Þjóðviljinn - 05.10.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.10.1963, Blaðsíða 1
lilifl f'' <■ «»iv IPÍPP :: Laugardagur 5. október Í1963 —28. árgangur — 214. tölublað. MuniS styrkfarmannakerfi Þ'ióSvHJans Skrifsfofur að Þórsgötu 1 og TJarnar- gótu 20 opnar i dag frá kl. 10-12 f.h. SIORFELLDUR FJARDRATTUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG? Greiðslur af íbúðalánum hurfu hjá háttsettum embættismanni Aldarfjórðungs heillastarf Cm þessar mundir er SÍBS aldarfjórðungs gamalt. Starf SÍBS og glæsilegrur árangur er rakið nánar í frétt á 12. síðu blaðsins í dag. — Myndin hér að ofan er frá Reykjalundi og sýnir einn vistmanninn vinna að plastmótagerð. Félagsdómur hef ur starfað í 25 ár Réttur aldarfjórðungur er í dag, 5. október, liðinn síð- an Félagsdómur hóf störf. Á þessu tímabili hefur dómur- inn fengið til meðferðar mikinn fjölda mála, flest á einu ári 28 mál, en algengustu málin eru þau sem risið hafa vegna kjarasamninga. ■ Þjóðviljinn hefur haft veður af því að komið sé upp allein- kennilegt mál í sambandi við Gnoðarvogshúsin svonefndu, sem Reykjavíkurborg lét reisa á sínum tíma og seldi síðan einstakling- um íbúðirnar. * Þjóðviljinn hefur ástæðu til að ætla að hér sé um að ræða fjárdrátt hjá lögfræðingi, sem er einn af háttsettari embættis- mönnum borgarinnar, og muni vera um mjög háa upphæð að ræða. Þriggja ára telpa fyrir bíl Tæplega þriggja ára tölpavarð fyrir fólksbifreið á Bergstaða- strætinu í gær um hálf fjögur leytið. Litla telpan hljóp fyrir bílinn, sem var á hægri ferð og hlaut nokkur meiðsli og varflutt á Slysavarðstofuna. Hún er samt ekki talin brotin. Litla telpan heitir Hulda Ragna Gestsdóttir og er til heimilis að Bergstaða- stræti 15. Málin, sem Félagsdómur hef- ur fengið til meðferðar, eru að sjálfsögðu misumfangsmikil, en þau sem mesta athygli hafa vak- ið eru kannski Hlífarmálin, sem dómurinn fjallaði um á fyrsta starfsári sinu 1939, og mál Landssambands íslenzkra verzl- unarmanna gegn Alþýðusam- bandi fslands á sl. ári. Um þessar mundir er eitt mál fyrir Félagsdómi, mál Guðmund- ar útgerðarmanns á Rafnkels- stöðum vegna síldveiðisamning- anna 1962. Hákon Guðmundsson hæsta- Stuttgart- óperan kemur ekki Þjóðleikhússtjóri skýrði frétta- mönnum svo frá í gær að vegna veikindaforfalla aðalsöngvara Stuttgartóperunnar gæti ekki orðið af komu hennar hingað til lands í haust eins og ráðgert hafði verið. réttarritari, formaður Félags- dóms, hefur átt sæti í dómnum frá upphafi, svo og Gunnlaugur Briem ráðuneytisstjóri. Aðrir dómendur eru Einar B. Guð- mundsson hrl., Einar Arnalds yfirborgardómari og Ragnar Ól- afsson hrl. Á 4. síðu blaðsins í dag er nánar sagt frá störfum Félags- dóms, skipan hans og verksviði. Mál þetta er þannig vaxið að fyrir nokkru fóru sumum þeim er keypt höfðu Gnoðarvogsíbúðir af bænum að berast innheimtu- bréf frá Reykjavíkurborg fyrir greiðslum í sambandi við íbúða- kaupin sem þeir voru fyrir löngu búnir að inna af hendi og búnir að fá kvittanir fyrir frá þeim aðila sem hafði með þessi mál að gera hjá borgar- skrifstofunum. Er Þjóðviljanum kunnugt um nokkur dæmi þessa. Þjóðviljinn snéri sér í gær til Guttorms Erlendssonar forstöðu- manns endurskoðunardeildar Reykjavíkurborgar og innti hann eftir þessu máli. Viðurkenndi hann að mál þetta væri nú til athugunar hjá endursko.ðunar- deildinni en hann gæti ekki að svo stöddu gefið skýringu á því hvemig á því stæði að verið væri að krefja kaupendur Gnoð- arvogsíbúðanna um greiðslur sem þeir væra búnir að standa skil á til borgarinriar. Þama V erklýðsh'rey f ingin á Norðurlandi ræðir kjaramál og skipu- lagsmál. •— Sjá 2. síðu. hefðu einhver alvarleg mistök orðið,. en í hverju. þa,u lægju væri enn ekki . búið að. komast að rdun um. hjóðviljinn yæntir þess að sjálfsögðu að borgaryfirvöldin Hraði rannsókn á þessu alvariega rnáli1 til þéss að sém fyrsí fáist úr því sfeorið hváð þarna er á séyði. Gamli lauí-íots- spítalim rifínn í DAG verða síðustu sjúkling- arnir fluttir úr gamla Landa- kotsspítalanum, en svo er Sjúkrahús heilags Jósefs nefnt í daglegu tali. St. Jósefs-spítali tók til starfa 17. ágúst 1902 en í fyrradag var byrjað að rifa hann nið- ur. ☆ ☆ ☆ ÞAÐ ER Sigurður Kjartansson húsameistari, sem annast það verk og skal því samkvæmt samningi vera lokið fyrir ár*- mót. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). HVAÐ ER SUPUKJOT? ■ Undanfarið hefur þráfaldlega verið kvartað yfir of háu verði á súpukjöti hér í bæ. Er hið aug- lýsta verð kr. 44,40, en selzt í kjötbúðum á 49,75. ■ Þjóðviljinn átti í gær tal við Kristján Gíslason, verðlagsstjóra. Sagðlst Kristjáni svo frá, að verð- lagsstofan hefði málið til athug- unar, yrði það lagt fyrir fram- leiðsluráð landbúnaðarins og svo sex manna nefndina. Er fundur í sex manna nefndinni í dag, og verður málið tekið til meðferðar. Kvaðst Kristján ekki geta meira um málið sagt á þessu, stigi, en mikið hefði verið um kvartanir til skrifstofunnar vegna þessa. ■ Þá má geta þess, að á verð- listum kjötkaupmanna stendur verð á súpukjöti kr. 44,40. í næstu línu stendur svo „sagaðir hrygg- ir, læri og frampartar“ á kr. 49,75. Nú spyr fólk eðlilega, hvað sé þá eftir í súpukjöt. Að sögn halda kaupmenn því fram, að ef kjöt- ið sé keypt „holt og bolt“ sé unnt að fá það á auglýstu súpukjöts- verði, en sé það hinsvegar valið, sé hærra verðið í gildi. Fimm ára drengur fyrir bi! Fimm ára drengur varð fyrir sendiferðabifreið á Hringbraut- inni um hálf sex leytið í gær- kvöld. Var það á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu. 1 ljós kom að sendiferðabifreið- in var hemlalaus að aftan og var gott skyggni og gatan þurr. Litli drengurinn hlaut áverka á höfuð og var fluttur á Slysa- varðstofuna. Hann heitir Hann- es Friðriksson til heimilis að Þingholtsbraut 31 i Kópavogi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.