Þjóðviljinn - 05.10.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.10.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. október 1963 MÖÐVIUINN síða 3 Telja sig hafa fylgi meðal fólksins FFS neitar að semja við stjórn Ben Bella ALGEIRSBORG 4/10 — Helzti leiðtogi uppreisnarsam- takanna í Kabylíu, Ait Ahmed, vopnabróðir og meðfangi Ben Bella forseta í frelsisstríði Serkja, sagði í dag í bæn- um Djemaa-Saharadj í Kabylíu, að hann væri sannfærð- ur um að FFS-samtökin myndu sigrast á „einvaldsst'jórn Ben Bella". Ait AJhmed sagði að Ben Bella hefði sjálfur viðurkennt að þjóðin væri upp á móti hon- um. Hann hefði í þingræðu sinni í Algeirsborg í gær sagt að því aðeins mætti byltingin ná mark- miðum sínum, að þjóðin væri einhuga. Uppreisnin í Kabylíu og það mikla fylgi sem upp- reisnarmenn hefðu bæði þar og annars staðar í landinu, væri sönnun þess, að þjóðin gæti ekki orðið einhuga undir stjórn eins manns. Neitar viðræðum Ben Bella hafði boðið foringj- um FFS (Fylkingu hinna sósíai- istisku afla) að senda fulltrúa til Algeirsborgar að ræða við hann og aðra ráðamenn um þær Vilja samstarf með krötum Sésíalistar Larsens halda þing / Odense ÓÐINSVÉUM 4/10 — Hinn sós- alistíski alþýðuflokkur Aksels Larsens (SF) í Danmörku hóf í dag þlng sitt hér f bæ og er óvenjulegt að danskir stjóra- málaflokkar haldi þing sín ut- an Kaupmannahafnar. 1 fram- sðguræðu sinni á þinginu sagði Larsen að flokkurinn væri reiðu- búinn til samstarfs við sósíal- demókrata m innanlandsmál og að hans álitS ætti flokkurinn ekki að setja það skilyrði að sósialdemókratar tækju aðra afstððu til utanríkismála en þeir hefðu nú. Larsen tók þó fram að und- lægjuháttur sósíaldemókrata fyr- ir Nató og kröfum hinna er- lendu herforingja þess hlytu að gera flokki hans erfiðara fyrir að ganga í lið með þeim. Her- væðingar- og vígbúnaðarstefna sú sem sósíaldemókratar hefðu tekið upp að kröfu Nató hlyti að torvelda allt samstarf þeirra á milli. Hins vegar væri flokk- Valachi segir frá stríði milli ^læpamannahopa WASHINGTON 3/10 —¦ Joseph Valachi glæpamannaforingi sagði í gær þingnefnd frá stríði milli glæpamannahópa, sem kostaði meira en 40 mannslíf. Stríði þessu lauk með dauða Masseria upp úr 1920. Það voru hans eigin menn, sem skutu hann í bakið á veitingahúsi í Coney Island, sagði Valadhi. Dauði Masseria batt enda á stríðið milli glæpahringa Masse- ria og Salvators Maranzanos. Striðið hafði staðið yfir í 14 mánuði. Valaohi var Maranzan- os megin Hann segir, að Mar- anzano hafi misst einn mann og Masseria milli 40 og 60. Valaehi heldur því einnig fram, að Al Capone hafi skotið mann- inn, sem drepinn var úr hans hóp. „Marzano lét mig fá lista yf- ir glæpamenn, sem ryðja átti úr vegi. .." sagði Valachi. .,Þeirra á veðal voru Al Capome, Frank Costello, Lucky Luciano, Vito Genovese, Vince Magnano, Joa Adonis og Dutch Schultz. En fimm mánuðum síðar var sjálfur Maranzano liðið lík, skotinn af leigumorðingjum. Þá var haldin 5 daga veizla Mar- anzano til heiðurs. Gestirnir gáfu að samanlögðu 1Í15.00& doll- ara í sjóð fyrlr Cosa Nostra hringinn. Ég fékk aldrei svo mikið sem sent," sagði Valachi. Aksel Larsen ur hans reiðubúinn að vinna með sósíaldemókrötum að fram- gangi allra þeirra mála sem væru danskri alþýðu til framdráttar. — Þeir sem halda að SF geti tekið þátt í stjórn með þeirri stefnu í utanrikis- og hermál- um sem fylgt er nú, blekkja sjálfa sig, sagði Larsen^ og benti einnig á að flokkurinn gæti engum úrsldtum ráðið í danskri pólitíkp enda þótt hann tvöfaldaði núverandi þing- mannatölu sína (Nú 11 af 150). Engum óviðkomandi, hvorki blaðmönnum né öðrum. var leyft að vera á fundi þingsins í morgun. Er talið að þá hafi verið rætt um stöðu eins af helztu forystumönnum flokks- ins innan hans, Kai Moltke. Moltke hefur staðið upp í hár- inu á flokksforystunni undan- farið einkannlega gagnrýnt þau sjónarmið að flokkurinn ætti að geta sætt sig við að svonefndir „sérfræðingar" úrskurðuðu launakjör og skiptingu þjóðar- teknanna almennt. Moltke hef- ur haldið því fram að með slíku myndi flokkurinn segja skilið við aillan sósíalisma umkvartanir sem þeir kynnu að hafa fram að færa. Ait Ahmed sagðist í dag ekki mundu þiggja þetta boð. Það væri augljós gildra, og ætlun Ben Bella að- eins sú að lqkka andstæðinga sína þangað sem hann gæti haft í fullu tré við þá. „Ekki hægt að semja" Ahmed sagði að reynsla væii fengin fyrir því að ekki væri hægt að semja við Ben Bella og hans menn, hvoria innan Þjóðfrelsisfylkingarinnar né ut- an. Ef Ben Bella vildi sanna og sýna fram á að hann væri fús að ræða við leiðtoga FFS á jafnréttisgrundvellii gæti hann sýnt sáttfýsi sína með því að láta lausa Boudiaf, El Arab ojj aðra andstæðinga hans pem hann hefði látið fangelsa. Ekki kæmi til mála að hefja samn- inga við Ben Bélla fyrr en hann hefði sýnt að hann kynni að meta þá menn sem bezt reynd- ust þegar mest reið á. „Viljum enga sundrung" Það hefur vakið athygli að bæði Ait Ahmed og El Hadj oíursti hafa getað kaUað blaða- menn á sinn fund óáreittir í Michelet, hinum gamla setuliðs- bæ 7. herstjómarhéraðs (Kabyi- íu) sem EI Hadj var áður for- ingi fyrir,. en Ben Bella hef ur svipt hann henstjórn. Fyrst var talið að þeir félagar hefðu far- ið upp á f jöll til að leynastj en í dag boðuöu þeir blaðamenn á fund sinn í Michelet* sem þó á að heita í höndum stjórnarhers- ins. Svo virðist eimnig sem foringj- ar FFS og andstæðingar Ben Bella vilji forðast að Uáta sker- ast í odda með þeim. El Hadj ofursti sagði þannig í dag í Michelet að fyrir þeim félögum vekti engin sundrung; heldur að öll alsírska þjóðin gæti notið ávaxta þess sigurs sem hún hefði unnið sér í margra ára bar- áttu fyrir frelsi og sjálfstæði. Romanska-Ameríka logar og allar tilraunir afturhaldsins til að hefta róttækar þjóðfélagsbylting- ar þar auðkennast æ meir af örvæntingu sem hirtist oftast nær í valdaráni hershöfðingja. En það er skammgóður vermir og alþýða S-Ameriku verður sífellt sigurvissari, samtök hennar betur skipulögð, baráltan markvissari. Og siðan fulltrúar meirihluta Suður-Ameríkubúa neituíu, á hlnnl annáluðu ráðstefnu í Punta del Este 1962, að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna varðandi afstöðuna til Kúbu, verður það Ijósara með hverjum degi sem líður, að hinar kúguðu milljónir S-Ameríku fylgjast af samúð og áhuga með uppbyggingu sósialismans í þessu nagrannariki sínu. Þótt mikil kyrrð virðist vera yfir myndinni hér að ofan. þá er það ekki annað en lognið á und- an storminum. Hún er frá Montevideo, höfuðborg Uruguays og sýnir almenningsvagna, sem lagt hefur verið eftir endilangri götn á meðan verkfall starfsmanna við almenningsfarartæki stóð yf- ir þar fyrir skömmu. Goulart lætur til skarar skríða Umsátursástand í Brasilíu vegna verkfalla og uppþota BRASILÍU 4/10 — Joao Goulart forseti lýsti í dag yfir umsátursástandi í Brasilíu, sökum verkfalla og óeirða, sem hafa orðið í landinu undanfarið. Ástæðan er talin sú, að fylkisstjórar í Sao Paulo og Guanabara - hafa haldið æs- ingaræður gegn sambandsstjórninni. Róstusamt hefur verið í Bras- ilíu undanfarið. Hin gífurlega verðbólga í landinu hefur látið Bandaríkjastjórn slítur sambandi við Honduras WASHINGTON 4?10 — Banda- ríkin hafa slitið stjórnmálasam- bandi við Honduras vegna ný- afstaðinnar byltingar. Nokkur önnur Ameríkuríki hafa farið að þeirra dæmi þ.á.m. Venezuela œ Bolivía. Þó er búizt við, að sambandsrofin séu ekki endan- leg, ef að líkum lætur Kornkaup Sovéfríkjanna koma Kinverjumí vanda HONGKONG 4/10 — Hér er fullyrt að Kínverjar muni lenda í miklum vandræðum sökum kornkaupa Sovétrikjanna og annarra ríkja Austur-Evrópu í Kanada og Ástralin. Kínverjar verða að leggja sérstaklega hart að sér og bjóða mun hærra verð en þeir hefðu annars orðið að gjalda vegna þess að litið Fellibylur yfir Haiti Miaml og Havana 4/10 — Felli- bylurinn Flóra gekk yfir Haiti í dag, og olli geysilegu tjóni. Reuter hermir, að á suðurhluta Stjórnborðaeyjanna hafi ban- anaekrur algjörlega eyðilagzt. Ekki hefur frétzt um tnann- skaða síðan fellibylurinn varð 36 manns að bana á cynnl Tobago um daginn. Óttazt er að tjónið af vðld- um fei'libylsin* á Haiti sé ógn- arlegt. Regnstraumurinn fileeðir niöur fiallsMlðarnar og skolar burt jarðveginum. Þar að auki eru allar líkur á að hann hafi lagt Hadti í rúst þar sem hús eru ekki nógu rammgerð til þess að þola sMkan storm. Fellibylurinn fer nokkuð sömu leið og feMibylurinn HazeL sem varð 400 manns að bana á Haiti fyrir 9 árutn. er ná orSið um hveiti á frjáls- um markaði. Bandarikin eiga að visu nóg af hveiti og myndu vel aflögu- fær, jafnvel þótt þau féilust á að selja Sovétríkjunum það mikla magn sem þau hafa farið fram á að kaupa. Það inyndi þó hrökkva ærið skammt fyrir Kínverja að fá að kaupa hveiti í Bandaríkjun- um, sökum þess að þegar er orð- irin mikill skortur á skipum til kornflutninga. Kínverjar hafa yfirboðið í vesturlenzk skip til kornflutninga, en þau yfirboð hafa sjaldnast borið árangur, þar eð skipin voru þegar bund- in. Enn erfiðari horfur eru á kornflutningum til Kína á næsta ári, enda er kínverski kaup- skipaflotinn allt of lítill til að anna þeim. í dag var frá því skýrt í Washington að Búlgarar, Ung- verjar og Tékkar faefðu farið fram á að fá keypta kornvöru i Bandaríkjunum fyrir samtals 60 milljónir dollara. Vitað er að Sovétríkin hafa þreifað fyrir sér um kaup á korni fyrir 200 milljónir dollara, enda þótt ekki hafi enn verið rætt um það milli stjórnarfulltrúa. Fullyrt er að Kennedy forseti og helztu ráðgjafar hans séu þess mjög fýsandi að gera þessi kaup, en nokkur andstaða mun vera gegn því utan stjómar. til sín segja og verkfallsalda gengið yfir. 80.000 járnbrautar- verkamenn gerðu verkfall i fyrradag og kröfðust 40% launa- hækkunar. Kom til ryskinga milli þeirra og lögreglunnar og loks sent herlið til þess að flytja verkamenn á vinnustað. Ýmsir stuðningsmenn Banda- ríkjannai m.a. fylkisstjórar Sao Paolofylkis og Guanabarafylkis, hafa reynt að nota sér óeirðir þessar til þess að æsa menn upp gegn sambandsstjórninni. Sagt er, að yfirlýsing forsetans sé að nokkru leyti gerð til þess að þóknast stjórn hersins, sem vill standa 1 vegi Carlos Lac- erda, fylkisstjóra í Guanabara, en hann er mjög ákafur Banda- ríkjavinur. Verkamenn hafa lagt áherzlu á, að þeir muni styðja aðgerðir forsetans gegn fylkisstjóranum, en séu andvígir hernaðarástandi og hóta allsherjarverkfallSi e£ því verði framfylgt. Talið er sennilegt, að hernaðarástandið nái eingöngu til fyrrnefndra fylkja. Kúbust/órn ákveSur þjóðnýtingu Havana 4/10 — Á Kúbu hcfur verið ákveðið að þjóðnýta alla búgarða stærri en 14.7 hektara. Þessar aðgerðir eru nýr Iiðnr í nppbyggingu sósíalisma á Kúbu og miða að því að takmarka jarðeignir þeirra seni eru í ríkasta hluta bændastétt- arinnar. Gerður hefur verið greinar* munur á tveim tegundum stór- bændai þeim sem reka bú sín hjálparlaust og þeim, sem nota vinnumenn á búum sínurn. Hin- ir fyrrnefndu fá greidda vissa upphæð á mánuði næstu 10 ár. Reiði í Færeyium Breikir lundhelgisbrjótur fu skuBubætur í Dunmörku Kaupmannahöfn 3/10 — Tveim skozkum skipstjórum voru dæmdar 170.000 króna skaðabæt- ur frá danska ríkinu á föstu- daginn fyrir óréttmæta handtöku og veiðafæranám. Skipstjórar þessir heita John Maiin og Jam- es Mason. Togarar þessir voru á veiðum við strendur Færeyja. er þeir voru teknir fyrir ólögegar veiðar og afli og veiðafæri gerð upp- tæk. Saksóknari ríkisins sagði fyrir yfirrétti í Kaupmannahöfn. að ekki kæmi til mála að greiða nokkrar endurbætur. þar sem ástæða væri til að halda, að tog- ararnir hefðu verið innan iand- helgi. Dómstóllinn áleit, að ekki lægju fyrir nægar sannanir á, að veiðarnar hefðu verið ólög- legar, og að þess vegna yrði að dæma skipstjórnunum skaðabæt- ur. Ríkið var einnig dæmt til að greiða málskostnað. 36.000 kr. Dómur þessi vekur mikla ó- ánægju í Færeyjum. enda ekki í fyrsta skipti, sem Danir skjóta hlífiskildi yfir landhelgisbrjóta við Færeyjar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.