Þjóðviljinn - 03.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.10.1963, Blaðsíða 10
1Q SlDA ÞlðÐVILJEM Fimmtudagur 3. október 1963 — Þá ættirðu að vita, ætt- irðu að skilja — að ég get ekki farið með þér til New York. Ég get ekki farið neitt, ekki núna. — Þvættingur! Rödd Blakes var hávær og reiðileg. — Ég hélt þú værir fullorðinn maður, Cramer. Þú heldur þó ekki að það sem þú ert að gera hér skipti nokru máli! Adam hörfaði afturábak, engdist eins og undan öngli. — Þú ert að gera að gamni þínu, Max? sagði hann hægt. Blake starði á hann andartak, síðan sagði hann með dálítið breyttri röddu: — Jæja, að nokkru leyti, kannski. Þú veizt að mér hættir til að vera rudda- legur. Kurteist fólk virðist alltaf komast í vandræði. Og nú brosti hann í fyrsta sinn. — Ég hefði þó haldið að þú værir orðinn vanur framkomu minni. Adam dró andann ögn léttar. — Fyrirgefðu, sagði hann. — Það er víst farið að fymast dá- lítið, býst ég við. Og ég hef unnið eins og þræll. — Ég veit það, sagði Blake og bros hans hvarf. — En það hefur gengið stór- kostlega. Þeir hafa tekið mér opnum örmum og samskóla- gangann er úr sögunni; að minnsta kosti í bili. Adam lag- færði jakkann sinn. — Max, sagði hann loks, vegna þess að spumingin hafði brunnið hon- um á tungu. — Ætlarðu ekki að óska mér til hamingju? Blake leit undan. — Ég á við — þetta er full- komið, að því er virðist. Ná- kvæmlega eins og við ræddum um það. Ég held ég hafi áorkað mjög miklu. Hann þagnaði beið með áfergju eftir skökku brosinu og hranalegu orðunum. — Ég er ekki vanur að biðja fólk neins, sagði Blake. — En ég ætla samt að biðja þig að endurskoða afstöðu þína. Þú ert búinn að sanna þitt mál. er ekki svo? Ekki svo að skilja að bað þyrfti að sanna það: Ég var bú- inn að segja þér fyrir löngu að Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18 III. h. (lyfta) SIMI 24616. P E R M A Garðscnda 21. SfMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstrætis- megin. — SlMI 14662. hArgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. •— fóik væri eins og sauðkindur. Verki þínu er lokið. Hvað er þá meira fyrir þig að gera? — Lokið? Adam brosti. — Verkið er rétt að byrja! Ég hef komizt í sambönd í mörgum öðrum fylkjum. Samtökin eru alltaf að vaxa. þau vaxa og styrkjast. Náungi í Alabama hringdi til mín í gær, vildi hefja starfsemi í Mobile. Hann hefur fína spjaldskrá. Hamingjan góða, Max — það eru engin tak- mörk fyrir því hvað hægt er að gera! Skrifaði ég þér um há- skólann? Blake hristi höfuðið með hægð. — Háskóli hvítra borgara! sagði Adam. — Svei mér þá. Ég hef fengið loforð fyrir fram- lagi frá þessum Shipman náunga sem ég sagði þér frá. og við getum lagt homsteininn eftir nokkrar vikur. Og ég er búinn að finna enn eina leið til að ýta við múgnum: flúor standinn. Þú skilur: Þeir eintra vatnið okkar og láta okkur borga fyrir bað! Hann hló lágt. — Hálf Farragut snýst á sveif með okkur þegar það fer af stað. Blake tók af sér gleraugun, neri nefið og setti gleraugun upp aftur. — Mjög athyglisvert sagði hann. — Tja, ég á nú ekki allan heiðurinn. Þú varst mikil hjálp. — Segðu ekki þetta! Blake dró andann þungt. — ég ætla að vera hreinskilinn við þig, sagði hann. — Ég vil að þú hættir við það sem þú ert að gera hér. Ég vil að þú hættir og yfirgefir Suðurríkin þegar í stað. Adam stirðnaði. — Hvers vegna? sagði hann. — Vegna þess að þú mátt til! Skyrtubrjóst Blakes var orðið vott af svita. Vöðvamir í hálsi hans voru á hreyfingu. — Hef- urðu nokkra hugmynd um hvaða moldviðri þetta hefur þeytt upp? Þetta er á forsíðu hvers einasta dagblaðs í Cali- fomíu! — Nú? — Er það það sem þú sækist eftir? Umtal? Adam leit á fyrrverandi kenn- ara sinn og reyndi að trúa ekki þeim hugsunum, sem flykktust að honum. — Ég get bezt svarað þessu, sagði hann, með því að vitna í náunga sem býr í Westwood og kennir stjómmálasögu: — 111- ræmdur í dag, frægur á morg- un. Blake yggldi sig. — Það skipt- ir ekki máli, sagði hann. — Það kemur ekkert þessu máli við. Staðreyndin er sú að þú gerir sjálfan þig að fífli. Þetta allt — þetta allt — er hlægilegt! Adam vissi að hann var að verða heitur og rjóður í and- liti, og hann var gripinn hinni sömu reiðilegu, vonleysislegu hræðslukennd og hann hafði svo oft fundið til áður fyrr, þegar faðir hans hafði þrifið af hon- um bækur og skipað honum í örvæntingu að reyna að vera al- mennilegur drengur („Af hverju í ósköpunum ferðu ekki út og hættir að Iæðupokast hér inni! Viltu vera veikur, eða hvað? Langar þig til að vera veikur alla þína ævi?“) og hann fann að hann langaði mest til að gráta. — Max, sagði hann og reyndi að hafa taumhald á rödd sinni. — Hvað er að? Og fram í huga hans komu orð sem þó voru ekki orð: Blake prófessor, horfðu ekki svona á mig, gerðu það ekki. Skilurðu það ekki að ég gerði þetta ekki síður f.yrir þig en sjálfan mig? Ég vildi, að þú yrðir hreykinn af mér. Ég vildi það, vegna þess að enginn hefur nokkum tíma áður verið hreykinn af mér. En þú hjálp- aðir mér. Þú gafst mér trú á sjálfan mig. Þú trúðir á Adam Cramer, Max, og mér þótti vænt um þig fyrir það og ég var þakklátur. Ekki horfa svona á mig! Mér hefur ekki mistekizt. Mér hefur ekki mistekizt. Þú mátt ekki segja það og taka frá mér hið eina sem mér hefur þótt vænt um — mér þótti vænt um þig. Góði Max, láttu þér þykja vænt um mig! — Allt. sagði Blake. — Hvemig þá? Adam réð ekki við sig. — Það hefur geng- ið nákvagmlega samkvæmt á- ætlun okkar; hvert einasta — — Við gerðum enga áætlun! sagði Blake, of hátt og ofsalega. — Þú gerðir áætlun! Ég á engan þátt í þessu, alls engan, og ég fyrirbýð þér að nefna nafnið mitt í þessu sambandi! Er það ljóst? Adam hreyfði sig ekki. Hann gat það ekki. — Þú hefur valdið mér megn- ustu óþægindum, sagði Blake. — Vegna þessarar blaðagreinar stendur staða mín við háskólann höllum fæti. — Hvaða blaðagreinar? — Bréf! sagði Blake. — Ég hef fengið bréf í tugatali. Upp- hringingar, símskeyti. Jafnvel friðhelgi heimilis míns hefur verið rofin vegna þess ama. Að- eins vegna þess að þú fórst að taka meinlausar kenningar bók- staflega. Þetta, stamaði hann. þetta er fráleitt. Honum var þyngra um andardráttinn en áð- ur. — Þetta er mikill misski'n- ingur! Allt í einu var hann horfinn maðurinn sem setið hafði í Ieð- urhásætinu og stjómað heimin- um; sá maður var nú aðeins til í skuggaheiminum ásamt Marty og ánni og boltaleiknum; og f hans stað var kominn sveittur lítill karl með gleraugu, hrædd- ur um atvinnu sína, hræddur — — við mlg. hugsaði Adam. — Af hverju er það misskiln- ingur, Max? sagði hann og horfði á mynd mannsins í speglinum. — Af því að það tekst ekki. — En það tekst. Þú sagðir það sjálfur áðan. Eða manstu það ekki? Nei, þú gerir það víst ekki. Samræðumar hafa verið dálítið ruglingslegar. En hvað sem því líður, ef það heppnast, þá er það misskilningur, eða hvað? Blake opnaði munnÍTnn og lokaði honum síðan. Svitinn glóði á andliti hans eins og olíu- húð. og nú virtist hann líkam- lega annar maður en sá sem gengið hafði inn í herbergið og svipazt um með yfirlæti fyrir fáeinum mínútum. — Jæja? — Auðvitað, auðvitað. Það er rangt — — Rangt? Adam kastaði til höfðinu og hló. — Rangt! Ó, Max. Svei mér þá. — Hlustaðu á mig! — Gæsalappir byrja, sagði Adam. — Hið eina sem er raun- verulega rangt í heiminum, er trú okkar sjálfra á hið ranga. Gæsalappir lokast. Hver sagði þetta, Max? Eða þetta: Orðin gott og illt eru tækniheiti og eiga alls ekki heima í almennum orðaforða. Þarna sérðu. Ég hlustaði á þig. Ef satt skal segja, þá lagði ég allt á minnið sem þú sagðir, hverja einustu setn- ingu. — Adam góði. Þetta er al- vörumál. — Nei! Max, það mætti næst- um ætla að þú hefðir áhyggj- ur! En það er óhugsandi. því að það gæti ekki komið fyrir big. Gæsalappir byrja: Ég lít á heiminn sem ómerkilega fjöl- leiksýningu þar sem stúlkumar eru allar kiðfættar og trúðam- ir lélegir; og ég neyðist til að horfa á þessa sífelldu endur- tekningu, vegna þess að ég veit ekki nema það sé enn lélegra úti fyrir. Gæsalappir lokast. Ég hef ótæmandi birgðir af þessu! Blake var farinn að fölna sýnilega og Adam ofbauð það. — Farið út og leggið undir ykk- ur heiminn, Max. Ef nokkuð er nokkurs virði, þá er það það. Þú sagðir það. Ég er að því. Að þínu eigin undirlagi. Og þú vilt að ég hætti! Vegna þess að mér mistekst. vegna þess að þér þvk- ir vænt um mig og vilt ekki að troðið sé á tilfinningum mínum? Er það þess vegna? — Sumpart, já, tautaði Blake. Adam horfði kuldalega á hann. — Eins og þeir segja hér um slóðir, þá er þetta hreinn hundaskítur. Leyfðu mér að leiða þig í allan sannleika. Þú komst hingað í vandræðum bín- um. Þú hélzt að þér hefði tekizt að sannfæra mig um að þú værir andlegtofurmenni: lífsleið- ur, kaldhæðinn. eldklár náungi sem hefði séð allt og kærði sig kollóttan um það allt saman. Sókrates skugganna! Ég skal viðurkenna að þú lékst hlut- verkið af prýði. Og þú hafðir rétt fyrir þér: Ég var sannfærð- ur. Press áttaði sig snemma og sagði mér að þú værir gervi- karl — þú manst eftir Preston Haller — en ég mótmælti. 1 fyrsta lagi trúði ég honum ekki; í öðru lagi hefði verið skolli hart að þurfa að viðurkenna að hafa látið blekkjast svo auð- veldlega. — Og ég hélt áfram að trúa. Og þú vissir það líka. 1 Blake- söfnuðinum var Adam Cramer postuli númer eitt! — Það var einmitt þetta sem þú þurftir. var ekki svo? Meðan þú hafðir mig — eða einhvem á borð við mig — sitjandi vtð fótskör þína, þá var allt í lagi. Þá gaztu látið sem þú værir eitthvað sérstakt — látið sem þú værir Max Blake. snillingur af fyrstu gráðu. Auðvitað. Ég hef heyrt að leikarar verði stundum að þeim persónum sem þeir eru að leika þá stundina. Þvi ekki það. Leiklist, skáldskapur, mál- aralist — þetta byggist allt á leyndri skíísófreníu — er ekki svo? Sem ég erlifandi, þvímeira sem ég hugsa um þetta, bví vissari verð ég um að þú trúðir þessu sjálfur — jafnákaft og ég! Og þess vegna hefurðu einmitt verið svona sannfærandi. — Ég vil ekki hlusta á þetta! hrópaði Blake reiðilega. — Þetta var fullkomin svið- setning, það verð ég að játa, hélt Adam áfram. — Það rétt- lætti lífemi þitt og fyllti upp í því nær allar eyðumar. 1 hópi Hvernig líkar þér? Ég elska þig. Allt í lagi. Settu það á blaðið. Settu á blaðið: Yfirvaraskegg Hvemig finnst þér:Brúnkýr? Hér framkallast bergmá'l. föður míns. Allt í lagi, — en Fínt. — einmitt: rödduð hljóð koma betur til baka. SKOTTA Ég vona að þú hafir ákveðið að fara eitthvað. Ég hleypti þessu ekki inn. Verkamenn óskast í fasta vinnu nú þegar. — Upplýsingar hjá verkstjóranum. H.F. KOL OG SALT. Listdansskóli Guðnýjar * Pétursdéttur Edduhúsinu, Lindargötu 9 A, Reykjavík og Auðbrekku 50, Kópavogi. Kennslan hefst mánudaginn 7. október, byrjenda- og framhaldsflokkar. — Innritun daglega frá kL 2—6 síð- degis í síma 12-4-86. Tilkynning frá Barnamúsíkskólanum Allir nemendur, sem innritazt haía í 11 bekk og eíri bekki Barnamúsíkskólans, komi til viðtals í skólanum íöstudaginn 4. október kl. 3—7 e.h. og hafi með sér afrit af stunda- skrá sinni. Nemendur forskólans, sem eru á skóla- skyldualdri, komi einnig. ÓGREIDD SKÓLAGJÖLD GREIÐIST UM LEIÐ. Nemendur forskóladeildar mæti með foreldr- um sínum til skólasetningar föstudag- inn II. október kl. 2. e. b. SKÓLASTJÓRINN. Verksmiðju vinna Starfsfólk, konur og karlar, óskast til verksmiðjustarfa nú þegar. Vaktavinna — yfirvinna. Hampiðjan H.F., Stakkholti 4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.