stöðvuð fram- sókn kommúnismans í löndum rómönsku Ameríku að jafnað yrði það mikla misrétti sem þar ríkti, félagslegt sem efnahags- legt. Kennedy, sem nú er á ferða- lagi um eUefu fylki Bandaríki- anna.. segir í boðskap sem hann hefur sent Samtökum kaþólskra til verndar heimsfriðnum ?.ð hið svonefnda „Framfarabanda- lag" sé bezta vörnin gegn þeim hætrum sem steðji að í róm- önsku Ameríku. Bándaríkin eigi að leggja sitt af mörkum til að reyna að ðrva vöxtinn i efna- hagslífi ríkja rómönsku Amer- íku, draga úr atvinnuleysinu og bæta hag almennings. Síðasti dagur v-þýzku bókasýningarinnar Margt manna hefur sótt vest- ur-þýzku bókasýninguna í Góð- templarahúsinu þá rúmu viku sem sýningin hefur verið opin. 1 dag er síðasti sýningardagur- inn. Bókasýningin er opin ár- degis kl. 10—12 og síðdegis kl. 2—10. Aðgangur er ókeypis • og öllum heimilL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.