Þjóðviljinn - 03.10.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.10.1963, Blaðsíða 7
SÍÐA 2 Fimmtudagur 3. október 1963 HÖÐVIIIINN Haukur Helgason Næstliðinn þriðjudag var fjallað um komu varaforseta Bandaríkjanna og dvöl hans hér á landi í 56 lesdálkum Morgunblaðsins. I einum af þessum dálkum var mín lítil- lega getið. Sagt að ég hafi gert tilraunir til að rífa niður merki þeirra, sem fögnuðu komu varaforsetans, en ekki hafi betur til tekizt en svo að ég hafi dottið í götuna og því nær verið troðinn undir. Þessi frétt er uppspuni frá rótum. Eg hef alla tíð verið litið gefinn fyrir slagsmál, enda hvorki stór né sterkur. Hitt er annað mál, að þegar piltamir úr Heimdalli komu œðandi yfir á það svæði, sem lögreglan hafði afmarkað okk- ur hernámsandstæðingum, þá hafði ég ekki skap í mér til að renna af hólmi og spyrnti við fótum. Ekki vil ég segja að þessi viðspyrna mín hafi borið mikinn árangur, en hvorki datt ég í götuna né heldur lá við að ég yrði troð- inn undir. Að mínu viti er frétt blaðs- ins, sem mér er sagt að Vísir hafi endurprentað, aðeins að einu leyti eftirtektai’verð. Mér virðist sem sé sýnilegt, að Morgunblaðið hefur í þjónustu sinni blaðamann eða blaða- menn, sem geta gripið til pennans með það eitt fyrir augum að ljúga upp á náung- ann. Ef satt skal segja þá Ikemur þetta mér ekki á ó- vart. Að öllu öðru leyti er fréttin það ómerkileg að ekki er um hana orð á hafandi. Enda var það allt annað, sem ég vildi drepa á. Það er framkoma Heimdallarpiltanna á þeim mannamótum, sem vinstri öfl hér í borg hafa staðið að á undanförnum ár- um. Og nú síðast í sambandi við þá mannþröng, sem safn- aðist saman fyrir utan Hótel Sögu í tilefni af dvöl varafor- setans, mr. Johnsons. Á árunum 1933—39 dvaldi ég allmikið í Stokkhólmi. Þá voru sænskir nazistar í nokkr- um uppgangi þar í borg eins og annarsstaðar í Svíþjóð. Iðulega sótti ég á þessum ár- um fundi, sem vinstra fólk í borginni stóð að. Ósjaldan varð ég þá vitni að því hvern- ig nazistarnir höguðu sér til þess að hleypa upp þessum UM SLAGSMÁL OG FLEIRA fundum. Var fátt eitt til spar- að af þeirra hálfu. Þeir rudd- ust inn í mannþyrpingarnar, þeir köstuðu eggjum, þeir bauluðu, þeir börðu, og var þá undir hælinn lagt hver varð fyrir höggi, karl eða kona, ungur eða gamall. Sem kunnugt er hafa vinstri öflin hér í borg haldið nokkra útifundi undanfarin ár, ýmist í sambandi við kröfugöngur eða af öðrum á- stæðum. Oftast hefi ég tekið þátt í þesum fundum og því fylgzt mætavel með því sem fram hefur farið. Á síðustu árum hefur mjög borið á því, að Heimdallarpiltamir hafa á sinn sérstæða hátt viljað ger- ast þátttakendur í þessum mannamótum. Þátttaka þeirra hefur verið með nákvæmlega sama hætti og sænsku nazist- anna á sínum tíma. Auðvitað eru ekki allir með- limir Heimdaliar undir sömu sökina seldir. 1 þeim félags- skap eru að sjálfsögðu marg- ir mætir drengir, sem hafa skömm á framkomu félaga ';í **\ Myndirnar hér á síðunni voru teknar fyrir utan Háskólabíó síðdegis 16. september sl. og sýnir nokkurn hluta þess mannfjölda, sem sinna. Eg hef oft séð þessa pöru- pilta ryðjást inn í þyrpingar friðsamra fundarmanna, ég hef séð þá kasta eggjum, ég hef heyrt baul þeirra og ég hef séð þá með bar- smíðar — og er þá sama hver fyrir barðinu verður — svo sem um daginn fyrir utan Hótel Sögu þegar Heimdell- ingarnir sóttu sem fastast að Sigurði Guðnasyni, fyrrver- andi formanni Dagsbrúnar. (Að vásu án nokkurs árang- urs, því Sigurður er maður fyrir sinn hatt þótt nokkuð sé hann aldurhniginn). Eg hef séð þessa pilta ráðast af bræði að renglulegum nýgræð- ingi fyrir utan hús Sósíalista- flokksins við Tjarnargötu 20 og rífa hann upp með rótum á meðan aðrir félagar þeirra voru önnum kafnir við að æfa s'kotfimi sína með því að brjóta rúður í húsinu. Eitt sinn sá ég einn piltinn aka bíl sínum með nokkrum hraða inn í kröfugöngu verkamanna 1. mai. Þessar staðreyndir eru al- varlegs eðlis. Þær sýna ljós- lega að það er grunnt niður að hinu nazistiska innræti þessara pilta. Raunar má vera að þeir telji sig vera að stuðla að eigin hagsmuntnn með eggjakasti sínu og öðrum ólát- um, hafandi í huga að ýmsir þeirra, sem hér á árunum marseruðu í brúnum skyrtum eftir götum Reykjavíkur, hafa hlotið skjótan frama og mikinn. En hvort sem þeir eru að hugsa um eigin hag eða ekki þá eru þessar stað- reyndir mjög alvarlegs eðlis. Hverjir bera ábyrgðina á safnaðist undir merki og kröfuspjöld Samtaka hernámsandstæðin ga til þess að Icggja áherzlu á þá orðsendingu sem varaforscta Bandaríkjanna, Lyndon B. Johnson, var alhcnt í lok bíófundarins frá samtökunum. Eftir Hauk Helgason framkomu þessara óláta- belgja? Auðvitað þeir aðilar, er bak við tjöldin skipuleggja aðfarirnar — því oftast eða alltaf eru þær skipulagðar —, en koma sjálfir hvergi nærri. Mestu ábyrgðina ber þó Morg- unblaðið, sem næst útvarp- inu er mesta áróðurstækið, sem fyrirfinnst á Islandi. Ætíð hefur Morgunblaðið borið í bætifláka fyrir óaldar- seggina. Ætíð kennt „komm- únistum“ eða öðrum vinstri mönnum um sakir. Það má með sanni segja að sagan endurtaki sig. Á sínum tíma sagði blaðið, að kommúnistar hefðu kveikt í ríkisþinghúsinu þýzka, þótt allur heimurinn vissi að nazistarnir sjálfir höfðu lagt eld að þeirri byggingu. Morgunblaðið sneri við staðreyndum — þá og nú. I dag býsnast blaðið yfir<$> þeim sem fengið hafa eggin framan í sig, ekki hinum sem köstuðu eggjunum. Það rugl- ar saman geranda og þolanda, ekki óviljandi heldur með fullri vitund. I augum þess eru þeir, sem vörpuðu eggjun- um friðsamir borgarar, hinir sem fyrir eggjunum urðu 6- aldarseggir. Slikur áróður, borinn fram í tíma og ótíma, hefur mikil og alvarleg áhrif, ekki sízt meðal ungmenna nú- tímans. Því miður er það istað- reynd að þegar Morgunblaðið segir einn hlut þá er hann orðinn sannleikur í augum allt of margra Islendinga. Auðvitað var mr. Johnson, varaforseti, velkominn til Is- lands. Okkur hernámsand- andstæðingum er sem öðrum löndum okkar gestrisni í blóð borin, og yfirleitt fögnuðum við komu hans. En við vild- um að hann fengi að vita um liug íslenzku þjóðarinnar til dvalar erlends hers á íslandi og til hugsanlegs herskipa- lægis í Hvalfirði. Við höfum rökstuddan grun um að ekki myndu öll kurl koma til grafar ef yes- menn á borð við þá ráðherr- ana, Bjarna ÍBenediktsson og Guðmund I. Guðmundsson, væru einir til frásagnar um hið raunvernlega hugarfar þjóðarinnar í sambandi við þetta mál málanna. Þrátt fyrir allar tiltektir Heimdellinganna tókst okkur að ná iþví markmiði, sem við höfðum sett okkur. Varafor- setinn gerði okkur af fullri kurteisi orð um, að hann myndi veita viðtöku mótmælaorð- sendingu okkar. Mr. Johnson stóð við orð sín, leið hans til okkar var að vísu torvelduð af Heimdallarpiltum, en hann kom m.a. fyrir tilstilli fulltrúa úr utánríkismálaráðuneytinu íslenzka og Ragnars Stefáns- sonar, fylgdarmanns varafor- setans. Sýnilegt var að hann mat miklum mun meir virðu- lega framkomu Jónasar Árna- sonar og Þórodds Guðmunds- sonar, þegar þeir afhentu orð- sendinguna, heldur en fram- komu mannsins sem barði með regnhlíf í höfuðið á Jónasi um leið og mr. Johnson tók við mótmælunum, og jafnljóst var að hann kunni lítt að meta baul yes-mannanna úr Heimdalli. Þótt við hernámsandstæð- ingar yfirleitt fögnuðum komu mr. Johnsons, þá var okkur lítt að skapi allur sá dæma- lausi hégómaskapur sem £s- lenzk stjórnarvöld viðhöfðu í sambandi við komu mannsins, konu hans og dóttur. Um þennan hégómaskap væri hægt að skrifa langt mál. Það ætla ég mér ekki að gera. Á það vil ég þó benda, að flest- um góðum Islendingum hlýt- ur að vera misboðið af for- sætisráðuneytinu þegar það gefur út tilkynningu um, að íslenzkir ráðherrar og vara- forsetinn hafi rætt um við- horf bandarískra stjórnar- valda til heimsmálanna yfir- leitt, Kúbumálið, samninginn í Moskvu, o. s. frv. o. s. frv., en Ólafur Thórs hafi sérstak- lega talað um það sem að landi okkar snýr. Samkvæmt Morgunblaðinu fóru þessar yfirgripsmiklu umræður fram á rúmlega 10 mínútum — og má með sanni segja að hrað- mæltir hafa þeir verið vara- forseti Bandaríkjanna og ís- lenzku ráðherramir. Haukur Helgason. Ályktun 23. sambandsþings UMFÍ um æskulýðsmál: Skemmtanaííf unglinga sé óháð fjárplógssjónarmiðum Meðal ályktana, sem samþykktar voru á 23. sambandsþingi Ung- mennafélags íslands í síðasta mánuSi, var sú um æskulýSsmál sem fer hér á eftir: „23. sambandsþing UMFl haldið í Reykjavík dagana 7. og 8. sept. 1963 þakkar skólum landsins fyrir hinn mikla skerf. sem þeir hafa lagt frani til heilbrigðs félagslífs æsku- lýðsins. Þingið telur að auka þurfi félagslegt uppeldi í skól- um landsins og meta beri fé- lagsstörf til launa ekki síður en önnur störf í skólunum. Þingið vekur í þessu sam- bandi athygli á fyrirhugaðri stofnun lýðháskóla í SkálhoBi og minnir á skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Þingið telur, að ekki megi svipta unglinga tómstundum með of löngum vinnudegi, enda séu þær skipulagðar með aðstoð hins opinbera. Varast ber og að láta böm og ung- linga vinna störf, sem eru um of áhættusöm og erfið miðað við þroska þeirra. Þingið leggur áherzlu á, að gefa verði þeirri staðreynd auknar gætur. að heimilið er grundvöllur þjóðfélagsins og að þar þurfa böm og ungling- ar að eiga athvarf, hvað húsakynni snertir og ytri að- stæður, en um fram allt, að foreldrar sinni bömum sínum sem mest. Sambandsþingið telur rétt, að kirkjan og æskulýðssamtök taki höndum saman og hefji forustustarf fyrir ungt fólk, sem hyggur á hjúskap. m.a. með útgáfu rita um þessi efni. Þingið telur. að ríkisútvarpið hafi með lofsverðum hætti reynt að stuðla að heimaveru fólks með ýmsu góðu útvams- efni, svo sem vinsælam skemmtiþáttum. Þingið beinir því til Alþing- is og annarra aðila. að aukið verði eftirlit með fjárreiðum unglinga og að heimilunum sé veitt aðstoð í þessum efnum og telur lög um skylduspamað í rétta átt. Þingið harmar vaxandi af- brot unglinga og ýmis konar uppivöðslu á almannafæri og brýnir það fyrir stjórnarvóld- um um leið og það þakkar aukna viðleitni þeirra, að raka þessi mál föstum tökurn og Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.