Þjóðviljinn - 04.10.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.10.1963, Blaðsíða 2
2 SlDA................................................MÓÐVILIINN --------------------------------------Föstudagur 4. október 1963 ÚRGANGSKOLI SEM FER í BRÆÐSLU I gær var verið að aka úrgangskola frá frystihúsunum inn að Klctti til bræðslu. Er þar um aö ræða koia sem ekki dæmist hæfur til frystingar. Er myndin af kolahaugnum á planinu hjá verk- smiðjunni. Enn eru ekki hafnar síldveiðar við Suðurland en það verður væntanlega um eða upp úr miiðjum þessum mánuði og tekur verksmiðjan þá til við síldarbræðslu af fullum kraftL — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). VéSskólinn settur í 48. sinn Engar framkvæmdir Véiskólinn í Keykjavík var settur 1. þ.m. í 48. sinn og flutti skólastjórinn, Gunnar Bjarnason ianga og ítarlega ræðu við það tækifæri og gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa I siglingamálum þjóðarinnar frá því skólinn var stofnaður og breytingum sem orðið hafa á kennslunni í skólanum í sam- ræmi við það. Þá ræddi skólastjórinn um kennsluna á vetri komandi. Sagði hann að sex bekkjardeild- ir yrðu starfræktar f skólanum, þar af þrjár fyrir vélstjóra og eru nemendur í þeim samtals 67. Þá verður starfrækt við skólann undirbúningsdeild fyrir tækninám erlendis og verður Fram- farabylting „Það má ekki koma fyrir, að hinn ágæti árangur við- reisnarinnar verði eyðilagð- ur með nýrri dýrtíðaröldu á borð við þá sem vinstri- stjómin arfleiddi þjóðina að fyrir jólin 1958“, segir Vísir í forustugrein í fyrradag. I hvaða veröld lifa þeir menn sem þannig skrifa? f tíð vinstristjórnarinnar — á næstum því hálfu þriðja ári — hækkaði vísitalan úr 186 st. eða í 202 st. eða rúm 16 st. samkvæmt gamla grundvell- inum, en það jafngildir átta stigum samkvæmt þeirri vísitölu sem nú er í gildi. Á fyrstu tveimur árum vinstri- stjórnarinnar hækkaði vísi- talan um sex stig aðeins samkvæmt gamla grundvell- inum, eða þrjú stig sam- kvæmt þeim sem nú hefur verið lögfestur. Aðalhækkun- in kom haustið 1958, en hún jafngilti 5 visitölustigum samkvæmt núgildandi grund- velli. Mönnum þótti þetta háskaleg verðhækkun, og Hermann 3onasson hotaði hana sem átyllu þegar Fram- sóknarflokkurinn guggnaði fyrir Shaldinú undir árslok 1958 og sleit stjórnarisam- virinunni. f hinni frægu af- sagnarræðu sinni talaði hann hún tvískipt og nemendur sam- tals um 50 að tölu. Gilda próf upp úr deildinni sem inntöku- próf í tæknifræðiskóla í Dan- mörku og Noregi. Loks verður við skólann tæknideild fyrir raf- virkja og verða í henni átta nemendur. Alls munu því um 125 nemendur verða í skólanum í vetur. Þær breytligar verða á kenn- araliði skólans að Bemharður Hannesson tæknifræðingur kem- ur að skólanum á ný. Kennir hann rekstrartæknifræði við tæknideild rafvirkja auk mæli- tækrii. Er þessi kennsla algert nymæli við skólann. Einnig tek- ur Jón Sólmundsson upp fyrri störf _við skólann en hafði £rí um „háskalega verðbólguþró- un“ og „nýja verðbólguöldu" sem væri „skollið yfir“. En nú má sú verðhækkun sem öllum óx í augum haust- ið 1958 teljast hégóminn ein- ber í samanburði við við- reisnina og í rauninni tákn um stöðugt verðlag. Dýrtíð- in hefur vaxið næstum því fimmfalt örar i tíð viðreisn- arstjórnarinnar en meðan vinstristjómin fór með völd, þótt nú taki steininn úr. Síð- ari hluta septembermánaðar skýrði hagstofan frá þvi að framfærsluvísitalan hefði hækkað um fimm stig í mánaðarbyrjuri. Nokkrum dögum síðar kom til fram- kvæmda stórfelldasta verð- hækkun sem orðið hefur á landbúnaðarvörum á fslandi síðan í heimsstyrjöldinni fyrri, og a.m.k. fimm vísi- tölustig bættust enn við. Þannig hafði vísitalari hækk- að um 10 stig á einum mán- uði, en það jafngildir 20 stigum samkvæmt gamla grundvellinum. Á einum ein- asta mánuði hafði verðbólg- an semsé magnazt örar en alla þá 28 mánuði sem vinstristjómin var við völd! Megum við biðja um „nýja dýrtíðaröldu á borð við þá sem vinstristjómin arfleiddi þjóðiriá að fyrir jólin 1958“. Það yrift sanriköfluð fram- farabyltin'g í efnahagsmál- um. — AnstriL frá áramótum í fyrra vegna veikinda. Að lokum ávarpaði skólastjór- inn nemendur og fórust honum m.a. orð á þessa leið: „Þið, sem hefjið nú nám hér í skólanum munið fljótt kom- ast að því að Það er allt stremb- ið. Látið ykkur ekki detta í hug að árarigur náist án vinnu og fyrirhafnar. Ég ræð ykkur ein- dregið frá því að slá á nokkurn hátt slöku við námið með það í huga að ná þvi upp siðar. Það er ekki hægt. Takið námið föstum tökum frá upphafi og verið athafnasamir og virkir í því. Það er löngu úreltur hugs- unarháttur að líta á nám, sem einhvers konar hvildartíma eða föndur. Námið krefst jákvæðs framlags hvers einasta nem- anda, ef viðhlýtandi árangur á að fást. Ég get fullvissað ykkur um að það er einlæg ósk okk- ar allra kennaranna að verða ykkur að sem mestu liði í við- leitni ykkar, en aðalvinnuna við að tileinka ykkur námsefnið verðið þið sjálfir að legglja fram. Ef svo er ekki verður framlag okkar gagnslítið. Eins get ég fullvissað ykkur um, að þegar þið farið að ná tökum á efninu mun ykkur þykja þetta skemmtileg vinna.“ Minningargjöf til Hallveigar- staða Gísli Magnússon, Miklubraut 52 í Reykjavík færði fram- kvæmdanefnd Hallvejgarstaða fyrir skömmu gjöf að upphæð kr. 1.000,00 — eitt þúsund — til minningar um konu sína ICat- rínu Runólfsdóttur. Katrín var fædd 8. september 1889, en lézt árið 1952 hér í bæ. en lengst af bjuggu þau hjón í Borgamesi, og var heimili þeirra rómað fyrir gestrisni og mynd- arskap. Framkvæmdanefndin er þakklát fyrir þessa góðu gjöf. Kviknaði í hlöðu Kolviðarnesi í Eyjahreppi 3/10 — Eina nóttina kviknaði í hlöð- unni héma á bænum og var um sjálfsíkviiknun í heyinu að ræða. Þegar fólkið kom á fætur um morguninn varð það vart við mikinn reyk og hófst þegar handa að komast fyrir brunann. Fólk af næstu bæjum dreif á vettvang og var mokað í snar- hasti öllu heyinu úr hlöðunni. Fjósið er áfast við hlöðuna og þótti tryggara að reka kýmar út meðan komist var fyrir eld- inn. Heyið var vátryggt Framhald af 1. síðu. byggingarmálum borgarinnar, en þó fagnað mjög og talið miklis- virði þá samþykkt sem borgar- stjómin gerði 21. maí, einkum vegna þess að með henni hefði borgarstjómarmeirihlutinn við- urkennt þörfina á byggingu leiguhúsnæðis og talið rétt að stefna að því að borgarsjóður léti fullgera íbúðimar sem hann reisti en léti þær ekki frá sér hálfgerðar. Sarrnþ. borgarstjóm- arinnar hefði verið gerð ein- róma í trausti þess að um sýnd- artillögur væri ekki að ræða hjá meirihlutanum. Engar framkvæmdir hafnar ennþá Guðmundur Vigfússon gerði síðan rækilega grein fyrir því, að enn væri ekkert farið að framkvæma í byggingarmálum þessum. Sú frammistaða væri ó- afsakanleg og yrði fyrst og fremst að skrifast á reikning borgarstjórans sem ætti að siá um að farið væri eftir sam- þykktum borgarráðs og borgar- stjómar. Vinnubrögð þessi sýndu tvennt: 1) Virðingarleysi gagn- vart samþykktum borgarstjóm- Tenórsöngvarinn Gestur Guð- mundsson efndi til annarrar söngskemmtunar sinnar hér í borg síðastliðið þriðjudagskvöld, hinn 1. október. Efnisskrá Gests var sett sam- an áþekkt þeirri, sem hann hafði valið sér fjrrir fyrstu tónleika sína í janúar síðastliðinum. Nú eins og þá hóf hann söng sinn á erfiðasta og kröfuharðasta viðfangsefninu. Þá var það ,,Vegfarinn“ eftir Schubert, nú ,,Adelaide“ eftir Beethoven. Þó að þetta heimti yfirleitt mikið öryggi af söngvaranum, þarf ekkert að vera við það að at- huga út af fyrir sig, ef allt er annars með feUdu. En hér voru aðstæður söngvaranum ekki að öllu hliðhollar: áheyrendabekkir ekki hálfskipaðir og tónleikagest- ir að ryðjast í sæti sín, meðan stóð á flutningi upphafslagsins. Ef Gestur hefði þekkt betur á reykvíska hlustendur, þá hefði hann leyft sér þann munað að koma fáeinum mínútum of seint inn á söngsviðið, er kyrrð 'hefði verið komin á í salnum. Þrátt fyrir þetta bar flutning- urinn á þessu mikla sönglagi Beethovens vitni um vandlegan undirbúning og skilningsríka af- stöðu til viðfangsefnisins. Sama máli gegnir um hin lögin þrjú eftir sama höfund. arinnar og 2) tillitsleysi gagn- vart þeim fjölskyldum sem e-nn verða að hírast í lélegu húsnæði. Anægður með frammi- stöðu sína Geir Hallgrímsson borgar- stjóri svaraði fyrir hönd íhalds- meirihlutans og virtist hinn á- nægðasti með frammistöðu sína. Sagði hann að „sett hefðu verið í gang öll þau atriði sem sam- þykktin fjallaði um“, meiningin væri að ganga bráðlega til samn- inga um kaupin á Kaplaskjó's- vegaríbúðunum o.s.frv. Bar hann fram tillögu til frávísunar, sem fhaldsfulltrúamir greiddu sem vænta mátti allir atkvæði: Auð- ur Auðuns, Geir Hallgrímsson, Þórir Kr. Þórðarson, Baldvin Tryggvason. Úlfar Þórðarson, Gróa Pétursdóttir, Guðjón Sig- urðsson, Gísli Halldórsson, Þór Sandholt og Óskar Hallgrímsson krati. Á móti frávísunartillög- unni greiddu atkvæði þrír fuU- trúar Alþýðubandalagsins í borgarstjórn: Guðmundur Vig- fússon, Alfreð Gíslason og Ás- geir Höskuldsson og Framsókn- armennimir Bjöm Guðmunds- son og Kristján Benediktsson. Næst á efnisskrá komu fimm íslenzk lög: „1 rökkurró" eftir Björgvin Guðmundsson, ,,Fjól- an“ eftir Þórarin Jónsson, „Mamma“ eftir Sigurð Þórðar- son og Kaldalóns-lögin „Lofið þreyttum að sofa“ og „Vorvind- ar“, — að hinu síðasta undan- teknu undarlegt sambland af dá- lítið væminni tilfinningasemi ýmislegrar tegundar, bæði að því er varðar sönglög og texta (og er þó ekki þar með verið að segja, að þessi lög séu að öðru leyti léleg). 1 þessum þætti efnisskrárinnar bætti söngvarinn litlu við það, sem hann hafði áður unnið. Bezt fannst undirrituðum söngvaranum takast í fjómm ó- perulögum, er hann flutti að lokum. Virðist af því mega ætla, að framtíðarvettvangur hans muni aðallega vera óperusviðið. Margt í þessum flutningi bendir til þess, að honum muni góðir dramatískir hæfileikar gefnir. Það kom einnig aUvel fram í ,,Bikarnum“ eftir Eyþór Stefáns- son, sem hann flutti utan efn- isskrár. Kristinn Gestsson frá Akureyri aðstoðaði söngvarann. Tókst hon- um það að mörgu leyti vel, þó að hann eigi eftir að afla sér melrl þjálfunar á því sviði. Fantasía um fólk og lítil sinfónía Framhald af 12. síðu. hans þar var Gunther Schul- ler, er stjórna mun flutninrí Sinfóníunnar á þessu nýj- verki Leifs. Meðan Leifur dvaldi í New York voru verk eftir hann flutt opinberlega bæði þar og í San Francisco og 1961 voru haldnir sjálfstæðir tónleikar með verkum eftir hann í New Composers Forum í New York. Þá hafa verk eftir hann oftar en cinu sinni verið flutt á norrænu tónlistarhátíðinni og tvisvar á IECM1 hátíðinni þar sem hljómsvcitarvcrkið Flökt eftir Þorkel Sigur- björnsson var tekið til flutn- ings í vor, eins og menn rek- ur minni til. Allmörg verk Leifs hafa vcrið flutt hér heima á undanfömum árum. bæði af Sinfóníunni, í útvarp og á kammertónleikum. Jafnframt námi sinu f New York, hefur Lcifur verið fréttaritari Ríkisútvarpsins hjá SÞ og hér heima hefur hann skrifað tónlistargagn- rýni í Vísi. Hann er giftur Ingu Huld Hákonardóttur og eiga þau tvö börn. í símtali við Þjóðviljann, sagði Leifur, að Sinfónía væri skrifuð fyrir þau hljóðfæri sem tiltæk væru hér og að flutningur hennar mundi taka tuttugu til þrjátiu minútur. íþróttir Framhald af 5. síðu. myndu fljótlega tryggja að sKkir staðir myndu verða eft- irsóknarverðir fyrir hina yngri. Iþróttasambandið er nú fjol- mennasta æsikulýðshreyfing landsins. 1 sambandinu eru 230 félðg, 27 héraðssamibðnd, 7 sérsambönd með samtals um 25000 meðlimum, þar af eru 15000 virkir félagar. Eu þrátt fyrir þennan fjölda, sem æfir og leggur stund á íþrótt- ir í tómstundum símnn, er það staðreynd, að áherzlu þarf að leggja á að ná til enn fleiri, og gera að virkum félögum. Til þess að það sé hægt, vesrð- ur að auka alla útbreíðslu- starfsemi ISl. Það þarf að styrkja héraðssamböndin sér- staklega, svo og auka allt starf Iþróttasamibandsins, svo að það verði þess umikomið að valda því þýðingarmikla hlut- verki, er það hefur að gegna í þjóðfélaginu, fyrir allan æskulýð landsins. Gleymið ekki að mynda bamið. Fleygið ekki bókum Kaupum óskemmdar ís- lenzkar og erlendar bæk- ur og skemmtirit. Fornbókaverzlun Kr. Kristjánsson Hverfisgötu 26, sími 1 14179. B. F. KHAKI Söngskemmtun Gests Guimundss. Kristinn Gestsson og Gestur Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.