Þjóðviljinn - 05.10.1963, Page 2

Þjóðviljinn - 05.10.1963, Page 2
2 SÍÐA ÞlðÐVILJlNN Laugardagur 5. október 1963 Verkalýðshreyfingin á Norðurlandi ræðir kjaramálin og skipulagsmál Þing Aíþýðusambands Norðurlands verður háð á Akureyri nú um helgina og verður þar fjallað um kjaramálín og skipulagsmál verkalýðshreyf- ingarinnar, en þau mál eru brýnt úrlausnarefni allrar íslenzku verkalýðshreyfingarinnar á þessu hausti. Þingið verður sett á Ak- ureyri í dag, laugardag. Það verður háð í Alþýðuhúsinu og hefjast þingfundir um fjögurleytið síðdegis. tÉr Þjóðviljinn hafði í gaer Kaupmönnum finnst sinn hlutur fyrir borð borinn Fyrir skömmu héldu Félag matvörukaupmanna og Félag kjötverzlana í Reykjavík sam- eiginlegan fund í Leikhús- kjallaranum og var fundarefni verðlagsmál, rekstrargrund- völlur matvöruverzlana og af- koma þeirra. A vegum félaganna hefur <S> Gerizt áskrifendur að Þjóðviijanum verið starfandi að undanfömu, verðlagsmálanefnd sem m.a. hefur haft það hlutverk á hendi. að rannsaka rekst.rar- grundvöll og afkomu matvöru- verzlana. Ólafur J. Ólafsson, löggiltur endurskoðandi, hefur staðið fyrir rannsókninni, og var hann mættur á fundinum og skýrði niðurstöður rann- sóknar sinnar og nefndarinnar. Til grundvallar rannsókninni voru lagðir rekstursreikningar verzlana fyrir árið 1961 og 1962, en þar sem viðkomandi verzlanir eru misgamlar, ým- ist í einkaeign eða hlutafélög, voru gerðar viðeigandi þreyt- ingar í einstökum liðum reikn- inganna til þess að gera þá sambærilega hvem öðrum. Niðurstaða rannsóknanna sýnir að á árinu 1961 og 1962 hafa matvöruverzlanir almennt ver- ið reknar með halla og það Heim- ilisböl Morgunblaðið birtir í gær leiðara um Framsóknarflokk- inn. Ekki virðist leiðarinn vera skrifaður af neinu sér- stöku tilefni, heldur hefur hann að geyma almenna dóma. Framsóknarflokkur- inn „er í dag staddur á flæðiskeri"; hann er upp- vis að „ræfildómi“ sem veldur „vandræðum og öng- þveiti"; hann hefur „eng- an bandamann átt nema hinn Moskvustýrða kommúnista- flokk“; hann er „gersamlega úrræðalaus"; hann „hefur barizt ofstækisfullri baráttu" enda „örlar hvergi á sjálf- stæðri tilraun til þess að marka ábyrga stefnu gagn- vart vandamálum þjóðfélags- ins“. Á þessa leið heldur Morgunblaðið áfram þar til heilum dálki er lokið og tími kominn til að setja punkt. Þannig virðist efni forustu- greinarinnar vera það eitt að gefa Sigurði Bjamasyni tækifæri til þess að skeyta skapi sínu á Framsókn, likt og þegar hundi er sveiað. En forustugreinin er annað og meira en skapsmunalumbra ritstjórans, og þar er í raun- innl alls ekki verið að tala við Framsókn. Þetta er árás á þá menn innan Sjálfstæð- isflokksins sem beita sér fyr- ir því að Framsókn verði tekin inn j viðreisnarstjórn- ina og eru þegar teknir að þukla á ýmsum leiðtogum Framsóknarflokksins í því skyni. Öllum er Ijóst að við- reisnarstefnan er hrunln, og ósamkomulag stjórnarflokk- anna magnast með hverjum degi, eins og marka má af skrifum Alþýðublaðsins. Því eru leiðtogar íhaldsins að velta því fyrir sér hvemlg þeir eigi að fara að því að hanga í völdunum engu að síður; sumir telja óhjákvæmi- legt að taka upp aftur gömlu helmingaskiptaregluna; aðrir telja að núverandi stjómar- flokkar geti bjargað 6ér um skeið með nýrri gengislækk- unarkollsteypu án þess að semja við Framsókn. Um þetta eru nú illvígar deilur í Sjálfstæðisflokknum og raunar einnig innan Alþýðu- flokksins. Forustugreín Morg- unblaðsins er til marks um það hversu alvarlegt heimil- isbölið er ojðið. v Til-1 valið [ Alþýðublaðið, málgagn j sjávarútvegsmálaráðherrans, : greinir frá þvi í gær að er- [ lend tilboð hafi borizt í stóru • togarana fjóra sem eftir eru • í landinu þótt enn sé ekki : ráðið hvort þeir fari sömu [ leiðina og Freyr. Eru boðnar [ 120 milljónir króna í alla [ togarana, en sú upphæð ætti » að hrökkva nokkum veginn ■ til þess að greiða kostnaðinn : af bílakirkjugarðinum í Foss- [ vogi, sem viðskiptamálaráð-: herrann ber ábyrgð á. Þann- » ig hafa Bmil og Gylfi gullið : tækifæri til að leysa erfið- : ustu viðfangsefni sín í náinni \ samvinnu. — Austri. : enda þótt laun eiganda eða vextir af eigin fé væri ekki reiknað til gjalda viðkomandi fyrirtækja. Þá er það ennfremur vitað, að á yfirstandandi ári hafa þegar orðið þrjár launahækk- anir hjá starfsmönnum fyrir- tækja þessara, auk allveru- legra hækkana á ýmsum öðr- um kostnaðarliðum. Er því sýnilegt, að á árinu 1963 kem- ur afkoma þessara sömu fyrir- tækja til með að verða ennþá lakari. Verðlagsyfirvöldum hefur verið gerð fullkomin grein fyrir þessu, bæði nú og áður, og verður nú eigi lengur hjá því komizt. að leiðrétta gild- andi verðlagsákvæði þannig, að fullt tillit sé tekið til eðli- legra þarfa fyrirteekjanna. Á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Almennur sameiginlegur íundur Félags matvörukaup- manna og Félags kjötverzlana f Reýkjavík, haldinn í Leik- húskjallaranum, miðvikudag- inn 18. sept. 1963. felur verð- lagsmálanefnd félaganna að vinna að því við verðlagsyfir- völd, að fá leiðréttingu verzl- unarálagningar til samræmis við raunverulega þörf fyrir- tækjanna, sem rannsóknir nefndarinnar hafa sýnt. Ef slík leiðrétting fæst ekki án ástæðulausrar tafar hjá verðlagsyfirvöldum, telur fundurinn rétt að benda á, að óhjákvæmilegt er að verzlunin sjálf leiðrétti álagninguna á grundvelli rannsóknanna til samræmis við sannanlega þörf fyrirtækjanna, til þess að greiða raunverulegan kostnað við dreifingu hverrar vöruteg- undar.“ (Frá FMK og FKVR). samband við Tryggva Helga- son, forseta Alþýðusambands Norðurlands, og skýrði hann frá að þátttaka í þinginu yrði góð, tilkynntir hefðu verið fulltrúar frá flestum stöðum á sambandssvæðinu. Aðalmál þingsins að þessu sinni verða kjaramálin, eins og þau standa nú, og at- vinnumálin á sambandssvæð- inu. Annað aðalmál þings- ins verður skipulagsmál al- þýðusamtakanna, en það mál knýr nú fast á til úrlausnar. Félagsdómur 25 ára Framhald af 4. síðu. dómara í stað þess, sem Vinnu- veitendasambandið hefur nefnt. Slíkt er. þó frekar fátítt. Ef um er að ræða mál þess efn- is. hvort tiltekin starfsemi falli undir iðju eða iðnað víkja þeir dómendur. sem nefndir eru af Alþýðusambandinu og Vinnu- veitendasambandinu, en þeirra sæti taka dómendur úr flokki manna. sem Landsamband iðn- aðarmanna, Iðnsveinaráð Al- þýðusambands Islands og Fé- lag ísl. iðnrekenda hafa til- nefnt í því skyni. Á sama hátt taka sæti í Félagsdómi dóm- arar nefndir af fjármálaráð- herra og Bandalagi starfs- manna ríkis- og bæja. þegar fjallað er um mál vegna kjara- samninga opinberra starfs- manna. í Félagsdómi eiga nú sæti þessir aðaldómendur: Hákon Guðmundsson. hæsta- réttarritari, forseti dómsins og KaupskipihJ. afhent flutningaskip 2. þ.m. Gunnlaugur E. Briem ráðuneyt- isstjóri, báðir nefndir af Hæstarétti. Einar Amalds yfirborgardómari nefndur af Félagsmálaráðherra. Ragnar Ölafsson hæstaréttarlögmaður nefndur af Alþýðusambandi fs- lands og Einar B. Guðmunds- son hæstaréttarlögmaður, nefd- ur af Vinnuveitendasambandi Islands. Þeir Hákon Guðmundsson og Gunnlaugr Briem hafa set- ið í Félagsdómi í 25 ár eða frá upphafi. Einar B. Guð- mundsson hefur verið dómari þar í 18 ár, en Ragnar Ölafs- son í 13 ár. Að því er varðar starfsaldur annarra dómenda er setið hafa í Félagsdómi skal þess getið. að þegar ísleifur Árnason borgardómari andað- ist á sl. ári hafði hann verið aðaldómari í 17 ár, en þax áð- ur varadómari í 7 ár. Á þeim 25 árum, sem Fé- lagsdómur hefur starfað munu alls 30 menn hafa tekið þátt í dómstörfm. En fyrstu dóm- aramir auk Hákonar Guð- mundssonar og Gunnlaugs Briem vor þeir Sverrir Þor- björnsson nú forstjóri Trygg- inarstofnunar ríkisins. Kjartan Thors framkvæmdastjóri og Sigurjón A. Ólafsson, fyrrum formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hinn 2. þ.m. var Kaupskip h.f. afhent í Hamborg flutn- ingaskip, sem félagið festi kaup á með samningi undiirrituðum hinn 9. júli sl. Skip þetta hefur hlotið nafnið HVlTANES og verður heimahöfn þess Keflavík. Skipið er 2574 D.W. tonn sem Blindraskólinn fær góða gjöf Föstudaginn 20. sept. sl. heim- sóttu þrjár konur úr Rebekku- stúkunni Bergþóru Blindraskól- ann í Bjarkargötu 8 í Reykja- vík. Afhentu þær formanni Blindravinafélags fslands, Þór- steini Bjamasyni, höfðinglega gjöf til skólans. Er það stórt hnattilíkan upphleypt. Hnötturinn er gerður í Englandi og mjög vandaður. Mun hann koma að góðum notum við landafræðikennslu, og áreiðanlega munu margir fleiri en nemendur fara hönd- um um hann sér til fróðleiks og skemmtunar. Blindravinafélag fslands þakk- ar þeim Rebekkusystrum inni- lega þessa nytsömu og veglegu gjöf. Ennfremur þakkar félagið þeim fyrir aðrar gjafir, vin- áttu og góðan skilning á vanda- málum blinda fólksins, sem komið hefur fram á margan hátt í 25 ára starfi þeirra að vel- ferðarmálum blindra. lokað, en 1464 D.W. tonn sem opið hlífðarþilfarsskip. Rúm- mál lestanna er 110 til 120 þús. kubikfet. Aðalaflvélin er 2000 ha. Deutsch dieselvél og gang- hraði þess 13—13% sjómíla. Skipið er smíðað hjá August Pahl skipasmíðastöðinni í Ham- borg eftir ströngustu kröfum Germ. Lloyd og British Lloyd og var tekið í notkun síðast á ár- inu 1957 og hefur verið í eigu skipsmíðastöðvarinnar siðan. Það hét áður STEENDIEK. Skip- ið er búið fullkomnum sigtinga- tækjum og hið vandaðasta að öllum frégangi. Skipshöfnin er 22 menn. Skip- stjóri er Sigutður Þorsteinsson, 1. stýrimaður Harry Stcinsson og 1. vélstjóri Hörður Reynir Jónsson. Hlutafélagið Kaupskip var stofnað seint á árinu 1962 og hefur verið unnið að skipakaup- unum síðan. Samninga í Þýzka- landi af hálfu féfagsins hefur Vigfús Friðjónsson framkvæmda- stjóri annazt, en auk hans eru í stjóm félagsins Árni Guð- jónsson hrl. formaður, Steinþór Magnússon, KeHavík og Karl Sæmundsson, Reykjavík. Skiplð er nú á leið frá Ham- borg til Antwerpen, en fer það- an til Bordeaux og Jamaica. Gleymið ekki að mynda bamið. Fleygið ekki bókum Kaupum óskenundar ís- lenzkar og erlendar bæk- ur og skemmtirit. Fornbókaverzlun Kr. Kristjánsson Hverfisgötu 26, sími 14179. Sjálfstæðishúsið verður nú Sigtún 1 dag verður opnaður skemmti- staður og greáðasala I Sjálfstæð- Ishúsinu. Hefur Sigmar Péturs- son tekið húsið á leigu og kall- ar veitingastaðinn Sigtún. Að- aláherzluna hyggst hann leggja á vcizlur félagssamtaka og ein- staklinga. Á laugardögum verða almenningsskemmtanir og hyggst Sligmar einkum hafa íslenzka skemmtikrafta I þjðnustu sinni. Sigmar Pétursson hefur und- anfarin fimm ár séð um rekstur Breiðfirðingabúðar og getið sér gott orð í því starfi. 1 Sigtúni mun hljómsveit Þorsteins Ei- ifkssonar leika fyrir dansi og leggja aðaláherzhina á hæga músík. Söngvari með hljómsveit- inni verður Jakob Jónsson. í kvöld mimu þau Guðmundur Jónsson og Sígurveig Hjaltested skemmta gestum bæði með ein- söng og tvísöng. Þá má og geta þess, að 12. okt. næstkomandi verður afmælishóf fyrir dr. Pál ísólfsson, sem þá er sjötugur. Fyrir tæpu ári var hús- ið allt gert upp, og ep nú hið vistlegasta, t.d. prýðir heljar- mikill pálmi bljómsveitarpall- inn. Yfirþjónn í Sigtúni verður Leifur JónsSon. Til gamans má geta þess, að sagt er að Framsóknarflokkur- inn hafi gert hæsta tilboðið f leigu hússins, en því verið hafn- að. Sleppa þvl Reykvíkingar a.m.k. fyrst um sinn viö Fram- sóknarvist f Sjálfstæðishúsinu. Bókamenn Nú eru síðustu forvöð að eignast ýmsar góðar bækur á hagstæðu verði. Upplag eftirtalinna verka er ýmist á þrotum eða mjög Htið til af þeim í gömlu og ódýru bandi. Þau ritanna. sem bundin verða síðar, hljóta þá óhjákvæmilega að hækka mjög í verði. Saga Islendiinga IV-IX, öll bindin, sem út eru komin ■ 1 skinnbandi 932.00, í shirtingsbandi 638.00, óbundin 460.00. Sturlunga-saga III (myndskreytta útgáfan). 1 skinn- bandi 400.00, í skinnlíki 300.00, óbundin 18000. Andvökur Stehans G. Stephanssonar I-IV (heildarútgáfa). I skinnbandi 665.00, i shirtingsbandi 517.00. óbundin 387.00. Heimskringla I-III í skinnk'ki 200.00. Kviður Hómers I-II. 1 skinnlíki 200.00. Leikritasafn Mcnningarsjóðs I-XX. í skinnlíki 825.00. óbundið 600.00. Ritsafn Theodóru Thoroddsen, í skinnbandi 280.00, í skinnlíki 225.00, óbundið 180.00. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS. > (

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.