Þjóðviljinn - 04.10.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.10.1963, Blaðsíða 8
g SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Föstudagur 4. október 1963 illiltt Blaðakonum borið góðgœli Finnsk flugfreyja býður gestum um borð í ,,Norðanvindi“ góð- gæti. Það eru blaðamenn Tímans og Morgunblaðsins, sem i sætun- um sitja, þær Kristín Halldórsdóttir og Elín Pálmadóttir, og kimnu bersýnilega að meta það sem fram er reitt. (Ljósm. I.M.). Á undan áætlun í fyrstu áætlunar feri þotunnar Buddaveður var j Reykjavík pegar hópur gesta, sem Pan American World Airways flug- íélagið bandaríska hafði boð- ið í fyrstu áætlunarferð þotu um fsland, lagði upp í lang- ferðabifreið frá Reykjavík á- leiðis til Keflavíkurflugvallar eldsnemma í fyrramorgun. Og enn átti veðrið eftir að versna, svo að við brottför þotunnar kl. hálf níu var hávaða rok og mikil rigning. Hafði Harry Girdler, forstjóri PANAM á íslandi, áhyggjur af því að fresta yrði áætlunarferð þot- unnar vegna illviðrisins, en skyggni var þó rétt nægilegt til umferðar um völlinn og á- byggjur forstjórans fóru veg allrar veraldar, þegar „Norð- anvindurinn" hinn rennilegi farkostur, þaut eftir flugbraut- inni á móti sunnanstorminum og rigningunni, lyftist frá jörðu og kleif bratt upp í há- loftin. Gert hafði verið ráð fyrir að flogið yrði í 29 þúsund feta hæð til Skotlands, en flugið var enn hækkað upp í 32 þús. fet og loks 35 þúsund fet til þess að komast upp fyrir veðravítið í kyrrara loft. Síð- an var flogið o;far veðrum á hinn þægilega hátt og við ríkulegan viðurgjörning til Prestvíkur á Skotlandi, ann- ars af flugvöllunum við Glasg- ow, og lent þar eftir 1 klst. og 45 mín flug. Þama var höfð þriggja stundarfjórðunga við- dvöl en haldið síðan áfram til London og lent á Lundúna- flugvelli eftir 45 mínútur Pan American bauð gestum í þessarl íerð og fleirum til hádegisverðar í Skyway-hótel- inu nýja við flugvöllinn. Þang- að kom m.a. Hendrik Sv. Bjömsson, amba-ssador fslands í London, og flutti stutt ávarp yfir borðum. Einnig talaði Ken Leach, sölustjóri Pan American í London og Brynj- ólfur Ingólfsson ráðuneytis- stjóri í samgöngumálaráðu- neytinu, sem var í hópi gest- anna sem flugu með þotunni, en meðal annarra boðsgesta voru Penfield ambassador Bandaríkjanna á íslandi, Haukur Classen skrifstofu- stjóri flugmálastjómarinnar, fulltrúi íslenziku flugfélaganna, ferðaskrifstofumenn og blaða- menn. Það má segja að um kappát hafi verið að ræða á Skyway- hóteli, því að tíminn til stefnu var naumur: „Norðanvindur- inn“ beið ferðbúinn á Lund- únaflugvelli og hóf sig þaðan á loft kl. 4 eftir staðartíma, lenti eftir 50 mín. flug í Prest- vík og hélt síðan áfram ferð- inni til íslands. lænti þotan á Keflavíkurflugvelli á áttunda tímanum á miðvikudagskvöld- ið og var þá nokkuð á undan áætlun. Það hafði byrjað vel á heimleiðinni. Svo sem fyrr segir var vel séð fyrir boðsgestum á leið- unum og til þess að gera þessa för en ánægjulegri fslending- unum, hafði eina íslenzka flug- freyjan sem starfar nú hjá Pan American World Airways verið fengin til fararinnar. Hún heitir Alda Guðmunds- dóttir og hóf störf hjá PAN- AM fyrir liðlega 3 árum ásamt annarri íslenzkri stúlku, Val- gerði Jónsdóttur, sem hætti störfum þar eftir fáa mán- uði er hún gekk í það heil- aga. Alda hefur kunnað vel við sig í flugfreyjustarfinu vestra og einkum unnið í þot- um, sem fljúga frá vestur- strönd Bandaríkjanna til Honululu, Ástralíu, Viet-Nam og Filippseyja. Júgóslavar borga skatt til S.Þ. Stjórnarvöldin í Júgóslavíu hafa skýrt frá því að ríkið muni nú hefja greiðslur á sín- um hlut útgjaldanna vegna að- gerða Sameinuðu þjóðanna í Kongó og muni landið taka bátt í kostnaðinum vegna að- gerða þessara þar til 30 júní næsta ár. Aðalfulltrúi Júgóslavíu hjá Sameinuðu þjóðunum skýrði frá því að Júgóslavar muni greiða gjöld þau sem komið hafa í þeirra hlut fyrir að- gerðirnar á tímabilinu 1. nóv- ember 1961 til 31. desember 1963. Benti sendiherran sér- staklega á þetta tímabil sé einmitt ráðningartími Ú Þants framk væmdastj óra. Ein af DC-þotum Pan American World Airways á flugl. UM 20 DC-8 ÞOTUR í EIGUPANAMERICAN „Norðanvindurinn" þotan sem fór fyrstu áætlunarferðina milli Ameríku og Englands um ísland í fyrradag, er af gerðinni DC-8, ein af tuttugu slíkum flugvélum sem eru í eigu Pan American viðsvegar um heim. Félagið á nú yfir 60 fanþegaþotur, sem notaðar eru á lengri flugleiðunum; að- eins tiltölulega fáar skrúfuvél- ar eru enn í notkun hjá félag- inu og þá aðeins á stytztu flugleiðunum. farrými og almnening eins og er t.d. í „Norðanvindi". Þetta eru að sjálfsögðu geysidýr tæki. Einhver um borð í þotunni á miðvikudaginn nefndi 6 miUj. dollara eða 260 þús. ísl. kr. sem kostnaðarverð DC-8 og því var bætt við að nú þyrfti að gefa álíka mikið fyrir einn af P&W þrýstilcftshreyflunum í þot- unni og notaðri fjögurra hreyfla skymastervél! Truman vill aS Bandaríkin gefi Kínverjum kornvörur DC-8 þoturnar eru knúnar fjórum þrýstiloftshreyflum af gerðinni Prat and Witney og er meðalflughraðinn um 920 kílómetrar á klukkustund. Þot- urnar hafa það mikinn elds- neytisforða að þær geta hæg- lega flogið án viðkomu yfir heimshöfin, frá Vesturströnd Bandaríkjanna til Tokíó í Japan og milli Chicago-borgar og allra meiriháttar borga Evr- ópu. Þotur þessar geta borið allt að 168 farþega, færri ef far- þegarými er skipt niður í 1. Harry Truman, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. ritaði nýlega grein í New York Journ- al American og lætur hann þar í Ijós þá skoðun sína að Banda- ríkin eigi að bjóða Kínvcrjum að veita þeim ákvcðið magn af korni í efnahagsaðstoð. Truman segir að mál sé til þess komið að eitthvað verði gert til þess að reyna að draga úr fjandskap Kínverja í garð vesturveldanna. Bendir hann meðal annars á þá vankanta sem það hefur í för með sér að Kínverjar eru útilokaðir frá Sameinuðu þjóðunum. Truman ERU BAUGAR O JUPI- TER LÍKT 0G SATÚRNUS? Þetta er ekki Júpiter, hcldur Satúrnus með baugana umhverfis. Til þessa hafa menn talið að baugar þessir væru ekki um neina aðra plánetu. Sovézki stjörnu- fræðingurinn Sergei Vesksvjatskíj hefur komið fram með þá tilgátu, að stærsta plánetan í sólkerfi voru, Júpíter, hafi einnig um sig hala- stjörnubaug líkt og Satúrnus. Stjörnufræðingur þessi seg- ir, að orsök þess að baugur þessi hefur ekki verið sýni- legur þær þrjár aldir, sem gerðar hafa verið stjörnu- fræðilegar athuganir með öflugum sjónaukum, megi ef til vill rekja til þess að þétt- leiki hans sé lítill. Rák um Júpíter þveran Til þess að finna tilgátu sinni stoð í veruleikanum, tók Sergei sér sérstaklega fyrir hendur að leita auð- kenna sem bentu til að um baug sem þennan væri að ræða. Fyrst og fremst var það nauðsynlegt að koma auga á skugga, sem slíkur stjambaugur myndaði á plánetunni, en skugginn frá hringnum umhverfis Satúrn- us er jafnan vel sýnilegur í góðu sjóntæki. Vísindamað- urinn athugaði gaumgæfilega fjöldann allan af myndum, teikningum og uppdráttum af Júpíter, sem hinir reyndustu stjörnufræðingar höfðu gert á ýmsum tímum. Og þá kom Nýstárleg kenning sovézks st/ornufræðings i ljós, að þvert á miðbaugs- línu Júpíters var eins og dregið þunnt strik, eða rák. Veittu menn þessari rák athygli um miðja nítjándu öld. 1/100 þver- málsins Á teikningum, sem gerðar eru með hjálp hinna stærstu sjónauka, er hægt að sjá þessa fínlega dregnu rák, sem að gildleika er um hundraðasti hluti þvermáls olánetunnar, við miðbaugs- !ínu. Rák þessi gæti verið eitt- hvað á yfirborði plánetunn- ar og til þess að reyna að ganga úr skugga um hvort svo væri, bar Vseksvjatskíj prófessor saraan ýmsar myndir er dregnar voru upp í mismunandi stöðu sólar og jarðar. Komst hann að þeim athugunum loknum að niður- stöðu sem hann telur að styðji kenningu sina enn frekar. ! JSKC' -tj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.