Þjóðviljinn - 03.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.10.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJðÐVILTINN Fimmtudagur 3. október 1963 títgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. „Frelsi" og húsnæðismá/ A Iþýðublaðið birtir í gær mynd á 'forsíðu og sýn- ir hún biðröð af fólki fyrir utan hús hér í Reykjavík. Ástæðan til þess að fólkið beið þarna var sú að í húsinu var aJ finna óvenjulegt hnoss, íbúð 'til leigu. Þess vegna biðu menn tugum sam- an eftir því að fá að tala við eigandann og gera tilboð sín, þótt aðeins einn gæti hreppt hnossið að lokum. Og Alþýðublaðið heldur áfram: „íbúðar- vandræði í Reykjavík eru nú orðin mikið vanda- mál. Hundruð manna fylgjast á hverjum degi með auglýsingum blaðanna og reyna. Ef auglýs't er símanúmer, þagnar síminn ekk'i allan daginn. Sumir íbúðaeigendur leita tilboða, og menn greiða ótrúlegustu upphæðir fyrir ómerkilegustu íbúð- ir. Einn ungur maður skoðaði íbúð fyrir nokkrum dögum sem var til leigu. Hann var beðinn um að senda tilboð. Þetta var falleg ný 3ja herbergja íbúð á sæmilegum stað. Ungi maðurinn bauð 4.000 kr. fyrir hvern mánuð. Hann fékk ekki íbúðina. Hann gat fengið litla óhrjálega íbúð í Sogamýri þar sem eitt sturtubað var fyrir allt húsið, og það var í þvottahúsinu, og salemið var frammi í for- sto'fu. Þessi íbúð sem flaut út í slaga, átfi að kosta 2.500 krónur. Þetta eru aðeins tvö dæmi. Einhver hefur ugglaust tekið íbúðina í Sogamýr- inni, því margir eru um boðið“. jfjessi frásögn Alþýðublaðsins er ekki aðeins frétt * úr hversdagslífi Reykvíkinga, heldur þungur áfellisdómur yfir ríkisstjóminni og stefnu hennar í húsnæðismálum, dómur sem er þeim mun alvar- legri sem hann er kveðinn upp í sjálfu málgagni húsnæðismálaráðherrans. Ein fyrsta afleiðing við- reisnarinnar var sú að draga mjög úr íbúðarhúsa- byggingum í Reykjavík, þannig að árleg aukning minnkaði fljótlega um því sem næst helming. Jafnframt urðu íbúðarhúsabyggingar í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr verkefni braskara, og fór þar saman viðhorf ríkisstjórnarinnar og borg- arstjórnarmeirihlutans í Reykjavík. Það er hægt að kaupa íbúðir sem kosfa 2—3 milljónir króna og framboð á þeim er verulegt, en það verður að berjast um hverja leigukytru og greiða fyrir þær verð sem hækkar með hverjum degi sem líður. Afleiðingin er alvarlegt neyðarástand, ’fólk hrekst úr bænum, býr við algerlega óviðunandi húsa- kost eða er að sligast undan okurleigu. T þessu ástandi birfist afleiðingin af þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að „frelsið" eigi að móta allar athafnir, frelsið tii að græða peninga. Það má ekki byggja íbúðir í Reykjavík samkvæmt áætlun, enda þótt það sé auðvelt reikningsdæmi hver árleg fjölgun þarf að vera ef ekki á illa að 'fara. Það má ekki stjórna húsnæðismálum sam- kvæmt félagslegum sjónarmiðum, til þess að upp- fylla þarfir almennings, heldur á nauðsyn 'fólks- ins að vera féþúfa braskara og fjárplógsmanna. Þeir sem brjófast í að byggja lenda í klóm okrara með verðbréfaviðskiptum eða beinum peningalán- um; þeir sem leigja verða að sæta dagversnandi afarkostum, ef þeim bjóðast þá nokkrir kost- Nauðsyn aí stofna alþjó&asamtök rithöfundafélaga til réttarverndunar <s>- ír. m. — segir Friðjón Stefáns- son, formaður Rithöfundafélags íslands Hinn 18. september sl. birti Kaupmannahafnarblaðið LAND OG FOLK grein eftir Friðjón Stefánsson, formann Rithöf- undafélags Islands, um kjör ís- lenzkra rithöfunda, greiðslu höfundarlauna á íslandi og fl. Höfundur greinir í upphafi frá þeim 2 félögum rithöfunda, sem starfandi eru hér á landi, og drepur síðan á Rithöfunda- samband Islands. Þá nefnir hann aðild Islands að Bemar- sáttmálanum um höfundarrétt og höfundarlaun, getur lítillega um það ástand sem ríkti hér á landi á þessu sviði áður en til aðildar að sáttmálanum kom 1948 og bendip síðan á-að enn í dag gæti í ríkum mæli rit- stuldar á íslandi, þ.e. útgef- endur bóka og blaða láti þýða og birta verk erlendra höfunda án þess að leita áður leyfis viðkomandi rétthafa eða inna af hendi ritlaun. Rithöfunda- sambandið, segir greinarhöfund- ur, reyni af fremsta megni að ná rétti hinna erlendu rithöf- unda, en málið sé erfitt úr- lausnar meðan íslenzkir útgef- endur fallast ekki á skuldbind- andi samningsákvæði þess efn- is, að þeir verði að leita til rithöfundasambandsins til þess að afla birtingarréttar á verki eða verkum, sem þeir hafa hug á að gefa út eftir erlenda höfunda. Friðjón Stefánsson drepur þessu næst nokkuð á starf-1 semi STEFs á Islandi, Sam- bands tónskálda og eigenda flutningsréttar, og alþjóðasam- bands STEFjanna, cn það er skoðun greinarhöfundar að samtök rithöfunda um allan heim eigi að mynda til varnar rétti meðlima sinna alþjóðleg samtök í líkingu við hið al- þjóðlega STEF, „Confédération Internationale des Sociétés d'Auteurs et Compositeurs’>. Þá bendir greinarhöfundur á, að Rithöfundasamband ís- lands hafi síðustu árin barizt fyrir því, að rithöfundar fái greidda þóknun fyrir þau verk sín sem til afnota eru á opin- berum bókasöfnum, á svipað- an hátt og tíðkast á Norður- löndum. 1 lok greinarinnar víkur Frið- jón Stefánsson nokkuð að kjör- um íslenzkra rithöfunda; bend- ir á að vegna fámennis séu upplög bóka ekki stór hér mið- að við það sem tíðkast víða er- lendis, höfundarlaun þar af leiðandi ekki há og því aðeins örfáir rithöfundar, sem lifi á ritstörfum einum saman. Lang- flestir i hópi íslenzkra rithöf- unda iðki ritstörf í tómstund- um sem gefist frá öðrum störf- um. Greinarhöfundur getur síð- an um úthlutun listamanna- launa og gagnrýnir mjög störf úthlutunamefndarinnar. Nefn- ir hann í því sambandi mót- mseli þau, sem Rithöfundafé- lag Islands hefur tvö síðustu árin sent frá sér, en í þeim er mótmælt harðlega þeirri hlut- drægni sem úthlutunamefndin hafi gerzt sek um í störfum sínum og einkum miðar sð því að útfloka frá listamannálavn- um róttækustu rithðfundana og þá ungu. — En, segir Friðjón Stefáns- son í lok greinarinnar í LAND I OG FOLK, — íslenzkir rit- þegar fram líða tímar ráðin bót ætlanir um breytt fyrirkomu- rithöfundar eru bjartsýnir og á þessari grófu mismunun. lag við úthlutun skáldalauna, vænta þess, að einnig verði Sem betur fer eru nú uppi á- bætir hann við. FRÍGG ÞVOL í TVEIM FLÖSKUSTÆRÐUM Til aukinna þæginda fyrir húsmóðurina fæst þvol nú f fveirn sfærðum af flöskum. Húsmóðirin getur valið þá stærðina, sem hentar henni bezt, og alltaf haft flösku við hendina þar sem á þarf að hálda. Þvol skilar uppvaskinúm alltaf jafn gljáandi hreinum, og leysir fitu og önnur óhreinindi á svipsfundu. Þvol er ófrúlega gotf fyrir nylon og ullarfau. Þvotfalögurinn er svo mildur, að hann hlífir viðkvæmum þvotti, heldur ullarflíkum lifandi, gerir hvítt hvítara og skýrir liti í mislitu. nfife Nýt foppí Nýju þvolflöskurnar hafa nú ennfremur fengið tappa með stút, sem auðveldar að hafa vald á hversu mikið er notað í hvert sinn. Þetta er nýiung, sem rutt hefur sér til rúms í heiminum, og allar húsmæður eru mjög hrifnar af. Klippið ofan af stútnum með skærum, og kreistið flöskuna. Látið svo- lítið af Þvoli renna út.í vatnið, og munið að Þvol er ótrúlega "Jrjúgt. SÁPUGERÐIN FRIGG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.