Þjóðviljinn - 03.10.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.10.1963, Blaðsíða 6
6 SIÐA HÖÐVIUINN Fimmtudagur 3. október 1963 Afhjúpun nazistafyrirtækjanna illa séð Vestur-Þjóðverjar klippa megnið úr mynd de Sica Geislavirkt regn í áratug Bandaríska kjarnorkumála- stjómin hefur skýrt frá því að halda muni áfram að rigna geisiavirku regni næstu átta til tíu ár vegna þeirra kjarnorku- sprenginga sem fram hafa far- ið til þessa. Eftirlitið segir, að slíkar nafna- upptalningar séu hin versta ó- hæfa og jafna slíku við iðju kommúnistanna í Austur-Þýzk- alandi sem alltaf séu að fetta fingur út í að gamlir nazist- ar gegni mikilvægum embætt- um í Vestur-Þýzkalandi. — Við höfum fallbyssur og smjör. Og hermenn. Og sprengj- ur á morgun, segir Gerlach skipaeigandi í upprunalega tekstanum. Eftirlit nazista hef- ur strikað þetta út því að þannig ummæli minna of mik- ið á hernaðaræði nazista — og kannski ofboðlítið á viðleitni VestunÞjóðverja til að ná í kjamorkusprengjur. 1 kvik- myndinni er aðförum vestur- þýzka hersins lýst með nokkru háði og þykir kvikmyndaeftir- litinu það mikii móðgun við þýzku þjóðina. Eftir að herforinginn Gerl- ach hefur komizt að raun um hið sanna um Vestur-Þýzka- landi, reikar hann stefnulaust um Hamborg. Hann kemur aðS> sýningarglugga og horfir á sjónvarp. Það er Franz Josef Strauss, fyrrverandi striðs- málaráðherra sem talar. Síðan getur að líta austur-þýzka verkamenn hlaða múrinn milli borgarhlutanna í Berlín. ,,Sjálffooðaeftirlitið” telur að með þessu sé verið að gefa í skyn, að hervæðing Austur- Þjóðverja stafi af hótunum VesturÞjóðverja og slíkt nái engri átt. Þetta atriði hefur því verið klippt burt. Eftirlitið telur einnig aðsjón- varpsræða Strauss virki sem miskunarlaust háð eftir það sem gerðist í Bonn í fyrra. Með þessu taki kvikmyndin af- stöðu gegn vestur-þýzka hern- um og dragi Ves,tur-Þjóðverja til ábyrgðar á „bræðrastríðinu” rétt eins og Austur-Þjóðverjar gera. 1 kvikmyndinni sé þvi múrinn milli borgarhlutanna eðlileg afleiðing af aðförum Vestur-Þýzkalands, en ,,sjálf- boðaeftirlitið” er ekki aldeil- is á þeim buxunum að sam- þykkja það. Schustek bókaútgefandi var á sínum tíma ofsóttur af naz- istum. Nú hefur hann misst alla trú á vestur-þýzkt réttar- far. — Og ég sem hélt að þetta væri lýðræðislegt réttarríki, er haft eftir honum. Schustek gaf Kamasutra þeg- ar út árið 1929 án þess að kom- ast í kast við yfirvöldin. Frelsi Weimar-’lýðveldisins var næg- ilegt til þess. Árið 1933 hafnaði bókin svo á bálkesti nazista. Fáeinum árum síðar flúði bóka- útgefandinn frá Þýzkalandi og dvaldist í áratug í Indlandi. Eftir striðslok fór hann til Vest- ur-Þýzkalands. Fjárhagstjón Eftir heimkomuna hófst Sch- ustek handa og stofnaði lítið útgáfufyrirtæki sem gefið hef- ur út alvarlegar bókmenntir. Allt gekk að óskum þar til ár- ið 1959. er hann gaf Kamasutra út enn á ný. Sú útgáfa var talsverð fjárfesting fyrir fyrir- tæki hans, en til þessa hefur hann ekki, fengið grænan eyri í aðra hönd. Lögfr. útgefandans hefur hald- ið því fram að ákæruvaldinu hefði ekki verið heimilt að leggja hald á bækui-nar að nýju þar sem enginn dómstóll hefði kveðið upp úrskurð um slíkt. Dómstóllinn ( Londau vis- aði þessum fullyrðingum á bug og lýsti blessun sinni yfir að- för lögreglunnar. Síðastliðinn vetur var Kama- sutra gefin út í Bretlandi. Enn hafa yfirvöldin þar í landi ekki fett fingur út í þá útgáfu. Innan skamms verður farið að sýna kvikmynd Vittorios de Sicas ,,Fangarnir I Altona” sem gerð er eftir leikriti Jean Paul Sartres í Vestur-Þýzkalandi — það er að segja Vestur-Þjóð- verjum verður sýnt það sem eftir er af henni þegar búið er að klippa það sem máli skipt- í burt. Stjórnarvöldin í Vestur- Þýzkalandi beita sér að vísu ekki fyrir skoðun á kvikmynd_ um frá auðvaldsríkjunum en stofnun sem nefnir sig „Sjálf- boðaeftirlit kvikmyndafélag- anna” annast slíka starfsemi og í þetta sinn hafa „sjálf- boðaliðar” þessir heldur bet- ur látið hendur standa fram úr ermum. Pyndaði fanga. . Leikritið og kvikmyndin fjalla um þýzkan herforingja, Franz Gerlach að nafni og er hann sonur auðugs skipaeiganda. 1 stríðinu tekur maður þessi þátt í að pynda sovézka stríðsfanga, en er stríðinu lýkur leynist hann í stórhýsi föður síns í Hamborg. Algjörlega óundirbú- inn kemur hann út í veru- leika VestunÞýzkalands nú- tímans. Virt nöfn. Skipaeigandinn Gerlach kem- ur ár sinni vel fyrir borð bæði í Þýzkalandi Hitlers og Vestur- Þýzkalandi Adenauers. 1 einu samtali kvikmyndarinnar eru ýmsir voldugir iðjuhöldar og fræg þýzk fyrirtæki sem við- riðin voru Gyðingamorð Naz- ista nefnd á nafn. „Sjálfboða- eftirlitið” klippti þennan kafla í burtu vegna þess að „nú eru þessi nöfn virt um allan heim og láta vel í eyrum”. -$> Berjast í Angóla Átök framundan í Kolúmbíu? 41 sprengja sprakh í höfuðborginni DeSade dæmdur í fangelsisvist lbúar í portúgölsku nýlendunni Angóla hafa í nokkur ai — izt með vopn í hcndi gegn einhverri þcirri svívirðilegustu ný- lendukúgun sem sögur fara af. Alltaf öðru hvoru berast fréttir af átökum innfæddra skæruliða og portúgalskra hermanna sem búnir eru NATO-vopnum. Mynd þessl sýnir hóp skæruliða í Ang- óla. Hópurinn hefur komið sér upp sæmilegum vopnum og hef_ ur auk þess yfir vörubíl að ráða. Indverskir kommúnistar mótmæla verðhækkunum Sl. miðvikudag sprakk alls 41 sprengja í Bogota, höfuð- borg Kólúmbíu. Sumar sprengj- urnar voru ailkröftugar og uliu talsverðu tjóni á opinberum byggingum í borginni. Talið er að vinstri sinnaðir stjórnar- andstæðingar hafi verið vald- ir að sprengingum þessum. Ein sprengj an sprakk úti fyr- ir forsetahöllinni en hennar er jafnan sfranglega gætt. öflugar sprengjjur sprungu í herskólan- um, bústað Dario Echemenidas fyrrverandi forseta og í húsi bandaríska hermálafulltrúans. Sprengjurnar urðu með reglu- legu millibili. Nóttina áður höfðu tvær op- Kveðinn hefur verið upp dómur í málu danska falsgreif- ans fræga Jörgens de Sade og var hann dæmdur óskilorðs- bundið í fjögurra og hálfs ára fangelsi. Er dómarinn las dóms- orðið hneigði „greifinn" sig, brosti og veifaði elskulega til áheyrenda. „Bróðir“ greifans Eric Sade, var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að nota hluta af því fé sem „greif- inn” sveik út með ólöglegum hætti. Ekki er vitað hvort þeir „bræður” áfrýja dómnum, en almennt er gert ráð fyrir að hér með sé lokið einhverju furðulegasta fjárdráttarmáli sem átt hefur sér stað á Norð- urlöndum, jafnvel þótt Island sé talið með. inberar byggingar og tvær vörugeymslur bandarískra iðn- fyrirtækja í borginni Cali ver- ið sprengdar í loft upp. Spreng- ingarnar gerðu ennfretnur usla í fylkishöfuðborgunum Maniz- ales. Ibage og Poayan. Eftir að þetta allt var skeð kallaði forseti landsins. Guill- ermo Leon Valencia, hermála- ráðherrann, lögreglustjórann í Bogota og yfirmenn hersins á sinn fund. Fréttir herma að á fundi þesum haíi forsetinn lýst því yfir að atburðir síð- ustu daga væru upphaf opm- bers stríðs milli stjómarinnar og vinstri sinnaðra andstæð- inga hennar. Indvcrski kommúnistaflokkurinn efndi nýlcga til voldugrar kröfugöngu í Nýju Dclhi til að mót- mæla verðhækkunum þeim á matvörum sem átt hafa sér stað í Indlandi að undanförnu. Um 100.000 manns tók þátt í aðgerðum þessum. Myndin er tekin á torgi einu í Nýju Delhi þar sem þátttakendur í göngunni söfnuðust saman áður en haldið var á stað. Sophia Lorcn Icikur eitt af aðalhlutverkunum í „Föngunum í Alt- ona“ Af öðrum Icikurum myndarinnar má nefna Friedrich, March Maximillan Schell og Robert Wagner. Indversk bók um kynferðis- mál ergir Vestur-Þjóðverja — Ilinn 1600 ára gamia ind- verska bók Kamasutra hefur inni að halda kynferðislegar upplýsingar sem sært geta blygðunartiifinningu kristins almennings, sagði hinn ötuli ríkissaksóknari við réttinn í Lindau í Vestur-Þýzkaiandi. Krafðist hann þess að bókin yrði bönnuð. Siðferði á dagskrá Yfirvöldin á þessum slóðum eru um þcssar mundir óvenju hneigð fyrir siðferðismál. Nýlega gerði dómstóllinn aðsúg að Henry Miller og Giinther Grass. f þetta sinn leitaði dóm- stóllinn til sérfræðinga og bar þeim saman um, að Kamasutra væri stórmerkt verk í menn- ingarsögulegu tilliti. Hinn sjötugi útgefandi bók- arinnar, Karl Schustek, var sýknaður. Ilonum var skilað aftur þeim 100 eintökum bók- arinnar sem hann hafði lát- ið prenta — og eru fjögur ár Iiðinn frá því að lagt var hald á upplagið. Schustek tók nú að vona að hann gæti bætt sér tjón það sem hann hafði orðið fyrir vegna þessarar útgáfustarfsemi. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Sólarhring síðar kom lög- reglan á vettvang og lagði hald á upplagið í annað sinn — þrátt fyrir sýknudóminn. Sak- sóknararnir höfðu áfrýjað dómnum og verður útgefandinn enn að bíða, þar til áfrýjunar- dómstóllinn hefur kveðið upp úrskurð sinn. Mágkona og samstarfsmaður hans, Susanne Schultz bíður hins vegar ekki. Nin nýja að- för lögreglunnar varð henni um megn. Hún fékk hjartaslag og dó. Ofsóknir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.