Þjóðviljinn - 03.10.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 03.10.1963, Side 1
Fimm't'udagur 3. október 1963 — 28. árgangur — 212. tölublað. Hæstiréttur hóf störf í gær: Ágrip af olíumálinu 1.700 fólíó- síður SKJALDBAKAN 300 KG Myndir a’f sæskjaldbökunni sem fjarðar eru á 12. síðu. — Við nán- Einar Hansen og Sigurður sonur ari athugun reyndist skjaldbakan hans fundu í mynni Steingríms- vega 300 kíló. Olíumálið verður væntan- lega tekið fyrir í Hæsta- rétti um miðjan nóvember og áformað er að því verði lokið á þessu ári. Frá þessu skýrði Hákon Guðmundsson, ritari Hæsta- réttar, Þjóðviljanum í gær, en Hæstiréttur kom saman í gærmorgun í fyrsta skipti á þessu hausti hér sunnan- lands. Hakon Guðmundsson kvað Hœstarétt hafa fengið á- grip af olíumálinu um miðj- an september, og væri það mikið að vöxtum, hvorki meira né minna en 1.700 fólíósíður. Væri mjög mikið verk fyrir saksóknara að kynna sér alla málavexti til hlítar, en áformað væri að málsmeðferðnn gæti hafizt fyrir Hœstarétti um miðjan nóvember, þannig að dóm- ur yrði kveðinn upp á þessu ári. Framhald á 2. síðu. Dómsrann- sókn i frí- hafnarmálínu ★ Einar Bjarnason ríkisend- urskoðandi skýrði Þjóðviljan- um svo frá í gær að athug- un ríkisendurskoðunarinnar á máli gjaldkerans í fríhöfn- inni á Keflavíkurflugvelli væri nú Iokiið og færi málið nú til dómsrannsóknar hjá lögreglustjóranum í Keflavík. Varðist ríkisendurskoðandi allra frekari frétta af málinu og vísaði um það til Harðar Helgasonar deildarstjóra í varnarmálaráðuncytinu. ★ Þjóðviljinn snéri sér til varnarmálaráðuneytisins en þar var engar upplýsingar að fá um málið þar eð deildar- stjórinn var erlendis í gær og fulltrúar í ráðuneytinu vissu ekkert um það. ★ Loks snéri blaðið sér ttl Þorgeirs Þorsteinssonar full- trúa lögreglustjóra á Kefla- víkurflugvelli en hann vissi ckki til þess að málið væri komið til cmbættisins. Virð- ist það því vera einhver- staðar á leiðinni frá Rcykja- vík til Keflavíkurflugvallar! Vonandi kemur það aftur í Icitirnar einhvcrn næstu daga. Þannig var umhorfs að Sogavegi 218 um miðjan dag á þriðjudag. Þvaga af bílum líkt og við frum- sýningu í leikhúsi og stöðugur straumur af fólki inn og út úr húsinu. Þarna ganga nokkrir húsnæðisleysingjar frá eftir að hafa Iátið skrá sig á einn biðlista enn. (Ljósm. Þjóðv. <J. Hjv.). Stjórnandi Sinfóníunnar ráðinn 21 árs gamall íri Rudolf Serkin leikur með henni í febrúar Fréttamenn sátu í gær fund með forráðamönnum Sin- fóníuhljómsveitar íslands, útvarpsstjóra og tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins, Árna Kristjánssyni. Framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar er Gunnar Guðmundsson í veikindafor- föllum Fritz Weisshapels. Fundurinn var boðaður til að kynna starf hljómsveitarinnar á vetri komanda og nýráð- inn stjórnanda hennar, Proinnsias O’Duinn frá Dýflinni. Á næsta starfsári verða flutt verk eftir átta til tíu íslenzk tónskáld. Verð aðgöngumiða hækkar um 15%. Sinfóníuhljómsveit Islands heldur fyrstu tónleika í Reykja- vík á þessum vetri þann tiunda október næstkomandi, en sextán tónleikar hafa verið skipulagðir fyrir tímabilið október til mai- loka. Fimm fyrstu tónleikunum stjómar írinn Proinnsias O’Du- inn. Hann er á tuttugasta og öðru aldursári en hefur stjórnað stór- um hljómsveitum í tvö ár, þar á meðal hljómsveit írska út- varpsins; einnig sjálfur samið nokkur kammerverk er flutt hafa verið víða um Evrópu. O’Duinn hefur þegar stjórnað hljómsveitinni á tónleikum í Keflavík og á Selfossi og lét vel yfir persónulegum kynnum við hljóðfæraleikarana en sagði, að aðstaða til hljómleikahalds á fyrrnefndum stöðum væri svo erfið, að hann gæti enn ekkert sagt um hljómsveitina sem heild. Páll P. Pálsson stjómar jóla- tónleikum í Kristskirkju og Ró- bert A. Ottósson fyrstu tónleik- um á árinu 1964. Þá flytur hljómsveitin í fyrsta skipti verk eftir Mahler: „Lieder eines fahrenden Gesellen“. Einsöngv- ari verður Betty Allen. Gunther Schuller stjórnar tón- leikum 23. janúar, en þá verður merkast á efnisskránni nýtt verk eftir Leif Þórarinsson: Sinfónía. Olav Kielland stjómar báðum febrúartónleikunum, en síðan kemur Igor Buketoff og stjómar sveitinni til loka starfsársins, að einum tónleikum undanskldum, Framhald á 2. síðu Ongþveiti ríkir í húsnælismálum hér í Reykjavík Með öðru illu he’fur Viðreisnin leitt fil öng- þveitis í húsnæðismálum í Reykjavík og nágrenni. Hundruð manna eru dag hvern á þönum eftir húsnæði og fer ástandið síversnandi. Það gefur auga leið og er á allra vitorði, að óprúftnir hús- eigendur notfæra sér þetta neyðarástand og eru dæmi þess, að íbúðarleiga sé hærri en mánaðar- laun Dagsbrúnarmanns (um 5600 krónur). Proinnsias O’Duinn. Jafnvel Alþýðublaðið getur ekki lengur orða bundizt og í gær birtist á forsíðu þess mynd og frásögn innan úr Sogamýri. íbúð hafði verið auglýst til leig.u í húsinu númer 218 við Sogaveg og var fólki boðið að koma og skoða hana milli klukkan tvö og fjögur þamn sama dag (þriðjudag.) Húsnæðisleysingjamir létu ekki bíða eftir sér og ugglaust hefur aldrei verið jafn gest- kvæmt í þessu húsi. Löngu áður en eigandi íbúðarinnar kom á staðinn til að hleypa fólki imn, var komin þétt biðröð af fólki á tröppur hússins og gangstíg- inri upp frá götunni en þar stóðu bílar í þvögu Qg i þeifú sat fólk og beið; og allan tím- ann voru bílar að koma en margir sneru samstundis til baka. Þegar íbúðareigandinn kom, hleypti hann fól'ki inn í húsið — það er að segja eins mörg- um og hægt var. Stór hópur komst ekki fyrir imni i húsimu og flestir þeirra sem sátu úti í bílunum hreyfðu sig ekki þaðam þegar þeir sáu hve vonlítið var að komast inn. Blaðamaður gaf sig á tal við hjón er sátu í bíl framan við húsið en í aftursætinu lá korn- barm. Þetta bam hefur ekki átt vissan samastað frá þvi það kom í þennan heim. Við höfum verið að leita að húsnæði frá því í vetur leið, sagði maður- inri, en þá var konan komin svo langt á leið, að ef ekki kom amnað til þá sá fólk fram á að við yrðum þrjú innarn skamms og vildi ekki leigja okkur. Fólk vill ekki börn og þarf ekki að leigja börnum þegar það getur valið úr hundruðum húsnæðis- leysingja. Á neðri hæð hússins búa umg hjón, Bjamar Ingimarsson og Anna Sigurðardóttir, en eigandi íbúðarinnar reyndist vera frú Týre Loftsson. Bjarnar sagði í símtali við blaðamanm Þjóðvilj- ans, að hann hefði skroppið heim úr vinnu þegar ösin var hvað mest. Ekki vildi hann nefria neina tölu en sagði að þarna hefðu verið tugir manna. Frú Týre Loftsson sagðist hafa tekið niður nokkra tugi nafna og að enn væri ekki búið að ráðstafa íbúðinni. Þjóðviljinn hvetur fólk til að afla blaðinu gagna og upplýs- ins er að gagni mættu koma í skrifum um þessi mál. Til dæmis væru bréf um persónu- lega reynslu manna í húsnæðis- leit vel þegiri og einnig vseri fengur að vitneskju um tilboð í íbúðir, sem hafnað hefur verið eða ekki sinnt, þar eð þetta mundi upplýsa hvað raunveru- leg leiga á íbúðum er í Reykja- vík í dag. Beit lögregluþjón Selfossi 2/10 — Hinir tiðu réttardansleikir á Suðurlandi eru nú að fjara út og var sá síð- asti haldinn í Gunnarshólma í Landeyjum í fyrrakvöld. Þessir fjölmennu dansleikir hafa orðið ofviða lögreglunni á Selfossi og var lögreglulið frá Reykjavík yfirleitt kvatt á vettvang til gæzlu á stöðunum. Það bar til tíðinda á dans- leiknum í Aratungu í síðustu viku, að einn kappinn beit lög- regluþjón svo í löppina, að hann stökk hæð sína í loft upp. 1 all- miklum ryskingum hafði maður nokkur lent óvart milli fóta lög- regluþjónsins og lá þar við kyrkingu. Hvað gat maðurinn gert? Hann beit. Sá fékk heldur kuldalega næturgistingu fyrir vikið og var stungið í skamma- krók yfirvaldanna. Varð fyrir bil Kl. 17.42 ók jeppabíll á þrett- án ára dreng, Ólaf Helgason til heimilis að Vitastíg 15. Slysið varð á Njálsgötunni nokkru fyr- ir innan Frakkastíg. Drengurinn var fluttur á Slysavarðstofuna en síðan heim til sín og var ekki alvarlega meiddur. víkur samþykktu með yfirgnæfandi meiri hluta að segja upp gildandi togarasamn- ingum, þeim sem gerðir voru eftir langa verkfallið í fyrrasumar. Samningarnir eru með tveggja mánaða ........................ ! arfjarðar samþykktu uppsögn samning- | anna einróma. | Togarasjómenn segja upp samningum Togarasjómenn í Sjómannafél. Reykja- uppsagnarfresti, og renna því ekki út fyrr en 1. desember n.k. I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.