Þjóðviljinn - 03.10.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.10.1963, Blaðsíða 3
ÞlðÐVILIINN Franska stjórnin mótmælir þjóðnýtingunni harðlega — En Ben Bella fer sínu fram ALGEIRSBORG 2/10 — Yfirvöldin í Alsír hófu þegar fyrri hluta dags að framkvæma þá þjóðnýt- ingu franskra eigna, sem Ben Bella, forseti lands- ins, tilkynnti á fjöldafundi kvöldið áður. Sam- tímis mótmælir franska stjórnin þjóðnýtingunni harðlega, og kveðst áskilja sér rétt til þess að gera allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Þjóð- nytingin hefur þó enn sem komið er 'far’ið frið- samlega fram. Þannig voru t.d. fjögur stærstu gistihús Algeirsborgar þjóðnýtt í dag, en þau voru áður í eign franskra manna. I ræðu sem hann hélt í Al- geirsborg á miðvikudag, lét Ben Bella, forseti, svo um mæit, að franskir jarðeigendur í landinu þyrftu ekki að hafa áhyggjur af haustönnum, þær búsáhyggjur yrðu þeim sparðar. Hinsvegar myndu þeir fá bætur fyrir upp- skeruna á árinu, og jafnframt fengju þeir að taka með sér til ■Frakklands al'la persónulega muni. Þessar aðgerðir Ben Bella hafa mælzt vel fyrir í Alsír. Þannig héldu um eitt þúsund starfs- menn og trúnaðarmenn frelsis- hersins fund í dag og sam- þykktu þar einróma ályktun, þar sem lýst var stuðningi við þjóðnýtinguna og stefnu Ben Bella. Á meðan þessu fer fram æs- ist leikurinn milli ríkisstjóm- arinnar og uppreisnarmanna í Kabylíu. Ríkisstjómin hefur sett hervörð um alia vegi og leitar vopna í hverjum bí'l. Þá hefur heil bílalest af vopnum og her- iiði verið send til Tizi Ouzou, höfuðborgar Kabylíu. Ait Ah- med, sem er einn hélzti for- ystumaður hinna kabylsku upp- reisnarmanna, hefur hvatt til þess, að hafinn verði skæru- hemaður gegn stjóminni. Seint á miðvikudagsk\'öld var það samþykkt á fundi þjóð- frelsishreyfingarinnar, FLN, að strax skyidi skipuleggja vopn- aðar sveitir til vamar bylting- unni gegn hinum kabylsku upp- reisnarmönnum. Ben Bella var sjálfur í forsæti á fundi þess- um. VíStækt símavændi i Kaupmannahöfn KAUPMANNAHOFN 2/10 — Um þessar mundir er verið að rannsaka símavændishring nokkurn. sem komizt hefur upp um í Kaupmannahöfn. Hafa tveir hóteldyraverðir verið fang- elsaðir af þessum sökum. Starfs- maður við sendiráð eitt í borg- inni er og flæktur í málið. Hið kvenlega „starfslið“ hringsins er um 20 talsins. — Hóteldyraveröirnir, sem báðir störfuðu við glæsihótelið Hótel Royal, hafa játað það að hafa komið gestum í samband við hringinn. Einnig hefur lausa- maður nokkur verið handtekinn, sakaður um að hafa átt hlut að þessari starfsemi. en ekki er enn kunnugt um það, hve mikill hans hlutur hefur verið. Sendiráðsmaðurinn sem um getur, er Charge d’Affaires við eitt sendiráðið í borginni, og er tekið fram í lögreglufréttum, að það sé ekki evrópeiskt sendi- ráð. Ekki er enn að fullu 'jós hlutur hans í málinu, en tæpast hefur hann skaðazt á starfsem- inni. Er honum borið á brýn að hafa tekið 20% ágóðans. en vanaleg borgun fyrir greiðann mun hafa verið 350 krónur FleygiB ekki bókum Kaupum óskemmdar ís- lenzkar og erlendar bæk- ur og skemmtirit. Fornbókaverzlun Kr. Kristjánsson Hverfisgötu 26, sími 14179. danskar, eða 2100 íslenzkar kr. Búizt er við, að sendiráðs- manni þessum verði hið fljót- asta vísað úr landi. Frakkar vígbúast PARlS 2/10 — Tímarit franska vamarmálaráðuneytisins 'hélt því fram í gær, að Frakkland fengi fyrstu vetnissprengju sína og fyrsta kjamorkukafbát eftir þrjú ár eða fjögur. Þá segir ennfremur í tíma- ritsgrein þessari, að sprengj j- flugvélum verði mjög fjölgað, svo og orustuflugvélum. og á árunum 1966—1967 fái herinn langfleygar rakettur. Komið verði upp flota af kjamorkukaf- bátum sem hver verði 7000 smá- lestir. Segir í greininni, að ætl- unin sé að fyrsti kjamorkukaf- báturinn verði tilbúinn 1966 eða 1967. Fellibylur MIAMI 2/10 — Að minnsta kosti sautján manns misstu lífið á þriðjudag, er féllibylurinn Flora herjaði eyna Tobago, sem er í Karabíska hafinu. Fellibylurinn orsakaði allmikið tjón á mann- virkjum og fleiri þúsund manna misstu heimili sín. Allt síma- samband rofnaði milli megin- lands og eyjar. Fellibylurinn herjaði einnig Port of Spain, höfuðborg ná- grannaeyjarinnar Trinidad, en olli hér ekki neinu viðlíka tjóni og á Tobago. Geimfarinn Valentína Teresjkova var fyrir ekki alllöngu á ferð í Tékkóslóvakíu, og var þar vel tekið einsog við var að búast. Hér á myndinni sjáum við Novodny, forseta, á gönguferð með Valentínu um gamlan og fallegan hallargarð í Prag. Ekki er þess getið, hverjir eru fleiri með á myndinni. Viðurkenna ekki Malasíusam- bandið MANILA 2/10 — Eftir ríkis- ráðsfund var það tilkynnt í Man- ila í dag, að stjóm Filipseyja gæti ekki viðunkennt stjórn Malasíu nema uppfyl'lt væru viss skilyrði. Eru hin helztu þeirra, að Malasíu-stjóm tjái sig fúsa til að halda það sam- komulag, sem náðist á fundi æðstu manna Malaya, Indónesíu og Filipseyja í Manila sl. á- gúst, svo og að stjóm hins nýja sambands samþykki að taka þátt í nýjum fundi með það fyrir augum að bæta samkomulag landanna. Utanríkisráðherra Filipseyja undirstrikaði það þó á fundi með fréttamönnum, að þó að Malasía gengi að þessum skil- yrðum hefði það ekki umsvifa- laust í för með sér, að stjóm- málasamband yrði upp tekið. Þá hefur hin opinbera frétta- stofa Indónesíu, Antara, til- kynnt það, að indónesískt lið hafi byrjað skothríð á bát frá Malasíu. Þetta hafi skeð í Ceie- toes-eyjaklasanum, og hafi bát- urinn verið í indónesískri land- 'hélgi. Einn maður af áhöfninni hafi fallið, tveir særst en hinir verið teknir til fanga. Flokksþingið í Scarborough: Verkalýðshreyfingin styður Verkam.flokkinn einhuga Komnir heim frá Suður-Víetnam WASHINGTON 2/10 — Varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, Robert McNamara, kom í dag heim aftur frá Suður-Víetnam, en þar hefur hann dvalizt und- anfarna viku ásamt Maxwell Taylor, hershöfðingja. Þeir kumpánar hafa kynnt sér bar- áttuna gegn skæruliðum Víet- kong, og sagði McNamara við heimkomuna, að ferðin hefði verið einkar lærdómsrík. Þeir McNamara og Taylor gengu þegar á fund Kennedys forseta, og fluttu honum skýrslu um ástand og horfur í Suður- Víetnam. Stóð sá fundur í eina klukkustund. Á miðvikudag kallaði Kenn- edy forseti Öryggisráð þjóðar- innar saman til aukafundar. í ráði þessu sitja nánustu sam- RKÍ gaf tuttugu þúsund krónur Fyrsta stórgjöfin til hinna bágstöddu barst mér þegar á fyrsta degi söfnunarinnar, en það voru 20 þúsund krónur. sem formaður Rauða kross Islands dr. Jón Sigurðsson, borgarlækn- ir, afhenti mér frá félaginu. Fleiri ágætar gjafir eri* komn- ar, þótt ekki séu taldar að þessu sinni. Gunnar Árnason. starfsmenn Kennedys og ráð- gjafar hans í hermálum og ör- yggismálum. Á fundi þessum fluttu þeir McNamara og Taylor eirínig skýrslu um ástandið í Suður-Víetnam. — Ekki hefur frétzt neitt af því, hverjum augum þeir félagar líta ástandið. SCARBOROUGH 2/10 -— Á þingi brezka Verka- mannaflokksins, sem haldið er um þessar mundir í Scarborough, lýstu ýmsir helztu og valdames'tu verkalýðsleiðtogar Englands því yfir, að þeir muni standa 'trúlega og dyggilega með Verka- mannaflokknum, ef hann vinnur kosningar þær er fram eiga að fara í Englandi fyrir október- byrjun næsta ár. Um leið tóku verkalíðsleiðtog- arnir það skýrt 'fram, að þeir myndu ekki þola neinar kjaraskerðingar, ekki einu sinni undir Verkamanna'f lokksst j órn. BifreiSaleigan HJÓL Hvcrfisgötu 82 Síml 16-370 Lögregla Spánar misþyrmir fólki MADRID 2/10 — Meira en eitt hundrað spánskir menntamenn og listamenn hafa farið þess á leit við upplýsingamálaráðherra landsins, að hann rannsaki sann- leiksgildi frétta þess efnis, að lögreglan i Asturias-héraðinu hafi misþyrmt fólki. Er hér um að ræða fólk, sem fangelsað var eftir námumannaverkfall í hér- aðinu fyrir skömmu. Menntamennimir sendu skjal um málið til ráðherrans, svo og erlendra fréttamanna í Madrid. Segir þar, að fréttir hafi bor- izt af misþyrmingum, og að maður nokkur hafi beðið bana af meðferð lögreglunnar. Tals- maður ráðuneytisins lét svo um mælt í gærkvöld, að skjalið hefði enn ekki borizt, en yrði svarað strax og það bærist ráðu- neytinu í hendur. Upplýsingamálaráðherra hefur skýrt svoi frá, að lögreglan í héraðinu hafi tekið 25 kommún- ista höndum. Hafi þeir ekki verið handteknir fyrir að gera verkfall, heldur fyrir það að reka áróður. Fréttamenn á þingi Verka- mannaflokksins leggja á það á- herzlu, hve góður andi og ein- drægni ríki á þinginu. Kjara- málin hafa verið mikið rædd á þinginu, svo sem að undanfömu. Fyrir skemmstu samþykkti enska Alþýðusambandið á ársþingi sínu ályktun, þar sem harðlega var fordæmd sérhver launastöðvun- arstefna meðan íhaldsflokkur- inn fer enn með völd. Kjara- málin hafa verið nokkurt deilu- mál og það viðlcvæmt sökum hinnar sterku aðstöðu er verka- Ulbricht og Gomulka gegn Kínverjum VARSJÁ 2/10 — Pólland og Austur-Þýzkaland gáfu á þriðju- dagskvöld út sameiginlega yfir- lýsingu, þar sem sagt er að Kínverska alþýðulýðvddið spilli einingu hinna sósíalistísku her- búða. Látin er í ljós sú von, að hinir kínversku leiðtogar snúi frá villu síns vegar og inn á braut einingarinnar. Tilkynningin var gefin út að lokinni fimm daga langri opin- berri heimsókn Ulbrichts og annarra austur-þýzkra leiðtoga til Póllands. lýðshreyfingin hefur innan flokksins. Ekki ullu þau þó neinum ágreiningi á þessu þingi. 1 ályktun, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða á þinginu, er væntanleg ríkisstjóm Verkamannaflokks- ins hvött til þess að leggja fram stefnu í launmálum, sem taki tillit til launa, arðs, gróða og trygginga. Ályktun þessi var samþykkt með atkvæðum full- trúa, er hafa á bak við sig- meir en 6 millj. atkvæði, en 4 þús. greiddu atkvæði gegn til- lögunni. Er það rótttækasti arm- ur Verkamannaflokksins, sem leggst gegn ályktuninni. Þá hefur þing Verkamanna- flokksins samþykkt tillögu þess efnis, að eina varanlega lausn heimsmálanna sé sú, að komið verði á stofn heimsríki á vegum Sameinuðu þjóðanna. Var það Richard Crossman. einn af hélzbu foringjum flokksins, er framsögu hafði fyrir þessari til- lögu. Mótin gleymdust Slökkviliðið var þrívegis fcall- að út í gær en í ekkert skipti var um alvarlegan bruna að ræða. Fyrsta útkallið var á sjötta tímanum í gærmorgun, vegna óvenjumikils neitaflugs úr reykháfi hússins Ægissíðu 54. Slökkviliðsmenn fóru upp á þak- ið en ekki reyndist vera um meira að ræða en eld í sóti niður í reykháfnum. Á ellefta tímanum í gærmorg- un kom kvaðning frá Urðarbraut 9. Þar var eldur í reykháfi og kom í ljós að mótatimbrið hafði á sínum tíma aldrei verið rifið innan úr honum. Ekki varð þó skaði af. Rétt eftir hádegi í gær varð loks eldur laus í olíu á gólfi í kyndiklefa á Digranesvegi 79. Ekki var hann magnaður og réðu slökkviliðsmenn niðurlög- um hans á skömmum tíma. Vel borgað STOKKHÓLMI 2/10 — Þvotta kona nokkur í Stokkhólmi, Car- in Rosen að nafni, hefur hlotið verðug laun trúmennsku sinn- ar. Það var að miklu leyti henni að þakka, að upp komst um njósnarann Wennerström. Sænska stjómin hefur nú veitt henni að launum sem svarar rúmum 200 þús. ísl. krónum. Dauft atvinnu- líf á Skagaströnd Skagaströnd 30/9 — Engin sild hefur komið hingað í sumar. Af þeim sökum hefur verið dauft yfir atvinnulífinu. Fiskiri hefur einnig svo að segja brugð- izt vor og sumar. Eitthvað munu þó veiðarnar vera að glæðast, en bátar hafa ekki almennt haf- ið veiðar ennþá. — F.G. Féll af vinnupalli Laust upp úr kl. 7 í gærkvöld varð það slys að Efstasundi 27, að Sigurður Guðmundsson þar til heimilis féll af vinnupalli á þaki hússins og var hann fluttur í Slysavarðstofuna Seint í gærkveldi voru meiðsli hans ekki að fullu rannsökuð en ekki taldar líkur á að þau séu mikil. Sigurður er liðlega fimmtugur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.