Þjóðviljinn - 04.10.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.10.1963, Blaðsíða 1
Föstudagur 4. október 1963 — 28. árgangur — 213. tölublað. Herforíngjar gera uppreisn í Hondaras Alsírþing veitír Ben Bella alræðisvald Sjá síðu @ Smyg/á Keflavíkur- flugvelli ALLMIKIÐ SMYGLMÁL er nú á döfinni á Keflavíkurflug- velli og komst tollgæzlan yf- ir þó nokkurt góss eftir skipulega leit í húsakynnum Loftleiða á flugvellinum. Er þetta heldur kostulegt vöru- úrval og er sem hér segir: 300 brjóstahaldarar, 144 drengja- húfur. eitt þúsund lyklakipp- ur með hreyfanlegum mynd- um af alsberu kvenfólki og 24 barnablússur. ÞK.TÁK LOFTLEIÐA-flugvélar komu hver eftir aðra frá New York í gærmorgun á austurleið og höfðu skamma viðdvöl á Vellinum. TOLLGÆZLAN fékk grun um smygl úr þessum flugvélum og eftir margra klukkutíma leit frá hádegi til kvölds hafðist upp á góssinu. RANNSÖKN er ennþá á frum- stigi og getur það orðið held- ur tvíbent fyrir viðkomandi aðila að halda því fram, að allt þetta góss sé til einka- afnotá fyrir sig og sína. Talar ekki við blaðamenn! Umdarifarna daga hefur Þjóð- viljiran gert ítrekaðar tilraunir til þess . að ná sambandi við Halldór Þorbjömsson sakadóm- ara til þess að inna ihann frétta af rannsókn ávísanasvikamáls Sigurbjarnar Eiríkssonar veit- ingamanns í Glaumbæ, sem hann hefur til meðferðar. Tilraunir þessar hafa þó eng- an árangur borið. Yfirheyrslur í máli þessu fara fram fyrir lokfcuim dyrum og rannsóknar- dómarinn svarar ekki í síma. Fékk fréttamaður blaðsins er spurði eftir honum í gær loks þá orðsendingu að hann talaði ekki við blaðamenn og gæfi þeim engar upplýsingar varð- andi málið! Ljóminn farínn af vorsamþykkt borgarstjórnar um íbúðabyggingamáfín: NGAR FRAMKVÆMDIR % ÁRI EFTIR SAMÞYKKTINA -^ OG TERTUNA VANTAÐI EKKI HELDUR Reglubundnar áætlunarferðir með farþegaþotum milli Amer- íku og Englands, um Island, eru hafnar, eins og skýrt hefur ver- ið frá í fréttum. Bandaríska flugfélagið Pan American hóf þessar ferðir með pomp og prakt á miðvikudaginn, bauð ekki einungis um eða yfir 20 íslenzkum og erlendum boðsgestum í fyrstu áætl- unarferðina til Lundúna, heldur efndi Iika til mikils fagnaðar í foringjaklúbbnum í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli i fyrra- kvöld, þar sem munu hafa verið um 400 manns. Innan um veizlu- föng á borðum hafði veríð komið fyrir fyrirferðarmikilli tertu með tilheyrandi áritun og yfir henni sveif stðrt líkan af DC—8 farþegaþotu. Alda Guðmuhdsdóttir, eina íslenzka flugfreyjan sem starfandi er hjá Pan American, sést hér afhenda Harry Girdler, forstjóra PANAM á Islándi, fyrsta stykkið sem hún skar af tert- unni góðu. — Sjá frásögn og myndir á áttúndu síðu blaðsins í dag. — (Ljósmynd I. M.). Lóðir undir niðursuðu- verksmiðju í Örfírisey Aðeins um sýndarmennsku hjá íhaldinu að rœða ¦ Þó að húsnæðisvandræðin í Reykjavík hafi sjaldan verið tilfinnanlegri en nú á þessu hausti, bólar enn ekkert á framkvæmd- um á samþykkt þeirri um ráðstafanir í bygg- ingarmálum, sem borgarstjórnin gerði ein- róma fyrir hálfu ári! .... Hörð gagnrýni á fundi í gær ¦ Gagnrýndi Guðmundur Vigfússon, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, þetta sleifarlag harðlega á fundi borg- arst'jórnarinnar í gæra en íhaldsfulltrúarnir töldu, allir með tölu, þessa frammistöðu til sóma, vísuðu frá tillögu um tafarlausar ráðstafanir til að hrinda þessum ályktunum í framkvæmd og sönnuðu þar með ótvírætt það sem marg- ir óttuðust í vor, þegar samþykktirnar voru jserðar, að þar væri aðeins um að ræða sýndarmennsku rétt fyrir almenn- ar kosningar en ekki heiðarlega tilraun til átaka í brýnu hagsmunamáli borgarbúa. borgarstjórn hefðu lagt fram til- legur sem gert hefðu ráð fyr- ir enn myndarlegra átaki í hús- Framhald á 2. síðu. •jtr Borgarstjórn Reykja- víkur samþykkti á fundi sín- tim í gær, að fresta að taka afstöðu til samþykktar hafn- arstjórnar frá 19. sept. sl. þar sem úthlutað var tveimur lóðum í Örfirisey undir nið- ursuðuverksmiðju, sem ís- lenzkir aðilar ætla að reisa þar í samvinnu við norska aðila. •k í fundargerð hafnar- stjórnar um þetta mál frá 19. sept. segir: „Einar Benedikts- son f.h. þeirra, sem hafa í hyggju að stofna niðursuðu- verksmiðju í samvinnu við Chr. Bjelland og Co., sækja um lóð fyrir væntanlega verksmiðju. — Hafnarstjórn samþykkir að gefa kost á lóð- unum Hólmabraut 12 Qg Ör- firisbraut 11. Einar Ágústs- son greiðir ekki atkvæði". T*r í sambandi við þetta mál bar Guðmumdur Vigfús- son, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, fram nokkrar fyrirspurnir: 1) Hivort stofn- að hefði verið formlegt félag um þetta og hverjir þeir væru, er Einar Benediktsson væri fulltrúi fyrir. 2) Hver væru eignahlutföll milli inn- lends fjármagns og erlends í þessu félagi, ef stofnað hefði verið. 3) Hve mörgum lóðum í Örfirisey er enn óráðstafað. •k Borgarstjóri svaraði því til að umræddir aðilar væru, auk Einars Benediktssonar, Árni Kristjánsson fram- kvæmdastjóri, O. Johnson og Kaaber og Lýsi h.f. Félagið væri. enn ekki formlega sto.fn- að, en gert væri ráð fyrir að um alíslenzkt hlutafélag yrði að ræða. Á umræðustigi málsins hefði verið rætt um að hinn norski aðili ætti tí- unda hluta hlutafjár, en frá því hefði verið horfið m.a. vegna vafa í löglýsingu. Ekki kvaðst borgarstjóri treysta sér til að gefa upp ákveðna tölu óráðstafaðra lóða í ör- firisey, en þær væru þó nokkrar. Borgarstjóri taldi eðlilegt að fresta ákvörðun borgarstjórnar um þetta mál þar til gengið hefði verið frá formlegri stofnun . uinrædds félags og flutti um þetta til- lögu, sem var samþykkt ein- róma. I Guðmundur Vigf ússon bar' fram þessa tillögu í málinu: „Borgarstjórn átelur, að ekki skuli enn bóla á framkvæmd þeirra samþykktar um ráðstaí- anir í byggingarmálum, er borgarráð gerði 15. marz sl. og borgarstjórnin staðfesti einróma á fundi sínum 21. s.m. Borgarstjórnin telur þetta sleifarlag því óafsakanlegra, sem skortur á fbúðarhúsnæði er nú jafnvel enn tilfinnanlegri hér í borginni en verið hefur um árabil og að mikils átaks er þörf til útrýmlngar heilsuspillandl húsnæðis og endurnýjunar á leiguhúsnæði borgarinnar. Borgarstjórnin ályktar þvi að fela borgarráði og borgarstjórn að gera tafarlausar ráðstafanir til þess að hrinda umræddri samþykkt í framkvæmd. Leggur borgarstjórnin áherzlu á að ein- skis verði látið ófreístað til að hraða þessum bvggmgarfram- kvæmdum svo sem framast má verða". 465 búa enn í herskálum •k Geir Hallgrímsson borgarstjóri uppl. á fundi borgarstjómar Reykjavík- ur f gær að nú um mán- aðamótin hafi enn verið búið í 114 herskálum í Reykjavík og íbúarnir par alls 465. Hefur íbúðar- bröggunum, að sögn borg- arstjóra, fækkað á þessu ári um 33. Ekki tók borg- arstjóri hinsvegar neitt fram um það, að með sömu þróun málanna tæki enn 3—4 ár að útrýma braggaxbúðum höfuöViorg- arinnar með öllu, þannig að líklegt má telja að enn verði búið í þessum skál- um, sem reistir voru til bráðabirgða af erlendu her- námsliði, þegar aldarfjðrð- ungurinn er liðinn síðan hermennirnir fengu þá til afnota. Samþykktin gerð einróma 1 framsöguræðu sinni fyrir til- lögunni rifjaöi Guðmundur upp fyrri umræður í borgarstjórn um húsnæðismálin og samþykktma sem um getur í tillögu hans, en meginefni hennar var: 1) að leita forkaupsréttar hjá Islenzk- um aðalverktökum á 48 íbúðum við Kaplaskjólsveg, eða gera aðrar ráðstafanir sem sambæri- legar teldust 2) Að byggja 12 hæða hús með 66 íbúðum við Austurbrún. 3) Að byggja 54 í- búðir í þriggja hæða húsum við Kleppsveg. Guðmundur minnti á að full- trúar Alþýðubandalagsins i Ráðuneytið hefur ekki fjallað um mál Lárusar Þjóöviljinn spurði Baldur Möller, ráSuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, um þaS í gær, hvort ráðuneytið hefði gert ráðstafanir til þess að Lárus Jóhannesson, núverandi forseti Hæstaréttar, yrði leystur frá störfum í réttinum um stundarsakir, meðan rannsökuð væri að- ild hans að víxlamálinu sem beinist gegn Jóhannesi syni hans. Baldur kvað ráðuneytið ekki hafa fjallað um það mál, enda hefði því ekki borizt nein formleg til- kynning um það frá saksóknara ríkisins eða sakadóm- ara að rannsóknin beindist m.a. gegn hæstaréttardóm- aranum. Baldur kvað engin ákvæði að finna í hæsta- réttarlögunum. um það hvað gera skyldi þegar þannig stæði á að opinber rannsókn beindist m.a. gegn hæsta- réttardómurum, þannig að um það yrði að fjalla sam- kvæmt almennum reglum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna. Hinsvegar hlyti það að vera mats- atriði hvenær ráðuneytið tæki frumkvæðí af slíku til- efni, og um slíkt frumkvæði af þess hálfu væri semsé ekki enn að ræða. Eins og Þjóðviljinn greindí frá í gær hefur Lárus Jó- hannesson boðað veikindaforföll í hæstarétti, og gegnir Þórður Eyjólfsson störfum hæstaréttarforseta á meðan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.